Tíminn - 05.04.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.04.1977, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 5. aprll 1977 Bruni hinnar svo nefndu Bernhöftstorfu i Reykjavik hef- ur oröiö til þess aö aftur hafa hafizt miklar umræöur um vernd gamalla húsa og minja frá fyrri tiö. Eins og oft vill veröa gera menn á stundum helzt til ofstækisfullar kröfur I þessum umræöum. Þannig berjast hinir nýju ihaldsmenn fyrir þvi aö engu, alls engu, sé raskaö: ekkert nýtt má koma i staö neins gamals: allt skal standa óbreytt sem var. Auövitaö er of langt gengiö ef engu má hrófla. Sú arfleifö sem er dauö og til einskis nýt er aö- eins til trafala og henni ber aö ryöja úr vegi. Bernhöftstorfan haföi um árabil staöiö eins og opiö sár I miöborg Reykjavikur unz áhugafólk tók sig til fyrir nokkru og málaöi húsin i skær- um, hlýlegum og skemmtileg- um litum. En eftir sem áöur stóöu húsin aö mestu leyti tóm. Eftir sem áöur var Torfan sár i miöborginni — þaö haföi bara veriö settur fallegur plástur á sáriö. Or þvi sem komiö er er til lit- ils aö endurreisa Bernhöftstorf- una I sinni fyrri mynd ef ekki er um leið svaraöþeirri spurningu, hvaö á aö gera viö þessi blessuö hús. Islendingar eiga nóg af peningum, en þeir eiga ekki svo mikiö, aö þeir geti leikiö sér aö þvi aö endurreisa brunnin hús til þess aö láta þau standa tóm. Ahugafólkiö á fyrst aö svara spurningunni um notagildi hús- anna og sannfæra stjórnvöld og almenning um aö þeirra sé full þörf og aö þau megi nota til þjóöþrifa. Álagabletturinn og frystihúsiö Hvernig stendur til dæmis á þvi aö einhver opinber stofnun var ekki látin taka Bernhöfts- torfuna til afnota og endurbóta? Skyldi þaö nú ekki vera aö til dæmis eitthvert ráöuneytiö gæti haft aösetur I þessum húsum? Forsætisráöuneytiö hefúr aöset- ur sitt i einhverju eizta húsi landsins, og hefur ekki heyrzt annaö en aö sómi sé aö. Menningarsjóöur keypti og lét gera upp Landshöföingjahúsiö fyrir nokkrum árum. Þeir sem þar vinna eru á einu máli um aö þetta hafi veriö hreint snjall- ræöi. Engan hef ég heyrt segja aö Menntaskólinn i Reykjavík sé verr staddur fyrir þaö aö hann býr I sinu gamla og glæsi- lega húsi. Seölabanki tslands stóö fyrir þvi fyrir nokkru aö hefja jarö- rask á staö sem borgarbúar töldu heilaga jörö. Þeir eru margir álagablettirnir, en þaö undarlega i nútimanum er aö þeim viröist slfellt fjölga. Rétt fyrir neöan þaö dulmagnaöa pláss, sem dró aö sér athygli fólksins þegar Seölabankinn vildi byggja til framtiöar — þar rétt fyrir neöan er Sænska frystihúsiö aö grotna niöur. Misgengi af þessu tagi er tslendingum likt. Af hverju er Sænska frystihúsiö ekki gert upp meöan þaö er hægt? Getur ekki hinn hágöfugi Seölabanki fengiö aösetur I Sænska frysti- húsinu ef þaö er lagfært og endurbætt? Skyldi slik viögerö veröa dýrari en bygging nýs húss. Dýrt eöa ódýrt? Margir spyrja á þessa lund. Og þaö er dálitiö skemmtilegt hversu arkitektar hafa mikinn áhuga á vernd gamalla húsa. Sannleikurinn er nefnilega sá, aö fjölmargir áhugamenn um þessi efni vilja ekki slzt viö- halda gömlum húsum af ótta viö hússkripi arkitektanna. Og þá vaknar hin spurningin: Af hverju eru gömul hús falleg og hafa sál, en nýju húsin arkitekt- anna ljót og sálarlaus skrimsl? Þaö eru fleiri en menntamála- ráöherrann sem furöa sig á þvi aö langskólamenn vilja flöt þök i landi, þar sem allir menn meö óskerta vitsmuni vita aö þaö veröur aö minnsta kosti aö vera vatnshalli á þökum. Þaö væri ekki vandi fyrir al- menning aö taka afstööu meö gömlu húsunum ef valkostirnir væru skýrir og ótvlræöir. Ef um þaö væri aö ræöa aö viöhalda og hafa full not af gömlum húsum þá er vafalitiö aö allur almenn- ingur vildi velja þann kost. En meöan viö höfum fyrir augun- um sorgleg dæmi um niöur- niöslu og skammarlega van- rækslu, þá er fólki ekki láandi þótt þaö yppti öxlum og óski þess aö hrófatildriö og hjall- arnir hverfi. Hvaö kostnaöinn varöar getur þaö ejcki veriö vafamál, aö þaö er ódýrara aö halda gömlu húsi viö ef þaö er gert i tima og jafnt og þétt held- ur en aö brjóta niöur og byggja upp á nýtt. A nákvæmlega sama hátt hlýtur það aö vera ódýrara aö nota þaö sem fyrir er heldur en aö láta þaö fyrst drabbast niður, leggja síðan i kostnaö viö aö fjarlægja rústirnar og reisa siöan ný húsakynni til aö fullnægja þörfunum. Fabbríkeruö framtiðer óglæsileg Bernhöftstorfan er hluti allheillegrar húsaraöar i miö- borg höfuðstaöarins. Ef þess er kostur aö halda þessari húsa- röö, þá ber vitanlega aö velja þann kost, en aö þvi tilskyldu aö hægtsé aö hafa not af húsunum. Til hvers eru hús eiginlega ef fólk á ekki aö nota þau? Dauö hús eru ekki til neins nema traf- ala, en hús sem iöa af lifi og starfi gegna því hlutverki sem þeim var ætlaö. Þaö er ekki nóg aö tala um fortiöina, einhvern byggingarstil frá liönum tlma. Fyrst á aö tala um framtlöina. En framtlöin getur engin orö- iö, ef hún sprettur ekki á eölileg- an hátt upp úr fortiö og samtiö. Sú framtiö sem tölvu- spekúlantar, skipulagsfræö- ingar og arkitektar eru alltaf aö reyna aö fabbrikera viröist ekki munu veröa glæsileg. Meöal annars þess vegna sjá menn eftir þeim húsum sem byggö voru áöur en þessir fræöingar fóru aö láta aö sér kveöa. Þau eru einfaldlega náttúrleg, manneskjuleg, eölileg. Manni hrýs satt aö segja hug- ur viö þvi aö láta hugann reika til allra þeirra húsa vlöa um land sem þessi árin hafa veriö aö grotna niöur i islenzkri van- hirðu. Crti I Viöey stendur eitt- hvert merkasta og ágætasta hús landsins. Fyrir nokkru var eitt- hvaö gert fyrir Viöeyjarstofu, vonandi nóg til aö varna skemmdum, en enn þá vantar þar mikið á. Þaö vantar lif. Þaö vantar hlutverk, sem hægt er aö gegna I þessu húsi. Þaö er sama þótt slikt hlutverk veröi ekki bráöanauðsyn vegna atvinnu- lifs eða efnahags þjóö- arinnar: þaö má vera hálf- gert prjál, — en Viöeyjarstofa á ekki aö standa tóm og dauö eins og minnisvaröi um þaö sem einu sinni var glæsi- legt og stolt en er oröiö að lág- kúru og vesaldómi. Hún á aö vera hluti af starfandi samtlma og veröa honum samferöa inn i framtiöina, eins og Stjórnar- ráöshúsiö, Landshöfðingjahús- iö, Menntaskólinn, Bessastaöa- stofa, Ráöherrabústaöurinn og fleiri slik merkileg og sögurik hús. Það er framsóknin sem máli skiptir Þaö sem hér hefur veriö sagt um hús á einnig viö um menningararfleifö þjóöarinnar almennt. Menningin er ekki stakkur sem hægt er aö steypa yfir lifandi fólk eins og fjötri. Hún er hluti af lifi fólks og skap- ast i amstri þess. Allan menningararf á að vernda, en hann veröur aöeins verndaöur meö þvi aö hann sé lifandi og frjór þáttur i þjóölifinu. Þaö er framsóknin sem máli skiptir, en ekki ihaldið. Dauö arfleifö, fjötrar hins liðna, á aö fara beint á haugana. Lifandi arf- leifö, frjó og iöandi, er á hinn bóginn lindin sem framtiöin sprettur upp úr. Þaö er sannarlega raunalegt þjóöareinkenni aö láta minjar og arf grotna niöur fyrir augum sér i fullkominni vanhiröu meö- an stiginn er dansinn kringum gullkálfinn, óg ætla svo aö rjúka upp til handa og fóta þegar allt er um seinan. Islendingar veröa aö læra af þeirri reynslu sem Bernhöftstorfan er tákn fyrir. Til hvers eru hús?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.