Tíminn - 11.03.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.03.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 11. marz 1977 12.00 Dagskráin. Tórileikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Spjall frá Noregi Ingólf- ur Margeirsson tekur til meðferöar starfsemi neðan- jaröarblaöa á striösárun- um. Lesari meö honum: Börkur Karlsson. Siöari þáttur. 15.00 Miðdegistónleikar Walt- er Klien leikur á planó Ball- ööu í g-moll op. 24 eftir Grieg. Martti Talvela syng- ur Ljóöasöngva op. 35 nr. eftir Schumann, Irwin Gage leikur á pianó. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorn Vignir Sveins- son kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Benni” eftir Einar Loga EinarssonHöfundur les (8). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá Umsjón: Nanna Úlfsdóttir. 20.00 Frá tónleikum Sinfónlu- hljómsveitar tslands I Há- skólabiói kvöldiö áöur, — fyrri hluti tónleikanna. Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat frá Frakklandi. a. Sinfónia nr. 40 I g-moll (K550) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. b. „Eldfugl- inn”, balletttónlist eftir Igor Stravinský. — Jón Múli Arnason kynnir tónleikana. 20.55 Leiklistarþáttur i umsjá Siguröar Pálssonar. 21.30 útvarpssagan: „Blúndu- börn” eftir Kirsten Thorup Nina Björk Arnadóttir les þýöingu sina (12). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (29) 22.25 Ljóðaþáttur Umsjónar- maöur: Öskar Halldórsson. 22.45 Áfangar Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guöna Rúnars Agnarssonar. 23.30. Fréttir. Einvigi Horts og Spasskýs: Jón Þ. Þór lýsir lokum 6. skákar. Dagskrárlok um kl. 23.55. sjónvarp Föstudagur 11. mars 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skákeinvigið 20.45 Mannraunir f óbyggöum Fyrri hluti myndar um fimm unga borgarbúa, sem dvöldust i sex vikur I óbyggöum Natal-héraös i Suöur-Afriku og voru oft án matar og vatns. Meö þess- um leiöangri hugðust ung- lingarnir kynnast af eigin raun nauösyn náttúru- verndar. Siöari hluti myndarinnar veröur sýndur laugardaginn 12. mars kl. 21.00. 21.10 Kastljós Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maöur Eiöur Guönason. 22.10 Atök I E1 Pao (La fiévre monte a E1 Pao) Frönsk-mexikönsk biómynd frá árinu 1959, byggö á sögu eftir Henri Castillon. Leik- stjóri Luis Bunuel. Aöal- hlutverk Gérard Philip, Maria Felix og Jean Ser- vais. Myndin gerist á eynni Ojeda, en hún tilheyrir Suö- ur-Amerlkuriki, þar sem einræöisherrann Carlos Barreiro fer meö völd, og er hún notuö sem fangabúöir fyrir pólitiska fanga og af- brotamenn. Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.45 Dagskrárlok 15 Hættulegt ferðalag mmm eftir Maris Carr sullar vatni á hálsinn á mér, sagði hún gremjulega. — Geturðu ekki gert þetta almennilega? — Við getum hætt með kalda bakstra núna, svaraði Penny rólegri röddu. — Hjartslátturinn er orðinn eðli- legur. Þetta hefur bara verið svolítið aðsvif. María hjálpar þér að hátta í sjúkrasalnum og sér um að þú fáir allt, sem þú þarfnast. — Hvers vegna getur þú ekki gert það? — Vegna þess að María hefur beðið mig að sjá um hina sjúklingana. Júlía leit hæðnislega á hana. — Ef Mike væri hérna kæmirðu ekki svona fram við mig. — Það skipti engu máli, hvort hann væri hér eða ekki, og ef þú værir eins og þú ættir að þér, segðirðu ekki svona vitleysu. Það er slasaður maður þarna frammi og þarf að hjálpa honum strax. Penny var önnum kafin allan fyrri hluta dagsins og það var farið að halla af degi, þegar hún hafði lokið öllu á læknisstofunni. Svo þurfti hún að hugsa um Grace og barnið. Sjúklingarnir í salnum höfðu aðeins fengið lág- marks umönnun þennan daginn og nú varð einnig að líta til þeirra. Júlía hafði séð svo um að María hafði nær enga stund haft af lögu allan daginn. Hún var ein- staklega kröfuharður sjúklingur. Mike kom um f jögur- leytið til að spyrja um liðan hennar og það var með naumindum að Penny gat stillt sig. — Það er ekkert að henni, sagði hún og leit upp frá skjölunum, sem hún var að útfylla. Hún sat við skrif- borð Vincents og reyndi að Ijúka dagsverkinu. Hana verkjaði í hendurnar og hvíti sloppurinn límdist við bak hennar, blautur af svita. Nú þráði hún það eitt að kom- ast heim í kofann sinn og þvo sér og f á sér vel að borða. Enginn hafði munað eftir að senda þeim hádegismat yfir og þær höfðu ekki mátt vera að því að sækja hann sjálfar. — Júlía getur verið hérna í nótt, en í rauninni er ekki nauðsynlegtaðhún hafi rúm hérna. María hefur meira en nóg að gera án hennar. Mike beit saman vörunum. — Ertu ekki einum of hörð núna? spurði hann stuttlega. — Allt sem hún þarfnast er svolítil hlýja. Hún sagði mér í morgun, að henni fyndist allir á móti sér og enginn þarfnaðist hennar. Hann þagnaði og gráu augun voru stálhörð. — Ég hélt að þú værir öðruvísi, en þú kemur fram við hana nákvæmlega eins og hinir. Engri af hinum konun- um geðjast að henni. Hugh sagði mér það líka. — Ef hann hef ur sagt það, þá hef ur hann kannski líka vitað, hvers vegna það er, sagði Penny hvasst. Henni gramdist að hann skyldi gagnrýna hana svo ranglega. — Þú þarf ekki að vera illgjörn, hreytti Mike út úr sér.— Það eina sem ég bið um, er þolinmæði. Ég er viss um að þú gætir dulið andúð þína á henni í nokkra daga. Ég hélt að hjúkrunarkonur mættu ekki blanda einkatil- finningum sínum í starfið. — Ég veit ekki til að ég geri það. Álit mitt á Júlíu kemur þessu ekkert við. Penny þóttist einbeita sér að skjölunum á borðinu, ákveðin í að láta hann ekki f inna, hvað hún var í rauninni reið. — Ef þú vilt að hún verði hér, er það þitt mál. Vintent kemur bráðlega aftur og hann tekur ákvörðun. Þangaðtil hefur María beðið mig að vera hér og hjálpa sér. Hún hikaði. — Nema þú viljir að ég sé alls ekki hérna. Mike bandaði frá sér með báðum handleggjunum og var greinilega á takmörkum þolinmæði sinnar. — Láttu ekki eins og kjáni. Við erum öll þakklát fyrir aðstoð þína. Hann leit rannsakandi á hana. — Ég kem bráðum aftur. Will bað mig að koma og líta á bókhaldið hjá sér. Hann snerist á hæli og var horfinn áður en Penny fékk tíma til að segja honum einu sinni enn, að ekkert væri að Júlíu. Hvernig stóð á því að alltaf urðu einhver vandamál í öllum samskiptum hennar við Mike? Hvers vegna var hann svona viss um að henni geðjaðist ekki að Júlíu? Hún hafði aldrei minnzt á eitt slíkt við hann og reynt að vera eins vingjarnleg við Júlíu og tækifæri voru til. Gallinn var bara sá, að Júlía vildi ekki koma til móts við hana. Penny lagði hendur í skaut og starði vonlaus á hvíta veggina umhverfis sig. Framkoma Mikes hafði rænt hana síðustu kröftunum og henni fannst hún of þreytt til að hreyfa sig frekar. Er hann ástfanginn af Júlíu? Að minnsta kosti virtist hann láta velferð hennar sig miklu skipta. Ekki bætti úr skák, að Penny fannst brögð Júlíu viðurstyggileg. Skyndilega fannst henni hún búin að fá nóg af sjúkraskýlinu þennan daginn, lagði f rá sér skjöl- in og stóð upp. Hún leitt út um gluggann og komst að þeirri niðurstöðu að ennþá heitara væri úti en inni, en allt væri betra en að sitja hér og hugsa um áhyggjur Mikes af Júlíu. En meðan hún var á leið yfir torgið í áttina að kofanum sínum, rann upp fyrir henni, að það var ekki hin raunvérulga ástæða fyrir leiða hennar. Hún hafði hugsað mikið um Mike s.l. tvo daga, allt of mikið. Ég vildi óska að hann hefði aldrei kysst mig. Hann er ekki maðurinn, sem ég kom hingað til að f inna og ef hann er ástfanginn af Júlíu, er það jafn gott eins og komið er. En hún vissi að þetta var sjálfsblekking. Mike var ekki sú manngerð. Verið gat svo sem að hon- um þætti vænt um Júliu og það að viðbættri dálítilli meðaumkun gat leitt til margs... meira að segja hjóna- bands. En hún vísaði þessari hugsun strax á bug og undraðist, hvað hún var mótfallinn henni. Penny hafði varla verið fimm mínútur í kofanum, þegar barið var að dyrum og einn innfæddu piltanna kom inn. Hann hélt á bakka, sem breitt var yfir og brosti út að eyrum. — María sendir þetta, útskýrði hann og horfði for- vitnislega á málaða veggina. — Þakka þér fyrir Paul. Þú þarft ekki að skila bakkanum. Ég tek hann með mér, þegar ég fer út. Eftir að hafa þvegið sér, fór hún í slopp og settist niður til að borða. Hún þakkaði Maríu í huganum f yrir að muna, að hún hafði ekkert borðað síðan um morgun- inn. A bakkanum var soðin skinka, hrísgrjón, kartöf lur, avocadoávextir og sítróna. Ekkert varað matarlystinni og skapið batnaði stórum. Kjánalegt af henni að láta Júlíu fara svona i taugarnar á sér. Fanný hafði varað hana við, svo hún haf ði átt að vita betur. Eftir hálftíma hvíld fór hún aftur í sjúkraskýlið. Þegar Mike loks leit inn, á leið í matinn, var hún róleg og eðlileg og það vottaði ekki fyrir gremju í rödd hennar. — Júlíu líður mun betur, sagði hún og brosti til hans. — Viltu tala við hana? — Nei, ég vil helzt ekki trufla hana. Ertu samferða I kvöldmat? — Ja, ég get það alveg eins. Penny fór úr hvíta sloppnum og hengdi hann á stólbakið. — Annars fékk ég hádegismatinn svo seint að ég veit ekki hvort ég kem nokkru niður núna. Hann setti upp vanþóknunarsvip. — Hvenær- borðaðirðu eiginlega? — Um hálf fimm. Palul kom með mat handa mér heim. — Þá er ekki furða þó þú hafir kveikt á öllum við- „Marama, ég get ekki eytt öllum deginum I þaB aö vera hlýr og notalegur.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.