Tíminn - 15.04.1977, Page 4
4
Föstudagur 15. aprll 1977
BREZKI leikarinn David Soul
hefur sannarlega ástæðu til aö
ganga um brosandi þessa
dagana, þvi velgengnilaga hans á
vinsældalistanum i London og
New York er meö þvi betra sem
gerist. 1 London er nýtt lag meö
honum i 2. sæti listans, en fór i
efsta sætið páskavikuna — en
varð aö vikja fyrir Abba, sem létu
fyrsta sætið ekki af hendi nema I
eina viku. t New York er hins
vegar eldra lag meö David Soul i
efsta sætinu, lagið „Don’t Give
Up On Us” og ruddi þaö Daryl
Hall og John Oates úr þvi sæti
þessa vikuna. Þetta lag fór fyrir
u.þ.b. mánuöi i toppsæti brezka
listans.
Eins og við sögðum frá i siöasta
þætti fyrir hálfum mánuöi var
Abba þá i efstu sætunum bæöi i
London og New York. Það undar-
lega hefur nú gerzt, að aöeins
hálfum mánuöi siöar er lagið
„Dancing Queen” sem var i 1.
sætinu f New York — ekki aö finna
á topp-tiu listanum. Gæfa þeirra i
Bandarikjunum virðist þvi ekki
vera á sérlega föstum grunni.
Bretar virðast hrifnari af Abba og
þótt nýja lagið þeirra, „Knowing
Me Knowing You” hafi i siðustu
viku skroppið úr l.sætinu — er
það komið þangað aftur núna.
Viö höfum oft talað um ládeyöu
á listunum, þegar fá ný l'óg koma
inn. En slik er ládeyðan núna i
London að ekkert lag er nýtt á
listanum! Furðulegt en satt. Lög-
in breytast aðeins innbyrðis og
stærsta stökkið tekur lagiö „I
don’t Want To Put A Hold On
You” með Bernie Flint, sem fer
úr 10. sætinu i 5. sætið.
Rokkkóngurinn Elvis Prestley
er á uppleið með lagið „Moody
Blue” og er kominn i 6. sætiö.
Hefur ekki komizt hærra á lista i
langan tima.
London:
1( 2) KnowingMeKnowing You:...........Abba
2 ( 1) Going In With My Eyes Open:....David Soul
3 ( 3) When...........................Showaddyivwaddy
4 ( 6) Sound And Vision:..............David Bowie
5 (10) I Don’tWant ToPut AHold On You .... Berni Flint
6 ( 8) Moody Blue ....................Elvis Presley
7(5) Sunny............................Boney M
8(7) RedLightSpellsDanger.............Billy Ocean
9 ( 4) Chanson D’Amour................Manhattan Transfer
10 ( 9) Oh Boy..........................Brotherhood Of Man
Telja verður gæði New York listans öllu meir-i en þess brezka. a
þeim lista eru mjög góð lög, s.s. „Rich Girl” meö Daryl Hall og
John Oates, „The Things We Do For Love” meö 10 cc, „Hotel Cali-
fornia” með Eagels og „Lido Shuffle” með Boz Scaggs.
Eigi aö siður eru aðeins tvö ný lög á listanum i New York að þessu
sinni, þe. siðastnefnda lagið i upptalningunni hér að ofan meö Boz
Scaggs og lagið i 9. sæti, en fullvist má telja að Scaggs-lagiö fikri sig
ofar á listann. Þetta lag er af sólóplötu Scaggs, sem kom út á siöasta
ári, en af þeirri plötu hefur áöur orðiö mjög vinsælt lagið „Low-
down”.
Söngkonuna Jennifer Warnes þekkjum við ekki, en hún kemur inn
á listann með nýtt lag.
Eagles hafa nú sent frá sér aöra tveggja laga plötu með lögum af
stóru plötunni „Hotel California” og að þessu sinni er aðallagiö titil-
lag plötunnar með samnefndu nafni. Aður hafði lagið „A New Kid In
Town” verið settsem A-lag á tveggja laga plötu.
David Soul — hefur sannarlega ástæðu til að brosa breitt.
Lögin hans eru núna i 1. sæti I London og 2. sæti I New
York.
New York:
1 ( 2) Don’tGive Up On Us...... David Soul
2 ( 1) RichGirl Daryl Hall And John Oates
3 ( 3) Don’tLeaveMeThisWay .... Thelma Houston
4 ( 4) The Things We Do For Love .. 10 cc
5 ( 6) I’ve Got Love On My Mind .... Natalie Cole
6 ( 7) SoInToYou............... Atlanta Rhythm Section
7 ( 8) Southern Nights......... Glen Campbell
8 ( 9) HotelCalifornia........ Eagles
9 (11) Right Time Of The Night.Jennifer Warnes
10 (14) LidoShuffle.............. Boz Scaggs
Tilraunastöðin Keldum
óskar að taka á leigu frá 1. mai, um nokk-
urra mánaða skeið, einstaklingsibúð fyrir
finnskan dýralækni.
Nánari upplýsingar i sima 1-73-00.
GMC
CHEVROLET
TRUCKS
Höfum til sölu
Tegund: Arg. Verð Datsun dísel íþús.
m/vökvastýri 71 1.100
G.M. Rally Wagon 74 2.700
Opel Rekord 11 73 1.600
Volvo 144 de luxe 74 2.100
Volvo 144 de luxe Chevrolet Chevette 72 1.400
sjálfsk. 76 2.000
VW Passat L 74 1.475
Toyota Corolla 73 920
Opel Delvan 71 500
Saab96 71 800
Sunbeam 1250 72 650
Vauxhall Viva de luxe 74 900
Opel Caravan 72 1.250
Chevrolet Blazer 74 2.800
Vauxhall Viva station 72 750
Saab96 72 950
Chevrolet Blazer 72 1.900
Skania Vabis vörubif r. '66 1.500
Renault5 TL 73 750
Volga 74 750
Saab96 74 1.550
Vauxhall Viva de luxe 75 1.150
Scout 11 V8 sjálfsk. 74 2.400
Range Rover 73 2.500
Samband
Véladeild
ÁRMÚLA 3 SÍMJ 38900