Tíminn - 05.04.1977, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 5. aprll 1977
9
við Eyjafjörð I:
til Dalvlkur eöa Akureyrar,
þannig aö af því sést bezt
hvernig ástandiö er i hafnar-
málum, sagöi Angantýr. Eins
og fyrr greindi er aflinn nær ein-
göngu verkaöur I salt þar sem
ekki er frystihús á staönum. A
Hauganesi eru þrjár saltfisk-
verkunarstöövarog vinna konur
jafnt á viö karlmenn viö verkun
aflans. Þegar mester aö gera er
oft unniö upp i 14 til 16 tima á
sólarhring. Hér þurfum viö ekki
aö kvarta yfir afkomunni, sagöi
Angantýr, hún er almennt góö.
En fólkiö leggur lika mikla
vinnu á sig og á þvl skiliö aö
hafa þaö gott.
Angantýr kvaö mannfjölda
hafa staöiö nokkuö I staö undan-
farin ár, en ef ekki kæmi til hús-
næöisleysi taldi hann vafalltiö
aö fólki fjölgaöi á staönum, þar
sem ýmsir heföu sýnt áhuga á
aö setjast þar aö. Þá viröist
unga fólkiö Utiö flytjal burtu, og
siöastliöiö ár voru byggö 4 ný
einbýlishús I þorpinu. Félagsllf
er mikiö og gott I hreppnum,
starfandi er kvenfélag og ung-
mennafélag og félagsheimiliö
Arskógur er miöstöö félags-
starfsemi auk þess sem þar er
skóli. Þá var á siöasta ári byggö
sundlaug aö Arskógi, sem hituö
er upp meö rafmagni, þar sem
Arskógsstrendingar hafa enn
ekki dottiö niöur á heitt vatn.
Angantýr kvaö samgöngur
viö staöinn vera góöar. Gott
vegasamband er viö Akureyri
og i tengslum viö þaö njótum viö
góöra flugsamgangna sagöi
hann. Þá hefur tiö veriö þaö ein-
stök I vetur, aö tæplega hefur
orðiö ófært til Akureyrar einn
einasta dagi vetur sagöi Angan-
týr.
Þá má geta þess aö Kaupfélag
Eyfiröinga hefur um árabil rek-
ið útibú á Hauganesi, og er þaö
eina verzlunin og jafnframt
þjónustumiöstöö fyrir sveitina.
I verzluninni eru seldar ný-
lenduvörur, járn og glervörur,
fatnaöur og veiöarfæri svo eitt-
hvaö sé nefnt. Vörusala félags-
ins nam á milli 70 og 80 milljón-
um á siöastliðnu ári.
Hauganes er rólegur staöur.
Hér er gott aö búa og hér eru
skilyröi til góörar afkomu fyrir
duglegt fólk sagöi Angantýr Jó-
hannsson útibússtjóri I lok viö-
talsins.
Konur ganga til allra verka jafnt á viö karlmenn I þorpinu. Hér
eru tvær þeirra viö afskurö á netum.
Hauganes. Þorpiöteygir sig upp frá sjónum.
Tlmamyndir Karl.
Hér sjást tvö ný ibúöarhús i byggingu.
Höfnin heillar börnin. Þessar ungu dömur voru aö ieik um borð f einum bátnum I fjörunni.
Snemmabcygistkrókurinn.Hérerutveirpeyjarifjörunniviöaö sigla bátum. Væntaniega eiga þeir eftir
aö sigia stærri skipum siöar meir og afla tekna fyrir þjóöarbúiö.