Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 31.01.2006, Blaðsíða 61
ÞRIÐJUDAGUR 31. janúar 2006 29 Sýnt á NASA við Austurvöll Föstudagur 27 . janúar - Örfá sæti Laugardagur 28 . janúar - Örfá sæti Fimmtudagur 2 . febrúar - Örfá sæti Föstudagur 3 . febrúar - Laus sæti Laugardagur 4 . febrúar - Laus sæti Fimmtudagur 9 . febrúar - Laus sæti Húsið opnar kl. 20:00 - Sýningar hefjast kl. 20:30 Miðasala í verslunum Skífunnar, www.midi.is og í síma: 575 1550 Quinceanera var valin besta myndin á Sundance-kvikmynda- hátíðinni sem er nýlokið. Myndin, sem vann bæði dómnefndarverð- launin og áhorfendaverðlaun fyrir dramamyndir, fjallar um 15 ára stúlku af rómönskum ættum sem verður ófrísk og lendir í fram- haldinu í útistöðum við fjölskyldu sína. Engir þekktir leikarar eru í myndinni en með aðalhlutverkið fer Emily Rios. God Grew Tired of Us í leik- stjórn Christophers Quinn var valin besta heimildarmyndin. Fjall- ar hún um þrjá pilta frá Súdan sem reyna að fóta sig í Bandaríkjunum eftir að hafa upplifað blóðuga borg- arastyrjöld í heimalandi sínu. Dito Montiel var valinn besti leikstjórinn fyrir myndina A Guide to Recognizing Your Saints. Með helstu hlutverk í henni fara Robert Downey Jr., Rosario Dawson, Dianne Wiest og Chazz Palminteri. Quinceanera valin best á Sundance LEIKSTJÓRARNIR Leikstjórar myndarinnar Quinceanera taka á móti Sundance-verðlaunun- um. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Kvikmyndasafn Íslands sýnir í kvöld rússnesku kvikmyndina Statska eða Verkfall frá árinu 1925 eftir Sergei Eisenstein. Myndin er óvanalega þrosk- að fyrsta verk höfundar og hefur sterk höfundareinkenni hans. Hún er fyrst þriggja mynda Eisen- steins um baráttu öreiganna þar sem æsingur byltingarbaráttu svífur yfir vötnum en hinar eru Beitiskipið Potemkin (1925) og Október (1927). Í Verkfalli segir frá verkamönn- um sem í byrjun síðustu aldar fara í verkfall eftir að samstarfsmaður þeirra fremur sjálfsmorð en hann hafði verið ranglega ásakaður um þjófnað. Dagarnir líða en ekkert þokast í samkomulagsátt. Lögregl- an reynir að neyða verkamennina til uppgjafar, ræðst inn á heimili þeirra og stráfellir menn, konur og börn. Myndin er þögul en milli- textar eru á íslensku. Á undan kvikmyndinni verð- ur sýnd stutt heimildarmynd um kvikmyndagerðarmanninn Sergei Eisenstein. Myndin er á íslensku og þulur er Sergei Halipov. Þess má geta að félagsskapur- inn MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, kom árið 2004 kvik- myndasafni sínu, hátt í 2.000 titl- um, fyrir hjá Kvikmyndasafni Íslands og eru báðar þessar mynd- ir úr því safni. Ívar H. Jónsson, formaður félagsins, þýddi milli- texta myndarinnar Verkfall. Myndin verður sýnd í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði og hefst sýningin klukkan 20 í kvöld. Verkfall Eisensteins HVAÐ? HVENÆR? HVAR?JANÚAR 28 29 30 31 1 2 3 Þriðjudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Sólrún Bragadóttir sópran, Thomas Lander baritón og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja sænsk lög í Salnum í Kópavogi. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Eyþór Þorbergsson ræðir um rannsókn og saksókn fíkniefna- mála á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í stofu L201. ■ ■ BÆKUR  20.00 Snæfríður Ingadóttir les upp úr nýrri jólabók sinni: “Opið hús - menning á Íslandi nútímans” á Skáldaspírukvöldi í Iðu, Lækjargötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.