Tíminn - 15.04.1977, Qupperneq 9
Föstudagur 15. aprll 1977
9
Járnblendiverksmiðja í Hvalfirði:
Áætlanir um stofnun og
rekstur traustari en áður
— trygging fengin fyrir að ströngum reglum um mengunarvarnir verði
fylgt, segir í áliti meirihluta iðnaðarnefndar
Ingólfur Jónsson, formaöur
iðnaðarnefndar neðri deildar,
mælti i gær fyrir áliti meirihluta
iðnaðarnefndar um járnblendi-
verksmiðju i Hvalfirði. Meiri-
hlutinn leggur til að frumvarpiö
verði samþykkt, eftir aö hafa
kynnt sér málið rækilega og
gögn, sem málið snerta, eins og
segir i áliti meirihlutans. Undir
nefndarálit meirihlutans skrifa
Ingólfur Jónsson (S), Lárus
Jónsson (S) með fyrirvara,
Benedikt Gröndal (A) með fyr-
irvara, Þórarinn Þórarinsson
(F) og Pétur Sigurðsson (S).
Ingvar Gislason (F) hefur
skilað áliti frá fyrsta minnihluta
og væntanlegt er álit frá Sigurði
Magnússyni (AB), sem skipar
annan minnihluta nefndarinnar.
Hér á eftir verður birt álit
meirihluta iðnaðarnefndar.
Fjölmargir aðilar til
viðræðu
Iðnaðarnefnd neðri deildar
Alþingis hefur haft frv. til 1. um
járnblendiverksmiðju i Hval-
firöi til meðferðar. Nefndin hef-
ur haldið marga fundi um málið
og kallað til sin ýmsa aðila, sem
hafa gefiö haldgóðar upplýsing-
ar um fyrirhugaða verksmiðju.
A fundi i nefndinni hafa komið
til viðræðna aðilar frá eftirtöld-
um stofnunum: Náttúruvernd-
arráði, Liffræðistofnuninni,
Heilbrigðiseftirliti rikisins,
Vita- og hafnamálaskrifstof-
unni, Járnblendifélaginu, Orku-
stofnun og Landsvirkjun. Enn
fremur mættu á fundum hjá
nefndinni forstöðumaður Þjóð-
hagsstofnunár og fulltrúi hans,
ráðuneytisstjórinn i iðnaðar-
ráöuneytinu ritari viðræðu-
nefndar um orkufrekan iðnað,
formaður Verkalýðsfélagsins á
Akranesi og stjórnarmaður frá
Verkalýösfélaginu á Hval-
fjarðarströnd, ásamt oddvita
Skilmannahrepps. Skýrðu þeir
allir viðhorf sin til verksmiðju-
málsins, sem voru yfirleitt já-
kvæð. Einnig mætti hjá nefnd-
inni Guðmundur Guðmundsson
efnafræðingur, stjórnarmaður
Sementsverksmiðju rikisins.
Var sérstaklega rætt við hann
hvort og hvernig mætti nýta
ryksalla frá járnblendiverk-
smiðjunni i sement. Standa von-
ir til að það megi gera.
447 milljón kr. stofn-
kostnaður
Um fyrirhugaða járnblendi-
verksmiðju hefur mikið verið
rætt og ritað frá þvi málið kom
fyrst á dagskrá hér á landi.
26. april 1975 voru sett lög um
að rikisstjórnin skyldi beita sér
fyrir stofnun hlutafélags i þvi
skyni að koma á fót járnblendi-
verksmiðju við Grundartanga i
Hvalfirði. Fyrirhugað var að
reisa verksmiðjuna i samvinnu
við bandariska fyrirtækið Union
Carbide Corporation. Með
þeim aðila stofnaði rikisstjórn
íslenzka járnblendifélagið h/f i
aprflmánuði 1975. Eignarhluti
islendinga var 55%, en eignar-
hluti Union Carbide 45%. Union
Carbide gekk úr félaginu á s.l.
sumri, en rikisstjórnin yfirtók
hlut þess i Járnblendifélaginu.
Um það samdist að Union Car-
bide greiddi islendingum 850
millj. kr. Var upphæðin miðuð
við að rikissjóður yrði skaölaus
vegna ýmiss konar kostnaðar
viö undirbúning fyrirtækisins
svo og Landsvirkjun vegna
seinkunar á orkusölu. Viðræður
voru teknar upp við norska fyr-
irirtækið Elkem-Spiegerverket
a/s um aðild að fyrirtækinu
Samningar tókust og hafa þeir
verið undirritaðir af Islands
hálfu með fyrirvara um sam-
þykkt Alþingis á frumvarpi þvi,
sem iðnaðarnefnd hefur nú
fjallað um. Stofnkostnaður
verksmiðjunnar er áætlaöur 447
millj. norskra króna á verðlagi
ársins 1978. Hefur áætlaður
stofnkostnaður þvi hækkað um
71 millj. norskra króna frá árinu
1974. Aætluð ársframleiðsla er
nú 50 þús. tonn, en var i eldri
áætlun 47 þús. tonn. Orkustofn-
un og Landsvirkjun hafa gert
grein fyrir orkusölusamningum
til járnblendiverksmiðuunnar.
Ekki veruleg meng-
unarhætta ef allar til-
tækar varúðarráðstaf-
anir eru gerðar
Skoðanir manna eru nokkuð
skiptar um gildi stóriðju fyrir
islendinga, eins og eðlilegt má
telja, þar sem um mál er að
ræða, sem ekki er fengin löng
reynsla fyrir. Ýmsir óttast
mengun og óheilbrigði af völd-
um verksmiðjunnar og hafa
snúizt gegn málinu þess vegna.
Vegna umræðna um mengunar-
hættu þykir rétt að birta hér
kafla úr skýrslu Náttúruvernd-
arráðs til Heilbrigðiseftirlits
rikisins, dags. 9. april 1975. I
þeirri skýrslu segir m.a.:
„Varðandi fyrirhugaða kisil-
járnverksmiðju i Hvalfirði er
það mat Náttúruverndarráös,
að hættan á skaðlegum áhrifum
á lífriki vegna mengunar af
hennar völdum sé ekki veruleg,
ef allar tiltækar varúðarráð-
stafanir eru geröar, og minni en
af öðrum málmblendiiðnaði,
svosem af framleiðslu mangan-
og krómjárnblendis. Veldur þvi
fyrst og fremst annaö hráefni
svo og annar tæknibúnaður til
mengunarvarna. Þrátt fyrir
áratugareynslu af mikilli og
hvimleiðri rykmengun frá kisil-
járnbræðslum i Noregi hafa að
sögn umhverfisyfirvalda þar,
Statens forureningstilsyn
miljödepartmentet, ekki komið
fram neinar upplýsingar, sem
benda til þess, að slik mengun
hafi haft skaöleg áhrif á gróöur
eða dýralif. Á hinn bóginn var
það einnig upplýst, að það hafði
ekki verið sérstaklega rannsak-
að, og að sjálfsögðu höfum við
ekki reynslu af slikri starfsemi
hérá landi. Með þeim tæknibún-
aði til rykhreinsunar, sem
þróaður hefur verið á allra sið-
ustu árum, hafa skapazt mögu-
leikar á stórfelldum úrbótum
frá þvi sem áður var til varnar
rykmengun út frá kisiljárnverk-
smiðjum og jafnframt verið
unnt að bæta verulega innri
starfsskilyrði i slikum verk-
smiðjum”.
Fullkomnustu ryk-
hreinsunartæki verða
notuð
Mengunarvarnir eru nú miklu
fullkomnari en gerzt hefur allt
fram á siðustu ár. Fullkomn-
ustu rykhreinsunartæki verða
notuð i verksmiðjunni á Grund-
artanga og fylgt ströngustu
reglum til þess að koma i veg
fyrir mengun. Með ýmsum skil-
yrðum, sem heilbrigðisráðu-
neytið hefur sett fyrir starfs-
leyfi til handa járnblendiverk-
smiðjunni ætti að vera fengin
trygging fyrir þvi að ströngum
reglum um mengunarvarnir
innan og utan verksmiðjunnar
verði fylgt.
Traustari áætlanir en
áður
Eins og áöur segir komu for-
stöðumaður Þjóðhagsstofnunar
og fulltrúi hans til viðræðna við
iðnaðarnefnd um járnblendi-
verksmiðjuna. Liggur fyrir
allitarleg greinargerð frá Þjóð-
hagsstofnun um málið. Hér
skulu tilfærð lokaorö Þjóðhags-
stofnunar. Þar segir m.a.:
„Helztu niðurstöður þessara
athugasemda eru þær, að i
samanburði við fyrri samninga
séu áætlanir um stofnun og
rekstur fyrirtækisins mun
traustari en áður. A þetta eink-
um við um stofnkostnaðar- og
rekstrarkostnaðaráætlanir um
sölu og markaðsmál og fjáröfl-
un til byggingar verksmiðjunn-
ar. Hins vegar sýna núverandi
áætlanir minni arðsemi en þær
fyrri, enda sennilega mun
var-kárari en þær áætlanir sem
geröar voru I samvinnu viö Uni-
on Carbide. Mest áhætta virðist
bundin forsendum um þróun
markaösverðs, þótt hún sé al-
mennt talin verða svipuð þvi,
sem þessar áætlanir gera ráð
fyrir”.
1 umræöum um málið á Al-
þingi mun verða vitnaö til hinn-
ar Itarlegu greinargerðar Þjóð-
hagsstofnunar frekar en hér er
nú gert.
Iðnaöarnefnd varð ekki sam-
mála um afgreiöslu frumvarps-
ins um járnblendiverksmiðj-
una. Nefndin hefur kynnt sér
frumvarpiö rækilega og önnur
gögn, sem málið snerta. Að vel
athuguðu máli mælir meiri hluti
nefndarinnar með þvl, að frum-
varpið verði samþykkt.
Ingvar Gíslason alþingismaður
ELKEM - SPIEGERVERKET ER
ENGIN GÓÐGERÐARSTOFNUN
IngvarGíslason (F)mætliígær
fyrir áliti fyrsta minnihluta
iðnaöarnefndar neðri deildar og
lagði til að frumvarpið verði fellt.
1 nefndaráliti Ingvars er fyrst
greint frá sögu járnblendiverk-
smiðjunnar og samskiptum við
Union Carbide Corporation. Slðan
segir f nefndarálitinu:
Járnblendimálið er nú tekiö
upp I nýjum búningi, sem þó er I
flestu llkur þvl sem var fyrir
tveim árum. Enn er stefnt að þvl,
að efna til samstarfs um bygg-
ingu og rekstur járnblendiverk-
smiöju með erlendu fyrirtæki. Aö
þessu sinni hefur valið fallið á
norska auöhringinn Elkem Spieg-
erverket I stað Union Carbide
Corporation I New York. A þvf er
e.t.v. einhver stigsmunur aö
ganga til samstarfs við norskan
auðhring I stáð Union Carbide frá
New York, en eðlismunur er eng-
inn.
Elkem-Spiegerverket er
myndarlegt og traust fyrirtæki,
en engin góögerðarstofnun frem-
ur en við er að búast. Það er ekki
eins og að hafa himinn höndum
tekið að þurfa I sllkum viðskipt-
um sem þessum aö hrekjast frá
einum auöhringnum til annars,
hvort sem hann á heimilisfang I
New York eöa Osló. Það á að vera
— og er — grundvallarstefna
varðandi Islenzkt atvinnulff að
varast erlenda þátttöku I upp-
byggingu þess, og gildar ástæður
verða að ráða, ef út af er brugðiö.
Sú „hugsjón” er blekk-
ing
Járnblendiverksmiðjan I Hval-
firði á sér býsna langan söguleg-
an aödraganda, sem ekki er hægt
aö gera Itarlega grein fyrir I
stuttu máli. En segja má að bak
við hugmyndina um klsiljárn-
framleiðslu á Grundartanga liggi
sú Imyndun, sem festi rætur hér
á landi snemma á þessari öld, að
leiö íslendinga til hagsældar og
framfara lægi I þvl að virkja fall-
vötn landsins til raforkufram-
leiöslu I þágu stóriðjufyrirtækja,
og gilti þá einu hvort sllk fyrir-
tæki voru innlend eöa erlend,
aðalatriðið væri að ná tangar-
haldi á auðmagni og tæknikunn-
áttu til þess að koma upp þess
háttar fyrirtækjum. Þessi stefna
var ekki einvöröungu boðuð með
köldum rökum efnishyggju og
talnaspeki, heldur allt eins með
skáldlegum draumsjónum og list-
rænum tilfinningahita.
En reynslan hefur sýnt aö þessi
„hugsjón” er blekking.
Eigi aö síöur er járnblendiverk-
smiðjan I Hvalfirði afsprengi
þeirrar hugmyndar að þvl aðeins
sé hægt aö virkja orkulindir
landsins með hagkvæmni að við
þær séu tengdar stóriðjufram-
kvæmdir sem séu að meira eða
minna leyti á vegum útlendra
auðhringa.
M.a. vegna andstöðu minnar
við þennan hugsunarhátt sé ég
Framhald á bls. 23
alþingi
Hart deilt um þingsköp á Alþingi
Mó-Reykjavik. — Sigurður
Magnússon (Ab) kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár I neðri
deild Alþingis I gær og ræddi
þingsköp. Taldi þingmaðurinn
mjög óeðlilegt að taka fyrir álit
iðnaðarnefndar neðri deildar
um járnblendiverksmiðju I
Hvalfirði þar sem hann hefði
ekki fengið að sjá umsögn heil-
brigðiseftirlits rikisins fyrr en á
fundi iðnaðarnefndar, sem
haldinn var i gærmorgun. Þvl
hefði hann ekki haft tlma til
þess að ganga frá sinu nefndar-
áliti. óskaði hann eftir þvl að
umræðum um málið yrði frest-
að þar til slðar.
Magnús Torfi Ólafsson, for-
seti deildarinnar, vitnaði I 44.
grein þingskapa, þar sem
greint er á hvern hátt þingmenn
geta fengið mál tekin út af dag-
skrá og yrðu þeir að bera fram
ósk um það sama dag og dag-
skrá þingfunda væri samin.
Dagskrá þessa fundar hefði ver-
ið samin I gær, og hefði þing-
mönnum Alþýðubandalags ver-
ið kunnugt um að málið væri á
dagskrá. Þvl hefðu þeir átt að
bera fram þessa ósk, þá ef þeir
vildu að málið yrði tekið út af
dagskránni. Hafnaði forseti þvi
kröfu þingmannsins.
Miklar umræður urðu um
málið og stóðu þær á aðra
klukkustund. Deildu Alþýðu-
bandalagsmenn mjög hart á á-
kvörðun forseta. Við þær um-
ræður upplýsti Sigurður Magn-
ússon að ástæöan fyrir þvl að
hann hefði ekki farið fram á
frestun fyrr hefði verið sú, að
hann hafði búizt við að fá álit
heilbrigðiseftirlitsins fyrr I
hendur en raun varð á.
Þá tók forseti þá ákvörðun að
framsögumenn meirihluta iðn-
aðarnefndar og fyrsta minni-
hluta mæltu fyrir áliti sinu á
þessum fundi deildarinnar, en
siðan yrði umræðu frestað þar
til siðar.
Við þessar umræður lýsti heil-
brigðisráðherra þvi yfir, að
umáögn heilbrigðiseftirlits
rikisins yrði ekki lengur trúnað-
armál, en umsögn þessa gaf
heilbrigöiseftirlitið fyrir nokkr-
um mánuöum og hefur hún ver-
ið lögð til grundvallar þegar
starfsleyfi fyrir fyrirhugaða
járnblendiverksmiðju i Hval-
firði var samið af heilbrigöis-
ráðuneytinu.