Tíminn - 05.04.1977, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 5. april 1977
23
flokksstarfið
Árnesingar
Hinn árlegi sumarfagnaður Framsóknarfélags Arnessýslu verö-
ur haldinn að Flúöum siðasta vetrardag miövikudaginn 20. april.
Nánar auglýst slöar.
Framsóknarfólk, Kjósarsýslu
Framsóknarblað Kjósarsýslu býður velunnuruni sinum upp á
hagstæöar ferðir til Costa del Sol, Kanarleyja, Irlands og Kan-
ada á vegum Samvinnuferöa i sumar.
Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson Arnartanga 42
Mosfellssveit. Slmi 66406 á kvöldin.
Félagsmólaskóli
FUF Reykjavík
Þriðjudagur 5. april kl. 20. Ræðumennska.
Miðvikudagur 6. april kl. 20. Ræöumennska.
Fimmtudagur 7. april (skirdagur) kl. 14. Hringborðsumræður.
Leiðbeinandi verður Sveinn Grétar Jónsson.
Ný bók í bóka-
klúbbi AB
BÓKAKLCBBUR ALMENNA
BÓKAFÉLAGSINS hefurgefiðút
bókina BANCO eftir Henri
Charriere i þýðingu Jóns Ó.
Edwalds. Hún er framhald af
PAPILLON, sem kom útifyrra.
BANCO kom út fyrir siöustu jól
hjá Setbergi. Smkomulag tókst
um að hún kæmi einnig út á veg-
um BAB og er þetta þvi i annað
sinn sem félagsmönnum bóka-
klúbbsins stendur til boða bók
sem hefur áöur komiö út hjá öðru
forlagi.
Henri Charriere fæddist 1906 i
afskekktu héraði i Suður-Frakk-
landi og var faðir hans skólastjóri
þorpsskólans þar.
Eftir herþjónustu i flotanum
hélthanntilParisar og varð brátt
þekktur undir nafninu Papillon
eða Fiðrildiö. Hann komst i kynni
vð lög og siöareglur undirheim-
anna og fylgdi þeim stranglega.
Hann var tekinn fastur grunaöur
um að hafa drepiö hórmangara
og var af kviödómi dæmdur sekur
vegna upplogins framburðar eins
vitnis ákæruvaldsins. Þetta olli
honum nistandi reiöi, þvi að hann
bjó yfir mjög sterkri réttlætis-
kennd. Hann hlaut óvenjulega
þungan dóm, ævilanga þrælkun i
Frönsku Guiana. Hann var þá 25
ára. Hann sór þess dýran eið að
afplána þann dóm ekki og það
heit efndi hann. Eftir siendur-
teknar flóttatilraunir tókst hon-
um að strjúka frá Djöflaeyjunni
og komst til Venezuela.
BANCO er framhald af
Papillon og hefst á þvi, er hann er
látinn laus úr fangelsi þar ásamt
vini sinum lömuðum. Fólkið tek-
ur honum vel og vill allt fyrir
hann gera, en hann er fullur af
hatri I garð þeirra manna sem
fengu hann dæmdan saklausan og
er staöráðinn i aö hefna sin. Svo
hittir hann þá konu sem verið hef-
ur draumsjón hans. Loks kemst
hann til Frakklands frjáls maöur.
A leið sinni um Spán rekst
Papillon á þessa áletrun I Gran-
ada. Ekkert er ömurlegra en að
vera blindur I Granada. Hann er
ekki sammála. Eitt er ömurlegra
— aö vera ungur maöur dæmdur
til ævilangrar refsingar fyrir
glæp annars manns, „dæmdur til
að hvefa að fullu og öllu án mögu-
leika til aö áfrýja, dæmdur til að
rotna andlega og likamlega án
þess að fá nokkurt tækifæri til að
lyfta höföinu."
Jörð til sölu
á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bústofn og
vélar geta fylgt. i
Eignaskipti koma vel til greina. Nánari uppiýsingar I !
sima 91-6-64-42.
Saumavél til sölu
Unior Special (Overlock saumur og
saumur fyrir innan)
Upplýsingar ISolido Isima (91) 3-10-50 og (91) 3-82-80.
Þorskur
vik að landa á Isafiröi I gær
um 100 tonnum. Akureyrar-
togararnir hafa fengið mjög
góðan afla I Vikurálnum einn-
ig-
Afli smábáta frá ísafirði
hefur verið mjög góður að
undanförnu, og hafa þeir feng-
iö um 8-12 tonn i róðri. Meiri
hluti aflans hefur þó verið
steinbitur, en um 3-4 tonn
þorskur. —Það er mjög mikið
að gera hjá landvinnufólki
þessa dagana, og mér finnst
ótrúlegt annað en unnið verði
á skirdag og einnig á laugar-
dag fyrir páska, svo mikill afli
hefur borizt hér á land aö
undanförnu, sagði Guðmund-
ur Sveinsson.
0 LOÐNA
Geir Goði GK 220 2489
Bylgja VE 75 2342
Sóley AR 50 2297
Vlkingur AK100 2112
Arnar AR 55 2022
BergurVE44 2016
Hamravlk KE 75 1934
Snæfugl SU 20 1882
Sandfell GK 82 1865
Sölvi Bjarnason BA 65 1834
Bjarnarey VE 501 1804
Alsey VE 502 1683
Steinunn RE 32 1595
Reykjanes GK 50 1503
Asborg GK 52 1297
HringurGK 18 1278
Klængur AR 2 1154
Glófaxi VE 300 1054
Suöurey VE 500 957
Steinunn SF 10 652
Skipafjöldi 81
Vikuafli 28731estir Heildarafli 547377 lestir
Vestmannaeyjar 90656
Seyðisfjörður 57720
Neskaupstaður 43292
Siglufjörður 34171
Reykjavlk 32321
Eskifjöröur 31276
Raufarhöfn 27507
Grindavlk 26873
Akranes 23353
Reyöarfjörður 23164
Vopnafjöröur 22565
Þorlákshöfn 21118
Hornafjöröur 19243
Keflavlk 15872
Sandgerði 14299
Fáskrúösfjörður 12254
Hafnarfjörður 11866
Stöðvarfjörður 10728
Djúpivogur 9656
Bolungavlk 7792
Akure./Krossan. 6999
Breiðdalsvik 4384
Tálknafjörður 271
0 íþróttir
Park. Þrátt fyrir það átti
Lundúnarliðið leikinn, en leik-
menn liðsins voru ekki á skónum. skot-
MICK FERGUSON hjá Cov-
entry fór illa að ráöi sinu 12 min. fyrir leikslok gegn Tottenham. — Hann fékk þá gulliö tækifæri til að gera út um leikinn, þar sem hann
stóð einn og óvaldaður fyrir
framan mark Spurs. En honum brást bogalistin — skot hans af 6 m færi fór framhjá og jafnteflið (1:1) varö staðreynd. Peter Tayl- or skoraði márk Tottenham á 18. mín., en Ian Wallace jafnaði fyrir
Coventry aöeins tveimur siöar. min.
Brian „Pop” Robson tryggöi
West Ham jafntefli (2:2) gegn
Everton 7 min. fyrir leikslok á Upton Park, þegar hann skallaöi
knöttinn i net Mersey-liðsins, eftir sendingu frá Billy Jennings. „Pop” skoraöi einnig fyrra mark
Heyblásari
til sölu á hálfvirði, ásamt rafmótor með tilheyrandi. — Upplýs- ingar í síma 1-13-04
næstu daga.
I Auglýsítf
| iTimanuxti
West Ham — úr vitaspyrnu, eftir
að Mick Lyons hafði brugðið John
Radford inn i vitateig. Goodless
skoraði fyrra (1:0) mark Evert-
on, með stórglæsilegu skoti yfir
Mervin Day, markvörð „Hamm-
ers”. Jim Pearson kom Everton
siðan aftur yfir — 2:1, en
„Pop” Robson jafnaði siðan, eins
og fyrr segir.
Norman Hunter, fyrrum
leikmaður Leeds og Collier, sem
léku miðverði hjá Bristol City,
áttu stórleik gegn Aston Villa.
Þeir héldu þeim Andy Gray og
Brian Little algjörlega niöri, og
þar með lömuðu þeir sóknarlotur
Villa, sem varð að sætta sig við
jafntefli — 0:0.
o Vatnsdalsá
erum við einna lengst komnir
með athuganir við Hvalá og á
þvl svæöi, sagði Haukur enn-
fremur I gær, en rannsóknir
þar hófust áriö 1975. Slrenn-
andi vatnshæðarmælir er I
Hvalá núna, neðan viö mót
hennar og Rjúkandi, sem
myndi fylgja meö henni I
virkjun. Þvi miður eru þær
bráðabirgðaniðurstöður, sem
fyrir hendi eru, ekki uppörv-
andi, en biöa verður betri
gagna, áður en sagt er nokkuð
ákveðið um virkjunarmögu-
leika, þvi þessar bráðabirgða-
niöurstööur eru ekki áreiöan-
legar. Mér er þó til efs, að
þarna verði hægt að byggja
stærri virkjun en tuttugu
megawött, jafnvel gæti hún
farið niður undir fimm mega-
wött. Þaö er búið að fram-
kvæma allar landmælingar á
þessu svæði og fljótlega verð-
ur byrjað á kortagerö. Að þvl
loknu veröur hægt að gera
verkfræðiáætlun um þetta.
Ef unnt reynist að byggja
þrjátiu megawatta virkjun við
Vatnsdalsá og tuttugu mega-
watta virkjun viö Hvalá, væri
ef til vill ekki fjarri lagi að
áætla að aflþörf Vestfiröinga
verði hægt að sinna aö mestu
með virkjunum á Vestfjörðum
sjálfum um næstu aldamót, en
þess ber að geta, sem Haukur
benti á i gær, að ákvaröana-
taka er ekki I höndum Orku-
stofnunar, heldur Alþingis og
rikisstjórnar.
O B.S.R.B.
sem ekki væri mötuneyti,
fengi fólk fæöispeninga, og
sagöi Haraldur, að þetta
væri I samræmi viö þaö
sem aðrar starfsstéttir
hefðu, en opinberir starfs-
menn hefðu aldrei haft.
Auk þess væru kröfur um
endurmenntun, fullorðins-
fræöslu og margt fleira.
Mikið veröur um funda-
höld hjá BSRB á næstunni,
þvi þá veröur kröfugerðin
kynnt félagsmönnum. Ef
ekki nást samningar við
rikið fyrir 1. júnl n.k., fer
deilan sjálfkrafa til sátta-
semjara. Nú gildir ekki
lengur geröardómur um
ágreiningsatriði heldur
hafa opinberir starfsmenn
verkfallsrétt, en það er
samkvæmt lögum, sem
samþykkt voru á Alþingi I
fyrra. Ef BSRB boöar
verkfall l. júll, er sátta-
semjara skylt samkvæmt
lögum að skipa sáttanefnd
og leggja fram sáttatillögu.
Tillagan verður slðan borin
undir allsherjaratkvæða-
greiðslu um allt land, og
veröi hún felld, skellur á
allsherjarverkfall. Þó fá
einstaka aöilar undantekn-
ingu frá verkfallsþátttöku
og gildir það um þá sem
vinna viö öryggisþjónustu,
s.s. lögreglumenn, slökkvi-
lið o.þ.h. Annars sagði
Haraldur, að sérstök nefnd
myndi f jalla um það hverj-
ir ættu að fá þessa undan-
þágu. Sagði Haraldur, að
ómögulegt væri á þessu
stigi málsins að segja
nokkuð um hvort af verk-
falli yröi, en þó kvað hann
óllklegt, aö verkfallsréttin-
um yrði beittað sumarlagi,
þvi þá væru svo margir
félagsmenn, t.d. kennarar I
leyfi.
— Af okkar hálfu er ekk-
ert þvi til fyrirstöðu að
setjast aö samningaboröi,
en við biðum eftir þvi að
skipuð verði samninga-
nefnd af hálfu rikisins. Það
verður liklega einhvern
næstu daga, sagöi Harald-
ur.
NEW HOLLAND
heybindivélar
í fyrra — sem undanfarið — var helmingur allra
heybindivéla, sem til landsins fluttust, af New Hol-
land gerð.
Nú eru i notkun um 700 New Holland heybindivélar
og er það gleggsta vitnið um vinsældir þeirra.
Náðst hafa aftur hagstæðir samningar við New Hol-
land verksmiðjurnar og miðað við gengi i dag kosta
vélarnar um kr. 850.000.
Bændur! — Pantið strax, þvi verðið kann að hækka
þegar kemur fram á sumarið.
Globusa
LÁGMÚLI 5, SÍMI 81555