Tíminn - 09.03.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 09.03.1977, Blaðsíða 20
20 Mi&vikudagur 9. marz 1977 Fyrsta Irlandsferöin tökst meÖ ágætum „Hún fDyflim] hefur ekki nusst andlitió og drukknað í blikkandi, litskrúðugum Ijó'saskiltum, eins og svo margar borgir Evrópu" sagði blaðamaður sem var með í fvrstu ferðinni til Dyflinar (Vísir). ,Aðbúnaður var allur hinn ágœtasti“ sagði annar fulltrúi pressunnar (Þjóðvilj- inn). ,, Gestrisni þessa elskulega fólks er einstök“ sagði sá þriðji (Tíminn). Nú er f yrirhuguÖ 8 daga írlandsferö 7.-14. maí Flogið verður til Dyflinar og ferðast þaðan til hinna fögru héraða í suð-vestur hluta landsins. Dvalið verður í Kilkenny og Cork, auk Dyflinar. Ferðamönnum verður gefinn kostur á laxveiði og golfiðkun. Verðið er mjög hagstætt eða frá kr. 46.200,- og er þá gistikostnaður (með morgunmat) og ferðalög innifalið. Þar er líka Abbey Tavern með Guinness og írskri tónlist. Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir: Bedford 5 og 7 tonn augablöö aftan. Datsun disel 70-77 augablöö aftan. Mercedes Benz 1413 augablöð og krókblöö Mercedes Benz 322 augablöð aftan og framan. Mercedes Benz 322 krókblöö aftan. Scania Vabis L55 og L56 augablöö aftan. Volvo 375 augablöö framan. 2” og 2 1/2” styrktarblöö I fólksbfla. Mikið 'úrvai af miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum. Smiðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, simi 82944. Afturgang- an í þinginu Mikil skrif hafa veriö undan- farið um breytingu á áfengis- löggjöfinni, og ýmsir legið þeim á hálsi, sem vilja heröa á henni. Einn þin8maf>ur hefur vakið upp bjórmáliö og telur það lausn vandans að láta nú brugga nóg af bjór. Reynsla annarra þjóða hefur sýnt að bjórinn er sizt til þess fallinn að bæta ástand áfengis- málanna. Það er engin ástæða til þess að apa allt eftir öðrum þjóðum og sizt það, sem allir, er engra hagsmuna eiga að gæta, vita að miður fer. Ég skora á alla alþingismenn að láta sér ekki detta I hug að samþykkja að hér verði framleiddur áfeng- ur b jór — og ég skora á kvenna- samtökin i landinu að standa nú saman og mótmæla bjórnum — konur hafa oftsýnt að samtaka- máttur þeirra er mikill — þær hafa of litiö skipt sér af áfengis- málunum — sýnið nú hvaö I ykkur býr. Rvik, 17/2 1977 Ásgeröur Ingimarsdóttir. 0 lesendur segja útf lutningsbæ tur ? Siðastliðin 50 ár hefur verið I tizku hjá mörgum, sem sæmi- legt kaup hafa, að etja hinum lægst launuöu saman — þ.e. bændum og verkamönnum. Þetta hefur tekizt svo vel, aö útilokaö viröist að þessar stéttir geti staðið saman gegn hákörl- um þeim, er hirða aröinn af iöju þeirra. Nýjasta dæmiö er vist tilraun foringja Alþýðusambands Is- lands til að fá dómstóla til að lækka kaup bænda. Bændur munu þó af flestum, sem til þekkja, vera taldir lægst laun- aða stétt landsins. Ekki veit ég hvernig ASÍ for- ingjarnir finna út að hagsmunir þeirra, er mat framleiöa, séu andstæöari hagsmunum verka- manna en t.d. hagsmunir þeirra, sem hús byggja. Allir verða bæði að eta og búa I húsi. En afstaðan hjá þessum foringjum er sú, að þeir styöja af öllum mætti kaupkröfur þeirra, sem hafa riflegar tekjur af byggingariðnaði — en þá, sem mjólk og kjöt framleiöa og fá litiö I sinn hlut, telja þeir af- brotamenn. Bændur eru vist eina stéttin, sem fær sitt kaup ákveðið af gerðardómi, og þetta kaup fá þeir svo ekki fyrr en eft- ir 1-2 ár — það af þvi, sem þeir fá nokkurn tlma. Verulegan hlut þess fá þeir aldrei. Það, sem þeir fá fá þeir helzt ekki nema I vörum eins og var um aldamót- in. Verkamenn munu ekki ofhaldnir af sinu kaupi — þaö er ekki hægt aö borga þeim lægst launuðu meira þvi það eru svo margir hákarl- ar, sem taka margföld verka- mannalaun. Jafnvel með ötulli aðstoð ASl foringjanna. Tillaga Stefáns Jónssonar um að enginn megi hafa meira en tvöföld verkamannalaun er eitt af þvl vitlegasta, sem ég hef heyrt lengi. Einn af ráöherrunum gat þess á Alþingi, að útflutnings- uppbætur á landbúnaöarafuröir væru 1800 millj. Þótti honum þetta fávíslegasta ráðstöfunin á fé rlkissjóðs. Hann gat ekki oröa bundizt um þetta, þó að honum væri illa við að fara I meting milli starfsgreina, og hann langaði ekki til að allar jarðir á Islandi færu I eyöi. Sjálfsagt eru tölur ráðherrans réttar. Maður I hans stöðu fer ekki með rangar tölur til að etja saman starfsstéttum. En — kannski sagði Tlminn ekki nógu ýtarlega frá ræöunni. Sjálfsagt hefur hann lika sagt frá þvl, hvernig rlkið fær þessar 1800 m illjónir s vo það spilar f rítt I þessu öllu saman. Ætli það fái ekki nokkuð myndarlega upp- hæð I tollum af því, sem inn er flutt fyrir andviröi kjötsins. Söluskattur af sömu vöru gæti , jafnvel jafnað metin. Svo eru nú gærusneplarnir eftir — eitthvað fæst fyrir þá llka af vörum, toll- um og söluskatti. Mér skilst, að ekkertaf þessu fengist — hvorki vörurnar né aurarnir I rikis- sjóðinn, ef ekki væri flutt út kjöt. Hitt er svo annaö mál hvað ráöherranum finnst að sveita- fólk eigi aö hafa mikið minna kaup en aðrir. Um þaö er deilt og hann hefur auðvitað slnar skoöanir á þvl. Otvarpiö og ég eigum oft litla samleið. Þættir, sem ég vil heyra, eru oft að deginum, þeg- ar ég er úti við min störf. Skepn- urnar þurfa að eta hér bæbi á laugard. og sunnud. auk hinna fimm daganna I vik- unni. A kvöldin hefur það svo safnað saman þvl, sem ég hef ekki áhuga á. Einn nýr þáttur er á sunnudagsmorgnana. Ég heyrði þáttinn frá Egilsstöðum. Bóndi þar eystra var spuröur um álit á þvl ljóta athæfi að borga útflutningsuppbætur. Bóndinn' taldi erfitt að stilla framleiðsluna það nákvæmt, að ekki þyrfti að flytja út kjöt — sem mér skildist á spyrjanda og bóndanum, að væri óæskilegt. Aðrir menn ræddu um ágæti Egilsstaða. Þar eru nú nær 1000 manns aö mig minnir. Fólk unir þar vel og hefur þar þokkalegar tekjur. En hvorki bóndanum né kratanum, sem spuröi, virtist detta I hug, að án kjötútflutn- ings væru Egilsstaöir — I bezta falli — ei,tt býli með innan við 10 manns — hinir 990 væru I Reykjavlk. Halldór Þóröarsor, Laugalandi Hér sjást kjötskrokkarnir á ránum, en aö vlsu er myndin norölenzk. Kjötið er þess vegna ekki af fé IDjúpinu, þarsem féerhvaðvænztá landihér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.