Tíminn - 20.04.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.04.1977, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 20. aprll 1977 15 4 og „Mariurnar þrjár”. André Navarra og Eric Parkin leika Sónötu fyrir selló og pianó eftir John Ire- land. 15.45 Vorverk í skrúögöröum. Jón H. Björnsson garöarki- tekt flytur fimmta erindi sitt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.16 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn / Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Gtvarpssaga barnanna: „Stóri Björn og litli Björn” eftir Halvor Floden. Gunnar Stefánsson les (6). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Framhaldsskólinn, sundraöur eöa samræmdur. Séra Guðmundur Sveinsson skólameistari flytur annaö erindi sitt: Samræmdur framhaldsskóli. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngs- lög eftir Björn Jakobsson Margrét Eggertsdóttir og Guörún Tómasdóttir syngja. Ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Góö ár Jóhannes Daviösson i Hjaröardal neöri I Dýra- firöi segir frá nokkrum góö- ærum á fyrri hluta aldar- innar. Baldur Pálmason les. C. Kvæöi eftir Sigurjón Guöjónsson fyrrum prófast I SaurbæHöfundur flytur.d. í kennaraskólanum Agúst Vigfúss. rifjar upp nokkrar minningar frá skólaárum. e. Um Islenska þjóöhætti Arni Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur: Karla- kór Akureyrar syngur al- þýöulög Söngstjóri: Jón Hjörleifur Jónsson. Planó- leikari .Solveig Jónsdóttir. 21.30 Útvarpssagan/ „Jómfrú Þórdis” eftir Jón Björnsson. Herdis Þorvaldsdóttir leik- kona les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sögukaflar af sjálfum mér” eftir Matthlas Jochumsson Gils Guömundsson lýkur lestri úr sjálfsævisögu skáldsins og bréfum (23). 22.40 Danslög I vetrarlok 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Miðvikukudagur 20. apríl 18.00 Bangsinn Paddington Breskur myndaflokkur. Þýöandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson. 18.10 Rokkveita rikisins Rúnar Júliusson og félagar. Stjórn upptöku Egill Eðvarösson. 18.35 Merkar uppfinningar. Sænskur fræöslumynda- flokkur. Sjóngler. Þýöandi og þulur Gylfi Pálsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Saga' vopnanna Teiknimynd i gamansömum ádeilutón úm þróun og notkun vopna frá upphafi vega. 20.45 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á liöandi stund. Stjórn upptöku Andrés Indirðason. 21.30 Stjórnmál frá striöslokum. Franskur fræöslumyndaflokkur. 5. þáttur. Stjórnmál I Aslu. Lýst er breytingunum, sem veröa i Japan eftir striö. Þar kemst á lýöræöi, og efnahagur blómgast óö- fluga. MaoTse Tung stofnar alþýöulýðveldið Kina áriö 1949. Frakkar eru aö missa Itök sin i Indókina, og i Kóreu geisar blóöug styrj- öld. Þýöandi og þulur Sigurður Pálsson. 22.30 Dagskrárlok framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan framhaldssagan Frú Harris fer til Parísar © V eftir Paul Gallico hingað til hafði sú þörf fengið fullnægingu í ást hennar á blómum. Hún hafði sérstaka hæfileika til að rækta blómog gat komið þeim til, þegar aðrír urðu að gefast upp. • Utan við kjallaragluggann hennar voru tveir kassar af pelargóníum, eftirlætisblómunum hennar ,og alls staðar inni við, þar sem rúm var, stóð lítill blómapottur með pelargóníu, sem barðist við að sigrast á umhverfinu, eða hýasintu eða kannski túlipana, sem var keyptur hjá blómasala fyrir skilding. Stundum gaf líka fólkið, sem hún vann hjá, henni af- skorin blóm sem það ætlaði hvort sem var að fleygja og sem hún fór með hálfvisin heim og reyndi að koma lífi í. Stundum, einkum á vorin, keypti hún sjálf lítinn kassa af stjúpmæðrum, primúlum eða anemónum, Ef frú Harris aðeins hafði blóm hafði hún ekkert út á til veruna að setja. Þau voru skjól hennar í þessari dapur- legu steinsteypueyðimörk, sem hún lifði í. Að sjá þessa upplífgandi liti nægði henni. Það var gott að koma heim til blómanna á kvöldin og yndislegt að vakna til þeirra á morgnana. En nú, þegar hún stóð f rammi fyrir þessari töf rasýn i klæðaskápnum, stóð hún augliti til auglitis við nýja tegund fegurðar gervifegurð, skapaða af mannshönd- um í þeim tilgangi einum að sigra konuhjarta. Á því andartaki féll hún eins og fórnardýr fyrir listamannin- um, og á því andartaki vaknaði með henni þrá eftir að eignast svona flík. Auðvitað var engin skynsemi í þessu, þvi hún myndi aldrei klæðastsvona kjól, hann tilheyrði ekki lífi henn- ar. Viðbrögð hennar voru aðeins kvenleg. Hún sá kjól- inn og þráði hann. Eitthvað innra með henni þráði kjól- inn svo einfaldlega eins og barn í vöggu grípur eftir skínandi hlut. Hversu djúpstæð þessi þrá var, vissi frú Harris ekki á því andartaki. Hún gat aðeins staðið þarna, dolfallin, hrifin og töfruð og starði á kjólana studd við kústinn sinn, með óhreina svuntuna og hár- lufsurnar út í loftið eins og dæmigerð hreingerninga- kona. Þannig kom lafði Dant að henni, þegar hún kom af tilviljun f ram úr vinnuherbergi sínu. — Ó, sagði hún. — Kjólarnir mínir! Svotók hún eftir svipnum á frú Harris og sagði: — Finnst þér þeir fallegir? Ég get ekki ákveð- ið í hvorum þeirra ég á að vera í kvöld. Frú Harris tók varla eftir því að lafðin var að tala, svo dáleidd var hún enn af þessum töf ragripum úr silki og knipplingum, djarf lega sniðnum. — Ó, sagði hún loks. — En hvað þeir eru fallegir! Ég þori að veðja að þeir hafa kostað heilan stafla af peningum. Laf ði Dant haf ði ekki staðizt þá f reistingu að láta f rú Harris öf unda sig enn meira. En það er ekki auðvelt að gera hreingerningakonur i London öfundsjúkar, ef til vill erfiðara en nokkurt annað fólk í heiminum. Hún hafði alltaf verið svolítið hrædd við frú Harris og nú hafði hún tækifæri til að upphef ja sig. Hún hló, klingj- andi hlátri sínum og sagði: — Já, það er kannski óhætt að segja það. Þessi hérna „Fílabein" kostaði þrjú hundruð og fimmtíu pund og þessi rauði „Æsingur" kostaði nærri fjögur hundruð og fimmtíu. Þú veist að ég fer alltaf til Dior. Þá veit maður, að maður er á réttum stað. — Fjögur hundruð og fimmtíu pund, endurtók frú Harris. — Hvernig er hægt að eignast svo mikla pen- inga? Hún kannaðist svo sem aðeins við Parísartísk- una, því hún grandskoðaði gömul tískublöð, sem viðskiptavinirnir gáf u henni stundum og hún hafði svo sem heyrt getið um Fath, Channel og Balenciaga, Carpentier, Lanvin og Dior og seinasta naf nið snerti nú við streng í fegurðarþyrstu hjarta hennar. En það var eitt að skoða myndir af kjólum, þegar maður fletti gljáandi blaðsíðum Vouge eða Elle, þar sem salernin, hvort sem þau voru í litum eða hvit og svört, voru ópersónuleg og svo langt f rá hennar veröld og tunglið og stjörnurnar. Það var allt annað að standa augliti til auglitis við raunverulegan hlutinn, svo augað gæti notið þess að horfa á fallega saumana og hægt var aðsnerta hann, finna af honum lyktina, dást að honum. Frú Harris gerði sér ekki grein fyrir, að í svari sínu til lafði Dant hafði hún látið í Ijós viljann til að verða sér úti um slíkan kjól- Hún hafði ekki átt við: — Hvernig er hægt að eignast svona mikla peninga, heldur: — Hvernig get ég eignast svo mikla peninga? Auðvitað var ekkert svar til við þeirri spurningu, eða réttara sagt aðeins eitt svar. Það varð að verða sér úti um þá, En möguleikinn til þess var álíka f jarlægur og stjörnurnar. Lafði Dant var ánægð með þau áhrif, sem hún virtist hafa haft og tók meira að segja kjóiana hvorn fyrir sig út úr skápnum og hélt þeim uppi fyrir framan sig svo f rú Harris gæti gert sér grein fyrir áhrif um þeirra. Og þar sem hendur hreingerningakonunnar voru ólastan- lega hreinar vegna vatns og sápu, sem þær voru stöðugt á kaf i í, f ékk hún að snerta ef nið, hvað hún gerði eins og þetta væri helgur dómur. — Þeir eru sannarlega fallegir, hvíslaði hún aftur. Lafði Dant vissi ekki, að á þeirri stundu hafði frú Harris gert sér grein fyrir, að það sem hún óskaði sér meira en nokkurs annars i þessum heimi og himnaríki á eftir, var að eiga Dior-kjól, sem væri hennar eigin eign og héngi í skáp hennar. Með undirfurðulegu brosi og ánægð með sjálfa sig, lokaði lafði Dant skápdyrunum, en hún gat ekki lokað út úr huga frú Harris, það sem hún hafði séð: fegurð, fullkomnun, hámark þess sem kona gat óskað að skreyta sig með. Frú Harris var jafn mikil kona og lafði Dant eða hver önnur. Hún óskaði sér ákaft að eiga kjól úr þeirri verzlun, sem hlaut að vera sú dýrasta í heimi, Dior í París. Frú Harris var ekki heimsk. Sú hugsun hvarf laði ekki a henni, að hún mundi nokkurn tíma ganga í svona kjól. Frú Harris vissi nákvæmlega hvar í stétt hún stóð. Hún hélt sig á sínum stað og vei þeim, sem reyndi að troða henni um tær þar. Staður hennar var veröld enda- lauss þrældóms, en það sem varpaði Ijóma á hana var sjálfstæði hennar. íburður og falleg föt áttu ekki heima i þessari veröld. En nú var það þráin til að eiga, sem gerði vart við sig, þessi kvenlega þrá eftir að eiga eitthvað áþreifanlegt. Hún vildi hafa svona kjól hangandi í fataskáp sínum, vita að hann var þar, þegar hún opnaði dyrnar, geta komið heim og séð hann hanga þarna og bíða hennar, dásamlegur að snerta, horfa á og eiga. Það var eins og henni mundi bætast allt upp, sem hún hafði farið á mis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.