Tíminn - 05.04.1977, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.04.1977, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. aprll 1977 5 a og gemrjœrt eigandanum veglegan mppdnettisvinning _ _ Dregið 10 sinnum um 860vinningi að upphœÖ 25 milljónirkróna, ífyrsta skipti 15. iúní nk. Happdrtetásskuldabréfin eru til sðlu nú. Þau fdst í Öllum im og sparisjóöum og kosta 2500 krónur. m SEÐLABANKI ISLANDS tVerjum gggróöur^ verndum land Akranes og nágrenni Innlend og erlend sófa- sett. Margar gerðir. Verð frá kr. 171.000 Til fermingargjafa: Skatthol, kommóður, skrifborð með plötu- geymslu, skrifborðs- stólar o. fl. 10% staðgreiðslu af- sláttur. Húsgagnaverzlunin STOFAN Stekkjarholti 10, Sími 93-1970 Erlendar skuldir gleypa 18% af útflutningnum A aðalfundi Vinnuveitenda- sambands Islands, sem haidinn var fyrir mánaðamótin var fjall að um efnahagsmál i viðtækri merkingu, og að lokum gerð samþykkt um þau mál. Var hún á þessa leið: „Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands Islands, haldinn i Reykjavik31. marz 1977, leggur áherzlu á nauðsyn þess að koma á jafnvægi i þjóðarbúskap Is- lendinga og skapa heilbrigt efnahagslíf I landinu. óðaverö- bólga undanfarinna ára og end- urteknar kollsteypur I efna- hagsmálum hafa raskað eðli- legum arðsemisviðmiðunum og verömætamati, valdið stór- felldri eignatilfærslu í þjóðfélag inu, dregiö úr sparnaöi og stuðl- að að óhagkvæmri fjárfestingu einstaklinga, fyrirtækja og hins opinbera. Veröbólgan getur aö visu aukiö stundarhag einstakra aðila, en þegar til lengdar lætur og á heildina er litið, kippir hún fótum undan skynsamlegum rekstri heimila og atvinnufyrir- tækja, og skaðar þvi þjóðarhag. íslendingar hafa nú um nokk- urra ára skeið glimt við mikla efnahagsöröugleika. Þar hafa lagzt á eitt óhagstæð ytri skil- yrði og óskynsamleg stjórnun efnahagsmála hér innanlands. Siðustu ár hefur þjóðin lifaö um efni fram og nema erlendar skuldir nú um þaö bil hálfri milljón króna á hvert manns- barn i landinu. Greiðslubyrði þessara skulda er á þessu ári áætluð rúmlega 18% af verö- mæti útfluttrar vöru og þjón- ustu. Ekki verður lengur haldiö áfram á þessari braut. Brýnt er, að á þessu ári og þeim næstu verði enn dregiö úr veröbólgu og viðskiptahalla og leitast viö að minnka erlendar skuldir. Saman verðuraðfaraaðhald i rikisfjármálum og peningamál um og kjaraákvarðanir, sem taka mið af efnahagshorfum og spám um þjóðarframleiöslu og þjóðartekjur. Verði knúnar fram kauphækkanir, sem eru i engu samræmi við raunveru- lega aukningu þjóðfirtekna og greiðslugetu atvinnuveganna, má geta nærri hverjar afleið- ingarnar yrðu. 1 þessu efni er reynslan ólygn- ust. Frá byrjun árs 1970 hefur timakaup launþega innan Alþýðusambands íslands hækk- að að meöaltali um samtals 387%. A sama tima hefur fram- færslukostnaður aukizt um 346%. En raunverulegar vergar þjóðartekjur á föstu verðlagi jukust á þessu timabili einungis um 33%. Það er aukning hinna raunverulegu þjóðartekna, sem ræður þvi hvort, og þá hversu mikið svigrúm er fyrir hendi á þjóöarbúinu til kaupmáttar- aukningar og kjarabóta. Kaup- hækkunarsamningar, sem ekki taka mið af þessum bláköldu staðreyndum geta ekki orðiö annað en verðbólgusamningar og tilefni til skuldajöfnunar erlendis. Þessa er öllum hollt aö minnast I þeim kjarasamning- um, sem i hönd fara. Aðalfundur Vinnuveitenda- sambands íslands leggur enn og aftur áherzlu á nauðsyn þess að draga úr verðbólgunni og varar við afleiðingum nýrrar koll- steypu i efnahagsmálum. Eigi að takast að varðveita og treystaþann efnahagsbata, sem hafinn er, stuðla aö frekara jafnvægi 1 þjóðarbúskapnum og vinna að raunverulegri kaup- máttaraukningu, verður að gæta hófs I ákvöröunum á sviöi kjaramála, rikisfjármála og peningamála á næstu mánuö- um. Þar veröa einstaklingar og samtök þeirra og þjóðin i heild að sætta sig við, að óskhyggjan getur aldrei orðið raunveru- leikanum yfirsterkari, þegar meta skal hvað sé til skipt- anna”. Skartgripa- SKRÍN Gott úrval Póstsendi MAGNÚS E. BALDVINSSON S.F. Laugavegi 8, simi 22804. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.