Tíminn - 28.04.1977, Síða 19

Tíminn - 28.04.1977, Síða 19
Kimmtudagur 28. april 1977 19 ætlun meö hálfa hleöslu eöa biöa næsta laugardags? — Slikt væri óvit og yröi aldrei þolaö. Segjum aö óskaö væri 150 tonna flutnings utan feröaáætl- unar til hinnar gömlu áætlunar- hafnar Sauöárkróks, sem lítiö hefir notiö fastra áætlunarferöa strandferöaskipa, eftir aö gegn- umgangandi farmgjöld milli- landaskipa voru afnumin og ibúar i héraöinu mjög oröiö aö taka á sig aö keyra nauösynja- vörur frá Rvik, i staöinn fyrir áöur aö keyra þær aöeins frá Sauöárkróki, enþetta m.a. oröiö til aö auka hinn fjárhagslega þungbæra vegakostnaö rikisins. — Ætti aö neita umræddum aukaflutningiog þjónustu vegna skarprar timasetningar I feröa- áætlun? Slikt myndi taliö mjög óeölilegt og raunar fráleitt. //Pendúlferöir" brú og ferjur Gallinn við „pendúlferöir” frá Rvik til Vestur- og Austur- lands er sá, aö þær yröu yfir- leitt mislangar, þannig aö skip- in lentu alltaf ööru hvoru sam- timis til afgreiðslu I Rvik, og myndi þaö fela i sér gifurlegt óhagræöi fyrir vöruafgreiðslu útgerðarinnar, sem þegar stendur mjög höllum fæti varö- andi nýtingu 30-35 manna rikisins og viðkomum skipanna i heild á hafnir landsins hefir fækkað verulega á undanförn- um árum, mest vegna afnáms gegnumgangandi farmgjalda skipa i millilandasiglingum, og þarna átt sér stað hljóölát bylt- ing mjög á kostnað fólks i dreif- býlinu. Nú viröast uppi meintar hag- sýsluáætlanir um enn frekari niðurskurö viökomustaöa þeirra tveggja vöruflutninga- skipa, sem enn eru eftir til strandferöa, og minnir þetta a hina gamalkunnu visu: List er það líka og vinna litið aö tæta I minna, alltaf i þynnra og þynnra, þynnkuna allra hinna. 1 Timanum 31. marz s.l. er frá þvi greint, að ein af samþykkt- um aöalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem ný- lega var haldinn, hafi veriö svo- hljóðandi: „Komaþarf betra skipulagi á strandferðir.” Það er athyglisvert viö sam- þykkt þessa, að þar er aðeins talaö um aö koma betra skipu- iagi á, en ekki að hlúa aö eöa efia strandferöaþjónustu, samanber margt, er ég hefi þegar bent á, eða greiða 80-90 millj. kr. skuldahala, sem rnmál starfsliðs, eftir að afgreiösla Herjólfs i ferðum til Vest- mannaeyja hætti að brúa eyöurnar á milli hringferöa- skipanna. Bætist það fjárhagslega óhag- ræöi, sem af framangreindu hlýzt, viö aukinn vegakostnað af þvi að keyra yfir Hellisheiöi milli Rvikur og Þorlákshafnar allar Vestmannaeyjavörur bundnar við Rvik og fluttar meö hinni nýju ferju, Herjólfi, sem á meðan virðist eiga aö liggja i höfn allt aö 80% af tilverutima sinum með litlu minni vélaorku (i aöalvél, hjálpardisilvélum og rafölum) en fyrir hendi er I báð- um strandferðaskipunum Esju og Heklu samanlagt. 80% rikis- ábyrgð var veitt á smiði nefndr- ar ferju. Fer ekki 10-sinnum meiri er- lendur gjaldeyrir i Vestmanna- eyjaferjuna sem fyrnist á 20 til 25 árum, en þurft heföi eða þurfa mun i brú á ölfusárós meö þvði að flytja steypumót á milli staöa? Heföi brúin ekki verið allmiklu þarfari framkvæmd? Athyglisvert ósamræmi er i þvi annars vegar aö verja lang- drægt 100 millj. kr. á ári af al- mannafé i ferju og hafna- mannavirki til að spara sjóöi tvisvar til þrisvar sinnum hærri fjarhæð á ári til Vestmanna- eyjaferju, vöruafgreiöslu aöal- strandferðamiðstöövar lands- ins. Danskur málsháttur segir: „Det maa være System I Gal- skabet. Kerfisbundnar „pendúlferö- ir” umræddra strandferðaskipa myndu hafa i för með sér meiri umhleöslu og i þvi sambandi flóknari og meiri flutninga- ábyrgð. Varla myndi ætlazt til aö „pendúlsvæði” að vestan og austan næöu saman, þvi að þá væri litið vit i að hverfa frá hringferöafyrirkomulaginu og kalla yfir sig umhleðslu. Það þyrfti þvi milliskip, væntanlega með likri hæfni og hin, ef sam- ræmi ætti að vera i þjónustu- hæfni. Myndi slikt borga sig? Kvittað fyrir skeyti. ' Ég hefi áður bent á, að við- komustöðum strandferöaskipa strandferðadeild Skipaút- geröarinnar draslar meö og hef- ir m.a. valdið drætti i heilt ár aö framkvæma svo nauösynlegt atriði sem að innleysa spýtur i nokkra vörupalla, sem verka- menn setja venjulega saman aö kostnaðarlausu fyrir útgeröina i auöum tima milli skipaferða. Sem fráfarandi forstjóri Skipaútgerðarinnar hlýt ég að öðru leyti að lita á nefnda sam- þykkt sem kalda kveðju, þannig að ég hafi að lokum, eftir marg- falda yfirstjórnarumsýslu og ábyrgð i embætti lengst af, ekki haft vit eða manndóm til aö nýta tvö vöruflutningaskip I þágu landsmanna á sæmilega skyn- samlegan hátt. I þessu sambandi kemur mér i hug frásögn Heimskringlu af Úlfi hinum rauða og orðaskipt- um hans við Ólaf konung Tryggvason. 1 Ólafs sögu Tryggvasonar eru i 94. kap. Þannig taldir 4 stafnbúar á Orminum langa: „Úlfur rauði hét maður, er bar merki ólafs konungs og I stafni var á Orminum, og ann- arr Kolbjörn stallari, Þorsteinn oxafótur, Vikarr af Tiunda- landi, bróðir Arnljóts gellina.” En i 103. kap. sögunnar er svo hljóðandi frásögn af undirbún- ingi Svoldarorustu. „Ólafur konungur lét blása til samlögu öllum skipum sinum. Var konungs skip i miöju liði, en þar á annaö borð Ormurinn skammi, en á annaö borö Tran- inn. En þá er þeir tóku aö tengja stafnana, þá bundu þeir saman stafnana á Orminum langa og Orminum skamma. En er kon- ungur sá það, kallaöi hann hátt, baö þá leggja fram betur hiö mikla skipið og láta þaö eigi aft- ast vera allra skipa i herinum. Þá svarar Úlfur hinn rauöi: „Ef Orminn skal þvi lengra fram leggja sem hann er lengri en önnur skip, þá mun ávinnt veröa um söxin.” Konungur segir: „Eigi vissi ég, að ég ætti stafn- búann bæði rauðan og ragan.” Úlfur segir: „Ver þú eigi meirr baki lyftinguna en ég mun verja stafninn.” Konungurhélt á boga og lagði ör á streng og sneri að Úlfi. Úlfur mælti: „Skjót annan Framhald á bls. 23 Kristján Þorsteinsson frá Löndum i Stöðvarfirði fæddur 19. febrúar 1905 dáinn 19. aprfl 1977 Þaö er lognkyrr sumarmorgun, viö sólarupprás, viö keyrum út Stöövarfjöröinn. Viö erum aö fara I róöur. Svo langt sem augaö eygir. stafar sólin geislum sinum á spegilsléttan hafflötinn. Viö nálgumst þorpiö, hæst ber Sel-Ekra-Hóll-Borgargaröur. Flestar trillurnar eru rónar, viö sjáum til þeirra út úr fjaröar- mynninu, aörar eru aö leggja úr vör. Landavikin opnast, enginn bátur I vörinni, Kristján er róinn. Viö keyrum fyrir Landavatn, viö höfum ákveöiö aö fara út I Brún, þar fengum viö hann i gær. Svo langt sem sér, er hafiö sem spegill, — en hvaö er þetta? I stefnu framundan. — Svart strik á haffletinum, sem fjöl fljóti. — Þetta er Landatrillan drekkhlaö- inn, aöeins hálft borö fyrir sjó, er aö koma úr róöri, hún hefir tvfró- iöog er aö koma aö I annaö sinn á sama sólarhring. Litiö fer fyrir hásetunum, þeir liggja útaf á þóftunum og láta fara vel um sig I steikjandi sólar- hitanum, en formaðurinn Kristján Þorsteinsson liggur aft- ur á bak við stýriö ofan á fiskkös- inni I skutnum og veifar til okkar um leiö og þeir renna fram hjá. Þetta er aöeins ein myndin af’ mörgum I endurminningunni, þegar ég nú minnist Kristjáns frænda mins, — táknræn fyrir Hf hans og starf, flest hans mann- dóms ár.Ég held þaö fari ekki á milli mála, þótt fjarlægöin geri stundum mennina mikla, aö Kristján hafi veriö einn meö al- glæsilegustu ungum mönnum, i þá tiö, er ég man hann fyrst og ekki laust viö, aö ég liti nokkuö upp til hans, enda ekki aö ástæöu- lausu, þvi almennt mun hann hafa veriö talinn ungum mönnum til fyrirmyndar. Ungur aö árum eöa 22 ára gam- all tók Kristján viö formennsku á Landabátnum, af Sveini Björg- ólfssyni, orölagöum dugnaöar- og aflamanni, eftir aö hafa róiö meö honum lengst af, allt frá ferm- ingu. Mun þaö hafa reynzt Kristjáni góöur skóli, þvi jafnan var hann aflahæstur á trillu sfna við Stöövarfjörö, enda stytzt á miöin og formaöurinn sækinn og harðger. Þaö fór fyrir Kristjáni eins og svo mörgum öörum, sem gert hafa garöinn frægan úti á lands- byggöinni, aö hann hlaut aö flytj- ast til Reykjavikur, en hér starf- aöi hann viö afgreiöslu i mörg ár, unz hann kenndi þess sjúkdóms, sem flestir falla fyrir, en hann gekk móti örlögum sinum af mik- illikarlmennsku, þar til yfir lauk. Kristján Þorsteinsson var fæddur 19. febrúar 1905 elzti sonur hjónanna Guölaugar Guttorms- dóttur prests aö Stöö og Þorsteins Kristjánssonar bónda aö Löndum i sömu sveit. Kristján ólst upp I stórum systkinahóp á fjölmennu heimili viö fjölbreytt störf, bæöi til sjós og lands, þvi hvort tveggja var, aö I Löndum voru beztu skil- yrði til útræöis viö Stöövarfjörö oglandkostir góöir. Viö þessi skil- yröi mótaöist Kristján til mann- dóms. 18 ára gamall fór Kristján á Eiöaskólann, sem þá og enn er aöalmenntasetur Austurlands og lauk þaðan prófi eftir tvo vetur eöa 1925 þá tvftugur aö aldri, ger- ist siöan kennari á Stöövarfirði veturinn 1925-1926. Og nú er komiö aö hinni stóru stund i lffi hans, þaö mun enginn hafa láö honum, þótt hann léti ekki úr hömlu dragast, aö ganga aö eiga eina alfallegustu stúlku þar um slóöir, Aöalheiöi Sigurö- ardóttur Bergsveinssonar frá Uröarteigi. A sföasta ári þann 29. maf áttu þessi heiöurshjón 50 ára hjúskaparafmæli, geri aörir bet- ur, nú á siöustu og verstu timum. Happasæll formaður i 30 ár Ariö eftir aö þau giftu sig, Aöal- heiöur og Kristján, veröa þau umskipti, aö Sveinn Björgólfsson flytur inn I Stöövarþorp og hættir þvi formennsku á Landabátnum. Tekur þá Kristján viö for- mennsku á bátnum og helgar krafta sína sjónum I samfleytt 30 ár, eöa þar til hann flyzt suöur al- farinn. Þaö er stór kapituli útaf fyrir sig og segir sina sögu, þó mér sé hún litt kunn, þar sem ég fluttist ungur aö heiman hingaö suöur og hef ekki dvaliö þar siöan, en aörir munu þar betur kunna frá aö segja. Ariö 1929 byggir Kristján sitt eigið ibúöarhús á sléttri grund undir háum hömrum, nýbýli úr Landatorfunni, myndarlegt og fallegt hús, sem stendur enn, sem minnisvaröi um smekkvisi og dugnaö þessara hjóna, þvf jafn- framt, sem Kristján var afburða sjómaöur og aflasæll skipstjóri, var honum viöbrugðiö sem sér- stöku snyrtimenni og óviöa betur haldiö viö fbúöarhúsi eöa bát og tilheyrandi sjávarhúsum. Börn beirra hjóna eru öll á lffi, myndar- og atgervisfólk eins og þau eiga kyn til: Þorsteinn fæddur 1927, giftur Guöbjörgu Jónsdóttur úr Reykja- vik, sölumaður hjá Sveini Egils- syni. Guörún fædd 1929 gift Bent Jörgensen deildarstjóra. Sigurö- ur fæddur 1931 giftur Jónfnu Eiriksdóttur alþingism. frá Þing- eyri, Brynhildur Guölaug fædd 1932 gift Þórarni Ingimundarsyni húsasmið frá Eyrarbakka. Aö leiöarlokum, þegar ég nú kveö þennan frænda minn, votta ég öllum aöstandendum samúö mlna. Halldór Þorsteinssson. Aö Löndum, sem er yzta byggö I Stöövarfiröi viö fjaröarmynniö austanvert — er sérkennilega fallegt byggöarstæöi I vel gróinni hvilft undir skjólriku klettabelti, en f suöaustri blasir viö óravfdd hafsins. A þessum staö fæddist Kristján Þorsteinsson og ólst þar upp hjá foreldrum sinum, Guölaugu Gutt- ormsdóttur frá Stöö og Þorsteini Kristjánssyni útvegsbónda, Löndum. Frá bernsku kynntist Kristján öllum heföbundnum framleiðslu- störfum til lands og sjávar, en hugur hans mun snemma hafa hneigzt meira til starfanna viö sjóinn, enda var um langt árabil stundaöur sjór frá Löndum á opn- um bátum af atorku og myndar- skap. Innan viö tvftugsaldur fór Kristján i Alþýöuskólann á Eiö- um og stundaöi þar nám I tvo vet- ur. Veturinn eftir aö hann lauk námi á Eiöum gjöröist hann barnakennari í Stöövarhreppi, og þótti honum farnast vel f þvi starfi. En skólakennsla varö þó ekki æfistarf Kristjáns, þvi aö sjómennskan heillaöi hann. Og þá um vorið 1926 giftist hann eftirlif- andi konu sinni, Aöalheiöi Sig- uröarflóttur frá Uröarteigi viö Berufjörö, mikilli myndarkonu i sjón og raun. Hófu þau búskap sinn i Löndum og reistu sér svo nýbýli í landi jaröarinnar, og Kristján tók viö formennsku á opnum vélbát, sem bændurnir I Löndum gjöröu út i félagi. Siöar gjöröi Kristján einn út bátinn og var viö sjósókn og formennsku þar siöan mikiö á þriöja áratug. Arin, sem ég átti heima á Stöövarfirði frá 1937 til 1954 voru gjöröir út þar æöi margir trillu- bátar. Sjómannaval var þar á þessum árum og formenn bát- anna margir aflasælir og góöir skipstjórnarmenn. Fiskimiöin út af Stöövarfiröi eru óefaö haröur en góöur skóli til aö læra sjó- mennsku. Þar eru oft miklir straumar og hér og hvar grunn- sævi, sker og boöar aö ógleymdri Austfjaröaþokunni. Þessar aö- stæöur hlutu, þegar eitthvaö var aö veöri, aö krefjast af formönn- unum sérstakrar fyrirhyggju og athygli til aö koma bát og mönn- um heilum í höfn. Ég dáöist oft aö þeirri ótrúlegu hæfni og öryggi sumra formann- anna á Stöðvarfirði, sem eftir aö hafa verið á færum á reki úti á hafinu I 12 til 16 tima, stundum I kolniöaþoku, stórstraum og þung- um sjó- tóku land f beinni stefnu á miðjan fjöröinn. Einn þessara ágætustu for- manna var Kristján i Löndum. Hann var kappsamur fiskimaöur, en mjög athugull og fyrirhyggju- samur formaöur. Auk þess, sem hannmunhafa lært mikiö af eig- in reynslu á sjónum, þá naut hann þess á yngri árum aö vera á sjó meö sérstaklega hæfum og traustum formanni, Sveini Björg- ólfssyni.sern um mörg ár var for- maöur á Landabátnum Framfara áður en Kristján tók viö for- mennsku. Kristján og Aöalheiöur eignuö- ust 4 börn, góöa borgara, sem öll eru gift og búsett á Reykjavlkur- svæöinu. Þegar börnin voru öll farin aö heiman, fluttu þau hjónin einnig til Reykjavikur, þar sem þau áttu heima sföan. Ekki efast ég um, aö Kristján og Aöalheiöur hafa saknaö átthaganna aö aust- an, en fyrir sunnan áttu þau llka marga góöa daga. Aöalheiöur vann mikiö aöhandavinnu heima, en lftiö utan heimilisins og bjó manni sfnum alla tiö hlýtt og gott heimili, sem hann gat alltaf hlakkaö til aö njóta aö dagsverki loknu. Samband þeirra hjóna var sérstaklega innilegt. Ég minnist þess sérstaklea, aö fyrir fáum ár- um átti ég samfylgd meö Kristjáni og Aöalheiöi i áætlun- arbil frá Egilsstööum tii Stöövar- fjaröar, þau voru þá aö koma I kynnisferö á gamlar slóöir. Þaö fór ekki fram hjá mér hvaö þau voru innilega hamingjusöm aö eiga hvort annaö, þar sem þau héldust I hendur ööru hvoru og gældu hvort viö annaö. Ég vikn- aöi ósjálfrátt og var þakklátur fyrir aö fá aö sjá þessa fallegu svipmynd af sönnu hjónabandi eftir nær fimmtfu ára sambúö. Fyrir slika samfylgd er mikiö aö þakka. Viö hjónin vottum Aöalheiöi og börnunum okkar innilegustu samúö. Björn Stefánsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.