Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 70
 31. janúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 FJÓRIR SPURÐIR FYRSTI IDOLÞÁTTURINN FÓR FRAM Í SMÁRALIND Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ Hvernig fannst þér Idol-þátturinn? HRÓSIÐ ...fá stelpurnar í Nylon fyrir að freista gæfunnar í Bretlandi. 1 Sauli Niinistö 2 Ólafur Geir Jónsson 3 Roger Federer [ VEISTU SVARIÐ? ] Ekki hrifinn af söngvakeppnum Ég sá þennan þátt en ég er enginn Idol-aðdá- andi. Ég er ekkert hrifinn af því að setja upp söngva- keppnir og rugla í ungum heilum sem halda að þeir geti orðið stjörnur í karókíkeppni á Stöð 2. Þorsteinn Guð- mundsson grínisti og rithöfundur. Rosalega flott svið Þetta var þrælskemmtilegt og gaman að fylgjast með frá þessu sjónarhorni. Það hefði verið gaman að fá svona rosalega flott svið á sínum tíma. Það er líka rosalega gaman að hlusta á dóm- ana frá Palla og Einari, þeir virka mjög vel. Mér finnst skemmtilegast að hlusta á Snorra, Eirík, Alexöndru og Ragnheiði þó svo að hinir geti líka sungið vel. Davíð Smári söngvari. Ánægð með krakkana Mér leist mjög vel á hann, það eru mjög margir að standa sig vel þarna og ég er bara ánægð með krakkana. Mér fannst Ragnheið- ur Sara standa sig sérstaklega vel. Ég var svo- lítið skeptísk þegar ég heyrði hvaða lag hún ætlaði að taka en hún gerði þetta frábærlega og var mjög örugg. Sólveig Samúelsdóttir söngkona. Komin með uppáhald Mér fannst síðasti þáttur bara fínn, þetta eru allt voðalega flottir krakkar. Ég er strax komin með uppáhalds keppanda en ég ætla ekki að segja hver það er, það getur alltaf breyst. Ég er annars ógurlega ánægð með þessa þætti, það er alltaf gaman að hittast og borða pitsur saman yfir Idolinu. Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikkona. Kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, var sýnd á Sundance-hátíðinni nýverið en þetta er stærsta kvikmyndahá- tíðin í Norður-Ameríku og mikið stökkbretti fyrir unga kvikmynda- leikstjóra. Myndin fékk frábæra dóma hérlendis. Það kom því flatt upp á marga þegar gagnrýnand- inn Kirk Honeycutt hjá Holly- wood Reporter skyldi rífa af sér silkihanskana og vera frekar nei- kvæður í gagnrýni sinni en dómur hans birtist á vef blaðsins. Hand- ritið er sagt þunnt og allir leikarar, nema Julia Stiles, fá heldur slæma dóma. Rýnirinn telur myndina ekki eiga heima í kvikmyndahús- um heldur frekar í sjónvarpi eða á myndbandaleigum. Hollywood Reporter er fagtímarit sem dreift er til tólf þúsund áskrifenda og er skrifað fyrir viðskiptahlið mark- aðarins. Skrif þess eru því ekki ætluð „almenningi“ ef svo mætti að orði komast heldur eingöngu út frá markaðslegu sjónarmiði. Baltasar Kormákur var nýkominn heim af Sundance- hátíðinni og vildi ekki tjá sig um dóminn efnislega en sagði hann hafa getað komið á betri tíma. „Hollywood Reporter er auðvitað mjög stórt blað,“ sagði hann en benti engu að síður á að myndin hefði fengið mjög jákvæð viðbrögð annars staðar og blöð á borð við Empire og Premier hefðu sýnt honum og myndinni athygli. „Þetta gekk rosalega vel og það var uppselt á flestar sýn- ingar myndarinnar í 1.300 manna bíósölum þar sem meirihlutinn varð eftir fyrir Spurt & svarað,“ sagði Baltasar en viðræður eru í gangi um dreifingu myndarinnar í Bandaríkjunum. „Ég veit ekki hvaða áhrif þessi dómur á eftir að hafa.“ Munur á gagnrýni erlendra og íslenskra rýna kemur Ásgrími Sverrissyni, ritstjóra Lands og sona, veftímarits kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ekki mikið á óvart en hann tekur þó skýrt fram að það eigi ekkert endilega við í þessu tilviki. „Ég hef oft talað um það hvað íslensk gagnrýni sé á lágu plani,“ segir Ásgrímur en telur mörg sjónar- mið vera í þessu. Auðvitað séu til góðir gagnrýnendur en honum finnst sem of margir áhugamenn séu að störfum hjá fjölmiðlunum. „Þetta er mikið hitamál og það er auðvelt að láta hlutina snúast uppí rifrildi og láta tilfinningarn- ar hlaupa með sig í gönur,“ held- ur Ásgrímur áfram. „Mér finnst hins vegar oft að íslenskum kvikmyndum sé gefið of mikið svigrúm vegna þjóðernis,“ bætir hann við. „En þetta er auðvitað fyrst og fremst smekksatriði.“ freyrgigja@frettabladid.is A LITTLE TRIP TO HEAVEN: SKIN OG SKÚRIR Á SUNDANCE Baltasar glatar ekki trúnni A LITTLE TRIP TO HEAVEN Hefur fengið misgóða dóma hjá erlendum gagnrýnendum en mikið lof íslenskra rýna. Barflugur og unnendur spurn- ingakeppninnar Drekktu betur, sem fram fer á kránni Grandrokk við Smiðjustíg hvert föstudag- seftirmiðdegi, rak í rogastans þegar þeir komu að luktum dyrum síðastliðinn föstudag. Staður- inn skipti nýverið um eigendur og óttuðust sumir fastagestanna að nýi vertinn myndi snúa öllu á hvolf áður en hann opnaði staðinn staðinn aftur. „Nei, aldeilis ekki,“ segir Þor- steinn Þórsteinsson, nýr eigandi Grandrokk, og blæs á sögusagnirn- ar í eitt skipti fyrir öll. „Ég tek við lyklunum í dag og geri ráð fyrir að opna á fimmtudagsmorgun klukk- an 11. Svo höldum við ærlegt partí fyrir fastakúnna, gamla sem nýja, á föstudagskvöld.“ Fáar krár eiga sér jafn traust- an hóp fastakúnna og Grandrokk en sumir hafa dregið í efa að þeir myndu eiga afturkvæmt eftir eig- endaskipti, en Þorsteinn segir að þeir hafi ekkert að óttast; það sé óþarfi að breyta því sem gott er og hann ætlar að halda staðnum í sama horfinu og áður. „Staðurinn heitir áfram Grandrokk þótt það séu komnir nýir rekstraraðilar, allir innanstokksmunir verða á sínum stað, Drekktu betur verður á föstudag klukkan 17.30 og von- andi halda gömlu fastakúnnarnir að sækja staðinn þegar við opnum aftur.“ - bs ÞORSTEINN ÞÓRSTEINSSON Barflugur geta tekið gleði sína á ný á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Grandrokk opnar á fimmtudag FRÉTTIR AF FÓLKI S turla Gunnars-son og mynd hans, Beowulf & Grendel, fá vægast sagt hræðilega dóma í Gauta- borgspóstinum en Bjólfskviða var opnunarmynd kvikmynda- hátíðar Gautaborgar. Gagnrýnandinn Mats Johnson segir að myndin sé líklega versta opnunar- myndin í sögu hátíðarinnar og að gæðaleikarinn Stellan Skarsgaard fái engu við bjargað. Johnson segir að allar persónurnar séu í ætt við einhverja grín- útgáfu hjá Monthy Python og myndin sé ekki hótinu skárri en Þrettándi stríðs- maðurinn með Antonio Banderas og Sven Wollter. Ef einhverjir eru búnir að gleyma henni þá lék spænska kyntröllið þar Ahmed Ibn Fahdlan Ibn Al Abbas Ibn Rashid Ibn Hamad og þótti með afbrigðum lélegur. - fgg Söngvarinn goðsagnakenndi Anton Newcombe úr Bandarísku rokksveit- inni The Brian Jonestown Massacre hefur dvalið á landinu undanfarna viku og hefur kolfallið fyrir landi og þjóð. New- combe hefur notið hylli jaðarrokksaðdá- enda vestra í mörg ár enda þykir hann bæði afbragðs lagahöfundur og sérstakur persónuleiki með meiru. Heimildarmynd var sýnd um hann á síðustu alþjóðlegu kvikmyndahátíð á Íslandi. Hún ber nafn- ið Dig, en í henni fylgist myndatökumað- ur með skrautlegu lífi Newcombes. Mikill gleðskapur átti sér stað á barnum Sirkus á Klapparstíg síðasta laugardagskvöld þar sem bæði Anton Newcombe og Einar Sonic, starfsmaður 12 Tóna og gítarleikari Singapore Sling, þeyttu skífum. Meðal gesta voru Jonni og Jói í 12 Tónum, Unnur í Brúðarbandinu, Biggi úr Hudson Wayne, Ási Már fatahönnuð- ur, Sigtryggur Magnason leikskáld og Jara söngkona. Heyrst hefur að Newcombe sé svo hrifinn af landi og þjóð að hann sé að íhuga kaup á íbúð fyrir utan borgarmörkin. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 neglt 6 sem 8 langur 9 fúadý 11 óreiða 12 færa 14 yfirstéttar 16 tveir eins 17 nár 18 geislahjúpur 20 ung 21 auðveld. LÓÐRÉTT 1 goggs 3 skammstöfun 4 sárabindi 5 traust 7 rekaviður 10 hvíld 13 frostskemmd 15 greinilegur 16 blekking 19 bardagi. LAUSN LÁRÉTT: 2 fest, 6 er, 8 hár, 9 fen, 11 rú, 12 skáka, 14 aðals, 16 tt, 17 lík, 18 ára, 20 ný, 21 létt. LÓÐRÉTT: 1 nefs, 3 eh, 4 sáralín, 5 trú, 7 reka- tré, 10 náð, 13 kal, 15 skýr, 16 tál, 19 at. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Hefur sé› DV í dag? flú Silvía Nótt er nú þegar komin til Grikklands 2x10-lesin 30.1.2006 20:40 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.