Tíminn - 28.04.1977, Qupperneq 8

Tíminn - 28.04.1977, Qupperneq 8
8 mrnm Fimmtudagur 28. april 1977 Ferðaskrifstofan Sunna mun á komandi sumri taka á móti Vestur-íslendingum Komudagar 30. mai, 27. júni og 18 júli. Ferðaskrifstofan Sunna óskar góðfúslega eftir sem nánasta sambandi við fleiri gestrisna húsráðendur viðsvegar um land, i borg sem sveitum, er hýsa vilja vini og frændur i byggðum islendinga i Vestur- heimi. Takmarkið er, að enginn Vestur-íslend- ingur sem heimsækir ísland á næsta sumri á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu, gisti á hóteli. Ennfremur vilja margir Vestur-íslend- ingar skipta á ibúðum á íslandi og Kan- ada. Vinsamlegast hafið samband við okkur hið allra fyrsta i sima 17800. FEMMSKRIFSTOMN SIINNA LJEKJARGÖTU 2 Trésmiðir Umsóknum um dvöl i orlofshúsum félags- ins i Öifusborgum og að Svignaskarði verður veitt móttaka á skrifstofu félagsins frá 2. mai. Til 7. maí verður einungis tekið við um- sóknum frá þeim félagsmönnum sem ekki hafa siðastliðin tvö ár notið orlofsdvalar i húsunum. Trésmiðafélag Reykjavikur. Hitaveita Suðurnesja Útboð Óskað er eftir tilboðum i uppsetningu tækja og pipulagna innan stöðvarhúss fyr- ir Varmaorkuver 1, rás 1, við Svartsengi. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns, Laufásvegi 12, Reykjavik og á skrifstofu Hitaveitu Suð- urnesja, Vesturbraut 10A Keflavik, frá og með fimmtudeginum 28. april gegn 3.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 6. mai kl. 2 e.h. á skrifstofu Hitaveitu Suður- nesja. Jörð til sölu Til sölu er jörðin Auðkúla II i Austur- Húnavatnssýslu, ásamt vélum og bú- stofni. Útihús rúma 230 fjár og 12 kýr. Tún 30 ha. Silungsveiði. Allur réttur áskil- inn. Upplýsingar gefur Eirikur Jónmundsson, Auðkúlu, simi um Blönduós. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Lög um f jölbrautaskóla samþykkt í gær Auövelda að koma á fjölbrautaskólum — en viða um land er unnið að imdirbúningi slikra skóla Mó-Reykjavlk — í gær var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp til laga um breyting- ar á lögum um fjölbrautaskóla. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á Alþingi I fyrra vetur en varö þá ekki útrætt. Frumvarpiö var flutt vegna þess, aö viö framkvæmd lag- anna um fjölbrauta skóla hefur komiö i ljós að æskilegt er aö gera nokkrar breytingar, til þess aö auövelda framkvæmd þeirra. Helztu breytingarnar sem geröar eru á fyrri lögum eru þær aö viö þriöju grein þeirra laga bætist svohljóöandi máls- grein: Um iönnám fer eftir náms- skrá, sem sett er af mennta- málaráöherra samkvæmt lög- um um iönfræöslu. Um atvinnu- réttindi þessara nemenda aö námi loknu gilda sömu ákvæöi og um aöra iönnema. Um annaö nám viö fjölbraut- skóla, er réttindi veita skal fariö eftir námsskrá sem sett er aö fengnum tillögum þeirra aö- ila er hafa meö höndum veitingu réttinda. Þá bætist einnig svohljóöandi viö sjöttu grein þeirra laga: Heimilt er menntamálaráöu- neytinu i samvinnu viö eitt eöa fleiri sveitarfélög aö efna til fjölbrautaskólahalds meö þvi fyrirkomulagi sem lög þessi gera ráö fyrir meö stofnun nýrra skóla eöa meö samein- ingu tveggja eöa fleiri skóla hafi samvinna tekist um þaö meö eignaraöilum skólanna. Skipt- ing stofnkostnaöar fari þá eftir samkomulagi er gert skal milli menntamálaráöuneytisins og annarra fjárhagsaöila skólans og miöist viö stofnkostnaöar- skiptingu i gildandi lögum um þá skólaþætti sem falla undir fjölbrautaskóla á hverjum staö. Samningur um stofnun fjölbrautaskóla er háöur sam- þykki fjármálaráöuneytis eöa fjárveitingu i fjárlögum. Menntamálaráöuneytiö á- kveöur verkefni og verkaskipt- ingu milli þeirra stofnana sem starfa samkvæmt lögum þess- um. Hafnarmannvirkin I Þorlákshöfn. A sföasta ári var unniö fyrfr 54« millj. kr. viö hafnarframkvæmdir f Þorlákshöfn. Alls veröur þvf kostnaöur viö þær framkvæmdir 1400 millj. kr. Tfmamynd: Gunnar. Skýrsla samgönguráðherra um hafnarfram- kvæmdir: Hafnarmannvirki fyrir 1,8 milljarð kr. í fyrra Mó-Reykjavfk. — Skýrsla sam- gönguráöherra Halldórs E. Sig- urössonar um hafnarfram- kvæmdir á siöasta ári var lögö fram á Alþingi i gær. Þar kom fram, aö samtals var fram- kvæmdakostnaöur viö fram- kvæmdir I almennum höfnum á siöastaári 1.042,8 milljónir króna. Auk þess var allvlöa unniö aö at- hugunum og mælingum og nam sá kostnaöur 5,2 millj. kr. Þá var variö 677,0 milljónum kr. til framkvæmda i landshöfn- um, en stærstur hluti þeirrar upp- hæöar fór til framkvæmda viö Þorlákshöfn. Þar var unniö fyrir 540 millj. kr. Viö landshöfnina I Rifi var unniö fyrir 42millj. kr. og fyrir 95,2 millj. kr. var unniö viö landshöfnina I Keflavlk-Njarövlk. Auk þess, sem hér er taliö var unniö fyrir 126 millj. kr. viö Reykjavikurhöfn og viö ferju- bryggjurnar i Flatey á Breiöa- firöi og í Æöey var unniö fyrir 31 millj. kr. Alls var þvi unniö viö hafnar- framkvæmdir fyrir 1.882 millj. kr. á slöasta ári. Fjörutíu mál á fundum deilda Mó-Reykjavlk. — Miklar annir eru nú í þingsölum, enda er stefnt aö þvl aö þingfundum ljúki I næstu viku. Fjörutlu mál voru á dagskrá funda I þingdeildum I gær og stóöu fundir fram á kvöld. Sömu sögu er einnig aö segja af fundum sameinaös þings I fyrra- dag, en þá voru yfir 20 tillögur til þingsályktunar á dagskrá. Af afgreiöslu mála efri deildar I gær er þaö m.a. aö segja aöfrum- varpiö um Bjargráöasjóö var af greitt til þriöju umræöu. Þá var frumvarpiö um veitingu rlkis- borgararéttar samþykkt til þriöju umræöu. 1 frumvarpinu var lagt til aö 18 einstaklingum skuli veitt- ur rfkisborgararéttur, en þeir umsækjendur fullnægja allir skil- yröum, sem sett hafa veriö um veitingu rlkisborgararéttar, Alls- herjarnefnd bætti viö þá tölu 26 einstaklingum, sem einnig upp- fylla þessi skilyröi og voru þessar umsóknir allar samþykktar og málinu vlsaö til þriöju umræöu. Frumvarpiö um kjarasamn- inga starfsmanna banka var af- greitt til þriöju umræöu og frum- varpiö um breytingu á umferöa- lögum var einnig afgreitt til þriöju umræöu. 011 þessi frum- vörp voru lögö fram I efri deild. Þá var til fyrstu umræöu I efri deild frumvarp til laga um heim- alþingi ild fyrir rlkisstjórnina aö selja Húseiningum á Siglufiröi húsnæöi Tunnuverksmiöju rlkisins, en þaö frumvarp hefur áöur hlotiö af- greiöslu I neöri deild. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráöherra mælti fyrir frumvarpi til laga um Kennara- háskóla Islands, en þaö frumvarp var fyrir nokkru lagt fram I efri deild. Mikill tlmi fór I þaö I neöri deild alþingis aö ræöa frumvarpiö um kaup og kjör sjómanna, en þaö frumvarp var flutt til staöfesting- ar á bráöabirgöalögum, sem sjávarútvegsráöherra lét setja á sföasta sumri. Frumvarpiö hefur áöur veriö afgreitt frá efri deild og mælti sjávarútvegsráöherra fyrir þvi I neöri deild. Auk hans töluöu Karvel Pálmason og Sig- hvatur Björgvinsson um frum- varpiþ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.