Tíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. marz 1977 17 Hermóður Guðmundsson Arnesi Fæddur 3. mai 1915 dáinn 8. marz 1977 Mikill baráttumaöur er fallinn. Meö Hermóöi í Árnesi er hniginn einn sókndjarfasti og skeleggasti foringi islenzkra bænda á siöari árum. Hann var vigfimur en þó umfram allt þolgóöur i orustunni og gaf ekki eftir fyrir þann málstaö, sem hann taldi réttan. Hermóöur var fæddur á Sandi i Aöaldal, niundi sonur hjónanna Guðmundar Friöjónssonar bónda og skálds á Sandi og konu hans, Guðrúnar Oddsdóttur. Alls uröu þau systkin á Sandi tólf, tvær systur og einn bróöir voru yngri en Hermóöur. Ættir þeirra for- eldra Hermóös veröa hér ekki raktar. Þær eru vel þekktar og m.a. raktar i bók Þórodds frá Sandi um fööur þeirra. Þar, og i bók Þórodds um húsfreyjuna á Sandi, er sagt frá Sands- heimilinu, þegar Hermóöur og systkin hans alast þar upp. Hermóöur gekk i Laugaskóla 1936 og 1937-’38 og fór siöan aö Hólum i Hjaltadal og lauk þar búfræöiprófi 1939. Þessi sumur varhannað heiman i sumarvinnu á Raufarhöfn til aö afla fjár til skóladvalar og svo til aö hafa eitt- hvað á milli handa, er hann hóf búskapinn. Þann 4. mai 1940 gekk Hermóöur aö eiga Jóhönnu Stein- grimsdóttur Baldvinssonar skálds og bónda i Nesi i Aðaldal. Þau hófu þá búskap i Nesi og bjuggu fyrstu árin i sambýli við Steingrim. 1945reistu þau nýbýliö Ames á hálfu Neslandi. Er skemmstaf þviað segja, aö býlið, sem þau byggöu frá grunni, er nú með þekktustu býlum þessa lands fyrir ræktun, myndarlegar byggingar og mikil búskapar- umsvif. Enn þekktara er þó og verður Árnes i Aöaldal af Hermóöisjálfum og þeim hjónum báöum, svo sem siöar veröur aö vikiö. Þeim Hermóöi og Jóhönnu varö fjögurra barna auðið. Þau eru: Völundur Þorsteinn, fæddur 1940, búfræöikandidat, kvæntur Höllu Loftsdóttur. Þau búa i Alftanesi, býli, er þau byggðu i Ameslandi. Sigriöur Ragnhildur, fædd 1942, gift Stefáni Skaftasyni, ráöunaut. Þau hafa einnig byggt sér hús i Arneslandi, Straumnes. Hildur, fædd 1950, kennari, gift Jafet Ólafssyni, viðskiptafræöi- nema. Þau búa I Reykjavik. Hilmar, fæddur 1953, bóndi i Árnesi. Kvæntur Áslaugu Jóns- dóttur. öll hafa þau börn og tengda- börn þeirra Árneshjóna verið þeim samhuga og stutt aö myndarlegri uppbyggingu þar i Árnesi. Hermóöur vakti snemma athygli manna i héraöinu. Hann var kappsamur og frækinn iþróttamaður og tók mikinn þátt i iþrótta- og ungmennafélagsstarfi i sveit sinni og sýslu. Hann var i stjórn ungmennafélagsins Geisla i Aöaldal frá 1934. og formaöur þess 1937-’43. Eftir aö hann hóf búskap voru það búnaöarmálin, sem áttu hug hans öðru fremur. Hann var kjörinn formaöur Búnaðarfélags Aöaldæla 1943 og var þaö æ siöan. 1947 var hann kosinn I stjórn Búnaöarsambands Suður-Þingeyinga og varö formaöur þess 1949 og var þaö siöan. í stjórn búnaöarsam- bandsins vann hann aö mörgum framfaramálum, braut upp á nýmælum og leiddi sambandið fram til margháttaörar baráttu til hagsbóta fyrir bændastéttina. Eftir aö ákveöiö haföi veriö aö minnast 100 ára afmælis búnaöarsamtaka i sýslunni 1954 meö ritun búnaðarsögu, beitti Hermóöur sér fyrir þvi, aö bók sú yrði aukin, meö þvi aö gefa i lýsingu meö myndum af öllum býlum sýslunnar. Rit þetta, „Byggðir og bú”, sem út kom 1963, varö fyrst i flokki svipaöra rita, sem siöan hafa veriö gerö i mörgum öörum sýslum og hafa notið vinsælda. Hann beitti sér fyrir stofnun Ræktunarfélags Aöaldæla eftir aö lög um ræktunarsambönd voru sett, og þá þegar voru keyptar stórvirkar jaröræktarvélar. Siöar var ræktunarsambandið Arður stofnaö 1958. Hermóöur var alltaf formaður þess og framkvæmda- stjóri. Umsvif þess voru jafnan mikil og kom þar, sem annars staöar fram dugnaður og fram- sýni Hermóðs. Ariö 1966 beitti Hermóður sér fyrir stofnun Veiöifélags Mýrar- kvislar og var formaöur þess fyrstu árin. Fljótlega var þar ráöizt i byggingu mikils laxastiga og þótti þaö mikiö átak og kostaði baráttu, sem hvildi á herðum Hermóös. Hermóöur var kjörinn i stjórn veiðifélags Laxár 1957 og tók viö formennsku þess 1968 viö lát tengdafööur sins. Sem formaöur þess hóf hann baráttuna til vernd- ar Laxá, sem siöar veröur aö vikiö. Hann var formaöur „Héraösnefndar Þingeyinga i Laxármálinu”, sem kosin var sumariö 1969 og skipuö var full- trúum sveitanna, sem áttu lönd sin aö verja. Siöar, þegar Landeigendafélag Laxár og Mývatns var stofnaö snemma sumars 1970, var Hermóður kosinn formaöur þess og gegndi formennsku þar alla tiö. Hermóður var kosinn I stjórn Landssambands veiöifélaga og varö formaöur þess 1973. Hann var fulltrúi á aöalfundum Stéttar- sambands bænda frá 1963 og siöari árin, var hann i varastjórn þess. Fjarri mun aö félagsmálastöf Hermóös séu hér fulltalin. Þaö segöi heldur ekki allt um þau. Meira var um þaö vert, aö hann varhvergihálfur. 1 öllum þessum störfum sýndi hann frábæran dugnaö og ósérhllfni. Hermóöur braut upp á mörgu nýju íbúskapsinum, reyndi nýjar búgreinar og var jafnan með þeim fystu aö taka upp tækni og nýjungar,sem til framfara máttu horfa. Lengi stundaði hann til dæmis rófnarækt i stórum stll og með meiri tækni en annars staöar tiökaðist. Þessi ræktun kom til viöbótar viö þann búskap, sem flestum öðrum heföi þótt nóg um aö sinna. Þau Jóhanna og Hermóður voru bæöi stórhuga og ekki hallaöist á um dugnaöinn. Fljótlega bárust sögur af umsvifum þeirra og þótti mörgum, sem þau hlytu að reisa sér huröarás um öxl. En þar sem kappinu fylgdi bæöi eljusemi og úthald, sigruöu þau saman hvern hjallann af öðrum, þótt erfiöir væru. Ekki fór hjá þvi að gestkvæmt yröi i Árnesi. Margir áttu þangaö einnig erindi vegna félagsmála, enda varö heimiliö brátt rómaö fyrir glæsilega rausn.og gestrisni viö lága sem háa. Þótt umsvif Hermóös væru mikil og hann ynni hverja stund aö búinu, sem hann gat, virtist hann alltaf hafa tima til að sinna þeim, sem aö garöi bar, og hann sparaði sér aldrei ómak til að greiöa fyrir mönnum. Hjálpsemi hans var mikil og einlæg. Aö þvi er ég bezt veit, var Hermóöur frumkvööull aö þvi aö bændur nýttu sjálfir til fullnustu og án milliliöa þau hlunnindi, sem felast i góöri lax- veiði. Þau hjón ráku um skeiö veiöiheimili I eigin húsi, eftir að hafa endurbyggt þaö uppúr 1960. Siöan var byggt sérstakt veiöi- heimili 1967 og hefur það tvisvar veriö stækkaö. Af þessu hefur fjölskyldan haft atvinnu og aröur fariö til uppbyggingar þar heima, sem annars heföi veriö fluttur burtu. Hermóöur lét þjóömálin, 1 viöum skilningi þess orös, sig alla tiö miklu skipta, þó aö hann gerðist aldrei stjórnmálamaöur eöa færi inn I flokkabaráttu. Þar mun honum þó hafa staöiö opin leiö til frama. Hann var i upphafi sjálfstæðismaður og skrifaði þá tlðum um þjóömál I Morgun- blaöiö. Eftir aö leiöir skildu viö þann flokk, geröist hann æ rót- tækari i skoðunum, hygg ég að þar hafi mestu ráöiö afstaöan til sjálfstæöismála þjóöarinnar, efnalegra og menningarlegra, þar vildi hann engum þola hálf- velgju eða undanlátssemi viö erlend völd. Slikt var fjarri skap- gerö hans. Um þessi mál og önnur skyld skrifaði hann margar hvatningargreinar. Það var áriö 1963, aö mönnum höföu borizt óljósar fregnir af ráðageröum, sem uppi voru um stórvirkj. i Laxá viö Brúar með stiflugerö og flutningi Svartár og Suöurár i Mývatn og Laxá. Þá gerir VeiöifélagLaxár sina fyrstu samþykkt og andmælir þessum áformum. Þetta var upphaf þeirrar löngu og miklu baráttu, sem Þingeyingar urðu aö heyja i meira en áratug. Næstu ár var reynt aö fylgjast meö málinu, en litiö var látið uppi af hálfu yfir- valda og virkjunaraöila. Þaö er fyrst eftir áramót 1969, aö Hermóöi tókst aö fá fram I dags- ljósið hverjar fyrirætlanirnar væru. Þá voru viðbárur strax orðnar þær, aö of seint væri aö mótmæla. Allt væri búið aö skipu- leggja, aöeins eftir aö framkvæma. Þaö er ekkinokkur vafiá þviaö hér réði dugnaöur og harösækni Hermóös úrslitum. Þaö mátti ekki seinna vera, að þessi barátta hæfist. Saga Laxármálsins veröur ekki rakin hér, en vist er, aö siöar veröur litiö á hana, sem timamót i islenzkum náttúru- verndar- og umhverfismálum. Fyrir þessa baráttu hafa sjónar- miö breytzt og annaö mat er nú lagt á gæði lands okkar en áöur og veröur þjóðinni til meiri far- sældar. Þau ár, sem baráttan i Laxármálinu stóö, eyddi Hermóöur hana óhemju mikilli vinnu. Það vita þeir bezt, sem næst honum stóöu. En sú vinna var ekki og veröur aldrei metin á verölagsskrá'r, enda var þar um mörg ársverk aö ræöa á mælikvarða timareiknings- manna. Þaö var einmitt I þessari baráttu, sem ósérplægni Hermóðs kom skýrast fram, þó aö ööru hafi verið hampaö af óvinveittum aöilum, sem minna þekktu til. Barátta hvilir ætiö á göfugum hugsjónum. Hermóöur haföi ætiö meö sér 1 baráttunni sveitir vaskra manna . ekki aðeinsheima i héraðinu heldur og viöa um landið. En hann var óumdeilanlega foringinn, þaö mátti ekki gleymast. Fyrir baráttu Hermóðs Guömunds- sonar og félaga hans i Laxár- málinu stendur öll Islenzk bænda- stétt i þakkarskuld . Þegar Islenzkir bændur geröu för til aö heimsækja stéttar- bræður og skyldmenni I Kanada 1975, voru þau Hermóöur og Jó- hanna þar á meöal. Þá sköpuöust mikil og góö kynni bæöi meöal ferðafólksins og svo á milli þess og gestgjafanna. Hermóöur og Jóhanna voru ótvirætt meðal vinsælustu feröafélag- anna, og þau nutu feröarinnar vel, þótt erfiö væri. En þvi get ég þessa hér, aö þaö sýnir einn þátt i skapgerö Hermóös. Eftir heimkomuna var hann sifellt aö hvetja til þess, aö böndin við Vestur-tslendinga yröu treyst, og aö alltyröi gert til aö greiöa götu þeirra, sem hingaö koma. Þegar Vesturlslendingarvoru héra ferö siðastliöiö sumar, var Hermóöur kominn á sjúkrahús og likamlegt þrek hans lamað. Samt sem áöur var hugurinn óbugaöur og eitt af þvi sem var efst i huga hans var það hvaö sýsla hans og búnaðar- sambandiö gætu gert fyrir þetta fólk. Jóhanna og Hermóöur voru ákaflega samhent hjón. Þaö leyndi sér ekki, aö samband þeirra I bliöu sem stríöu byggðist á gagnkvæmri viröingu og trausti. Þau virtu hæfileika hvort annars og vissu að meö þvi aö standa saman, nýttust þeir bezt. Enginn getur háö langa og haröa baráttu einn og óstuddur. Allir eiga sinar veiku hliöar og veiku stundir. Þá er ómetanlegt aö geta leitað hollráöa hjá ástvinum. Jóhanna mun alltaf hafa fylgzt vel með þeim málum, sem Hermóöur vann aö eöa baröist fyrir og þvi haröari sem baráttan var, stóö hún betur meö. Þaö var þvi ekki aö ástæöulausu, aö þau komu svo oft saman sem tök voru á til þeirra funda, sem Hermóöur þurfti aö sækja, og vist er aö þaö var ekki slzt hans vilji. Eftir aö börn þeirra uxu til manndóms og tengdabörnin komu i hópinn, ein- kenndist fjölskyldan enn af sömu samhygðinni. Þar rikti einnig samband, sem byggt var á gagn- kvæmri virðingu og trausti. Þaö var þvi sterkur hópur, sem stóö aö baki Hermóði. Hermóöur var heimakær maður. Hann var aldrei lang- dvölum úr dalnum og flutti heimili sitt aldrei lengra en frá Sandi aö Nesi. Þegar hann dvaldist að heiman, var þaö til að reka erindi heimkynna sinna eöa stéttar. Þegar hann var orðinn helsjúkur og vissi aö hverju dró . og aö baráttunni hlaut aö vera lokiö, vildi hann dveljast heima. Hann undi ekki spitalavistum, en átti þá ósk heitasta aö eyöa hinztu stundunum heima. Meö sameiginlegri hjálp og þrotlausri umhyggju þeirra allra, konu, tengdabarna, var hægt aö veita honum þetta. Hermóöur geröist ekki skáld á sögur eöa kvæöi, svo sem faöir hans, bræöur og frændur margir. Hvort hann hefur langað til aö yrkja ljóö er óvist. Hitt er vist aö hann ákvaö ungur aö yrkja sina jörö og þaö geröi hann þannig, að þess verður minnzt meöan býliö hans stendur og byggö fær að dafna I dölum noröur. Viö sendum Jóhönnu, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum okkar innilegustu samúöarkveöjur. Jónas Jónsson frá Yztafelli t Hermóöur Guömundsson, Arnesi I Aðaldal er látinn, aöeins liölega sextugur aö aldri. Þaö er erfitt aö sætta sig viö aö sjá honum á bak, ekki eldri en þetta, þegar almennt er gert ráö fyrir aö þó nokkur hluti starfsævinnar sé enn framundan. Þó kynni okkar Hermóös yröu ekki löng eru þau mér svo minnis- stæð aö mér er bæöi ljúft og skylt aö þakka þau og minnast hans hér með fáeinum linum. Nokkur undanfarin ár átti ég þvi láni aö fagna aö vinna meö honum aö einu stærsta áhugamáli hans, Islenzkum veiðimálum, en eins og kunnugt er veitti hann Lands- sambandi veiðifélaga farsæia forystu siðan voriö 1973. Ég tel þaö mikiö lán aö hafa kynnzt honum, sjónarmiðum hans og starfsháttum á þessu sviöi. Mér mun ekki gleymast einlægur áhugi hans og þekking á viðfangs- efnunum, né heldur hversu ein- arðlega hann hélt fram þeim sjónarmiðum, sem hann taldi rétt vera, við hvern sem var aö eiga. Samt var hann ætíö fús til aö hlýöa á rök þeirra, sem á ööru máli voru og bæri þaö viö aö hann yrði þar i minni hluta, vann hann heils hugar aö framkvæmd þeirra sjónarmiöa sem ofan á uröu. Eg tel Hermóö hafa veriö einn þann heiöarlegasta og heilsteyptasta mann, sem ég hef kynnzt. Þar veitég mig mæla fyrir munn allra samstarfsmanna hans i Lands- sambandi veiðifélaga. Ég vil nú nota þetta tækifæri til aö votta eftirlifandi konu hans, börnum þeirra og tengdabörnum einlæga samúð mlna vegna andláts hans. En þótt ævi Hermóös yröi ekki lengri en þetta, auönaöist honum þaö, sem fáum einum tekst. Hann haföi slik áhrif á samtiö sina, aö marka mun varanleg spor i fram- vindu þjóöarsögunnar. Þegar hann og ýmsir sveitungar hans töldu svo mjög gengiö á rétt sinn, aö öryggi og hagsmunum byggöarinnar væri stefnt I voöa, gekk hann fram fyrir skjöldu og veitti öflugt viönám. Þvf er ekki aö leyna, aö ýmsir stéttarbræöra hans töldu þar við svo stóran aö deila, aö ósigur væri vis og orustan fyrirfram töpuö. Hafi slikar hugsanir nokkru sinni flogib aö Hermóði heitnum, þá hefur hann frekar valiö þann kostinn, sem hefjulegri er, aö falla með sæmd fremur en að úna þvi, sem hann taldi rangt. — En ég ætla ekki að rekja þá sögu hér. Viö vitum öll aö Her- móöur stóö ekki einn i baráttunni, heldur fremstur i flokki ódeigra og samhentra manna. Við vitum lika um þann sigur, sem aö lokum vannst. En við munum aldrei kynnast til fulls þvi mikla og fórnfúsa starfi, sem að baki lá. Hitt vitum viö, aö ein- ungisörfáir menn hafá til aö bera þá þrautseigju, staöfestu og kjark, sem þarf til aö leiða jafn torsótta baráttu fram til sigurs. Þessum eiginleikum var Hermóður gæddur I rikum mæli, og þvi er þaö, aö Laxárdalurinn er enn óspilltur. Þarna var þó meira I húfi en þaö eitt. Ég tel aö framtiðin muni sýna, aö endalok Laxárdeilunnar marki tlmamót, þar sem náttúru- og landverndar- mönnum tókst loks að snúa vörn i sókn. Þesa gætir víða. Slðan þá hefur til dæmis verö tekiö mun meira tillit til réttar og hagsmuna þeirra, sem á stórframkvæmda- svæöum búa, en áöur var. En fyrst og fremst er reisn islenzkrar bændastéttar meiri eftir en áöur. Nú erum við okkur betur meövitandi um mátt okkar, rétt og skyldur, bæöi viö landið og okkur sjálf. Þvi á Islenzkt sveita- fólk Hermóöi Guömundssyni mikla skuld aö gjalda. Ég tel mig hafa þekkt hann nógu vel til aö fullyrða, aö helzt heföi hann kosiö sér þau laun að viö látum aidrei merki hans falla, heldur stöndum traustan vörö um þaö, sem unnizt hefur, og berjumst ótrauö hvar sem hættan ógnar á ný. Þannig minnumst viö hans bezt. Þorsteinn Þorsteinsson Skálpastööum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.