Tíminn - 20.04.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.04.1977, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 20. aprll 1977 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Auglýs- ingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — auglýsingasími 19523. Verö Ilausasölu kr. 60.00. Askriftar- gjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. Hringsnúningur Undanfarna daga hefur verið til umræðu i neðri deild Alþingis mál, sem er glöggt dæmi um hvernig vissir flokkar breyta afstöðu sinni eftir þvi, hvort þeir eru i stjórn eða stjórnarandstöðu. Þetta mál er frumvarpið um járnblendiverksmiðjuna á Grund- artanga. Þetta mál var undirbúið i iðnaðarráð- herratið Magnúsar Kjartanssonar i tilefni af þvi, að fyrirsjáanlegt var að rekstur Sigölduvirkjunar yrði óhagkvæmur fyrstu árin, nema orkufrekur iðnaður kæmi til. Magnús Kjartansson skipaði þvi nefnd, sem hann fól það verkefni að athuga möguleika á samvinnu við útlendinga um orkufrekan iðnað, og er sú nefnd enn starfandi. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að heppilegast væri að reisa hér járn- blendiverksmiðju og hafa um það samvinnu við bandariska stórhringinn Union Carbide. I ársbyrj- un 1973 hófust viðræður við Union Carbide og höfðu náðst drög að samningi við fyrirtækið fyrir áramót- in 1973-1974. Nokkurt hlé varð þá á aðgerðum, sök- um hinnar miklu oliuverðhækkunar, sem hafði skollið á þá um haustið, en rétt þótti að athuga, hvort íslendingar gætu ekki hagnýtt meiri orku til húsahitunar og annarra þarfa og sparað oliukaup á þann hátt. Ljóst var þó, eftir að Alþingi hafði sam- þykkt að frumkvæði Magnúsar Kjartanssonar að ráðast i Kröfluvirkjun, að áfram yrði þörf fyrir orkufrekan iðnað, ef mikil orka ætti ekki að fara forgörðum, og leitaði Magnús Kjartansson þvi til þáverandi stjórnarflokka um samþykki fyrir þvi, að samið yrði við Union Carbide á grundvelli þeirra samningsdraga, sem þá lágu fyrir. Þingflokkur Framsóknarflokksins samþykkti þetta fyrir sitt leyti á fundi sinum 3. april 1974. Ekki varð þó af þvi að frumvarpið yrði lagt fram um þetta efni, þar sem kunnugt var um, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi veita þvi mótspyrnu á þvi stigi, eins og öðr- um málum, sem vinstri stjórnin reyndi þá að koma fram. Magnús Kjartansson beitti sér þá fyrir þvi, að Union Carbide væri gert kunnugt, að samningum yrði haldið áfram eftir þingkosningarnar. Þannig stóðu málin, þegar gengið var til þingkosninganna vorið 1974. Augljóst er af þessu, að samið hefði verið við Union Carbide um Grundartangaverksmiðjuna, ef vinstri stjórnin hefði farið áfram með völd. Nú- verandi rikisstjórn gerði ekki annað en að taka hér við verki, sem Magnús Kjartansson var búinn að undirbúa svo rækilega og á flestan hátt svo vel, að litið þurfti annað en að ganga frá undirskriftinni. Þannig var afstaða iðnaðarmálaráðherra og þingmanna Alþýðubandalagsins, meðan það átti aðild að stjóm. Þvi er meira en augljóst að hefði nú verið hér vinstri stjórn eða nýsköpunarstjórn, hefði þetta mál ekki mætt mótspyrnu Alþýðubandalags- ins. Andstaða Alþýðubandalagsins nú byggist fyrst og fremst á þvi, að það er i stjórnarandstöðu. Olíku saman að jafna Óþarf t ætti að vera að taka fram, að samningur- inn um Grundartangaverksmiðjuna er ekki á neinn hátt sambærilegur við álsamninginn. Islendingar eiga meirihluta i Grundartangaverksmiðjunni, en ekkert i álbræðslunni. Grundartangaverkstniðjan er undir islenzkum lögum og lögsögu, en álbræðslan undir erlendum venjum og erlendum gerðardómi. Grundartangaverksmiðjan er undir miklu strang- ari mengunarreglum og greiðir miklu hærra orku- verð en álbræðslan. Siðast en ekki sizt, er svo Grundartangaverksmiðjan miklu minna fyrirtæki og hentar þvi á allan hátt betur islenzkum staðhátt- um en álbræðslan. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Young óttast ei Rússa í Afríku Bandaríkin geta unnið vináttu þjóða þar Andrew Young og Kurt Waldheim framkvæmdastjóri S.Þ. HINN nýi sendiherra Banda- rikjanna hjá Sameinuöu þjóö- unum, Andrew Young, hefur þegar vakiö á sér verulega at- hygli fyrir opinskáar yfirlýs- ingar líkt og flokksbró&ir hans Moynihan geröi á sinum tlma, en yfirlýsingar Moynihans uröu til þess, aö Ford og Kiss- inger uröu aö láta hann draga sig i hlé. Moynihan haföi hins vegar auglýst sig svo rækilega meö þessum yfirlýsingum sin- um, aö hann náöi kosningu fyrir demókrata til öldunga- deildar Bandarikjaþings og er þar nú helzti talsmaöur hauk- anna. Young er hins vegar ekki haukur og þvi eru yfirlýs- ingar þær, sem hann hefur veriö aö birta, talsvert á aöra leið en yfirlýsingar Moyni- hans. Young er blökkumaöur, sem lætur sig málefni Afriku einkum varöa, og hefur mark- aö á ýmsan hátt nýja afstööu til manna og málefna þar. Hann leggur rika áherzlu á, aö Bandarikin taki miklu virkari þátt I kynþáttabaráttunni I suðurhluta álfunnar og hefur stundum gerzt svo beroröur um þau mál, aö hann hefur þurft aö draga i land á eftir. Þannig geröi hann nýlega svo lítiö úr jákvæöri afstööu Breta til kynþáttabaráttunnar, aö hann varö hálfvegis aö biöja Breta afsökunar á oröum sin- um, þar sem þau þóttu móög- andi fyrir Breta, þótt I höfuö- atriðum væru þau ekki órétt- mæt. Þá komst Young nýlega svo aö oröi, aö stjórn Suö- ur-Afriku væri ólögleg, en þá átti hann viö, aö hún styddist aðeins viö litinn hluta lands- manna. Þaö var aö sönnu rétt, en Bandarikin viðurkenna nú einu sinni stjórn Suöur-Afriku sem löglega stjórn og þvi geta sendiherrar þeirra ekki sagt hana ólöglega. YOUNG, sem ei fyrrverandi predikari og þingmaður, virö- ist enn ekki átta sig á þvi til fulls, aö sendiherra hjá Sam- einuöu þjóöunum veröur stundum aö haga orðum sin- um ööru visi en predikari e&a þingmaöur telur sér leyfilegt. Sagt er, aö Vance utanrikis- ráöherra misllki oft ýms um- mæli Youngs, en Young hefur öflugan verndara, þar sem Carter er, enda á Carter hon- um mikið að þakka, þvi að Young átti mestan þátt i að tryggja honum fylgi blökku- manna i forkosningunum i fyrra. Þaö er þó ekki hiö ódipló- matiska oröalag, sem Young notar oft, sem vekur á honum mesta athygli, heldur ýmsar skoðanir hans, sem fara I bága viö ýmsar fyrri heföbundnar kenningar. Þannig heldur Young þvi fram, aö ótti Bandarikjamanna viö Rússa I Afriku sé aö mestu eöa öllu leyti ástæöulaus, en þessi ótti hafi orðið til á timum kalda striösins og hafi sprottiö af misskilningi. Þannig hafi ver- iö óttazt um skeiö, aö Rússar væru aö ná undirtökum I Nigeriu og Egyptalandi og Kinverjar i Zambiu og Tanzaniu. Þessi ótti hafi hins vegar ekki reynzt á rökum reistur. Rikisstjórnir I Afriku, þótt sósialfskar séu, vilji vera óháöar erlendum öflum og séu reiöubúnar til samvinnu viö sérhverja þjóö utan Afriku, sem vilji hafa viö þær eölileg skipti. Bandarikin geta boöiö þjóöum Afriku upp á hagstæö- ari viöskipti og meiri efna- hagslegan stuöning en nokkurt annaö framandi riki og beiti þau þeim áhrifum sinum rétti- lega, án viöleitni til Ihlutunar um innanrikismálefni við- komandi rikis, þurfi þau ekki aö óttast samkeppni viö Rússa eöa Kinverja. Bandarlkin geti tryggt sér vináttu og viröingu þessara þjó&a og þaö sé giftu- samlegast til frambúöar. EINNA lengst hefur Young gengiö I þessum málflutningi sínum, þegar hann óbeint rétt- lætti núverandi dvöl Kúbu- manna I Angola. Hann sagöist hafa eindregið mótmælt hern- aöarlegri Ihlutun þeirra og Rússa þar á sinum tlma og væri sú afstaða hans óbreytt. Hins vegar bæri aö viöur- kenna, aö Kúbumenn heföu veitt Angolastjórn ýmsa mikilvæga tæknilega aöstoö og þeir heföu ekkert reynt til aö spilla sambúö Angola og Bandarlkjanna. Ekkert heföi veriö hróflaö viö réttindum bandarlsku oliufélaganna, sem stunda olluvinnslu I Cabinda-héraöi. Allt bendi til, aö góö sam vinna gæti komizt á milli Angola og vestrænna ríkja, enda þyrfti Angola á aö- stoö þeirra aö halda. Engar sannanir væru enn fyrir hendi um það, aö Kúbumenn eöa Rússar styddu innrásina I Zaire, en flóttamennirnir frá Shaba, sem hafa gert innrás- ina, kunniað hafa fengið þjálf- un hjá Kúbumönnum. Banda- rlkin hafi vitanlega áhyggjur af innrásinni I Shaba, en þau veröi samt aö gæta þess, að dragast ekki um of inn I átökin þar. Heppilegast væri fyrir Bandarlkin, ef Afríkuþjóöirn- ar sjálfar gætu leyst þessa deilu, en stjórn Nigerlu hefur boöizt til aö reyna aö miöla málum milli Angola og Zaire. Fyrir Bandarikin sé mikil- vægast I Afriku að þjóðirnar þar finni skilning og vináttu Bandarikjanna, án þess að þau séu að sækjast eftir áhrif- um þar. Þ.Þ. Andrew Young

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.