Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 6
6 31. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR ESB hjálpar friðargæsluliðum Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna í Kongó hafa beðið aðildarríki Evrópusambandsins um aðstoð vegna hættunnar á auknum átökum þar í landi í tengslum við þingkosningar. Kosning- arnar, sem eru hinar fyrstu áratugum saman í Kongó, verða haldnar í lok apríl. Búist er við að talsmenn Evrópusam- bandsins tilgreini hvaða hjálp þeir geta veitt í byrjun febrúar. KONGÓ KJÖRKASSINN Kaust þú í undankeppni Eurovi- son á laugardag? Já 21% Nei 79% SPURNING DAGSINS Í DAG Telurðu að Íslendingar vinni til verðlauna á EM í handbolta? Segðu þína skoðun á vísir.is LAXELDI Eigendur Oddeyrar hf., dótturfyrirtækis Samherja, hafa undanfarið ár reynt án árangurs að fá Byggðastofnun til samstarfs um uppbyggingu eldisstöðvar Silf- urstjörnunnar í Öxarfirði. Fyrir helgina sendi Jón Kjart- an Jónsson, framkvæmdastjóri Oddeyrar, bréf þar sem stjórn Byggðastofnunar er tilkynnt að félagið hafi gefist upp á að fá fyrirgreiðslu af nokkru tagi hjá stofnuninni og muni hvorki ónáða starfsmenn né stjórnarmenn stofnunarinnar frekar. „Það er mat okkar að ekki verði farið lengra í að reyna að fá Byggðastofnun að þessu máli. Við vitum ekki til þess að algengt sé í nýsköpunarverkefnum á lands- byggðinni að einn aðili bjóðist til þess að tryggja 250 milljónir að rekstri gegn 100 milljóna króna veðláni á nýbyggingar að kostnað- arverði um 140 milljónir króna,“ segir í bréfinu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í greinargerð með lánsumsókn kemur fram að Silfurstjarnan hafi glímt við mikla rekstrarerf- iðleika. Með því að nýta auðlindir, byggingar og búnað geti velta eld- isstöðvarinnar orðið um 400 millj- ónir króna þegar á árinu 2008 í bleikju-, lúðu- og sandhverfueldi. Markaður er talinn góður í Bandaríkjunum og Evrópu en helstu áhættuþættir eru tald- ir vera gengi krónunnar ásamt afurðaverði. Þá er einnig rætt um raforku sem drjúgan kostnaðar- þátt en reynt verði að ná samning- um um það. Oddeyri ráðgerir að byggja yfir átta landeldisker en kostnað- ur við það, annan búnað og bygg- ingar er áætlaður um 150 milljón- ir króna. Félagið hafi lagt mikið undir við að reyna að gera þessa framtíðarsýn að veruleika. „Það er því miður ljóst að vilji þeirra, sem skilgreindir eru sem áhættu- lánveitendur á landsbyggðinni, er ekki sá að lána til reksturs og fast- eigna í Öxarfirði,“ segir í áður- greindu bréfi. Aðalsteinn Þorsteinsson, for- stjóri Byggðastofnunar, segir að formleg lánsumsókn hafi komið frá Silfurstjörnunni eða Oddeyri og segir að stofnunin sé reiðubú- in til þess að teygja sig nokkuð til móts við óskir eldismanna í Öxar- firði. Byggðastofnun hefur á löngu árabili lagt mikið fé í fiskeldið þar, fyrst í Miklalax og síðar Silf- urstjörnuna. johannh@frettabladid.is Samherji gefst upp á Byggðastofnun Forsvarsmenn Samherja og Oddeyrar hugðust setja 250 milljónir króna í lúðu- og sandhverfueldi í Öxarfirði gegn 100 milljóna veðláni frá Byggðastofnun. Stofnunin sýnir tómlæti og Samherjamenn segja uppbygginguna í óvissu. AÐALSTEINN ÞORSTEINSSON FORSTJÓRI BYGGÐASTOFNUNAR Kannast ekki við að formleg lánsumsókn liggi fyrir frá Oddeyri eða Silfurstjörnunni. JÓN KJARTAN JÓNSSON FRAMKVÆMDA- STJÓRI ODDEYRAR „Við munum því ekki ónáða starfsmenn eða stjórnarmenn stofnunarinnar frekar.“ SILFURSTJARNAN Í KELDUHVERFI Fiskeldisstöðin nýtir jarðvarma til að ná heppilegu hita- stigi í landeldiskvíum og vill nú ala sandhverfu og lúðu auk bleikju. FISKELDI Sveitarstjórn Öxarfjarð- arhrepps hefur þungar áhyggjur af framtíð fiskeldis á vegum Silf- urstjörnunnar í Kelduhverfi. Hún ritaði stjórn Byggðastofn- unar bréf vegna málsins nýverið þar sem ólíklegt er talið að fyr- irtækið verði endurreist án sér- þekkingar núverandi eigenda, sem eru fyrst og fremst Samherji og tengd fyrirtæki. „Til að fyrirtækið haldi áfram starfsemi sinni þarf Byggðastofnun að koma að mál- inu með opnum hug,“ eins og segir í bréfi sveitarstjórnarinnar og kveðst hún reiðubúin til viðræðna um málefni fyrirtækisins. - jh Áhyggjur í Öxarfjarðarhreppi: Reiðarslag ef fiskeldið lokar STÓRIÐJA Kostnaður við nýja álvers- höfn í Eyjafirði er um einn millj- arður króna miðað við að þar geti lagst að bryggju 60 þúsund tonna flutningaskip. Kostnaður vegna stækkunar Húsavíkurhafnar er frá 1,7 milljörðum króna til vel á þriðja milljarð króna, eftir því hvernig stækkunin yrði útfærð. Kostnaður við nýja álvershöfn í Héðinsvík við Húsavík er mun meiri eða fjórir til fimm milljarð- ar króna. Þetta kemur fram í staðar- valsathugunum vegna hugsanlegs álvers á Norðurlandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Stað- arvalsathuganir hafa einnig farið fram í Skagafirði en í kvöld verð- ur kynnt á Hótel KEA á Akureyri áfanganiðurstöður í þeim athugun- um sem framkvæmdar hafa verið. Lítið er talað um samanburð á kostnaði við orkuflutning í áfanga- skýrslunni sem kynnt verður í kvöld. Sá kostnaður vegur hins vegar þyngra en kostnaður við nauðsynlegar hafnarframkvæmd- ir og er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, Húsvíkingum mjög í hag. - kk Staðarvalsathuganir vegna álvers á Norðurlandi: Ný álvershöfn kostar milljarð ATVINNUMÁL „Hin pólitíska ábyrgð liggur hjá bæjarstjórninni á Akra- nesi. Það er kjaftæði að halda því fram að hún beri ekki ábyrgð,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, um umræðu síðustu daga um töpuð störf á Akranesi vegna sameining- ar HB hf. og Granda. Formaður verkalýðsfélagsins á staðnum, Vilhjálmur Birgis- son, hefur fullyrt að Skagamenn hafi verið niðurlægðir. Magnús Þór hefur einnig nýlega sagt að með sölu á fyrirtækinu hafi menn misst frá sér kvótann fyrir víta- vert kæruleysi og aumingjaskap, og var þeim orðum aðallega beint til bæjarstjórnarinnar á staðnum. Eggert B. Guðmundsson, for- stjóri HB Granda, útskýrir þær breytingar, sem orðið hafa á rekstri fyrirtækisins, meðal ann- ars með aflasamdrætti og hagræð- ingu innan fyrirtækisins. Hann nefnir einnig aflabrest á mörgum mikilvægum tegundum og það hafi haft bein áhrif á vinnsluna á Akranesi. Hann segir að það geti ekki hafa farið fram hjá fólki að vinnsla á uppsjávarfiski um borð í Engey og á Vopnafirði hafi haft áhrif en það hljóti allir að skilja að þegar um vinnslu til manneldis er að ræða þá sé reynt að vinna fisk- inn sem ferskastan. Eggert segir jafnframt að það sé ekki svara- vert að hjá stjórn fyrirtækisins ríki einhverskonar óvild gagnvart Akranesi. Ekki náðist í Guðmund Pál Jónsson, bæjarstjóra á Akra- nesi, vegna málsins. - shá AKRANESHÖFN Akraneshöfn er yfirleitt full af lífi. Ef svörtustu spádómar rætast verður það senn liðin tíð. Þingmaður Frjálsyndra er þungorður í garð bæjarstjórnar Akraness: Misstu kvótann fyrir kæruleysi HEILBRIGÐISMÁL Ríki skulu upplýsa um farsóttarsmit sem upp kemur innan 48 klukkustunda ásamt því að gera grein fyrir til hvaða ráðstafana verður gripið. Þetta er eitt ákvæða reglugerðar sem mun taka gildi um mitt ár 2007. Á fundi framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar var ákveðið að flýta gildis- töku þeirra ákvæða sem eiga við fuglaflensuna. Haraldur Briem sóttvarnar- læknir, sem sat fundinn, segir þetta nauðsynlegt þar sem ríki hafi stundum látið dragast að upp- lýsa alþjóðasamfélagið um tilfelli sem koma upp líkt og gerðist í Tyrklandi og Ungverjalandi. - sdg Alþjóðaheilbrigðisstofnunin: Ríki upplýsi fyrr um smit HARALDUR BRIEM Sat fund þar sem fjallað var um hugsanlegan fuglaflensufaraldur. FINNLAND Tarja Halonen, nýkjörinn forseti Finnlands, ætlar að leggja áherslu á nýfátækt, atvinnuleysi, jafnrétti og velferðarmál á öðru kjörtímabili sínu. Hún stefnir að því að verða forseti allrar þjóðar- innar. Halonen bar sigur úr býtum í annarri umferð forsetakosning- anna í Finnlandi á sunnudag en þetta er í fyrsta sinn sem sitjandi forseti nær endurkjöri í Finn- landi. Halonen er jafnaðarmaður og hún tókst á við Sauli Niinistö, frambjóðanda hægrimanna. - ghs Nýkjörinn forseti Finnlands: Leggur áherslu á nýfátækt HÚSAVÍKURHÖFN Hafnarframkvæmdir við Húsavík eru almennt nokkru dýrari en hafnar- framkvæmdir í Eyjafirði þar sem byggja þarf brimgarða við Húsavík en ekki í Eyjafirði. Eiturefni í fóðri Yfirvöld í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi hafa lokað alls 400 framleiðslubúum síðustu daga eftir að leifar af díoxíni fundust í fóðri í löndunum þremur. BELGÍA STJÓRNMÁL Kostnaður sem fram- bjóðendur í prófkjöri Framsókn- arflokksins lögðu í baráttu sína er samtals um tólf milljónir. Þegar kostnaður fram- b j ó ð e n d a n n a þriggja er borinn saman kemur í ljós að fram- boð Björns Inga Hrafnssonar og Önnu Kristins- dóttur eru með svipaða fjárhæð. Þau áætla bæði að heildar- kostnaður muni nema um fimm milljónum. Óskar Bergsson áætl- ar rúmlega tvær milljónir í heild- arkostnað við sitt framboð. - sdg Kostnaður prófkjörsbaráttu: Björn og Anna eyddu jafnt Stríð á mörgum vígstöðvum Áhrif myndbirtinga Jótlandspóstsins af Múhammed spámanni fara vítt. Nú hafa danskir tölvuþrjótar sameinast um að ráðast gegn arabískum vefmiðlum á sama hátt og arabískir tölvuþrjótar hafa ítrekað reynt að knésetja vefmiðil Jótlandspóstsins. DANMÖRK Hunsa næstu réttarhöld Saddam Hussein og lögfræðingar hans hyggjast ekki láta sjá sig þegar réttarhöld yfir honum hefjast að nýju á miðvikudaginn. Segja þeir nýjan dómara í málinu ekki hlutlausan og réttarhöldin séu skopleik- ur meðan hann sé við stjórn. ÍRAK UMHVERFISMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra, og Sigríður Anna Þórðar- dóttir, umhverfisráðherra, undir- rituðu í dag umsókn til UNESCO um að Surtsey verði samþykkt inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna sem náttúruminjar. Til að komast inn á skrána þurfa viðkomandi náttúru- og menningarminjar að vera einstak- ar á heimsmælikvarða. Íslensk stjórnvöld telja forsendur fyrir tilnefningu Surtseyjar vera vegna þess að hún er einstakt dæmi um þróunarsögu jarðar og þar er hægt að fylgjast með hvernig vistkerfi á landi og í hafinu verða til. - shá Umsókn til UNESCO: Vilja Surtsey á heimsminjaskrá FRÁ SURTSEY Engin eyja við Ísland er eins merkileg, þó að margar séu fallegri. BJÖRN INGI HRAFNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.