Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 62
 31. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 VIÐ ÓSKUM EFTIR TILNEFNINGUM FYRIR SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS SEM VERÐA VEITT Í FYRSTA SKIPTI 23. FEBRÚAR. Verðlaunin eru til heiðurs þeim sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. Lesendur eru beðnir að senda inn tilnefningar á vísir.is/samfelagsverdlaun eða fylla út seðilinn hér að neðan og senda á Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, merkt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins fyrir 16. febrúar. 1) Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýndi einstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem það var við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. 2) Ung hetja Barn eða unglingur yngri en 16 ára sem vann sérstakt afrek við krefjandi aðstæður, hvort sem það var öðrum eða því sjálfu til hagsbóta, til dæmis að berjast aftur til heilsu eftir alvarlegt slys eða veikindi. 3) Uppfræðari ársins Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar og aðrir uppfræðarar sem hafa skarað fram úr og látið gott af sér leiða. 4) Framlag í æskulýðsmálum Félagsamtök sem hafa sinnt börnum af sérstökum metnaði og alúð. 5) Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagssamtök sem hafa unnið ötullega að því að brjóta á bak aftur fordóma í samfélaginu. 6) Samfélagsverðlaunin Félagssamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúru- verndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. • Í hvaða flokki hér að ofan er tillnefningin? • Nafn á tilnefndum samtökum/einstaklingi • Nafn þitt: símanúmer: • netfang: Eingöngu svara þessum tveimur spurningum ef um samtök er að ræða: Megin störf hópsins? Fær hópurinn styrki þá hvaða? Fylltu út hér að neðan í allt að 500 orðum. • Samtök: Helstu afrek hópsins til dagsins í dag? • Einstaklingar: Af hverju á einstaklingurinn skilið að fá verðlaun? SAMFÉLAGSVERÐLAUN TILLNEFNINGAR SEÐILL: VERÐLAUN ERU VEITT Í SEX FLOKKUM: HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ GÓÐVERKI? SÉRSTAKT Þessi glæsilegi galakjóll er poppaður upp með því að nota flatbotna stígvélin við. Karl Lagerfeld sýndi nýjustu Chanel-línuna í síðustu viku og það er ljóst að þó karlinn sé orð- inn ansi skorpinn þá virðist hann ekkert vera að klikka. Það besta er hvernig Lager- feld tekst að sameina tískuhefð- ir Chanel-hússins við nútímann. Þetta gerir hann til dæmis með því að taka þemu úr tískunni í dag eins og bóleró, blöðrupils og flatbotna stígvél og blanda þeim við hina klassísku Chanel-dragt. Það er ekki að ástæðulausu að ungstirnin í Hollywood eru sjúk í Chanel. Litirnir voru eins og vanalega fremur fátæklegir og Lagerfeld notaðist við sína hefðbundnu liti, svartan og hvítan auk þess að bæta við ljósbleikum, beinhvítum og gráum. Flestar klæddust fyrir- sæturnar lágbotna stígvélum sem minntu helst á sjöunda áratuginn en þó eiga þau ekki uppruna sinn þar. Lagerfeld fékk hugmyndina að þeim frá mynd sem tekin var af Coco Chanel á sjötta áratugn- um en þá var hún eins og alltaf á undan sínum tíma. Blúndur, blóm, slaufur, fjaðrir og hvítar pallíettur settu líka sinn svip á lín- una og fyrirsætan Lily Cole lauk sýningunni með trompi í falleg- um flögrandi hvítum kjól og dásamlegum blúndustígvélum við. hilda@frettabladid.is BLÖÐRUPILS Allar tískuskvísur ættu að eiga eitt slíkt fyrir sumarið. Sjúkar í Chanel KLASSI Glæsilegur og klassískur kjóll. TÖFF Fyrirsætan Mariacarla Bos- cono er einbeitt á svip. COCO CHANEL Stofnandi Chanel-hússins hefði vel getað klæðst þessari dragt meðan hún var uppi. GLÆSILEGUR Elegant en um leið sérstakur kjóll frá Lagerfeld. DRAGTIN Hér er nýtískuleg útgáfa af Chanel-dragtinni. Plötusnúðurinn sjóðheiti Max Graham spilar á klúbbakvöldi á Nasa þann 3. febrúar næstkom- andi. Max átti stóran slagara á síðasta ári þegar hann endurhljóð- blandaði lagið Owner of a Lonely Heart frá árinu 1983. Hann hefur endurhljóðblandað lög á borð við Slow eftir Kylie Minogue og Talk með Coldplay. Danni og Grétar G munu hita upp fyrir Gra- ham. Húsið opnar klukkan 23.00 og fer forsalan fram í Þrumunni þar sem miðaverð er 1000 krónur. Max þeytir skífum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.