Tíminn - 09.03.1977, Síða 10

Tíminn - 09.03.1977, Síða 10
10 Miövikudagur 9. marz 1977 Söngleikar í Reykjavík laugardaginn 19 Þrennir söngleikar voru haldnir i Reykjavlk þennan laugardag, — upp úr hádeginu sungu tveir karlakórar i Austur- bæjarbiói, og Stúdentakórinn, undirstjórn Rutar Magnússon, i Félagsstofnun stúdenta, en siðar um daginn höfbu nem- endur Tónlistarskólans tónleika i Háteigskirkju. Þrátt fyrir góöan vilja gat ég ekki sótt alla þessa atburöi — ætlaöi aö fresta Stúdenta- kórnum til mánudagsins, en þá voru tónleikarnir endurteknir áður en kórinn færi i söngför til Bretlands — en komst svo ekki vegna anna. Hins vegar sótti ég söngskemmtun kórsins i fyrra, án þess þó að skrifa um hana, og þótti flutningur hans allur hinn fágaðasti, þvi Rut er hinn kunnáttusamasti söngstjóri og áhugasöm mjög, eins og sést af þessu ferðalagi kórsins nú. Auk þess hefur hún góðan efnivið, þvi að ýmsir stúdentar hafa góðan undirbúning t.d. i kór Menntaskólans við Hamrahlið, þar sem Þorgerður Ingólfsdóttir vinnur mikiö starf af óvið- jafnanlegum dugnaði. Karlakórar Karlakór Selfoss og karia- kórinn Stefnir, Kjósarsýsiu, tóku sig saman um hljómleika- hald i höfuðborginni laugar- daginn 19. febr. Tilgangur þessa samstarfs, sem er innan vébanda Kötlu, sambands sunnl. karlakóra, er sá að gera kórunum kleift að koma fram oftar en ella, án þess aö þurfa að æfa upp heila dagskrá. Fer vel á þessu, þvi kórfélagar eru áhugamenn, sem „koma saman að kvöldi dags og eiga saman stund við söng, sem er að áliti flestra eitthvert það útbreidd- asta og elzta tjáningarform mannsins”, eins og formaður Stefnis segir I ávarpi I tónleika- skránni. Karlakór Selfoss var stofnaöur árið 1965, en rekur rætur allt til ársins 1946. Stjórnandi hans er Asgeir Sigurðsson — félagar um 30. Karlakórinn Stefnir var stofnaður árið 1975, sem liður I félagsmálaviðleitni Framfara- félags Mosfellinga. Stjórnandi hefur frá upphafi verið Lárus Sveinsson trompetleikari, en félagar eru 56 að tölu. Tónleikar þessir voru hinir ánægjulegustu og meö stór- viðburðasniði, þvi forseti Islands var viöstaddur. Fyrst söng Karlakór Selfoss 4 lög og aukalag. Kórinn er nokkuö lltill, og raddirnar ekki nægilega samæfðar, þannig aö hann nýtur sin bezt með undirleik (sem Björgvin Þ. Valdimarsson annaðist) — i þessum flokki þótti mér bezt takast lag Pálmars Þ. Eyjólfssonar, fyrrum stjórnanda kórsins, við ljóð Freysteins Gunnarssonar, Flóinn. Sungu menn þetta ætt- jarðarljóð sitt af miklum fögnuði, og var skemmtilegt að heyra og sjá ást Flóamanna á sinu frjósama landbúnaðar- héraði. Næst söng Stefnir 4 lög og aukalag. Þetta er mikill kór og kraftmikill, og naut sin vel með eöa án undirleiks (sem Guöni Þ. Guðmundsson annaðist) — þarna var e.t.v. fremst Er haustið ýfir eftir Pál ísólfsson og Þórö Kristleifs- son (sem var einn heiöurs- gesta á tónleikunum, ef mér missýndist ekki). Eftir hlé voru léttari strengir slegnir: Karlakór Selfoss söng 4 lög, af mikilli sönggleði, eins og Tondeleyó Sigf. Halld. og klykkti út með aukalagi Veiði- mannakórnum úr Freisehutz eftir Weber. Stefnirsöng 4 lög af léttara tagi, þ.ám. Sabbath-bæn úr Fiðlaranum á þakinu, i útsetningu Lárusar Sveinssonar febrúar — hér var e.t.v. leitað hæst I margslunginni útsetningu á þessum tónleikum. Að lokum sungu báðir kórarnir saman, tæplega 90 manns, þrjú lög og aukalag, og stjórnuðu þeir Asgeir og Lárus til skiptis. A tónleikunum rikti mikil stemmningsem vonlegtvar, þvi þarna voru margir einlægir aðdáendur karlakórasöngs, og allir skemmtu sér hið bezta. Tónlistarnemar i Háteigskirkju Tónleikar þessir voru með miklum myndarskap og glæsi- brag: fyrst var leikin Canzona fyrir 4 trompeta eftir Scheidt, en siðan sungu nemendur úr Tónmenntakennaradeild 12 lög úr Der Jahrkreis eftir Distler, og skiptust á að stjórna. Þá söng kór Tónlistarskólans tvö lög eftir Hugo Wolf við kvæði von Eichendorff, Hinztu bæn og Ákall i þýðingu Þorteins Valdi- marssonar. Og loks söng kórinn og fjórir einsöngvarar, ásamt tónlist hljómsveit Tónlistarskólans, Messu nr. 14 i C-dúr eftir Mózart, en Marteinn Hunger Friðriksson stjórnaði. Ein- söngvarar voru Guðfinna Dóra ólafsdóttir (sópran), Rut Magnússon (alt), Friðbjörn G. Jónsson (tenór) og Halldór Vilhelmsson (bassi) Tónlistarskólinn heldur annað veifið tónleika i höfuöborginni, og mega þeir teljast veruleg tiðindi i músiklifinu. Kór skólans tplur um 50 manns, og hljómsveitin er mjög frambæri- leg kammersveit. Yfir tónleik- unum rikti verulega skemmti- legur og menningarlegur andi, og vér efumst ekki um það eitt augnablik, að hinn harðsnúni hópur úr Tónmenntadeildinni munigera stóra hluti i tónlistar- uppeldi þjóðarinnar, þegar þar að kemur. En einsog menn vita, hefur á ýmsu gengið með það, og sumir jafnvel efast um að verulegar framfarir hafi oröið þegar allt kemur til alls. En af tónleikum sem þessum er ekki annað hægt en að fyllast bjart- sýni, og ég tek ofan fyrir öllum viðkomandi'. 3.3. Siguröur Steinþórsson I tilefni af frumvarpi að skattalögum hafa komið fram ádeilur á að samvinnufélög njóti einhverra sérstakra friðinda, einkum af hálfu kaupmanna. I sjónvarpsþætti um skattamál nýverið, setti Þorvarður Elias- son upp dæmi, semsannfæraátti þjóðina hvers slags skattfrið- inda samvinnufélög nytu um- fram annan atvinnurekstur i landinu. Og enginn af þátttak- endum virtist véfengja þetta, i það minnsta hreyfðu þeir eng- um mótmælum.Ef við litum svo á, hver raunveruleiki þessara raka hjá Þorvarði er, og allir samþykktu með þögninni, kem- ur i ljós, ef skattskrár eru at- hugaðar, að það eru fá kaupfé- lög i þorpum úti um allt land, þar sem kaupfélagið ber ekki með hæstu gjöldum af fyrir- tækjum á viðkomandi stað, ef ekki þau hæstu. Við getum tekið smá dæmi: Samband islenzkra samvinnufélaga held ég að megi fullyrða að hafi oftast verið með hæstu gjaldendum samkvæmt skattskrá i Reykjavik undan- farin ár. Hvar eru skattfriðindi þess? Við getum tekið annað dæmi: Það er eins og mig minni það, að hæsti gjaldandi i Reykjavik á siðastliðnu ári hafi verið verzlunin Hagkaup. En getur þaö verið að þrátf fyrir há opinber gjöld hafi hún ekki greitt krónu i tekjuskatt. Von- andi er þetta misminni hjá mér. Og örugglega er þetta ekki neitt kaupfélag. Það eru nefnilega til fleiri skattar en tekjuskattur, sem menn gleyma i öllum um- ræðunum um skattamál. Ann- ars skil ég ekki hvað talsmenn skattfriðinda samvinnufélaga meina með svona kjaftæði, þeg- ar reynslan sýnir allt annað, þrátt fyrir einhverja lagabók- stafi. Af hverju stofna þeir ekki samvinnufélög um rekstur sinna fyrirtækja, til þess að njóta þessara umtalsverðu frið- inda, sem þeim verður svo tið- rættum? Ég veit ekki tilþess að neinfyrirstaða sé á þvi að menn geti stofnað samvinnufélög, uppfylli þeir öll skilyrði til þess. En hvað er I veginum? Það skyldi þó aldrei vera það að það er ekki hægt að fara með neinn einkagróða út úr samvinnufé- lagi, eins og hlutafélagi eða einkarekstri. Gunnar Snorrason formaður kaupmannasamtakanna ræðir um það i viðtali við Morgun- blaðið fyrir stuttu að verzlunin verði aö standa jafnt að vigi, i tilefni af þvi að dreifbýli hefur farið fram á að fá i sinn hlut 2% af söluskatti, að mig minnir. Vill nú sá ágætismaður ekki hafa fullt jafnrétti, taka að sér nokkra bændur I vor, þegar þeir eru búnir að kljúfa áburðar- kaupin, (en það verður áreiðanlega alltof mörgum erfiður baggi) og skaffa þeim algengustu nauðsynjar fram á haust? Það má lofa honum nokkrum dilkum upp i úttekt. Sjálfsagt fær hann afurðalán upp undir 70-80% af andvirði þeirra i nóvember 1977, ef vel gengur. Og restina liklega um áramót 1978. Hræddur er ég um að kaupmenn létu nú heyra i sér, og það allkröftuglega, ef þeir þyrftu að verzla mikið upp á svona kjör, þegar söluskatt verður að greiða mánaðarlega fyrir nú utan vöruna, að lána hana i 5-6 mánuði. Sannleikur- inn er sá, Gunnar Snorrason, ef kaupmenn eru tilbúnir að taka að sér svona þjónustu, er fyrst hægt að tala um jafnrétti i verzlun. Kaupfélögin og verðbólgan Þegar rætt er um verðbólgu, eru allir sammála um að hún komi verst niður á ellilifeyris- þegum, öryrkjum, sparifjáreig- endum og þeim lægst launuðu. Og þar með obbann af bændum á Islandi i dag. Fáir minnast á hvernig hún brennir upp rekstrarfé kaupfélaga, svo að þau verða að draga saman segl- in eða að minnka þá þjónustu við viðskiptamenn sina, er þau hafa veitt viðskiptamönnum sinum á liðnum árum. En vegna sivaxandi verðbólgu er þetta alltaf að verða örðugra. Það segir sig sjálft að verðbólgan kemur með fullum þunga á bændur, ekki tekjuhærri en þeir eru. Einnig á afurðasölufélög- um þeirra. Með sama áfram- haldi,'sé ekkert aðgert, hlýtur hringurinn að lokast. Að minu áliti hafa hinir fjölmennu bændafundir að undanförnu leitt þetta berlega i ljós, þvi þessi mál eru svo samantvinnuð, kjör bænda og afkoma og þjónusta sölufyrirtækja þeirra, að þau verða tæplega aðskilin. Við getum tekið smádæmi: Bændur hafa krafizt þess að Stofn- lánadeild landbúnaðarins verði efld allverulega, sem er alveg rétt. En það er bara ekki nóg. Enga peninga fær maöur þar fyrr en eitthvað er oröið veðhæft. Þvi er það fyrsta ráð sem flestir bændur taka eftirað vera búniraðfá loforðumiánúr Stofnlánadeild, aö fara i næsta kaupfélag til að semja um út- tekt á byggingarefni og fleiru. Þar held ég að flestum sé vel tekið og reynt að greiða götu þess er ætlar sér út i fram- kvæmdir. En þetta er alltaf að verða erfiðara með hverju ári, vegna magnaðrar dýrtiðar. Ekki held ég að byggingavöru- kaupmenn i Reykjavik væru ginnkeyptir fyrir að lána til árs eða lengri tima út á lánsloforö eitt. Ég get tekið smádæmi af sjálfum mér. Ég hef á undan- förnum tveim árum lagt út i mikla viðbyggingu útihúsa. Og ekki haft mikla sjóði upp á að hlaupa, eins og er með flesta bændur, er leggja út i fram- kvæmdir. Mér telst til að árið 1975 hafi kaupfélagið greitt hringum 250 þúsund i söluskatt af byggingarefni, er ég fékk það árið og megnið af því i mai og júni. Hér er um upphæð að ræða er verður að greiða mánaðar- lega, þvi rikið gefur engan frest. í sjálfu sér er kannski ekkert óeðlilegt að skulda hjá sinu við- skiptafyrirtæki eftir miklar framkvæmdir. En það sorgleg- asta við það er að maður er bú- inn að binda mikið fjármagn i fyrirtækinu, og hefur ekki að- stöðu til að greiða það fljótlega. Þá kemur þetta verst niður á þeim, er eftir eiga að byggja upp hjá sér og ætla i fram- kvæmdir. Það er hætt við, að það verði ekki hægt að veita þeim mikla fyrirgreiðslu, þrátt fyrir að þeir væru með lánslof- orð frá Stofnlánadeild. Hér verða að koma til skjótar að- gerðir stjórnvalda, ef ekki á illa að fara. Ef þær koma ekki fljótt til sé ég ekki annað ráð ef menn vilja standa i skilum, en að farga bústofni. Hann mundi ganga langt upp i verzlunar- skuldir, og jörð virðist enginn vandi að losna viö undir stóð eða sumarbústaði þéttbýlisfólksins. En náttúrlega er þetta stór- hættulegur hugsunargangur. Þvi að ef svona lagað gerðist væri maður i fyrsta lagi að bregðast fjölskyldu sinni og sveit, og öllum er hjálpað hafa manni til að koma upp bygging- um. Svo talar fólk um dugnað hjá bændum, er leggja út i að byggja upp hjá sér. Það er vissulega dugnaður, þvi oftast er ekki um annað að ræða en að reyna að byggja upp eða að hætta að búa, án þess að hugsa málið lengra. Ég held að litið yrði úr dugnaði ef kaupfélögin hefðu ekki komið til og hjálpað um byggingarefni og úttekt meðan á framkvæmdum stóð. Eins og ég sagði er ekki nóg að efla Stofnlánadeild. Það verður að tryggja kaupfélögun- um það fjármagn að þau geti gegnt skyldu sinni við viðskipta- menn sina, eins og þau hafa gert frá stofnun þeirra. Það held ég að gamlar kempur eins og Þórð- ur Pálmason, Jakob Frimanns- son og Jón ívarsson svo fáir séu nefndir, gleðjist einna mest, er þeir lita yfir farinn veg, hvað þeir gátu hjálpað mörgum bóndanum og verkamanninum að koma undir sig fótunum, og sjá búin dafna og stækka. En kaupfélagsstjóri i dag með is- lenzka flotkrónu sem grund- vallarmynt á áreiðanlega ekki gottmeð að reka fyrirtæki, þar sem mikillar þjónustu er vænzt. Ég hef hér reynt að bregða upp mynd af ástandinu eins og það kemur mér fyrir sjónir i dag, þvi sifellt heyrast fleiri raddir er deila á samvinnufé- lögin. Ræða um einokun og fleira i þeim dúr, án þess að hugsa málið neitt. Kannski eru það svokallaðir fjölmiðlar er ýta undir þetta tal, þvi þeir virð- ast vera farnir að hugsa fyrir fólk og mata það á skoðunum. Það má kannski lika deila á samvinnufélögin að einhverju leyti. Þau hafa áreiðanlega starfað of mikið i kyrrþey, og ekki kynnt aðstöðu sina og rekstur almenningi með nógu sterkum rökum eins og hann er i dag. Hvernig væri nú að bænd- ur, þegar þeir væru búnir að klófesta áburðinn i vor, létu þá uppi hvað margir þeirra ættu fyrir nauðsynjum fyrr en i sláturtið að hausti. Þetta er ekki orðið neitt einkamál bænda og fyrirtækja þeirra. Þetta er mál, er segja má að varði alla þjóð- ina, hvernig hag bænda er kom- ið vegna verðbólgu, lágs verð- lags á afurðum og tvö óþurrka- sumur bæta ekki um. Að lokum vona ég að lestur þessarar greinar upplýsi menn hvað kaupfélögin eru dreifbýl- inu mikils virði. Meöþökkfyrir birtinguna Ólafur Egiisson Ólafur Egilsson: HUGLEIÐINGAR UM SKATT- FRÍÐINDI KAUPFÉLAGA O.FL.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.