Tíminn - 20.04.1977, Síða 17

Tíminn - 20.04.1977, Síða 17
Miðvikudagur 20. apríl 1977 17 Myndin sýnir Reyni Karlsson, framkvæmdastjóra æskulýðsráðs rikisins afhenda einum sam- vinnuskólanema skirteini um hin nýju réttindi. — Ljósmynd: Sigurjón Hjartarson. V iðurkenndir félagsmála- kennarar Allt siðan Samvinnuskólinn var stofnaður áriö 1918 hefur veriö iögö mikil áherzla á félagslega uppbyggingu nemenda t.d. með þvi að þjálfa þá I fundar- störfum, ræöuflutningi o.s.frv. Er skólinn fluttist að Bifröst i Borgarfirði árið 195S, var ráð- inn sérstakur félagsmálakenn- ari til þess að hafa með höndum félagsþjálfun nemenda og skipulagningu tómstundastarfs auk þess sem hann kenndi fé- lagsstörf, sem er ein af náms- greinum skólans. Nú i vetur hófst samstarf á milli Samvinnuskólans og æsku- lýðsráðs rikisins á þann hátt, aö þeir nemendur sem í vor braut- skrást Ur 2. bekk Samvinnuskól- ans, hafa hlotiö viöurkenningu æskulýösráös sem félagsmála- kennarar, þ.e.a.s. hafa rétt til þess aö taka aö sér stjórn og kennslu á félagsmálanám- skeiöum og nota allt þaö náms- og leiöbeiningaefni sem æsku- lýösráö gefur út i þessu skyni. Er þarna um aö ræöa nýmæli i starfi skólans sem vonandi veröur til þess aö efla félags- starf i þeim byggðarlögum þar sem samvinnuskólanemar hasla sér völl aö námi loknu. Bruna- varnir í Árnes- sýslu kynntar Junior Chamber Selfossi er nú 1 þann veginn að byrja á nýju byggöalagsverkefni, sem unniö verður I samráði við brunavarnir Árnessýslu. Verkefnið miðar aö þvi aö vekja athygli Selfyssinga á brunavörnum. Aformaöer aö laugardaginn 23. april n.k. kl. 14 veröi sýning á tækjakosti slökkviliösins, ásamt kennslu I meöferö slökkvitækja og reykskynjara. Sýningin veröur viö Selfossbió. Um kl. 15 veröur svo borgara- fundur I Selfossbiói um bruna- mál. Aö þessu loknu er áætlaö aö bjóöa Ibúum staöarins til kaups reykskynjara og handslökkvitæki á sérstökum kjörum. Veriö er aö athuga meö lækkun á tryggingariögjöldum til þeirra, sem hafa þessi tæki á heimilum sinum. Sem dæmi um gagnsemi þess- ara tækja skal vitnað I orö slökkviliösstjórans á Selfossi, er J.C. félagar á Selfossi áttu viötal viö fyrir skemmstu. Sex sinnum hefir með þurr- duftshandslökkvitækjum veriö slökktur eldur á byrjunarstigi i Ibúöarhúsum á starfsvæöi bruna- varna Arnessýslu tvö undanfarin ár, auk þess nokkrum sinnum I bllskúrum, bllum og á vinnustöö- um. Athyglisvert er aö I öll skiltin varö tjón óverulegt. Eldsupptök voru m.a. frá ollu- kyndingum, eldavélum, gas- og rafsuöu, v/rafkerfisbilana I bllum og óvarkárni I meðferö elds. Fullyröa má, að tjón heföi oröiö mjög mikiö I öllum tilvikum heföu slökkvitæki ekki veriö tiltæk og 'fólk notaö þau til slökkvistarfs. Engin slys uröu á fólki. A sama tlmabili uröu stórtjón vegna þess aö eldurinn uppgötv- aöist ekki fyrr en um seinan eöa aö heppileg handslökkvitæki voru ekki til staöar. Reykskynjari er einnig ómiss- andi tæki, sem gerir viövart ef eldur kemur upp. Gætum þess aö þaö er ekki alltaf hjá öörum sem eldsvoöar veröa. Verum varkár,- látum ekki eldinn eyöa fjölskyldum okkar og eignum. BÚUMST TIL BARDAGA OG SIGRUM. Slökkviliöiö er skipaö góöum slökkviliösmönnum og vel búiö tækjum, en þarf nokkurn tlma til þess aö komast á brunastaö þegar kallaö er. Ef eldur kemur upp hjá þér, vertu þá undir þaö búinn aö verj- ast þar til slökkviliöiö kemur. Eggert Vigfússon slökkvi- liösstjóri. Góöir Selfyssingar. Sýniö fyrir- hyggju. Komiö á laugardaginn kemur kl. 14 og kynniö ykkur brunavarnamál. Þaö er ykkar hagur. a og geturfcert ágandanum veglegan mppdwettisvimin» _ Dregið 10 sinnum að upphœð 25 milljónirkróna, ífyrsta skipti 15júm ni Happdrcettisskuldabréfm eru til sölu nú. Þau fást í öllum ini og sparisjóðum og kosta 2500 krónur. m SEÐLABANKI ISLANDS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.