Tíminn - 09.03.1977, Qupperneq 17
Miðvikudagur 9. marz 1977
17
Mánudaginn 6. desember
1976, um kl. 18.30-19.00, gaf
Keflavikurlögreglan sig á tal
við tvo menn sem sátu i bifreið I
Ægisgötu i Vogum, Vatns-
leysustrandarhreppi. Menn
þessir reyndust vera
Guðbjartur Pálsson og Karl
Gumundsson, báðir úr Reykja-
vik. Var Guðbjartur eigandi
bifreiðarinnar en Karl ökumað-
ur. Viö leit I bifreiðinni fannst
ferðataska meö tveimur 5 pela
flöskum af Smirnoff-vodka og
einn kassi af áfengum banda-
rlskum bjór af tegundinni
Schlitz.
Báðir mennirnir voru hand-
teknir og settir I hald. Guöbjart-
ur var Utskuröaður I gæzluvarð-
hald vegna gruns um fjármála-
brot, en Karl kveðst hafa verið
hafður I haldi þar til kl.
19.00-20.00, þriðjudaginn 7. des-
ember. Hann kveðst hafa verið
leiddur fyrir dómara kl. 18.00
þann dag.
Fljótlega vöknuðu grunsemd-
ir hjá yfirmönnum lögreglunnar
um að ekki væri allt með felldu
varðandi handtökuna, og þann
9. desember sl. barst rikissak-
sóknara bréf þar sem þess var
krafizt af hálfu Karls
Guðmundssonar að rannsókn
færi fram út af meintri ólöglegri
handtöku á honum.
Með umboðsskrá 14. des-
ember 1976 var Steingrimur
Gautur Kristjánsson, héraðs-
dómari I Hafnarfirði, skipaður
til þess að fara með rannsókn
vegna handtökunnar.
Þann 15. desember var rann-
sóknin hafin.
Þeir Karl og Guðbjartur hafa
skýrt svo frá að þann 6. desem-
ber, kl. 16.00-18.00, hafi stúlka
gefiö sig á tal við Guðbjart þar
sem þeir sátu I bifreið hans á
horni Spitalastigs og Grundar-
stigs I Reykjavik, og spurt hann
hvort hann gæti útvegað sér
erlendan gjaldeyri. Guðbjartur
kveðst hafa sagt að svo væri
ekki en segist hafa boðizt til að
flytja hana og stúlku, sem með
henni var, þangað sem þær
vildu fara, hafi orðið að ráði aö
þeir ækju þeim upp I Breiðholts-
hverfi. A leiðinni kveða þeir
Karl og Guöbjartur stúlkurnar
hafa haft orð á að þær þyrftu að
fara til Grindavikur. Segjast
þeir hafa boðizt til að aka þeim
þangað.
Þegar komið var upp i Breið-
holt hafi stúlkurnar farið úr
bilnum, en komið að vörmu
spori aftur með stóra ferða-
tösku, sem sett hafi verið i
farangursgeymslu bilsins.
Eftir að sett hafði verið
brennsluolia á bilinn kveða þeir
hafa verið ekið áleiðis til
Grindavikur, en á leiðinni þang-
að hafi stúlkurnar óskað eftir að
komið væri við I Vogunum, hafi
önnur stúlkan visað leiöina inn I
Ægisgötu að skurði, sem grafinn
hafði verið þvert yfir veginn og
þarna hafi stúlkurnar farið út úr
bifreiðinni. Þeir segjast slðan
hafa beðið stúlknanna i bilnum
þar til lögreglan kom.
Þrir leigubflstjórar I Reykja-
vik hafa komiö fyrir dóminn.
Kveðst einn þeirra hafa ekið
tveimur stúlkum um bæinn og
haft uppi á Guðbjarti Pálssyni
fyrir þær. Hann staðfestir að
þær hafi setzt inn i bll
Guðbjarts. Annar bilstjórinn
kveður þann fyrrnefnda hafa
komið akandi, gefiö sig á tal við
Handtakan
í Vogum
Greinargerð rann-
sóknardómara
sig og spurt hvar Guðbjart væri
að finna. Hann kveðst hafa séð
tvær stúlkur I bifreiðinni. Sá
þriðji kveðst hafa hitt Karl
Guðmundsson á bensinstöð I
Breiðholtshverfi kl. 17-18 þann
6. desember sl. og séð tvær
stúlkur I bil hjá honum. Hann
kveður sig einnig minna að hafa
séð Guðbjart i bilnum.
Haukur Guðmundsson, rann-
sóknarlögreglumaöur I Kefla-
vik, kveður mann hafa hringt I
sig á skrifstofu lögreglunnar kl.
13.20, þann 6 desember sl., ekki
látið nafns sins getið, en sagt að
von væri á Guðbjarti Pálssyni
suður með sjó I bil með smygl-
varning slöari hluta dagsins.
Hann kveðst hafa ekiö til
Reykjavikur þeirra erinda aö
hafa tal af vitnum vegna rann-
sóknar á fjármálastarfsemi
Guðbjarts Pálssonar, sem hann
vann að um þessar mundir
ásamt Kristjáni Péturssyni,
fulltrúa við tollgæzlu og
útlendingaeftirlitið á Kefla-
vikurflugvelli. Haukur kveðst
hafa komið viö I fikniefnadeild
lögreglunnar I Reykjavik og hjá
kunningjafólki sinu I Breiðholts-
hverfi. Hann segist hafa reynt
að ná sambandi við vitnin án
árangurs. Einnig hafði hann
samband við lögregluna I Kefla-
vik og gerði ráðstafanir til að
setið Væri fyrir bifreið Guð-
bjarts I Kúagerði, þar sem eru
vegamót Keflavikurvegar og
Vatnsleysustrandarvegar. Sið-
an kveðst Haukur hafa ekiö i
Vogana og heimsótt þar for-
eldra sina I Kirkjugerði. Þaöan
kveðst hann hafa fariö áleiðis I
Hófgerði. Þegar hann kom að
gatnamótum Kirkjugerðis og
Ægisgötu kveðst hann hafa séð
Guðbjart og bil hans handan við
skurðinn sem grafinn haföi ver-
iö.I götuna.
Eftir að hafa gert ráðstafanir
til aö fá aukinn liðstyrk kveðst
Haukur hafa haft talstöðvar-
samband viö lögreglumennina,
sem höfðu annazt fyrirsátina,
skýrt þeim frá hvar bfll Guð-
bjartsværi niðurkominn og sagt
þeim að koma á vettvang.
Haukur tók ekki þátt i hand-
tökunni en ók að lögreglustöð-
inni I Keflavlk.
Ung kona I Keflavik kveöur
Hauk hafa beðið f ig að ná Guö-
bjarti til Keflavíkur fyrir sig.
Skyldi hún hafa að yfirvarpi að
hún þyrfti að biðja hann að út-
vega peninga. Haukur kveður
konuna upphaflega hafa boöizt
til að gera þetta, en kveðst hafa
ámálgaö þetta við hana aftur
eftir miðjan nóvember sl. Hann
vill ekki aftaka að hann hefði
ætlað að handtaka Guðbjart.
Eins og að framan greinir
heldur Haukur þvi fram að
ónafngreindur maður hafi
hringtisig kl. 13.20, þann 6. des-
ember sl.
Lögreglumenn, sem voru I
lögreglustöðinni I Keflavik á
þessum tima, halda þvi fram að
Haukur muni hafa verið farinn
af skrifstofunni á þessum tima.
I ibúð þeirri sem Haukur kom
I i Breiðholtshverfi hitti hann
fyrir húsmóðurina, en talaöi við
eiginmanninn 1 sima.
Samkvæmt framburöi hans
sagði Haukur að hann væri með
tvær stúlkur I bilnum hjá sér.
Haukur kveður geta verið að
hann hafi sagt þetta, en þá I
gamni, og synjar fyrir að nokkr-
ir farþegar hafi verið i bilnum.
Húsmóðirin, sem segist ekki
hafa hlustaðá samtalið, en telur
sig þekkja bifreiðina, sem
Haukur haföi til afnota á vegum
lögreglunnar, segist hafa séð að
einhver sat I sætinu við hlið bfl-
stjórasætisins. Hún segir að sér
hafi sýnzt þetta vera kvenmað-
ur og að önnur persóna sæti I
aftursætinu.
Haukur hefur látið að þvi
liggja að þarna muni hafa veriö
um að ræða aðra bifreið en sina.
Þegar Haukur reyndi að hafa
talstöðvarsamband við
lögreglubilinn, sem notaður var
við fyrirsátina, kveðst hann
hafa fengið litil og óskýr svör.
Hann kom þvi skilaboðum til
lögreglumannanna I bllnum
með talstöð lögreglunnar sem
millilið.
Samkvæmt framburöi lög-
reglumanna, sem voru á stöð-
inni, voru skilaboðin á þá leið að
bfllinn væri farinn fram hjá og
kominn á staöinn og að
lögreglumennirnir ættu aö fara
á fyrirfram ákveðinn stað.
Enginn þessara manna kvaðst
hafa heyrt sagt I talstöðina að
billinn væri kominn I Ægisgötu i
Vogum eða að Iögregrumenn-
irnir ættu aðfara þangað. Þegar
Haukur var spurður um þetta
atriði neitaöi hann að hafa sagt
að lögreglumennirnir ættu að
fara á fyrirfram ákveöinn staö.
Sagðist hann munu hafa komið
upplýsingum um staðinn milli-
liðalaust á annarri rás en
lögreglan notar að jafnaði.
Tvö vitni hafa borið að hafa
séð bifreið, sem þau telja vera
þá, sem Haukur hafði til afnota,
standa á bflastæði á lóð húss
sem er rétt þar hjá sem hand-
takan fór fram. Telur annað
vitnið að þetta hafi verið
skömmu fyrir kl. 19, en hitt kl.
18.20-18.30. Haukur hefur neitað
þessu.
Þann 14. október 1976 var
hnuplað ölkassa af tegundinni
Schlitz úr m/s Selfossi i Kefla-
vik. Lögreglan náði kassanum
og var hann fluttur á lögreglu-
stöðina þar sem hann var fyrst
geymdur á varðstofunni en sið-
an á skrifstofu Hauks
Guðmundssonar. Um mánaða-
mótin nóvember-desember var
skýrslan um töku kassans af-
hent dómara, en Haukur kveðst
hafa sett kassann i bfl sinn I stað
þess aö láta hann fylgja skýrsl-
unni.
Þann 19. desember sl. afhenti
Haukur fulltrúa bæjarfógetans i
Keflavík kassa, sem hann sagði
vera þann, sem hnuplað var úr
m/s Selfossi. Dálitill munur er á
þessum kassa og þeim sem
fannst I bil Guðbjarts. Þrir
lögreglumenn hafa borið að
útilokaö sé aö kassinn, sem
Haukur skilaöi, geti verið sá,
sem tekinn var i Selfossi, en
segja á hinn bóginn að sá kassi
sé eins og sá, sem fannst i bil
Guöbjarts.
Ung kona i Keflavik, sem er
velkunnug Hauki, kveöur hann
hafa hringt i sig I desember sl.
og beðið sig að útvega sér tvo
kassa af áfengum bjór. Hún
kveðst hafa reiðzt og neitaö
bóninni. Haukur hefur harðlega
neitað þessu og komiö með þá
tilgátu að annar maður hafi
hringt og kynnt sig meö sinu
nafni.
1 blaðaskrifum hefur gætt
ýmiss konar misskilnings um
rannsóknina og eöli hennar.
Meðal þessara atriöa er hraði
rannsóknarinnar.
Samkvæmt 138. gr. laganna
'um meðferð opinberra mála
skal hraða meðferð máls eftir
föngum. Dómari ræöur gangi
máls.
Reynt hefur verið að hraða
rannsókninni eftir þvl sem kost-
ur hefur verið á. Til þess lágu
tvær sérstakar ástæður. 1 fyrsta
lagi þótti einsýnt að taka yröi
skýrslur af mönnum og fram-
kvæma aðrar rannsóknarað-
gerðir, svo sem sakbendingu,
eins fljótt og kostur væri, ef á
annað borð ætti að takast að
upplýsa málið. 1 annan stað var
Hauki Guðmundssyni vikið úr
starfi um stundarsakir vegna
rannsóknar málsins og var taliö
mikilvægt að þvi millibils-
ástandi gæti lokið sem fyrst.
Sótt var þing af hálfu ákæru-
valdsins viö dómsrannsóknina.
Var það gert samkvæmt sér-
stakri ósk dómarans.
Allmargar ábendingar bárust
lögreglunni um stúlkur sem tal-
ið var að gætu hafa verið I bil
Guðbjarts. Var gripið til þess
ráðs að láta vitnin sjá þessar
stúlkur I hópi annarra. Þessar
aðgerðir báru ekki afgerandi
árangur.
Skoraö er á alla sem kunna að
búa yfir vitneskju, sem gæti
varpað frekara ljósi á málið, að
'gefa sig fram við rannsóknar-
lögregluna I Reykjavik eða
rannsóknardómarann.
Systir María í Reykjadal
Leikararnir reykdælsku
vinstri.
systir Marfa f nunnubúnlngl, yzt til
Listin býr I fólkinu og er hluti
af þvi og kemur fram með ýms-
um hætti. Ungmennafélagiö
Efling I Reykjadal hefur aö und-
anförnu verið aö sýna sjónleik-
inn Systur Marlu eftir Charlotte
Hastings, með miklum ágætum.
Félagið sýnir fyrst og fremst I
félagsheimili sveitarinnar að
Breiöumýri, en hafði aö þessu
sinni þrjár sýningará leikritinu i
Samkomuhúsinu á Húsavik.
Sýningarnar á Húsavik voru
ekki eins vel sóttar og þær áttu
skilið, þvi að það er með ólikind-
um hvað hið fámenna ung-
mennafélag hefur mörgum
ágætum leikurum á að skipa.
Systir Maria er sakamála-
leikrit og gerist i klaustri.
Hetjan i leiknum, sá sem leiðir
allan sannleikann I ljós, er ung
og lagleg nunna, og barátta
hennar beinist að þvi að koma i
veg fyrir, að saklaus verði
dæmdur sekur. Að sjálfsögöu
ber barátta hennar ávöxt og
réttlætið sigrar fyrir hennar til-
stilli. 1 sýningunni er hógvær
spenna i takt við ró og einbeitni
systur Mariu. Leikhúsgestir eru
stöðugt fullir eftirvæntingar þar
til gátan er ráðin og sýningunni
lýkur.
Hvergi er bláþráður i sýning-
unni, en einstaka leikarar gera
þó hlutverkum sinum betri skil
en aörir. Sérstaka athygli mina
vakti leikur Unnar Garðarsdótt-
ur i hlutverki systur Mariu.
frumraun sina á leiksviði mun
Unnur hafa háð er Ungmenna-
félagið Efling sýndi leikritiö
Kertalog eftir Jökul Jakobsson i
fyrravetur. Þá hlaut hún
almennt lof leikhúsgesta fyrir
túlkun sina á geðsjúku stúlkunni
Láru, i þvi leikriti. 1 sýningunni
á Systur Mariu þótti mér mjög
góður leikur Hrannar Benónýs-
dóttur, sem lék sakfelldu kon-
una, Arnórs Benónýssonar, sem
lék þroskaheftan ungan pilt,
skjólstæöing systur Mariu,
Guörúnar Glúmsdóttur og
Guðrunar Friöriksdóttur, sem
báðar léku nunnur. Leikstjóran-
um, Ingunni Jensdóttur, hefur
tekizt bel að ná góðum heildar-
svip á sýninguna. Þorm.J.