Tíminn - 09.03.1977, Page 8
8
Miðvikudagur 9. marz 1977
Staðarval
fyrir
stóriðju
Miklar umræður um þingsályktunartillögu
á Alþingi og þingmenn yfirleitt andvigir
þvi, að fleiri stóriðjufyrirtæki verði reist
Mó-Rvik — Miklar umræö-
ur uröu um stóriöju á Alþingi i
gær þegar Eyjólfur Konráö
Jónsson (S) mælti fyrir tillögu
til þingsályktunar, sem hann
flytur ásamt Sverri Hermanns-
syni (S) um aö athugaö veröi
um staöarval fyrir stóriöju á
Noröur- eöa Austurlandi. 1
framsöguræöu Eyjólfs kom
fram aö hann telur timabært aö
athugaö veröi um staöarval fyr-
irstóriöjuá Noröur-eöa Austur-
landi, burtséö frá þvi hvort á-
kvöröun veröi tekin um aö reisa
fleiri slik fyrirtæki hér á landi.
Hann kvaöst vera á móti þvi aö
fleiri stóriöjuver yröu reist á
Suövesturlandi og þvi ætti aö
vera búiö aö kanna staöarval á
öörum landssvæöum, ef ákvörö-
un um byggingu slikra verk-
smiöju yröi siöar tekin.
Ingvar Gislason (F) kvaöst
vera á móti tillögu Eyjólfs, enda
væri hann á móti þvi aö fleiri
stóriöjufyrirtæki væru reist hér
á landi. Taldi þingmaöurinn aö
nú vissum viö meira um stór-
iöju, en viö vissum fyrir 10-15
árum. Þá heföu margir lifaö i
þeirri trú aö hægt væri aö rifa
Island upp efnahagslega séö,
meö þvi aö reisa stór iönfyrir-
tæki, og jafnframt var taliö aö
slikt gæti stuölaö aö jafnvægi i
byggö landsins. En nú væri ljóst
aö hvorugt af þessu væri hægt
og þvi kvaöst þingmaöurinn
vera á móti fleiri stóriöjuver-
um.
Stefán Vaigeirsson (F) taldi
aö þaö væri kominn timi til aö
kanna hvernig atvinnulif lands-
menn vildu byggja hér upp.
Hann taldi aö ekki ætti skil-
yröislaust aö hafna stóriöju, en
fyrst ætti aö athuga alla aöra
möguleika til þessaö byggja hér
upp fjölbreyttara og betra at-
vinnulif.
Halldór Ásgrfmsson (F)sagöi
aö hugmyndir manna um hvaö
átt væri viö meö stóriöju væru
nokkuö á reiki. Væri þvi nauö-
syn aö menn kæmu sér niöur á
viö hvaö væri átt.
Þingmaöurinn sagöi aö menn
þyrftu aö gera sér grein fyrir
hvaö vantaöi á Noröur- og Aust-
urlandi og haga aögeröum sin-
um i samræmi viö þaö. Þar
vantar orku og þar þarf fjöl-
breyttara atvinnulif.
I báöum þessum landshlutum
væru miklir virkjunarmögu-
leikar, en ekki ætti aö byggja
orkuver sérstaklega fyrir stór-
iöju.
I sambandi viö atvinnuaukn-
ingu sagöi þingmaöurinn aö
Ieggja ætti áherzlu á þær at-
vinnugreinar, sem fyrir væru og
byggja upp smærri fyrirtæki,
sem hentuöu þeirri byggö, sem
fyrir væri.
Þingmaöurinn taldi aö ekki
kæmi til greina aö setja upp
stóriöjufyrirtæki á Noröur- eöa
Austurlandi, sem heföi 5-700
manns i vinnu. Hins vegar gæti
vel komiö til greina aö reisa þar
fyrirtæki sem heföi 70-100
manns i vinnu. En áöur en slik
fyrirtæki væru reist þyrfti aö
gera könnun á félagslegum á-
hrifum stóriöju á mannlif og þá
atvinnuvegi, sem fyrir eru i
landshlutunum.
Eyjólfur K. Jónsson (S)
kvaöst tilbúinn aö breyta tillög-
unni þannig aö oröalag hennar
kvæöi skýrt á um aö félagslegi
þátturinn yröi kannaöur, enda
væri þaö vilji flutningsmanna.
Undirstrikaöi þingmaöurinn aö
tillagan væri flutt vegna þess aö
flutningsmenn væru andvigir
frekari stóriöjuframkvæmdum
á Suövesturlandi.
Stefnumörkunin, sem i tillög-
unni fælist væri þvi sú,aö næsta
stóriöja, sem reist yröi hér á
landi yröi ekki á Suövestur-
landi.
Páll Pétursson (F) sagöi aö
viöa væri andstaöa gegn stór-
iöju og taldi aö hér á landi væri
virkjaö of stórt og sú virkjunar-
stefna, sem fylgt heföi veriö
væri röng. Einblint heföi veriö á
hagsmuni stæröarinnar, og
siöan heföi raforkan veriö seld
stóriöju á allt of vægu veröi.
Þá benti þingmaöurinn á aö
fyrsti flutningsmaður tillögunn-
ar Eýjólfur Konráö, heföi lýst
þeirri skoöun sinni aö Samband
islenzkra samvinnufélaga væri
háskalegur auöhringur. Þvi til
áréttingar las þingmaöurinn
upp úr leiöara Morgunblaösins
daginn, sem StS átti afmæli og
var þar tekiö mjög í sama
streng, enda sagöi þingmaöur-
inn aö andi Eyjólfs svifi yfir
vötnum i Morgunblaöshöllinni,
og þar heföi hann alizt upp.'.En
samkvæmt brunabótamati eru
eignir SÍS ekki nema um 4
milljaröar kr. sagöi þingmaöur-
inn og væru eignir þess þvi ekki
nema litill biti af eignum álvers-
ins I Straumsvik. Hlyti þvi skoö-
un fyrsta flutningsmanns tillög-
unnar aö slikir auöhringar, sem
Álveriö i Straumsvik væru
hættulegir islenzku þjóðfélagi
hvaö þá ef fleiri slik bættust i
þann flokk.
Sverrir Hermannsson (S)
annar flutningsmaöur tillög-
unnar kvaðst fyrrum hafa haft
þá trú að ekki væri unnt aö reisa
hér stórvirkjanir án þess aö
stóriöja fylgdi i kjölfariö. Nú
væri þessi skoðun sin breytt og
hann teldi ekki lengur aö for-
senda stórvirkjana væri stór-
iðja.
Aherzlu ætti hins vegar aö
leggja á aö tengja virkjunar-
svæöin saman og þannig væri
hægt að miöla orkunni um allt
land. Og virkjanir væri nauö-
synlegt aö reisa utan jaröelda-
svæöa til þessaö tryggja öryggi
landsins i orkuöflun.
Fjölmargir fleiri þingmenn
tóku til máls.
Viðhalds- og viðgerðaraðstaða flugvéla
á Keflavikurflugvelli:
Byggja þarf flugskýli
til að bæta aðstöðuna
— nefnd kannar, hver á að
byggja skýlið
Jón Skaftasonlspuröist nýlega
fyrir um hvíaö llöi framkvæmd
tillögu til þingsályktunar, um
viögeröar- og viöhaldsaöstööu
flugvéla á Keflayikurflugvelli,
sem samþykkt var á Alþingi 11.
marz. sl.
Einar Agústsson utanrikis-
ráöherra sagöi I svari sinu, aö á
siöasta sumri heföi utanrikis-
ráöuneytiö og samgönguráöu-
neytiö tilnefnt sinn manninn
hvort I nefnd til þess aö annast
gagnasöfnun i þessu máli. Verk-
efni þessarar nefndar var þó
gert nokkru viötækara en gert
haföi veriö ráö fyrir I þings-
ályktunartillögunni, og heföi
gagnasöf.nun lokiö 1 nóvember
s.l. Siöan hafa gögnin verib tii
athugunar f ráöuneytunum.
Ráöherra greindi frá þeirri
aöstöðu, sem er til viöhalds og
viögerða flugvéla á Keflavikur-
flugvelli, en sagöi siöan:
Ljóst er, aö aðstaöa til
viögeröa og viöhalds Islenzkra
flugvéla er vart fyrir hendi á
Keflavikurflugvelli. Veröur svo
aö óbreyttum aðstæöum, nema
byggö veröi flugskýli. Hvort þaö
er hlutverk isienzka rikisins er
önnur saga.
Þaö hefur oröiö aö ráöi, aö
utanrikisráöuneytiö, sam-
gönguráöuneytiö og aörir
viökomandi aöilar tilnefni
nefnd, sem formlega gangi frá
áliti um þaö má| og fleiri þessu
aö lútandi. Sú nefnd mun
væntanlega hefja störf á næst-
unni. M.ó.
I fyrradag flutti mennta-
málaráöherra Vilhjálmur
Hjálmarsson ræöu á Alþingi I
tilefni umræöna utan dag-
skrár um framkvæmd grunn-
skólaprófa. 1 upphafi skýrbi
ráöherra frá þvi aö mennta-
málaráöuneytiö heföi sent frá
sér greinargerö um grunn-
skólaprófin 1977 og rakti ráö-
herra meginatriði þessarar
greinargeröar. Þar segirm.a.:
— 1 fréttabréfi
menntamálaráðuneytisins,
er Itarleg greinar-
gerö um grunnskólapróf 1977, en
þaö próf hefur mikiö veriö til
umræöu aö undanförnu. 1
bréfinu kemur m.a. fram aö i
grunnskólalögunum hafi veriö
mörkuö ný stefna i skólahaldi,
kennslu og námi. Augljóst sé aö
þeim skilyrðum, sem þar eru
fram sett, veröi ekki unnt að
fullnægja, nema meö mun
sveigjanlegri kennsluháttum en
veriö hefur og aukinni einstakl-
ingsbundinnikennslu. Jafnmikil
samræming lokaprófa og veriö
hefur er þvi útilokuö þar sem
hún vinnur gegn nauösynlegum
sveigjanleika I námi. Hins veg-
ar sé einhver samræming
nauösynleg, t.d. vegna inntöku
nemenda i framhaldssköla.
Þá segir I greinargeröinni, aö
hver nemandi taki samræmd
próf I f jórum greinum. Allar úr-
, lausnir úr þessum prófum koma
beint til prófnefndar aö loknu
prófi og eru metnar á vegum
nefndarinnar. Þar eru fyrst
gefin stig fyrir hverja prófúr-
lausn á heföbundinn hátt. Siðan
eru gefnar fimm einkunnir, A,
B, C, D og E. 7% þeirra
nemenda, sem leystu prófin
bezt i hverri námsgrein fá A,
næstu 24% fá B næstu 38% fá C,
næstu 24% fá D og lægstu 7% fá
einkunnina E. Þessar einkunnir
sýna stööu nemandans i náms-
greininni miöað viö alla þá
nemendur, sem þreyttu prófiö.
Þær sýna hins vegar ekki
hversu mikinn hluta prófsins
nemandinn hefur leyst rétt.
Siöar i greinargerðinni segir
aö I þeirri gagnrýni, sem fram
hafi komið á þetta próffyrir-
komulag hafi gleymzt aö skoða
einn mikilvægasta þáttinn, þ.e.
hvernig ætlunin sé að nota
niðurstöður prófanna. Gleymzt
hefur hve stóraukinn rétt hin
nýja skipan veitir nemendum til
þess að hef ja nám i framhalds-
skóla. Þaö skýrist nánar af
þeim ákvörðunum, sem ráðu-
neytiö hefur tekiö um inntöku
nemenda i framhaldsskóla. En
reglurnar eru á þá leið að nem-
andi, sem lýkur námi i grunn-
skóla hefur rétt til þess að hefja
nám i framhaldsskóla, ef hann
hefur hlotiö einkunnina A, B,
eba C I samræmdum prófum og
einkunnina 4 eða hærri I skóla-
prófsgreinum. Þetta þýöir aö
um 75-80% af hverjum árgangi
fullnægiraðlikindum skilyrðum
til aö öölast rétt til framhalds-
náms.
I lok greinargeröar mennta-
málaráöuneytisins er f jallaö um
þau mistök, sem urðu viö fram-
hald ■ samræmdu prófanna og
viöbrögö viö þeim. Þar segir aö
svo viröist sem athygli sumra
hafi beinzt frá kjarna málsins i
þessari nýju prófskipan, þ.e.
auknum rétti nemendanna og
auknu sjálfræði kennara og
skóla, vegna þeirra mistaka,
sem urbu við framkvæmdina.
Siðan er greint frá þvi hvaö
ákveöiö hafi veriö til þess aö
draga úr hugsanlegum áhrifum
þessara mistaka á niðurstöður
prófanna og árangur einhverra
nemenda.
Það sem gagnrýnt hef-
ur verið
Þessu næst vék ráöherra aö
þeim atriðum, sem einkum hafa
verið gagnrýnd i þeim umræö-
um sem oröið hafa um tilhögun
hinna samræmdu prófa. Þá
sagöi hann m.a.:
„Það er m.a. gagnrýnt, aö
ekki hafi verið búiö aö fram-
kvæma eldri fræöslulög að fullu,
þegar grunnskólalögin voru sett
og þvi hafi setning hinna nýju
laga verið óþörf. Þetta er aö
minu mati reginmisskilningur
og raunar algerlega út I hött.
Fráleitt er aö hugsa sér fram-
kvæmd fræðslu- og skólamála
þannig, aö lokið sé viö aö fram-
kvæma sérhvert atriði i þeirri
löggjöf, sem gildir þá og þá, og
þá fyrst, þegar svo væri komið,
kæmi til greina endurskoðun og
breytingar. Hitt er vitanlega
miklu æskilegra og raunar þaö
sem hlýtur aö veröa I reynd, aö
slik löggjöf sé endurskoöuö ööru
hverju og aö ný löggjöf tengist
meö margvislegu móti þeirri
lagasetningu, sem hún leysir af
hólmi.
Þaö veröur vitanlega ævin-
lega matsatriði, hvort magn
nýjunga er hæfilega mikiö. Um
hitt veröur ekki deilt, aö i
grunnskólalöggjöfinni felást
margar nýjungar og vil ég
nefna dæmi.
Meginmunurinn á gamalli og
nýrrilöggjöfhygg ég felist 1 þvi,
aö I nýju lögunum er meginá-
herzla á þaö lögö, aö nemendum
sékennt aö nema og starfa, auk
þess sem þeir fá fræðslu, sem
áöur, um margvisleg efni. En i
hinum eldri lögum er e.t.v.
megináherzlan á þaö lögö aö
kenna nemendunum tiltekiö
magn gagnlegrar vitneskju og
Vilhjálmur Hjálmarss
NÝJA
NEMI
svo auövitaö jafnframt að
kenna þeim að vinna og starfa.
I annarri grein grunnskólalag-
anna segir svo:
„Grunnskólinn skal veita
nemendum tækifæri til aö
afla sér þekkingar og
leikni og temja sér vinnubrögö,
sem stuöli að stööugri viðleitni
til menntunar og þroska. Skóla-
starfiö skal þvi leggja grundvöll
að sjálfstæöri hugsun nemenda
og þjálfa hæfni þeirra til sam-
starfs viö aðra.”
Þarna er meginmarkmið
grunnskólalaganna formaö i
fáum oröum. Og endurskoöun
námsefnis, ný námsskrárgerö
o.s.frv. er viö þaö miöuð að
stuöla aö þvi að framfylgja
þessari meginstefnu.
Hlutverk fræðsluskrif-
stofanna
Þá minni ég næst á það veiga-
mikla atriöi grunnskólalag-
anna, sem aö þvi lýtur, aö færa
stjórnun og þjónustustarf
menntamálaráöuneytisins aö
hluta út i byggðimar, en að þvi
stefna ákvæöin um fræöslu-
dæmi, fræðsluráö og skrifstofur
og fræðslustjóra. Þetta atriöi er
mjög þýöingarmikið og störfum
fræösluumdæmanna og fræðslu-
stjóranna hefir veriö ákaflega
vel tekið út um hinar dreiföu
byggöir. Hefir hvarvetna tekizt
gott samstarf meö skólafólki og
sveitarstjórnum og fræðslu-
skrifstofum. Ég legg þunga á-
herzlu á þaö, aö fræösluskrif-
stofunum er ætlað aö vinna
hluta af þeim störfum, sem áöur
voru unnin i menntamálaráöu-
neytinu. Þeim er ekki ætla aö
vera milliliður nema aö litlu
leyti heldur er hlutverk þeirra
að fullvinna ýmsa þætti, svo
sem endurskoöun á samræm-
ingu kostnaöaráætlana og
reikninga, og aö veita margvis-
lega kennslufræðilega og skipu-
lagslega aöstoö og leiöbeining-
ar.
Ég minni á þaö í þessu sam-
bandi, að hliðstæö starfsemi hjá
öörum rikisfyrirtækjum t.d. hjá
vegageröinni, Hafrannsókna-
stofnuninni, Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins o.s.frv. hefir
þegar gefiö mjög góöa raun og
myndi enginn vilja án hennar
vera.
En ég minni jafnframt á þaö,
aö starfsemi fræðsluskrifstof-
anna og fræðslustjóranna til
þessa hefir veriö I gifurlegri
fjársveltu. Stafar þaö bæöi af