Tíminn - 05.04.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 05.04.1977, Blaðsíða 19
Þriöjudagur 5. april 1977 ilH‘íilil‘11! 19 Stjórnlausir FH-ingar réðu ekki við Gísla Gísli Blöndal sýndi snilldarleik, þegar Valsmenn náðu 6 marka forskoti gegn FH og sigruöu síðan 21:18 1 FH-ingar — án þjálfara síns Reynis Olafssonar — voru eins og stjórnlaust rekald/ þegar þeir mættu Valsmönn- um í 1. deildarkeppninni í handknattleik í Laugardals- höllinni á sunnudagskvöldið. Valsmenn áttu ekki í mikl- um erfiðleikum með að leggja Geir Hallsteinsson/ Viðar Símonarson og félaga þeirra að velli. Stærstan þátt í sigri (21:18) Valsmanna átti Gísli Blöndal/ sem sýndi alla sína gömlu takta í síðari hálfleik, þegar Valsmenn náðu 6 marka forskoti. Gisli Blöndal tók til sinna ráöa þegar staöan var 12:11 fyrir Vals- menn. Þá skoraöi hann tvö falleg mörk og Stefán Gunnarsson bætti þvi þriöja viö, þannig aö Vals- menn náöu fjögurra marka for- skoti — 15:11. Viöar minnkaöi þá muninn, en Gisli svaraði fljót- lega, siöan sendi hann linusend- ingu á Jón Pétur Jónsson, sem gaf mark, en Gisli var svo aftur á feröinni, meö gott mark. Vals- menn voru þá komnir meö sigur- inn i höfn, þar sem staöan var þá 18:12, siöan mátti sjá 21:15, en Viöar Simonarson skoraöi þrjú siöustu mörk leiksins og náöi aö minnka muninn I 21:18. Valsmenn byrjuöu vel — kom- ust I 3:0 og siðan 4:1. Þaö tók FH- inga 11 minútur að finna leiðina aö marki Valsmanna, en eftir aö þeir fóru af staö, þá náðu þeir að jafna 6:6 og komast síöan yfir — 8:7, en Valsmönnum tókst aö jafna (8:8) fyrir leikshlé. Garöar Kjartansson átti ágæt- an leik i marki Valsliðsins. — Hann geröi sér lítiö fyrir og varöi tvö vitaköst i röð i fyrri hálfleik. Fyrstfrá Viðariog siöan frá Geir. Jón Pétur var m jög lunkinn i fyrri STAÐAN Staðan er nú þessi I 1. deildar- keppninni i handknattleik: Valur........ 12 10 0 2 268:338 20 Vlkingur ....12 10 0 2 295:258 20 FH............12 6 2 4 272:250 14 Haukar........12 5 3 4 244:245 13 ÍR ...........12 5 2 5 255:262 12 Fram..........11 4 2 5 231:236 10 Þróttur .....13 1 4 8 243:281 6 Grótta......12 0 1 11 234:283 1 Fjórir leikir voru leiknir i 1. eildarkeppni kvenna i hand- nattleik og uröu úrslit þessi: ‘alur-Breiöablik 25: Í2 Ireiöablik - Fram 17:21 LR-FH 9:8 irmann — FH 17:22 IR — Víkingur j2:6 hálfleik og skoraði þá 4 falleg mörk, en i siöari hálfleik lék Gisli Blöndal aðalhlutverkið, eins og fyrr segir. Þorbjörn Guðmunds- son var óvenjulóga slakur — hann skoraöi 4 (2) mörk i leiknum, en hann klúöraöi 8 sóknarlotum. FH-ingar voru frekar slakir og munaöi þar mest um aö Reynir Ólafsson var ekki til að stjórna þeim. — Alltleikskipulag vantaði, og þá voru innáskiptingarnar stundum furöulegar. Það sýnir bezt hvaö sóknarleikur FH-inga var einhæfur, aö þeir Viöar og Geir skoruöu sin hvor 8 mörkin, og þar aö auki áttu þeir. allan heiöurinn af hinum tveimur. Þeir voru skástu leikmenn liösins, en Janus Guölaugsson, sem hefur átt góða leiki aö undanförnu, sást ekki. Mörkin i leiknum skoruöu þess- ir leikmenn: Valur: — Jón Pétur 6, Gisli 5, Þorbjörn 4(2), Bjarni 2, Stefán 2, Björn 1 og Jón Karls- son 1 (1). FH: — Viðar 8, Geir 8, Sæmundur 1 og Guömundur Magnússon 1. JÓN PÉTUR JÓNSSON hefur átt mjög góða leiki meö Vaisliöinu aö undanförnu. Hann skoraöimörgfalleg mörk gegn FH-ingum á sunnu- daginn og sést eitt þeirra hér í uppsiglingu. (Timamynd Gunnar) Þróttur sendi Gróttu niður — í 2. deild í handknattleik. Þróttarar tryggðu sér sigur (19:18) á síðustu stundu mótmælir Það vakti athygli aö Reynir Ólafsson, þjálfari FH-liösins, stjórnaöi ekki liöi sinu gegn Val i LaugardalshöIIinni og þá var Ragnar Jónasson liöstjóri ekki heldur meö liðinu. Astæöan fyrir þvi aö Reynir mætti ekki til leika, var þaö, aö hann var aö mótmæla æflngasókn leikmanna sinna, en 2 af sterkustu leikmönnum FH- liösins mættu ekki á siöustu æfingu liösins fyrir leikinn gegn Val. Þróttarar sendu Gróttu niöur i 2. deild i handknattleik, þegar þeir unnu (19:18) Seltjarnarnesliöiö I 1. deildarkeppninni i handknatt- leik i Hafnarfiröi á laugardaginn. Þaö var ekki fyrr en rétt fyrir leikslok, aö Þróttarar náöu aö tryggja sér sigur - vegna kæru- leysis leikmanna Gróttu, sem höföu yfir, 18:16, þegar þrjátiu min. voru til leiksloka. Þá fóru leikmenn Gróttu aö sýna ýmsar ótimabærar kúnstir, sem Þrótt- arar kunnu vel aö meta — þeir jöfnuöu og Gunnar Gunnarsson skoraöi siöan sigurmark Þróttar rétt fyrir leikslok. Þaö var ekki rishár handknatt- leikur sem liöin sýndu — Þrótt- arar léku langt frá slnu bezta og þaö munaöi minnstu, aö þeir fengju aö gjalda fyrir þaö. Þaö er litil eftirsjá aö Gróttu-liöinu úr 1. deild — liöiö leikur ekki hand- knattleik fyrir augaö og meðal- mennskan ræöur fikjum hjá leik- mönnum liösins. Arni Indriöason er eini leikmaöur liösins, sem leikur góöan handknattleik — en hann hefur þvi miöur ekki náö sér á strik, eftir meiöslin, sem hann hlaut I vetur. Mörkin I leiknum skiptust þannig: Þróttur: — Sveinlaugur 5,Halldór 4, Konráö 4, Siguröur 2, Gunnar 2 og Jóhann 1. Grótta: — I Arni 3, Björn 3, Axel 3, Höröur ' Már 2, Þór 2, Gunnar 2, Grétar 2 og Magnús 1. Hörður með 12 mörk — gegn Fram , en þau dugðu Haukum ekki til sigurs, þar sem liðin skildu jöfn 22:22 Höröur Sigmarsson, vinstri- handarskyttan úr Haukum, skoraöi 12 mörk gegn Fram i 1. deildarkeppninni i hand- knattleik i Hafnarfiröi á laugardaginn. Þetta dugöi Haukum ekki til sigurs, þvi aö þeir máttu kallast heppnir ab tryggja sér jafntiefli (22:22) gegn Fram-liöinu, sem haföi tveggja marka forskot rétt fyrir leikslok. Staöan var þá 22:20, og sigur Fram blasti viö — en þeir misstu niöur forskotiö og Ólaf- ur Ólafsson og Sigurgeir Mar- teinsson náöu aö jafna. Höröur skoraöi 8 af mörkum sinum úr vitaköstum. Pálmi Pálmason var eins og svo oft áöur bezti leikmaöur Fram- liösins — hann skorði 8 (4) mörk. Annars var leikurinn þokkalega leikinn og oft sáust skemmtilegar leikfléttur. Víkingar lögðu Þrótt — 24:18 í Laugardalshöllinni í gærkvöldi Vikingar áttu ekki i erfiöleik- um meö Þrótt i 1. deildarkeppn- inni I handknattleik I gærkvöldi — þeir unnu Þróttara meö 6 marka mun, 24:18. Þróttarar, sem veittu Vikingum harör keppni til aö byrja meö, verö* nú aö leika aukaleik um tilverv sina I 1. deild, gegn annaöhvort KR eöa KA frá Akureyri. Ólafur Einarsson og Þorberg- ur Aöalsteinsson voru drýgstir hjá Vikingsliöinu i gærkvöldi — ólafur skoraöi 9 (3) mörk, en Þorbergur skoraöi 5 mörk. Björgvin og Viggó skoruöu sin 3 mörkin hvor. Konráö Jónsson bar af hjá Þrótti — hann skoraöi 10 (2) mörk. Þróttarar byrjuöu vel og náöu þriggja marka forskoti —9:6 1 fyrri hálfleik, en þeir höföu eitt mark (9:8) yfir i leikhléi. Vik- ingar tókuleikinn i sinar hendur I slöari hálfleik og sigruöu örugglega, eins og fyrr segir. Þórarinn Efrá keppni — Þaö eru ekki alltaf jólin, sagöi Þórarinn Ragnarsson, landsliös- maöur hjá FH, eftir aö hann haföi snúiö sig illa á ökla i leik FH-liös- ins gegn Val. Þórarinn sneri sig I byrjun leiksins og þurfti hann aö yfirgefa völlinn og fara á slysa- varöstofuna. öklinn á vinstri fæti var mjög bólginn og mun Þórar- inn veröa frá æfingum og keppni I á næstunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.