Tíminn - 05.04.1977, Blaðsíða 11
;uúi![‘!i!|í
Þriöjudagur 5. april 1977
11
Ctgefandi Framsóknarfiokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs-
ingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I
Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif-
stofur I Aöalstræti 7, sími 26500 — afgreiösiuslmi 12323 —
auglýsingaslmi 19523. VeröIlausasölu kr. 60.00. Áskriftar-
gjald kr. 1.100.00 á mánuöi.
Blaöaprenth.f.
Hin ábyrga afstaða
Þjóðviljinn hefur reynt að gera það að árásar-
efni á Framsóknarflokkinn og þó einkum for-
mann hans Ólaf Jóhannesson, að hann lét svo
ummælt á nýloknum aðalfundi miðstjórnar
Framsóknarflokksins, að ekki væri annar betri
kostur fyrir hendi en að halda áfram núverandi
stjórnarsamstarfi til loka kjörtimabilsins. Ekki
reynir þó Þjóðviljinn að benda á annan kost, þvi
að þótt ritstjóra hans kunni að dreyma um nýja
nýsköpunarstjórn telja þeir hyggilegt að hafa
ekki orð á þvi.
í tilefni af þessu er rétt aðrifjaþað upp, að áður
en núverandi rikisstjórn var mynduð, gerði
Framsóknarflokkurinn undir forustu Ólafs Jó-
hannessonar itrustu tilraun til að mynda stjórn
með Alþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum. Sú
tilraun misheppnaðist. f veginum stóðu ýms
ágreiningsmál, eins og herstöðvamálið. Raunar
kom það ekki á óvart þeim, sem fylgdust með
skrifum Þjóðviljans og Alþýðublaðsins um þess-
ar mundir, að þannig fór. Þau báru vitni um full-
kominn skort á samstarfsvilja hjá báðum þessum
flokkum, þótt innan þeirra beggja væru menn,
sem unnu heils hugar aðþvi, að samstarf þessara
flokka mætti takast. Aðrir réðu meira og þvi fór
sem fór.
Það hefur frá upphafi verið stefna Fram-
sóknarflokksins að kjósa að öðru jöfnu samstarf
við þá flokka, sem telja mátti fulltrúa verkafólks,
enda var flokkurinn i upphafi byggður á þeim
grundvelli, að framtiðarsamvinna geti myndazt
milli hans og verkamannaflokka bæjanna. Á
meira en hálfrar aldar ferli flokksins hefur hins
vegar oft á það skort, að slikir samstarfsmögu-
leikar væru fyrir hendi. Framsóknarflokkurinn
hefur aldrei látið það standa i vegi fyrir þvi, að
hann tæki ábyrga afstöðu og reyndi að koma
stefnumálum sinum fram eftir öðrum leiðum.
Það kom þvi ekki til mála sumarið 1974, þegar
Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn skárust
úr leik, að Framsóknarflokkurinn fylgdi i slóð
þeirra og skoraðist undan ábyrgð. Mjög alvarlegt
ástand hefði skapazt i efnahagsmálum þjóðar-
innar vegna oliuverðhækkunarinnar og þeirra
erfiðleika, sem fylgdu i kjölfar hennar. Undir for-
ustu ólafs Jóhannessonar voru þvi hafnar við-
ræður um stjórnarsamstarf Framsóknarflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins og áttí hann mestan
þátt i, að þær báru árangur. Samstjórn þessara
flokka hefur farið með völd siðan. Hún hefur náð
miklum árangri á mörgum sviðum. Hún hefur
leitt landhelgismálið til farsælla lykta. Hún hefur
tryggt næga atvinnu, þegar mikið atvinnuleysi
hefur verið i flestum nágrannalöndum okkar.
Hún hefur haldið áfram byggðastefnu, sem hafin
var i stjórnartið Ólafs Jóhannessonar. Á öðrum
sviðum hefur tekizt miður, enda hafa efnahags-
erfiðleikarnir sjaldan verið meiri, sökum óhag-
stæðra viðskiptakjara.
Enn biða framundan mikil og torleyst verkefni
á sviði efnahagsmálanna, þar sem eru væntan-
legir kjarasamningar og þær afleiðingar, sem
kunna að fylgja þeim. Það væri algert ábyrgðar-
leysi hjá stjórnarflokkunum að hlaupast nú und-
an merkjum og gefast upp við að fást við vand-
ann. Það mun Framsóknarflokkurinn ekki gera.
Hann mun nú sem fyrr sýna mesta ábyrgð, þegar
mest reynir á.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Margir leita eftir
vinfengi við Japana
Fukuda þarf að þræða vandrataða leið
ÞAÐ kom ekki á óvart, aö
Takeo Fukuda yröi fyrstur
forsætisráðherra til aö heim-
sækja Carter forseta, eftir að
nábúar hans, forseti Mexikó
og forsætisráðherra Kanada
höfðu heimsótt hann, og svo
forsætisráðherrar ísraels og
Bretlands. Svo mikla áherzlu
leggja Bandarlkjamenn á
góða sambúö við Japana.að
annað var ekki sennilegt en
Fukuda yrði einna fyrstur I
röð þeirra stjórnmálaleiðtoga,
sem boðnir væru til Washing-
ton eftir að nýr forseti hafði
tekið völdin.
Fregnir af viðræðum þeirra
Carters og Fukuda benda til,
aö þeim hafi geðjazt vel hvor
að öðrum og Fukuda hafi siður
en svo móðgazt yfir þvl, að
honum var tekið með minni
viðhöfn en viðgekkst I sam-
bandi við sllkar heimsóknir I
tlð fyrri forseta. Carter hef-
ur ákveöið að draga veru-
lega úr öllum Iburði og
tildri, sem hafði aukizt
mjög I valdatlö Nixons, þeg-
ar i-ikisleiðtogar sóttu Hviía
húsið heim. Sennilegt er að
Fukuda hafi látið sér þetta vel
lika, þvi að hann er sagður llt-
ið fyrir Iburð eða óhóf, heldur
leggja meira upp úr látleysi og
sparnaði í llfsvenjum.
Að sjálfsögðu var ekki sagt
frá nema litlu af þvl, sem þeir
Carter og Fukuda ræddu um,
en ýmis vandi hefur skapazt I
samskiptum Bandarlkjanna
og Japana, þótt báðir leggi
kapp á góða samvinnu. Sá er
einna mestur, að japanskar
vörur ryðja sér meira og
meira til rúms á bandariska
markaðnum, þvl að þær eru
ekki aðeins ódýrar, heldur
reynast einnig vel að gæðum.
Þetta er þó enn meira vanda-
mál I sambúð Japans og Vest-
ur-Evrópu. Þess vegna ræðir
Efnahagsbandalag Evrópu nú
um að leggja höft á ýmsar
japanskar vörur, ef Japanir
fallast ekki sjálfir á að draga
úr innflutningi þeirra til
Evrópu.
ÞÓTT viðskiptamálin beri
þannig hátt I samskiptum
Bandarlkjamanna og Japans
og þar séu ýms ljón á vegin-
um, hafa þeir Fukuda og Cart-
er vafalitið rætt meira um
önnur mál, eins og afstöðu
þessara rikja til Kina og
Sovétrikjanna. Bæði Kinverj-
ar og Rússar leita eftir vin-
fengi Japana, og vilja fá þá til
liðs við sig, en Japanir reyna
að hallast ekki frekar að ann-
arri þessara þjóða en hinni.
Þetta er vandfarin leið og get-
ur þó orðiö enn torfarnari i
framtiðinni. Bandarlkin vilja,
að Japanir svari þessu með
nánari samstarfi við þau, en
vegna bæði Kinverja og Rússa
verða Japanir að fara sér
gætilega I þeim efnum. Ber-
sýnilegt er þó, að þeir telja
samvinnu við Bandarikin
mikilvæga fyrir sig. M.a. eru
þeir mótfallnir þvl, að Banda-
rlkjamenn dragi sig alveg frá
Suður-Kóreu, eins og Carter
forseti hefur íátiö I veðri vaka,
að hann hafi I hyggju innan
tiðar.
Það gerðist eftir viðræður
þeirra Carters og Fukuda, að
Carter ákvað að skipa Mike
Mansfield, fyrrverandi öld-
ungadeildarþingmann, sendi-
herra Bandarikjanna I Tókió.
Mansfield er meðal þekktustu
og viðurkenndustu stjórn-
málaleiðtoga Bandarikjanna
og er skipun hans I sendi-
herraembættið árétting þess,
að Bandarikin vilja sýna
Japönum sem mestan sóma.
Fukuda og Carter
Það styrkir mjög stöðu Mans-
fields, að hann nýtur mikils á-
lits meðal bandariskra þing-
manna, þótt hann sé horfinn
úr hópi þeirra. Japanir munu
þvl eiga hauk I horni, ef þeir
þurfa eitthvað að sækja undir
bandariska þingið, þar sem
Mansfield er.
FUKUDA, sem er 71 árs að
aldri, varð forsætisráðherra I
vetur, þegar Miki varð að
hrökklast frá eftir kosningaó-
sigur Frjálslynda flokksins,
sem missti þá þingmeirihluta
sinn I fyrsta sinn eftir siðari
heimsstyrjöldina. Flokkurinn,
nýtur hins vegar stuðnings
ýmissa smáflokka og fer þvl
með stjórn áfram. Fukuda
hefur tvivegis áöur keppt um
forsætisráöherraembættið og
beðiö lægri hluta. I fyrra
skiptiö keppti hann við Tan-
aka 1970 og tapaöi fyrir hon-
um. Tanaka gerði hann aö
fjármálaráðherra sinum og
gegndi hann því starfi til 1973,
en sagði þá af sér þvi að hann
krafðist róttækari aðgeröa
gegn verðbólgunni en Tanaka
vildi fallast á. Þegar Tanaka
varð að hrökklast frá I árslok
1974 sökum fjármálahneyksla,
reyndi Fukuda að verða for-
sætisráðherra, en vegna þrá-
teflis milli hans og Ohira,
hafnaði flokkurinn báðum að
lokum, og fylkti sér til bráða-
birgða um Miki. Fukuda var
varaforsætisráðherra I stjórn-
artið Mikis og heyröi undir
embætti hans að móta efna-
hagsstefnuna. Aður en kom til
forsætisráðherrakosninganna
hjá Frjálslynda flokknum I
vetur, hafði Fukuda samiö við
Ohira um, að hann yrði fram-
kvæmdastjóri flokksins, en
þeirri stöðu hefur oft fylgt að
verða næsti forsætisráðherra.
Ohira er fimm árum yngri en
Fukuda og taldi sig þvi geta
beðiö.
Fukuda er kominn af sæmi-
lega efnuðum bændaættum.
Hann lauk laganámi 1929 og
gerðist þá starfsmaður I fjár-
málaráðuneytinu, og vann sér
brátt mikinn frama. Nokkru
eftir sfðari heimsstyrjöldina
var hann ákærður fyrir aö
hafa misnotað embættisað-
stöðu sina til að tryggja sér
hagkvæmt lán, en sú ákæra
féll niður og hann var kosinn á
þing 1952. Þar gerðist hann
handgenginn Kishi, sem var
forsætisráðherra 1957-1960. Þá
varö keppiúautur Kishis,
Ikeda, kjörinn forsætisráð-
herra og var Fukuda I ónáö
meðan hann fór með völd. Ar-
ið 1964 batnaði hagur Fukuda
að nýju, en þá varð bróðir
Kishis, Eisaku Sato, forsætis-
ráðherra og gegndi þvi starfi
til 1970. A þeim tima var Fuk-
uda til skiptis fjármálaráð-
herra og utanrlkisráðherra og
þótti þá líklegastur arftaki
þeirra bræöranna Kishis og
Satos, en Fukuda hafði unnið
sér það orð að vera bæði klók-
ur og einbeittur stjórnmála-
maður.
Fukuda er sagður lifa mjög
fábreyttu lifi, en vera þeim
mun meiri' vinnuþjarkur.
Hann fer á fætur um sexleytið
á morgnana og vinnur sleitu-
laust til kl. 9.30 að kvöldi. Aöur
en hann fer heim, ræðir hann
oft við blaöamenn, enda nýtur
hann vinsælda þeirra, Hann
fer reglulega i rúmið eftir
kvöldfréttirnar klukkan 11.
Hann þakkar það reglusömu
liferni, að hann hefur náð þvl
marki að verða mesti valda-
maður Japana. Þ.Þ.