Tíminn - 15.04.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 15. aprll 1977
15
alþýöulögkl. 10.25. Morgun-
tónleikar kl. 11.00: Auréle
Nicolet og hátiðarhljóm-
sveitin i Lucérne leika
Flautukonsert eftir Tartini,
Rudolf Baumgartner stj. /
Schola Cantorum
Basiliensis hljómsveitin
leikur Forleik og Svitu i e-
moll eftir Telemann, baug-
ust Wenzinger stj. /Andrés
Segovia og hljómsveitin
„Symphony of the Air”
leika Gitarkonsert i E-dúr
eftir Boccherini, Enrique
Jorda stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „Ben
Húr” eftir Lewis Wallace
Sigurbjörn Einarsson
þýddi. Astráöur Sigurstein-
dórsson les (13).
15.00 MiödegistónleikarKon-
ungl. hljómsveitin i Kaup-
mannahöfn leikur „Alfhól”,
leikhústónlist op. 100 eftir
Kuhlau, Johan Hye Knud-
sen stj. Erika Köth, Her-
mann Prey, Joan Suther-
land, Nicolai Gedda, Eber-
hard Wachter og Graziella
Sciuttisyngja dúetta og ari-
ur úr óperunni „Don
Giovanni” eftir Mozart.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popphorn. Vignir
Sveinsson kynnir.
17.30 Gtvarpssaga Arnanna:
„Stóri Björn og litli Björn”
eftir Halvor Floden. Gunnar
Stefánsson les (4).
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Þingsjá. Umsjón:
Nanna tJlfsdóttir.
20.00 Frá tónleikum i Sviss á
degi Sameinuöu þjóöanna I
haust Suisse Romande
hljómsveitin leikur Sinfóniu
nr. 6 „Sveitalifshljómkviö-
una”, op. 68 eftir Ludwig
van Beethoven. Stjórnandi:
Wolfgang Sawallisch.
20.45 Myndlistarþáttur I um-
sjá Þóru Kristjánsdóttur.
21.15 Kórsöngur Karmon-kór-
inn i Israel syngur þarlenda
alþýöusöngva.
21.30 Ctvarpssagan: „Jómfrií
Þórdis” eftir Jón Björnsson
Herdis Þorvaldsdóttir les
(7).
22.00 Fréttir
22.15 Veöurfregnir Ljóöaþátt-
ur Umsjónarmaöur: Njörö-
ur P. Njarövik.
22.40 Afangar Tónlistarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guöni Rúnar Agnarsson
stjóma.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
15. april
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Prúöu leikararnir (LL
Gestur leikbrúöanna i þess-
um þætti er söngkonan
Sandy Duncan. Þýöandi
Þrándur Thoroddsen.
20.55 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónar-
maöur Omar Ragnarsson.
21.55 Sakleysingjarnir (The
Innocents). Bandarlsk bió-
mynd frá árinu 1961, byggö
á sögunni „The Turn of The
Screw” eftir Henry James.
Leikstjóri Jack Clayton.
Aðalhlutverk Deborah
Kerr, Michael Redgrave,
Martin Stephens og Pamela
Franklin. Ung kona ræður
sig sem einkakennari
tveggja barna, sem viröast
haldinn illum öndum. Þýð-
andi Ingi Karl Jóhannesson.
23.25 Dagskrárlok.
framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan
Frú Harris fer
til Parísar ©
eftir Paul Gallico
Lágvaxna, granna konan með eplarauðu vang-
ana, grásprengda hárið og liflegu, næstum
prakkaralegu augun, sat með andlitið fast við
glugga BEA-f lugvélarinnar f rá London til Parísar.
Þegar f lugvélin þauteftir f lugtaksbrautinni og það
drundi hátt í henni, var eins og lífsandi konunnar
hæf ist einnig til f lugs. Hún var taugaóstyrk, en alls
ekki hrædd, því hún var sannfærð um, að nú gæti
ekkert komið fyrir hana. Hún var uppfull af þeirri
sælu, sem maður f innur, þegar verið er að leggja út
i ævintýri, sem uppfyllir allar innstu þrár hjartans.
Hún var snyrtilega klædd, í snjáðri, brúnni kápu,
var með hreina, brúna bómullarhanzka og þrýsti
brúnu, afar slitnu veski úr gervileðri fast upp að
sér. Til þess var líka góð og gild ástæða, því í vesk-
inu voru ekki aðeins tíu pundseðlar, hámark þess
sem hafa mátti með sér úr landi í enskri mynt, og
farmiðinn aftur heim frá París, heldur einnig
f jórtán hundruð bandariskir dollara, þykkt búnt af
f imm-, tíu- og tuttugu-dollaraseðlum með teygju ut-
an um. Það var aðeins hatturinn sem gaf til kynna,
að konan hafði kímnigáf u og var í góðu skapi þessa
stundina. Hann var úr grænu basti og framan á
honum miðjum var rauð rós á sveigjanlegum stilk,
gríðarstór og hlægileg rós, sem sveiflaðist ýmist í
þessa áttina eða hina rétt eins og hún væri undir
stjórn f lugmannsins, þegar vélin sveigði og flaug í
hringi til að komast sem fyrst upp á við.
Sérhver reynd húsmóðir í London, sem einhvern
tíma hefur notið þjónustu þeirrar einstöku stéttar
kvenna, sem gefa sig í aðgera hreint og laga til fyr-
ir tímakaup, já meira að segja hver einasti Breti,
hefði sagt: — Konan með þennan hatt getur ekki
verið neitt annað en skúringakona frá London. Og
það sem meira er: tilgátan væri rétt.
Á farþegalista flugvélarinnar hét hún frú Ada
Harris, þó hún sjálf bæri það fram Arris, Willis
Garden númer5, Battersea, London S.W.ll, og hún
var raunverulega skúringakona, ekkja, sem gekk
milli húsa aðalsfólksins í hverf inu í kringum Eaton
Square og Belgrave.
Fram að því dásamlega andartaki sem f lugvélin
lyftist frá jörðinni, hafði líf konunnar verið enda-
laust strit og erfiði, og þar var engin tilbreyting
nema bíóferð annað slagið, kaf f ibolli á horninu eða
tónleikar.
Frú Harris, sem var að verða sextug, var daglega
á f erðinni í veröld, þar sem eilíf ringulreið á dóti og
uppþvottur voru hið daglega brauð. Ekki aðeins
einu sinni, heldur fimm-sex sinnum á dag opnaði
hún hús eða íbúðir með lyklum, sem henni hafði
verið trúað fyrir, og horfðist í augu við ósköp af
óhreinum diskum og kámugum pottum, herbergi
full af þungu lofti, óuppbúin rúm og föt um allt,
baðherbergi meðblautum handklæðum á gólfinu og
hálffull tannglös, óhrein föt, sem þurfti að senda í
hreinsun og auðvitað yfirfulla öskubakka, ryk á
borðum og speglum og allt hitt, sem mannleg svín
geta skilið eftir sig, þegar þau fara að heiman á
morgnana.
Frú Harris vann bug á öllu þessu svínarii, vegna
þess að það var verkefni hennar, og þannig vann
hún f yrir brauði sinu og hélt sálinni og líkamanum i
einu lagi. En í augum margra hreingerningakvenna
— og þá einkum frú Harris— var þetta í nánu sam-
bandiviðeins konar óþrjótandi húsmóðurlegt stolt.
Þarna kom sköpunargleði líka að góðu haldi og það
mátti vera stoltur af henni. Hún opnaði þessar íbúð-
irog kom aðþeim eins og svínastium, en þegar hún
lokaði á eftir sér og fór, voru þær hreinar og f ínar,
skínandi og gljáandi og ilmuðu vel. Það skipti engu
máli, að hún kæmi að þeim aftur sem svínastíum
daginn eftir. Hún fékk þrjá shillinga á tímann og
auðvitað tæki hún til aftur. Þannig var tilvera þess-
arar litlu kvenveru, einnar af þrjátíu farþegum í
flugvélinni, sem var á leið til Parísar.
Brún- og grænköflótt kort af Englandi rann
framhjá undir vængjum flugvélarinnar og skyndi-
lega tók blátt Ermarsundið við. Áður höfðu verð ör-
smá hús þarna niðri, en nú gat að líta rennileg tank-
skip og f lutningaskip, em ruddust áf ram eftir yf ir-
borði hafsins. Nú rann loks upp fyrir f rú Harris, að
nú var hún að yfirgefa England og fara til ókunns
lands, þar sem hún yrði innan um ókunnugt fólk,
sem talaði framandi tungu og eftir því sem hún
haf ði heyrt, var á lágu menningarstigi, át f roska og
snigla og var einkar hrifið af afbrýðis-harmleikj-
um og sundurskornum líkum í ferðatöskum. En
samt var hún ekki hrædd, því hræðsla er orð, sem
ekki er til í orðaforða enskra hreingerningar-
kvenna. Þvert á móti var hún ákveðnari en nokkru
sinni að standa sig og láta ekki haf a sig út í vitleysu
af neinu tagi. Hún átti nefnilega afar áríðandi
erindi að reka í Paris, en hún vonaðist til að geta
lokið því án teljandi samskipta við innfædda.
Traustlegur, enskur flugþjónn færði henni stað-
góðan, enskan morgunverð og vildi ekki fá neina
peninga f yrir, hann sagði bara — verði þér að góðu
fyrir hönd flugfélagsins.
Frú Harris varenn með andlitið fast við gluggann
og veskið fast við síðuna, þegar þjónninn gekk
framhjá og sagði: — Nú geturðu séð Eiffelturninn
þarna lengst úti hægra megin.
Guð minn góður, sagði f rú Harris, þegar hún andar-
taki seinna sá spíruna á turninum, sem stóð upp úr
einhverju, sem líktist helzt tuskuteppi úr gráum
þökum og skorsteinspípum og hlykkjótt fljót var
eins og blár þráður gegn um allt saman. — Hann er
ekki eins hár og hann sýnist i bíómyndum, sagði f rú
Harris við sjálfa sig.
Nokkrum mínútum síðar lenti vélin mjúklega á
steinsteypunni á franska flugvellinum. Frú Harris
komst í enn léttara skap. Engin af drungalegum
forspám vinkonu hennar, frú Burfields, um að vél-
in mundi springa í loft upp eða hrapa niður á hafs-
botn með hana, hafði komið fram. Ef til vill kæmi
líka i Ijós, að Paris væri ekki eins slæmur staður og
sagt var. En þrátt f yrir það var f rú Harris ákveðin
í að vera vel á verði og fara alltaf varlega. Sá
ásetningur styrktist enn í strætisvagninum á leið
frá Le Bourget um einkennilegar götur með ein-
kennilegum húsum og verzlunum, sem seldu ein-
kennilegar vörur á einkennilegu og óskiljanlegu
máli.
„Hvaö er betra en samloka meö
sultu?” „Peningar fyrir pylsu.”
DENNI
DÆMALAUSI