Fréttablaðið - 31.01.2006, Síða 61

Fréttablaðið - 31.01.2006, Síða 61
ÞRIÐJUDAGUR 31. janúar 2006 29 Sýnt á NASA við Austurvöll Föstudagur 27 . janúar - Örfá sæti Laugardagur 28 . janúar - Örfá sæti Fimmtudagur 2 . febrúar - Örfá sæti Föstudagur 3 . febrúar - Laus sæti Laugardagur 4 . febrúar - Laus sæti Fimmtudagur 9 . febrúar - Laus sæti Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30 Miðasala í verslunum Skífunnar, www.midi.is og í síma: 575 1550 Quinceanera var valin besta myndin á Sundance-kvikmynda- hátíðinni sem er nýlokið. Myndin, sem vann bæði dómnefndarverð- launin og áhorfendaverðlaun fyrir dramamyndir, fjallar um 15 ára stúlku af rómönskum ættum sem verður ófrísk og lendir í fram- haldinu í útistöðum við fjölskyldu sína. Engir þekktir leikarar eru í myndinni en með aðalhlutverkið fer Emily Rios. God Grew Tired of Us í leik- stjórn Christophers Quinn var valin besta heimildarmyndin. Fjall- ar hún um þrjá pilta frá Súdan sem reyna að fóta sig í Bandaríkjunum eftir að hafa upplifað blóðuga borg- arastyrjöld í heimalandi sínu. Dito Montiel var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina A Guide to Recognizing Your Saints. Með helstu hlutverk í henni fara Robert Downey Jr., Rosario Dawson, Dianne Wiest og Chazz Palminteri. Quinceanera valin best á Sundance LEIKSTJÓRARNIR Leikstjórar myndarinnar Quinceanera taka á móti Sundance-verðlaunun- um. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Kvikmyndasafn Íslands sýnir í kvöld rússnesku kvikmyndina Statska eða Verkfall frá árinu 1925 eftir Sergei Eisenstein. Myndin er óvanalega þrosk- að fyrsta verk höfundar og hefur sterk höfundareinkenni hans. Hún er fyrst þriggja mynda Eisen- steins um baráttu öreiganna þar sem æsingur byltingarbaráttu svífur yfir vötnum en hinar eru Beitiskipið Potemkin (1925) og Október (1927). Í Verkfalli segir frá verkamönn- um sem í byrjun síðustu aldar fara í verkfall eftir að samstarfsmaður þeirra fremur sjálfsmorð en hann hafði verið ranglega ásakaður um þjófnað. Dagarnir líða en ekkert þokast í samkomulagsátt. Lögregl- an reynir að neyða verkamennina til uppgjafar, ræðst inn á heimili þeirra og stráfellir menn, konur og börn. Myndin er þögul en milli- textar eru á íslensku. Á undan kvikmyndinni verð- ur sýnd stutt heimildarmynd um kvikmyndagerðarmanninn Sergei Eisenstein. Myndin er á íslensku og þulur er Sergei Halipov. Þess má geta að félagsskapur- inn MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, kom árið 2004 kvik- myndasafni sínu, hátt í 2.000 titl- um, fyrir hjá Kvikmyndasafni Íslands og eru báðar þessar mynd- ir úr því safni. Ívar H. Jónsson, formaður félagsins, þýddi milli- texta myndarinnar Verkfall. Myndin verður sýnd í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði og hefst sýningin klukkan 20 í kvöld. Verkfall Eisensteins HVAÐ? HVENÆR? HVAR?JANÚAR 28 29 30 31 1 2 3 Þriðjudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Sólrún Bragadóttir sópran, Thomas Lander baritón og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja sænsk lög í Salnum í Kópavogi. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Eyþór Þorbergsson ræðir um rannsókn og saksókn fíkniefna- mála á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í stofu L201. ■ ■ BÆKUR  20.00 Snæfríður Ingadóttir les upp úr nýrri jólabók sinni: “Opið hús - menning á Íslandi nútímans” á Skáldaspírukvöldi í Iðu, Lækjargötu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.