Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 60
 31. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 menning@frettabladid.is ! ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ��������������������������������� �������������� ���������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� ����������������������������������������������� ������������������������������������������������ ����������������������������� ������������������������������������������� ��������� 3. feb. 4. feb. 10. feb. 11. feb. Mind Camp eftir Jón Atla Jónasson 2. feb. 5. feb. Ef eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson Vestmanneyjar: 21. feb kl. 9 uppselt kl. 11 uppselt kl. 13 uppselt Námsmenn og Vörðufélagar fá miðann á Mind Camp á 1000 kr. í boði Landsbankans K. 12.00 Eyþór Þorbergsson ræðir um rannsókn og saksókn fíkniefna- mála í erindi sem hann flytur á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í stofu L201 Sólborg við Norðurslóð. Bandaríski fiðluleikarinn Rachel Barton Pine leikur einleik með Sin- fóníuhljómsveit Íslands á fimmtu- dagskvöldið. Pine leikur einleik í Fiðlukonsert nr. 2 „í ungverskum stíl“ eftir Joseph Joachim. Sama kvöld flytur hljómsveitin sinfóníu nr. 6 eftir Sergej Prokofíev. Hljóm- sveitarstjóri verður Carlos Kalmar. Lífshlaup Rachel Barton Pine má kalla flest annað en hefðbund- ið. Hún ólst upp í mikilli fátækt í hverfinu Irving Park í Chicago með foreldrum sínum og tveimur yngri systkinum. Þriggja ára gömul sat hún messu í kirkju hverfisins ásamt fjölskyldunni og þar heillaðist hún af ungum stúlkum sem komu fram og léku á fiðlur. Aðeins 14 ára gömul var Pine orðin fyrirvinna fjölskyldunnar, lék á fiðluna í brúðkaupum, veislum og á hvers kyns mannamótum, og gætti þess alltaf að farða sig hressilega og ljúga aðeins til um aldur. Árið 1995 munaði minnstu að fiðlan drægi Pine til dauða þegar fiðlutaskan hennar festist í lestar- dyrum með þeim afleiðingum að Pine dróst niður á lestarteinana. Í þessu hörmulega slysi missti hún vinstri fót og skaddaðist alvarlega á þeim hægri. Sjálf er hún mikill unnandi þungarokks og nýtir sér það til þess að kynna klassíska tónlist. Hún heimsækir til að mynda rokk-útvarpsstöðvar fyrir ungt fólk, leikur þar jöfnum höndum Metallica og Moz- art og hrífur fólk með sér með hæfileikum sínum og óbilandi trú á lífið. Undrabarn með Sinfóníunni Sænska sópransöngkonan Jenny Lind naut á sínum tíma ómældrar hrifningar danska skáldsins H.C. And- ersen. Sólrún Bragadóttir hefur kynnt sér sögu henn- ar og syngur lögin hennar. „Ég kynntist henni í fyrra,“ segir Sólrún. Þar er hún að vísa til leiksýningar sem sett var á svið í Danmörku síðastliðið sumar í tilefni af 200 ára afmæli H.C. Andersen. Sýningin fjallaði um ást skáldsins á söngkonunni, sem reyndar var ekki endurgoldin. Sólrún fór með hlutverk Jennýar, en H.C. Andersen var leikinn af íslenska látbragðsleik- aranum Kristjáni Ingimarssyni. Þau Sólrún og Kristján eru bæði búsett í Danmörku. „Þetta var svolítið skondið. Við vorum þarna tveir Íslend- ingar að leika þau Jenny Lind og H.C. Andersen.“ Sýningin var sett upp á þrem- ur stöðum í Danmörku og var jafnan leikið undir berum himni. Sólrún söng þarna bæði lög og aríur sem Jenny hafði gert fræg. „Þetta var allt saman sett í ævintýrabúning og kammersveit lék undir.“ Í kvöld stígur Sólrún á svið í Salnum í Kópavogi ásamt sænska baritónsöngvaranum Thomas Lander og píanóleikaranum Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- ur. Þau ætla að flytja dagskrá helgaða þeim Jenny Lind og H.C. Andersen. Dagskrá tónleikanna verður tvískipt. Fyrir hlé verður áhersl- an á sönglög, einkum sænsk lög en einnig lög eftir Schumann sem samin eru við texta eftir H.C. Andersen. Eftir hlé er svo komið að óperuaríum eftir Meyerbeer, Verdi, Bellini og Donizetti. „Mörg þessi tónskáld voru góðir vinir hennar og sumt er samið sérstaklega fyrir hana.“ Sólrún segir sænska „Nætur- galann“, eins og Jenny Lind var jafnan nefnd, hafa verið stór- brotinn persónuleika. „Ég ráðlegg söngvurum að lesa um hana því hún hafði svo heilbrigða sýn á þetta allt saman. Hún einbeitti sér aldrei að því að afla fjár og frama heldur var hún fyrst og fremst trú sjálfri sér og trú rödd sinni.“ Jenny Lind byrjaði að koma fram í óperum aðeins sautján ára gömul, en hún var ekki nema 29 ára þegar hún hætti alfarið að koma nálægt óperum þótt hún hefði haldið áfram að syngja á tónleikum það sem eftir var. Á seinni árum tók hún að kenna söng og þótti afar kröfuharður kennari. „Hún þoldi ekki söngmaskín- ur, fólk sem hafði góða rödd en ekkert annað. Það var svo mikið atriði fyrir hana að fólk hefði eitthvað að gefa.“ Sænski baritónsöngvarinn Thomas Lander kemur sérstak- lega til landsins til að syngja með Sólrúnu á þessum tónleikum. Hann er þó ekki að koma hingað í fyrsta sinn. „Hann söng hérna á Listahátíð í Gamla bíóí árið 1986, þá korn- ungur og gerði þvílíkt stormandi lukku. Ég var á þessum tónleik- um en þekkti hann ekki neitt.“ Síðar áttu þau eftir að syngja saman í óperunni í Hannover í Þýskalandi. „Við frumfluttum þar Töfra- flautuna sem Papagenó og Pamína og höfum verið góðir vinir upp frá því.“ Tónleikarnir í Salnum hefjast klukkan 20 í kvöld. SÓLRÚN BRAGADÓTTIR OG ANNA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR Á myndina vantar sænska baritónsöngvarann Thomas Lander, sem fyrst kom hingað til lands til að syngja á á Listahátíð 1986. Í kvöld halda þau tónleika í Salnum helgaða Jenny Lind og H.C. Andersen. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þoldi ekki söngmaskínur > Ekki missa af ... ... tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur á Nasa annað kvöld þar sem Sammi í Jagúar stjórnar frumflutningi á tón- list, sem hann hefur samið og útsett sérstaklega fyrir Stórsveitina. ... yfirlitssýningu á myndverkum Thors Vilhjálmssonar sem nú stendur yfir í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti. ... stóru yfirlitssýningunni á verkum Jóhannesar S. Kjarval sem nú stend- ur yfir á Kjarvalsstöðum í tilefni af 120 ára fæðingarafmæli listamanns- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.