Tíminn - 17.03.1977, Side 3

Tíminn - 17.03.1977, Side 3
Fimmtudagur 17. marz 1977 3 HÆKKUN VAXTA Á VIÐBÓTARLÁNUM ÚT Á ÚTFLUTNINGSAFURÐIR Bankastjórn Seölabankans hefur að höfðu samráði við bankaráðið ákveðið nokkrar breytingar á reglum um vexti við innlánsstofnanir án þess að um almenna vaxtabreytingu sé aö ræða. Er hér verið að leið- rétta misræmi sem komið hefur fram innan vaxtakerfisins og gera minni háttar tæknilegar breytingar á gildandi vaxtaá- kvæðum. Breytingarnar taka gildi frá og með 21. þ.m. Mikilvægasta breytingin er sú, að felld hafa veriö niður sér- stök vaxtaákvæði, sem gilt hafa um viðbótarlán viðskiptabank- anna út á útflutningsafuröir. Verða þessi lán héðan i frá meö venjulegum vixilvöxtum en hafa veriö með 11% vöxtum. Var þessi breyting nauðsynleg vegna þess að viðkomandi við- skiptabankar treysta sér ekki lengur til þess að veita þessi lán með vöxtum sem eru verulega undir venjulegum sparisjóðs- vöxtum, en þannig hefur þessu veriö háttað siöan 1974. Jafn- framt leiðir þessi breyting til meiri jöfnunar lánskjara milli atvinnuvega. Afurðalán meö fyrsta veörétti I útflutningsaf- uröum sem fjármögnuð eru af Seðlabankanum veröa eftir sem áður með 8% vöxtum þannig að eftir þessa breytingu veröa meðalvextir af 75% afurðalán- um Seðlabanka og viðskipta- banka samanlögðum um 10% á ári.ogeruþað langhagstæðustu lánskjör sem i gildi eru á banka- lánum hér á landi. Einnig hefur verið ákveðiö að hækka vexti af sérstökum rekstrarlánum til útgerðarfyr- irtækja, svokölluðum útgerðar- lánum úr 11% i 13% en jafn- framt verður fjárhæö þessara lána hækkuð um 25%. Mun Seðlabankinn veita viöskipta- bönkunum sérstaka fyrir- greiðslu vegna þessarar hækk- unar. Vaxtaaukainnlán þau sem tekin voru upp á siöastliönu ári og bera 22% vexti, hafa reynzt mjög vinsæl, en til aö standa undir vaxtakostnaði af þeim hafa nú verið nokkuð rýmkaðar hehnildir til viðskiptabanka og sparisjóöa til þess að veita vaxtaaukaútlán af þvi fé sem þannig er ávaxtaö. Loks hefur verið ákveðiö að breyta nokkuð ákvæðum um töku vanskilavaxta. 1 fyrsta lagi eru nú sett sérstök ákvæði um töku vanskilavaxta af skuld I er- lendum gjaldeyri, ef skuldin heldur áfram að vera með geng- isákvæðum eftir gjalddaga. 1 öðru lagi verður nú óheimilt að leggja vanskilavexti við höfuð- stól skuldar, þ.e.a.s. reikna af henni vaxtavexti fyrr en ár er liöiðfrá gjalddaga. 1 þriðja lagi eru nú sett I vaxtareglurnar nánari ákvæði um útreikning vanskilavaxta af skuldabréfum og er þar um nokkra breytingu aö ræða frá hliðstæöum ákvæð- um, sem verið hafa I gjaldskrá fyrir innlánsstofnanir. Reglur um vexti viö innláns- stofnanir hafa verið gefnar út aö nýju meö áorðnum breyting- um og verða þær birtar I heild 1 Lögbirtingablaði innan skamms. Eins og áöur segir taka hin nýju ákvæði gildi frá og með 21. þ.m. Samhliöa framangreindum breytingum hefur Seðlabankinn ákveðið að hækka vexti af inn- stæðum viöskiptabanka og sparisjóða á viðskiptareikning- um I Seölabankanum. Nemur hækkunin 1% auk sérstakrar hækkunar vaxta, ef innstæða fer að meöaltali fram úr tilteknu marki fyrir hverja stofnun. Sænski utanríkis- ráðherrann til íslands Utanrikisráðherra Sviþjóð- ar frú Karin Söder kemur I op- inbera heimsókn til tslands dagana 21.-22. marz. 1 fylgd með ráöherranum verða Sverker Aström, ráðu- neytisstjóri sænska utanríkis- ráöuneytisins og fleiri em- bættismenn. Auk fundar með Einari Ag- ústssyni,og embættismönnum utanrikisráðuneytisins mun frú Karin Söder eiga viðræður viö forseta Islands og fara i skoðunarferð um Reykjavik. Stj órnarkosning í Lögreglufélaginu Sunnudaginn 27. febrúar s.l. fór fram kjör til stjórnar og trúnaðarstarfa fyrir Lög- reglufélag Reykjavfkur. 2 listar voru bornir fram, A- listi borinn fram af uppstill- ingarnefnd og B-listi borinn fram af Magnúsi Kjartanssyni og fleirum. A-listi hlaut 80 atkvæöi og engan mann kjörinn B-listi hlaut 131 atkvæði og alla menn kjörna. Stjórn félagsins skipa nú eftirtaldir menn sem þegar hafa skipt með sér störfum. Formaöur, Björn Sigurös- son, varaformaður Eggert N. Bjarnason, ritari Gylfi Guð- jónsson, gjaldkeri Arnþrúður Karlsdóttir, aðstoðargjaldkeri Hrafn Marinósson og meö- stjórnendur Guðmundur Guð- bergsson og Jóhann Löve. Varastjórn skipa Einar Bjarnason, Ævar Pálmi Eyj- ólfsson og Bjarni H. Bjarna- son. Halldór Pét- ursson list- málari látinn HALLDÓR Pétursson, hinn kunni iistmáiari, lézt að heim- ilisinu I Reykjavik i gærmorg- un, sextugur að aldri. Halldór var landsþekktur fyrir frá- bærar teikningar slnar af mönnum og málefnum, einnig voru hestamyndir hans vfð- frægar. Halldór fæddist I Reykjavik 26. september 1916, en foreldrar hans voru Pétur Halldórsson, bóksali og borg- arstjóri og kona hans Ólöf Björnsdóttir Stúdent varö Halldór frá Menntaskólanum I Reykjavik 1935. Siðan stundaðihann nám viö Kunsthandverkerskolen i Kaupmannahöfn og lauk það- an prófi 1938. Auk þess stund- aði hann nám og útskrifaöist úr Minneapolis School of Art 1942, Art Students League, New York 1942-45, en listmál- ari og teiknari var. hann I Reykjavik þar til hann lézt. Kvæntur var Halldór Fjólu Sigmundsdóttur, og lifir hún mann sinn. Borgarnes: Ráð stefna um mál- efni fólks með sérþarfir JE-Borgarnesi — Fræðslu- skrifstofa Vesturlands og Samtök sveitarfélaga I Vest- uriandskjördæmi efna til ráð- stefnu um málefni fólks með sérþarfir föstudaginn 18. marz. Ráðstefnan veröur haldinn I samkomuhúsinu i Borgarnesi og hefst kl. 13. Framsögumenn á ráðstefn- unni verða: Magnús Magnús- son, sérkennslufulltrúi, sem ræðir um kennslu og þjálfun fólks meö sérþarfir og þá möguleika sem fyrir hendi eru á þvi sviöi. Orn Bjarnason skólayfirlæknir sem gerir grein fyrir samstarfi skóla og heilsugæzlustööva um miölun upplýsinga, greiningu og meö- ferö. Að erindum loknum verður fyrirspurnum svaraö og al- mennar umræður. Til þessarar ráðstefnu eru sérstaklega boðaðir sveitar- stjórnarmenn, læknar og hjúkrunarfólk heilsugæzlu- stöðva, skólastjórar og for- menn skólanefnda, sérkenn- arar, sóknarprestar, svo og aðrir áhugamenn um þessi mál. Þangað koma og fulltrú- ar frá heilbrigðis- og mennta- málaráðuneytum. Ráðstefnu- stjóri er Þorvaldur Böðvars- son fræðslufulltrúi Akranesi. MISTÖK LEIÐRÉTT ÞAU mistök urðu fyrir nokkru I blaöinu, er sagt var frá for- dæmingu Kaupmannasam- takanna á tóbaksauglýsingum ibúðum, að sagt var að Hreinn Bjarnason, fyrrverandi formaöur samtaka matvöru- kaupmanna, hefði hlotið utan- ferðir fyrir sig og konu slna fyrir tóbaksauglýsingar. Hér var rangt fariö með föðurnafn. Sá, sem verðlaun fékk frá tóbaksframleiöend- um eöa umboðsmönnum þeirra, var Hreinn Sumarliða- son.kaupmaöur I Laugarásn- um, og það var einnig hann, sem áður var formaður sam- taka matvörukaupmanna. Vísnavaka á Kjarvals- stöðum Vísnavaka veröur haldin að Kjarvalsstöðum Ikvöld og hefst hún kl. 20.30. Félagiö Visuvinir gengst fyrir visnavökunni en þaö er félag áhugamanna um Ijóða og visnaflutning með hljóðfæraleik. Vlsnavinafélög eru starfandi á öllum Noröur- löndum og sums staðar hafa þau starfað I marga áratugi. Efni þaö sem flutt veröur á Visnavökunni er mikið til frum- samiö en einnig veröa flutt þjóölög frá Norðurlöndunum Skotlandi, Irlandi og Vest- mannaeyjum. Félagiö Visuvinir er opiö öllum sem hafa áhuga á vísum og ljóöum en félagar hitt- azt reglulega á tveggja vikna fresti, flytja efni úr ýmsum átt- um og gjarnan hafa menn hljóð- færi meö sér gitara, flautur og önnur handhæg hljóðfæri. Ýmist spila menn saman eða sjálf- stætt. Sitjandi frá vinstri: Kirsti, Hjalti Jón, Hermóður Glsli, Agnar, Margrét, Hanne, Stefán, Bryndis, og Arni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.