Fréttablaðið - 31.01.2006, Síða 45

Fréttablaðið - 31.01.2006, Síða 45
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Við opnuðum á nýjum stað í stærra húsnæði að Skútuvogi 8, mánudaginn 30. janúar. Katrín Johannessen er Færeyingur og sannkölluð kjarnakona. Hún vinnur nú hjá Íslenskum aðalverktök- um þar sem hún keyrir um framkvæmdasvæðið í Innri Njarðvík á búkollu og gerir það af mikilli list. „Ég byrjaði að vinna á búkollu í september. Ég er með meirapróf en það þarf til þess að keyra búkollu,“ segir Katrín sem er hress í bragði enda vinnur hún við það sem henni finnst skemmtilegast. „Ég er bara tækjakerling og með bíladellu,“ segir Katrín og hlær. „Mér finnst miklu skemmtilegra að keyra vinnuvél heldur en fólks- bíl. Þetta er samt svolítill karla- heimur. Ég er eina konan sem vinn- ur hér og er eina konan á svæðinu. Ég vann í Mosfellsbæ áður en ég byrjaði hér og þar var ég líka eina konan á vinnuvél.“ Katrín segir engan mun vera á hæfileikum kynjanna til að stýra jafnstórum vélum. „Ég vil meina að þeir sem geti keyrt fólksbíl geti líka keyrt búkollu,“ segir Katrín og aðspurð um hvort það sé erfitt að keyra vinnuvél af þessari stærð segir hún það lítið mál. „Nei, þetta er ekkert mál. Það tekur alltaf tíma að venjast stærri tækjum. Maður þarf alltaf að átta sig á rýminu sem er í kringum mann. Fólk þarf að hafa smáskammt af rýmisgreind. Sé hún ekki til staðar þá máttu bara sleppa því að fara á svona stór tæki.“ Búkollan er ekkert mál Katrín Johannessen er kona með mikla tækjadellu. Hún keyrir um á búkollu alla daga og segir það ekkert mál að stýra svo stóru tæki. MYND/VÍKURFRÉTTIR PowerLuber Smursprauta með 12V hleðslurafhlöðu, Það er árið 2005 - nýjir tímar ný tækni! Sjálfvirk smurkerfi fyrir vörubíla og vinnuvélar Allt að 300 smurstaðir. Helstu kostir: Jafnari smurning, minna stopp, betra endursöluverð Skeifan 2. Sími 530 5900 ALLT TIL SMURNINGA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.