Tíminn - 20.04.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.04.1977, Blaðsíða 3
 Kökusala um borð í Óðni! i framhaldsskóla n skipu- æmd meginnámssvið meðtalin nauðsynleg heima- vinna og gildir þetta bæði um verklegt og bóklegt nám. Sömu námseiningu má kenna á mislöngum tima allt eftir getu og hæfileikum þeirra nemenda sem hlut eiga að máli. Hver námsáfangi skal hafa fullt gildi þótt nemandi flytjist milli námsbrauta, ef námsáfanginn heyrir til þeirri námsbraut sem skipt er yfir á. I þessu tilliti geta tveir eða fleiri áfangar veriö jafn- gildir enda þótt innihald þeirra sé ekki nákvæmlega það sama. 4. Gefnar skulu út námsskrár og skulu þærmarka meginstefnu í námi og þjálfun nemenda hvort heldur námið fer fram i skóla eða á vinnustaö. Við gerð námsskrár skal taka miö af nauösynlegri þekkingu, þjálfun i starfi og/eöa undir- búningi til áframhaldandi náms svo og mismunandi námshæfni nemenda. Leitazt skal viö að tryggja samræm- ingu náms i sömu námsgrein á mismunandi námsbrautum eftir þvi sem unnt er en jafn- framt nauðsynlega sérhæf- ingu eftir námsmarkmiöum. 5. Skipan námsbrauta á skóla- stofnanir skal haga með tilliti til aðstæöna og koma eftir- taldir kostir til greina: Mis- munandi brautir innan sömu stofnunar, stjórnunarlega tengdar brautir i aöskildum stofnunum eða stakar brautir i sérgreindum stofnunum. Þar sem nemendafjöldi og Framhald á bls. 23 Varöskipið óðinn hefur til þessa verið notaður til að elta uppi og stugga við landhelgisbrjótum I Islenzkri landhelgi, en nýtt hlut- verkbiður skipsins á sumardaginn fyrsta, á morgun. Nú getur hver sem er farið þangað um borð og smakkað á Ijúffengum heimabökuðum kökum. Timamynd: Gunnar. gébé Reykjavik — A morgun er Sumardagurinn fyrsti, en þá mun Keykvíkingum og höfuöborgar- gestum gefast kostur á þvf að fara um borð I varðskipið Óðin, þar sem skipiö mun liggja við varðskipabryggjuna á Ingólfs- garði, og kaupa sér kökur. Köku- sala þessi er haldin á vegum fé- lags aðstandenda Landhelgis- gæzlumanna, ÝR. Allur ágóði rennur i væntanlegan orlofs- heimilissjóð Landhelgismanna. Um borö I Óöni verða gómsætar kökur af öllum tegundum á boð- stólum, við mjög vægu veröi. Hefst kökusalan klukkan 14, en skipverjar á Óðni munu sýna þeim gestum sem kunna að hafa áhuga, skipiö. Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar gaf fé- laginu Ýr vinsamlegt leyfi til að halda kökusöluna um borö I þvi varöskipisem myndi verða I höfn á sumardaginn fyrsta, og varö óöinn fyrir valinu vegna þessa. Væntanlegum gestum er bent á að hraða sé hið mesta á kökusöl- una, ef þeir hafa hug á að verða sér úti um eitthvaö gott meö kaffinuá sumardaginn fyrsta, þvi án efa munu margir hafa hug á kaupum, og þá ekki siöur aö skoða þetta fallega varðskip. Eins og áður segir, hefst kökusal- an klukkan tvö eftir hádegi. Sovézkur ráðherra í heimsókn hingað Aðstoðarutanrikisráðherra Sovétrikjanna hr. Igor Nikolayevich Zemskov, kom i opinbera heimsókn til Islands I gær, þriðjudaginn 19. april. Hann mun dvelja á Islandi i tvo daga og eiga viðræður við Einar Agústsson, utanrikisráðherra og embættismenn utanrikis- ráðuneytisins, segir I frétt frá utanrlkisráöuneytinu I gær. Fermingarskeyti KFUM og K á Akranesi selur að ven j u fermingarskeyti og er fólki gefinn kostur á að velja sér texta i gylltum lit. Móttaka heillaóskanna er á laugardag kl. 2-7 og sunnudag kl. 10-6, og eru afgreiöslustaöirnir fé- lagsheimiliö að Garöabraut 1, bif- reiö viö mjólkurbúöina við Still- holt, bifreið við Samvinnubank- ann og bifreið viö bókabúöina viö Skólabraut. Fermingarskeytin kosta þrjú hundruö krónur og verður ágóö- anum varið til æskulýðsstarfs og nýbyggingar félaganna að Garðabraut. Ágætur api og hann leikur vel HV-Keykjavik.—Þetta er ágætur api og hann leikur vel, það er óhætt að fullyrða það, sagði Friöfinnur ólafsson, forstjóri Ellilífeyrir opinberra starf smanna: Ráðherrar 1.358 þús. hjúkrunarkonur 330 barnakennarar 656 Háskólabiós, I viötali viö Timann I gær, en þá höfðu sextán þúsund manns séö kvikmyndina um þennan konung hryllingsfigúra. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd létu menn heldur ekki smá- ræðis slyddu, hvaö þá rigningar- sudda aftra sér frá þvi að berja konunginn augum I öllu sfnu veldi. Biöröðin náöi allt á móts við Hótel Sögu, og þar norpuöu menn I nepjunni, blésu i kaun, bláir og kuldabólgnir, en miðana skyldu þeir ná I. Ekki vildi Friöfinnur spá um það i gær hvort ófreskja þessi myndi slá met hér, likt og annars staðar, en engu aö siður hefur hún sannaö, að frýnileiki er ekki skil- yrði fyrir þvi að frami náist I henni veröld. Uppselt mun á allar sýningar I Háskólabió enn. TimamyndG.E. Húnavakan hefst i kvöld Mó-Reykjavík — Húnavak- an hefst á Blönduósi I kvöld. I forföllum Steindórs Stein- dórssonar mun Agnar Guönason flytja erindi á Húsbændavöku, en önnur dagskráratriöi verða eins og áður hefur veriö frá skýrt. Húnavakan stendur fram á næsta mánudagskvöld. Á laugardag heimsækja leikarar Leikfélags Saubár- króks Húnavöku og sýna gamanleikinn „Er á meðan er”. Leikstjóri er Ragnhild- ur Steingrimsdóttir. Hljómsveitin Gautar leik- ur fyrir dansi öll kvöld Húna- vökunnar. i Félagstiöindum, sem gefin eru út af Starfsmannafélagi rikis- stofnana, er frá þvi skýrt að mik- ill munur sé á þvi, hversu háan ellilifeyri ýmsar starfsstéttir fó úr lifeyrissjóðnum. Þar segir á þessa leið: „A slðasta ári var t.d. meöal- tals ellilifeyrir hjúkrunarkvenna 330 þúsund krónur, og barnakenn- ara 656 þúsund krónur. En meðal ellillfeyrir alþingismanna var 956 þúsund krónur og ráðherra 1358 þúsund krónur. Þannig fengu I fyrra 234 llfeyr- isþegar greiddar rúmlega 169 milljónir úr llfeyrissjóöi barna- kennara, 70 fengu rúmlega 41 milljón úr lifeyrissjóði hjúkrun- arkvenna og 140 fengu rúmlega 38 milljónir úr llfeyrissjóði sjó- manna. En til samanburöar fengu 9 fyrrverandi ráöherrar um 10.5 milljónir króna og 67 fyrrverandi alþingismenn fengu tæplega 45 milljónir i ellillfeyri. I slðast töldu stéttinni eru ellillfeyrisþegarnir reyndar fleiri en þeir, sem enn starfa, þvl þingmenn eru sem kunnugt er 60 talsins. Tölurfyrir árið 1975 sýna, að al- þingismannadeild lífeyrissjóðs starfsmanna rlkisins greiddi I lif- eyri það ár aðeins 9.5 milljónir króna, eöa einungis innan viö 1/4 hluti llfeyrisgreiöslanna. ” Færeyingar byrjaðir kol- munnaveiðar vestur í hafi JH-Reykjavlk — Fyrstu fær- eysku skipin, sem fóru á kol- munnaveiðar, lönduðu afla sln- um I Fuglafiröi 14. aprB 220 og 370 lestum. Skipin voru úti I tvær vikur, en vegna vondra veðra gátu þau aðeins verið að veiðum fjóra daga. Aðeins einn dag gat veðrið heitið gott, og þann dag fékk annað skipið áttatiu til hundrað lestir I einu kasti. Þetta sama skip fékk allan afla sinn I sex köstum. Dæmi munu um dönsk skip, sem fengiö hafa 125 lestir i kasti. Löng sigling er á kolmunna- miöin, þvl aö skipin komust allt suöur á 54. breiddarstig fyrir vestan Irland. Þegar veðriö batnaði, var kolmunninn kom- inn lengra noröur á 56. til 57 breiddarstig. Hann er á 200-300 faðma dýpi. Taliö er, aö kolmunnatorfurn- ar séu minni nú en I fyrra, og hrygningu bar seinna að nú en þá, svo aö hann hefur varla verið kominn I stórar torfur fram undan þetta. Eitthvaö hefur veiðzt af kolmunna, sem ekki var farinn að hrygna. Annars hafa ekki orðib miklar breytingar, nema hvaö þessi mið eru nú komin undir brezka og Irska lögsögu. Tólf dönsk skip stunda kol- munnaveiöarnar.og fylgir þeim móöurskip, er flytur aflann til hafnar. Ekki hefur þó gengiö sem bezt að koma aflanum I móðurskipið vegna óveöursins. t Stornoway I Suöureyjum eru boðin jafnviröi tæpra þrettán króna Islenzkra fyrir kiló- gramm af kolmunna, en I Fuglafirði I Færeyjum er verðið tólf krónur og sextán aurar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.