Tíminn - 20.04.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.04.1977, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 20. aprfl 1977 Samkeppni um einþáttung 'm* á listahátíð Framkvæmdastjórn listahátlö- ar I Reykjavik hefur ákveðið aö efna til samkeppni um gerö ein- þáttunga sem frumfluttir yrðu á listahátfö 1978, eins og áöur hefur veriö tilkynnt. Dómnefnd keppninnar hefur nú valiö ljósmynd sem skal vera kveikja eöa yrkisefni samkeppn- innar, og birtist hún hér meö fréttinni. Myndina er auk þess hægt aö fá á skrifstofu listahátiö- ar i Gimli, sima 11244 eöa hjá framkvæmdastjóra Hrafni Gunn- laugssyni, sima 22517. Myndin er eftir Kristinn Benediktssson. Heildarverölaunafjárhæö hefur veriö ákveöin kr. 600.000.-og eru þau óháö þeim höfundarlaunum sem leikhús þaö mun greiöa sem kann aö taka verkiö til sýningar. Skilafrestur hefur veriö ákveö- inn 1. desember 1977. Dómnefnd leikritasamkeppni Listahátiöar i Reykjavik 1978 skipa, Daviö Oddsson, Briet Héö insdóttir, Hjörtur Pálsson, Erik Söderholm og Sigrföur Hagalin. .^ohi SHéí Þessi mynd á aö vera kveikjan aö efni einþáttungsins. — Ljósmynd: Kristinn Bene- diktsson. Útgjöld vísitölufjöl- Frumvarp til laga um samræmd Framhaldsskólii lagður sem sam: 2l.ÓÍXcÍ — en er erreindur i í greindur til hagræðingar skyldu 150 þús á mán. — ærin ástæða til þess að endurskoða á hvern hátt vísitalan er reiknuð segir forsætisráðherra Mó-Reykjavik — Heildarútgjöld visitölufjölskyldunnar miöaö viö verölag 1. febrúar 1977, eru 1.807.768kr.áári.eöa um 150 þús- und á mánuöi. Þetta kom fram I svari forsætisráöherra á Alþingi I gær, viö fyrirspyrn frá Geir Gunnarssyni. Þá sagöi forsætis- ráöherra jafnframt aö langt væri siöan grundvöllur visitölunnar heföi veriö fundinn út og neyzlu- venjur fólks heföu um margt breytzt siöan. Þvi væri full ástæöa til þess aö endurskoöa hann sem fyrst. Geir Gunnarsson spuröist fyrir um hve mikill hluti af ársútgjöld- um visitölufjölskyldunnar færi til greiöslu á aöflutningsgjöldum, sköttum af framleiöslu og sölu- skatti og verslunarálagningu. Forsætisráöherra sagöi aö Hagstofa tslands heföi áætlaö hlutdeild umræddra útgjalda- þátta i framfærsluvisitölunni 1. febr. 1977 og væru niöurstööur hennar þessar: 3. Sérstakt gjald á cif-veröi bifreiöa, inn- Heildarútgjöld visitölufjölskyldunnar miöaö viö verölag 1. febrúar 1977 ................. Arsútgjöld t hundraös- i hlutum af krónum visitölu .91.000 5,0 .24.000 1.3 .25.000 1,4 202.000 11,2 225.000 12,4 ... 1.807.768 Margvislegir öröugleikar eru á áætlun þessara útgjaldaþátta, og geta niöurstööur þvi ekki oröiö nákvæmar, en varla ætti hér aö skakka miklu frá réttu. Tekiö skal fram, aö þessi áætl- un tekur einvöröungu til vöruliöa visitölunnar, nema hvaö sölu- gjaldiö áhærir — þaö er reiknaö af öllu, sem þaö leggst á. Aö þvi er varöar aöflutningsgiöld, vöru- gjald og verslunarálagningu er þannig ekkert áætlaö um hlut- deild i þjónustuliöum né hús- næöisliö vísitölunnar, enda miklir öröugleikar á aö áætla þetta. Auk þess er hér um tiltölulega litlar fjárhæöir aö ræöa. — Þjónustuliö- ir og húsnæöisliöur nema 1. febrúar 1977 um 28% af heildarút- gjöldum „visitölufjölskyldunn- ar”. MÓ-Reykjavik — 1 gær var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um framhaldsskóla. Frumvarpiö er samiö af nefnd sem menntamálaráöherra skip- aöi i nóv. 1974 til þess aö gera samræmdar tillögur um breytta skipan náms á framhaldsskóla- stigi. Frumvarpiö er nú lagt fram til kynningar, en ekki er ætlunin aö þaö veröi útrætt á þessu þingi. Megintillögur nefndarinnar eru þær, aö komiö veröi á sam- ræmdum framhaldsskóla, sem felur m.a. i sér eftirfarandi: 1. öllum sem lokiö hafa grunn- skólanámi skal standa til boöa eins til fjögurra ára nám, hvort sem stefnt er aö sérhæfingu til starfs, al- mennu námi eöa undirbúningi til náms á háskólastigi. Leit- azt skal viö aö hafa góöa menntunaraöstööu fyrir alla, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. 2. Framhaldsskólinn skal skipulagöur sem ein sam- ræmd heild, en er hér greind- ur I 8 meginnámssviö til hag- ræöingar, sem hvert um sig Fundur fulltrúaráðs sambands íslenzkra sveitarfélaga greinist I námsbrautir. Nám á hverri námsbraut miöar aö almennri menntun og undir- búningi til framhaldsnáms eöa sérhæfingu til starfs eftir þvi hvernig námsáföngum er raöaö saman. Námslok geta oröiö i námi eftir eitt, tvö, þrjú eöa fjögur ár eftir þvi aö hvaöa marki er stefnt.Þótt gert sé ráö fyrir skilgreindum námslokum eftir eitt ár eöa fleiri, getur hver einstakling- ur, sem hættir námi, haldiö áfram siöar á sömu náms- braut eöa annarri og fengiö aö fullu viöurkenndar þær ein- ingar sem hann hefur áöur aflaö sér. Markaöar skulu leiöir til framhaldsnáms af öllum brautum. 3. Nám í framhaldsskóla skal skipulagt I námsáföngum og hver áfangi metinn til eininga sem miöast viö eina kennslu- stund á viku f eitt skólaár, eöa tvær á einni önn. Meö náms- einingu er átt viö þaö magn námsefnis sem telst hæfilegt fyrir meöalnemanda á fyrr- greindum tima. Er þá einnig Nær fullbókað með Smyrli — bókanir útlendinga áberandi miklar i sumar gébé Reykjavik — Þaö hefur geysilega mikiö veriö bókaö I feröir meö færeyska skipinu Smyrli, en þetta er þriöja sumariö sem Færeyingar halda uppi áætlunarferöum hingaö til iands meö þessu skipi, sagöi Steinn Lárusson, framkvæmda- stjóri feröaskrifstofunnar Úr- val, sem hefur aöalumboö fyrir bila- og farþegaferjuna. Þaö mun t.d. vera fullbókaö I fyrstu feröina, sem er 4. júni n.k., en siöan veröa vikulegar feröir I allt sumar fram i miöjan septembermánuö. — Þaö er nokkuö áberandi hve útlendingar bóka mikiö I þessar feröir I sumar. Astæöan er sennilega sú, aö þessar feröir eru auglýstar i flestum erlend- um skipabæklingum og þvi vel kynntar viöa erlendis, sagöi Steinn Lárusson. Svo mikiö hefur veriö bókaö I þessar feröir Smyrils, aö nú mun erfitt aö fá far nema frá Seyöisfiröi til Færeyja. Frá Færeyjum er allt aö veröa full- bókaö. Smyrill tekur 110 bila, en aöeins 150 manns I kojur. Hins vegar er siglingin frá Seyöis- firöi ekki nema 18 klukkustunda löng, og I sölum skipsins geta farþegar dvalizt á þessari sigl- ingu. En Islendingar vilja flestir halda lengra en til Færeyja meö bila sina en sem kunnugt er fer Smyrill þaöan til Noregs og Skotlands. Þaö mun vera oröiö mjög erfitt aö fá far þang- aö eins og áöur er sagt, vegna hins mikla áhuga sem útlend- ingar hafa sýnt á aö notfæra sér þessar feröir. Meginefni endurskoð- un sveitars tj órnarlaga — stjórnin hlutist til um átak til eflingar almenningsbókasöfnum í landinu HV-Reykjavik — Þaö er í sjálfu sér ekki margt, sem hægt er aö fjalia um 1 fjölmiölum af þessum fundi fulltrúaráös sambandsins, þótt þar hafi oröiö fjörugar um- ræöur og margar hugmyndir bor- iö á góma. Megin efni fundarins voru umræöur um hugmyndir, sem komiö hafa fram, varöandi endurskoöun sveitarstjórnarlag- anna. Þetta eru frumhugmyndir, komnarfrá þriggja manna nefnd, sem I feiast ákaflega mörg atriöi og framundan er löng umræöa og umfjöllun, áöur en hægt veröur aö fjalla um þetta opinberlega, sagöi Magnús Guöjónsson fram- kvæmdastjóri Sambands Is- lenzkra sveitarfélaga, f viötali viö Timann I gær, en siöastliöinn föstudag og laugardag hélt full- trúaráö sambandsins þritugasta og fyrsta fund sinn I Munaöar- nesi. — Þetta er miklu umfangs- meira mál en svo aö þaö afgreiö- ist á einum fundi, sagöi Magnús ennfremur I gær, og er mér nær aö álykta aö þaö taki ein tvö eöa þrjú ár héöan I frá aö sniöa þaö til og fjalla um þaö, áöur en nokkuö bitastætt kemur Ut úr. Utan þessa aöalmáls var f jallaö um nokkur önnur, en þar sem þetta var nánast aöeins vinnu- og umræöufundur, var nánast aö- eins ein samþykkt hans fallin til birtingar og kemur hún fram I fréttatilkynningu, sem send var fjölmiölum I dag. í téöri fréttatilkynningu segir meöal annars: Meginefni fundarins var aö ræöa hugmyndir nefndar sem unniöhefur aö endurskoöun sveit- arstjórnarlaga á vettvangi sam- banasins. Framsögn um þaö efni höföu Freyr Ofeigsson, bæjarfull- trúi á Akureyri og Daviö Oddss., borgarfulltrúi i Reykjavik, sem flutti erindi um valdmörk sveitarstjórna. Fjallaö var um mál þetta I tveimur umræöuhópum, en niö- urstööum þeirra var siöan visaö til stjórnar sambandsins til frek- ari meöferöar. Samþykkt var á fundinum aö fela stjórn sambandsins aö hlut- ast til um aö gert veröi átak al- menningsbókasöfnum til eflingar og var ákveöiö aö verja 2,5 milljónum króna til aö leysa ýmis sameiginleg verkefni I þágu al- menningsbókasafnanna. Fram kom aö fé þessu myndi einkum veröa variö til stuönings viö út- gáfu spjaldskrár um allar bækur útgefnar á landinu timabiliö 1944 t'l 1973 og samræmingar á bóka- skrám almenningsbókasafnanna, uxí11 stlí®ia mun aö betri þjónustu bókasafnanna viö almenning og efla einkum bókasöfn hinna minni sveitarfélaga sem ekki hafa af eigin rammleik tök á aö koma áér UPP spjaldskrám yfir bókakost I landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.