Tíminn - 28.04.1977, Page 13

Tíminn - 28.04.1977, Page 13
Fimmtudagur 28. april 1977 13 Greinarhöfundur, ásamt öOrum manni uppi á Skjaldfannaraf- rétti. —Ljósmyndir: Helgi Svein- björnsson . (annaOhvort úr elli eöa pest) Öfrjósemi eöa minni viökoma þegar stofninn hefur náö há- marki ekki talinn neinn áhrifavaldur. 3. Veiöi hefur litil áhrif á stofn- inn. Margt I þessum kenningum stangast á viö reynslu mina og annarra og viröist svo margt byggt á einberum tilgátum aö trotryggni hlýtur aö vekja. Nú er bezt aö taka þaö fram áöur en lengra er haldiö, aö ekki er um neina persónulega óvild eöa illgirni hjá mér aö ræöa I garö dr. Finns eöa hans starfs- bræöra, þvert á móti m.a. hafa þeir fengiö rjúpur héöan til rannsókna t.d. 1967 i þvi skyni aö kanna hvort Grænlandsrjúpa væri hér á Vestfjöröum noröan- veröum í einhverjum mæli. Eft- ir þvi sem ég bezt veit reyndist hún vera innan viö 1%. Ariö 1975 bregzt rjúpnaveiöi aö mestu hér um slóöir og var léleg yfir landiö i heild. Margir vildu kenna um óhagstæöri veöráttu, umhleypingum og fleiru I þeim dúr. Fyrir eöa um mitt siöastliöiö sumar lætur fréttaritari út- varpsins, Haraldur Þórarinsson I Kvistási I Kelduhverfi I ljós, aö mig minnir tvivegis I fréttum, aö litiö beri á r júpu þar um slóö- ir og hald manna aö eitthvaö sé bogiö viö hámarkiö. Þetta ber saman viö áö hér sást varla rjúpa meö ungum I sumar til dæmis I rúningssamalamennsk- um. I forsíöuviötali I Tlmanum, llklega um miöjan ág. skýrir dr. Finnur frá „óeölilega hæg- um vexti I rjúpnastofninum” sem sé „afbrigöilegur hlutur” og sé hann (þ.e. dr. Finnur) til- neyddur til aö halda áfram rannsóknum f a.m.k. 1-2 ár f viö- bót. Um rjúpnaveiöina slöastliöiö ár þarf ekki aö fara mörgum oröum. Hér viö Djúp var óvenju lltiö um rjúpu. 1 útvarpinu milli jóla og nýárs haföi fréttaritari þess þá sögu aö segja af þaul- vönum borgfirzkum skyttum aö þeir heföu gengiö liölangan dag- inn án þess aö sjá rjúpu. Garöar H. Svavarsson kaupmaöur I Kjötverzlun Tómasar á Lauga- vegi 2, sem sennilega hefur flestar skyttur á sfnum vegum og fylgdist þvl öörum betur meö veiöinni i haust, sagöi I viötali viö Dagblaöiö 22. nóv. aö á Vest- ur- og Suöurlandi sjáist varla rjúpa, svolítiö sé af henni I Húnavatnssýslum og sföan vax- andieftir þvl sem austar dregur og sé mest af henni á Austur- landi. 1 sama streng er tekiö I fréttum af Héraöi I Tlmanum fyrir jólin, þar sem töluvert er sagt af rjúpu þar um slóöir I fyrsta skipti I áraraöir. Enn- fremur i útvarpsfréttum þann 14. feb., þar sem segir aö mikiö sé af rjúpu í Eskifjaröar- og Berufjaröardölum eystra og nú þann 23. febrúar var sagt og haft eftir reyndum rjúpnaskytt- um aö mikiö væri nú af rjúpu I Egilsstaöaskógi. „Reglubundnar sveifl- ur”. Þá er aö athuga kenningar fuglafræöinga. Flestar reyndar skyttur sem látiö hafa I Ijós skoöanir á þeim I mfn eyru, halda aö „reglubundna sveifl- an” f rjúpnastofninum yfir landiö allt, sé aöeins til í hugar- heimi fuglafræöinga. Víst er um þaö aö ef þeir byggja ekki á traustari grunni en viökomunni I Hrlsey f nokkur ár og aldurs- greiningu hluta af skotinni rjúpu, er ekki hægt annaö en.aö láta sér fátt finnast um slíka vfsindamennsku. Ekki þarf annaö en hressilega bleytuhrlö á óheppilegum tíma framan af sumri svo mestöll viökoma rjúpunnar a.m.k. um noröan- vert landiö geti fariö I súginn á einni nóttu og eru raunar ekki mörg ár slöan þaö geröist. Slfk áföll sneiöa e.t.v. aö mestu hjá Hrlseyjarrjúpunni og af ööru er hún ekki áreitt nema þá lítils- háttar af fálka. Hér aö framan er vitnaö I út- varps- og blaöafregnir, sem benda til aö rjúpan sé í hámarki á Austfjöröum en I lágmarki annars staöar. Dr. Finnur segir, aö siöasta hámark hafi veriö 1966. Ekki ber þvf saman viö mlnar bækur. Aö vlsu hef ég ekki öruggar samanburöartölur um veiöi hér lengra aftur en til 1967, en þó er svo mikiö vfst aö veiöi hér var óveruleg 1965 og 1966 Hér hefur veriö gengiö til rjúpna um langan aldur, og samkvæmt þvl, sem faöir minn segir, voru siöustu miklu rjúpnaárin 1927-35 og töluvert 1945 en slöan ekki svo orö sé á gerandi. Hér er kjörlendi rjúpu og nóg um nýgræöing, ber og rjúpnalauf neöan til næst á fjöll- um, en slöan skjól og fæöa I kjarrskógi. Ef ég tek saman meöaldag- veiöi mfna slöastliöin 10 ár, ættu þær tölur aö gefa nokkuö sanna mynd af rjúpnafjölda á þvl af- markaöa landi, sem ég hef mest fariö um. Veiöin er sum árin miklu meiri en svo aö nokkur llkindi séu til aö rjúpan sé borin og barnfædd innan svæöisins en sókninni er hagaö mjög svipaö öll árin. Samkvæmt minum tölum hef- ur hámark stofnsins veriö 1973 og 1974. Bæöi þessi sumur voru rjúpurnar meö ungahópana I túnum og limlestust þeir jafnvel eöa drápust í sláttuvélum, þó reynt væri aö varast þá. Er mér minni.sstætt viö rúnings- smalanir sumariö 1973 aö unga- hóparnir voru hvarvetna aö styggjast upp og voru eins og glitrandi fiörildasveimar I sól- skininu. Tvö slöastliöin sumur hefur hins vegar oröiö mjög lítiö vart viö rjúpur meö unga. Minnst var hér af rjúpu áriö 1970 og svo áriö 1975 og 1976, tvisvartil þrisvar sinnum minni meöaldagveiöi en 1973 og 1974 Veiöitalan frá 1975 er varla fyllilega marktæk sökum alveg óvenjulegra umhleypinga og stööugs útsynnings en f þeirri vindátt hverfur rjúpa héöan. Ennfremur má geta þéss, aö sama rjúpnafæöin var á allfjar- lægu en viöurkenndu rjúpna- landi sem ekkert hefur veriö skotiö á og ég fór um 1975 og 1976, og gat þvl boriö saman viö heimalandiö. Þaö er skoöun mín, aö rjúpan sé ekki staöbundin hér frekar en annars staöar, hún er flökkufugl sem hagar sér eftir veöráttu snjóalögum og fæöuöflunar- möguleikum ug er ekki einn staöur öörum kærari a.m.k. aö vetrinum. Margoft hef ég ekki fundiö far á mlnu veiöisvæöi, þó þaulleitaö hafi hátt sem lágt all- an daginn en morguninn eftir er allt oröiö krökkt af rjúpu eöa þá aö hana drlfur aö í rökkrinu úr öllum áttum, hvaö langt aö sem hún kemur þá. Hefur veiðin áhrif? „Lengi tekur sjórinn viö” var máltæki. Nú eru heimshöfin aö veröa svo menguö af ollu og hvers kyns efnaiönaöarúrgangi aö lifrlki þeirra stafar bráö hætta af. „Nógur fiskur I sjón- um” var lengi sagt, og allir vita hvernig þaö er aö breytast I öfugmæli. „Veiöi hefur engin áhrif á rjúpnastofninn” segir dr. Finn- ur og magnar þannig á hann alla þá, sem byssu geta valdiö I þessu landi. En hver er sá vfeindalegi grunnur, sem dr. Ejúpa I grastó aö vetrarlagi Finnur byggir á? Vlkjum aftur aö viötali hans viö Timann I sumar. Þar viöurkennir hann aö hafa enga hugmynd um stærö stofnsins. „Hámarkiö átti aö vera f ár, en þaö getur dregizt t.d. þar til á næsta ári eöa þá aö stofninn veröur ein- faldlega ekki stærri”. Dr. Finn- ur hefur ekki hugmynd um hvaö mikiö sé skotiö af rjúpu segir aö þaö sé vonlaust verk aö reyna aö komast aö þvl. Veiöiskýrslur hafi veriö sendar um land allt, en ekki komiö nægilegt magn til baka til þess aö hægt væri aö byggja neitt á þeim upplýsing- um og ekki heföi heldur tekizt aö fá upp þaö magn sem selt væri I verzlunum. Þeir væru vist álitnir eitthvaö skrýtnir fiskifræöingarnir okk- ar ef þeir heföu enga hugmynd gert sér um stærö fiskistofn- anna viö landiö vissu ekkert hvaöa magn væri veitt, en vildu samt láta takamark á tillögum slnum um sókn og hámarks- veiöi. Þó er dr. Finn e.t.v. fariö aö gruna aö hér sé ekki allt meö felldu. 1 nefndu Tfmaviötali segir hann „Þeirsem bezt þykj- ast vita, segja aö þetta (hinn óeölilega hægi vöxtur stofnins) sé veiöunum aö kenna, en ég er ekki sannfæröur um þaö, aö veiöarnar hafi þaö mikil áhrif”. Hræddur er ég um aö lltil þolinmæöi eöa natni hafi veriö viöhöfö viö veiöiskýrslusöfnun, aldrei hef ég a.m.k. séö slík plögg né heyrt á þau minnzt I viöræöum viö aöra veiöimenn. En ég er ekki I neinum vafa um aö nokkrar atv.skyttur I hverri sýslu og kaupstaö fengjust til aö útfylla þær af samvizkusemi ef þær yröu þeim sendar frá Náttúrufræöistofnun, þvl þær eiga mest undir þvf, aö ekki sé gengiö of nærri rjúpnastofnin- um. Ég haföi eftir fööur minum hér fyrr, aö sföasta verulega rjúpnáriö hér hafi veriö 1945. Þegar hann gekk mest til rjúpna á árunum frá 1925-1940 var þaö fátftt aö skoti væri eytt á staka rjúpu, aö hafa 2-3 f skoti var al- gjört lágmark. Nú má kallast gott aö ná rjúpu aö meöaltali í skoti. Svo aöeins sé vitnaö til eldri heimilda úr nágrenni Reykjavlkur og af Reykjanes- fjallgaröinum komst dagveiöi á mann í Henglinum 1927 eöa 1928 yfir 100 rjúpur og 1909 fengu þrjár skyttur úr Hafnarfiröi, sem lágu viö I vikutima I ná- grenni Kleifarvatns 700 rjúpur. Ekki veit ég glöggt hvaö veiöinni á þessum slóöum lföur núoröiö en heyrzt hefur aö þeir þykist góöir, sem hafa þaöan eina eftir daginn. Það getur varla hafa fariö framhjá neinum, hvaö sóknin á hendur rjúpunni hefur þyngzt hin seinni ár og þaö svo aö á landsvæöum i nágrenni þétt- býliseinkum í nágrenni Reykja- vikurogá Reykjanesskaga eru, a.m.k. um helgar aö öllum lfk- indum fleiri skyttur á ferö heldur en rjúpur. Þetta, ásamt betri skotvopnum og farartækj- um til fjallaferöa svo sem jepp- um og vélsleöum hefur útrýmt eöa flæmt rjúpuna burt af þess- um vigvöllim. Sams konar er þróunin I sveitum og I nágrenni kaupstaöa og kauptúna þó I smærri stll sé ennþá. Svo hefur minkurinri bætzt I hóp ofsækj- enda rjúpunnar og er laginn viö aö ná henni I skógarkjarri á næturnar. Meö hverju ári fækk- ar þvl og þrengir aö þeim kjör- lendum rjúpunnar, þar sem hún fær aö vera I friöi. Breytingar á veiði- timanum. Nú liggja fyrir Alþingi tillögur um breytingar á veiöitfma rjúpna, fluttar af Jónasi Arna- syni. Er þar aöallega lagt til aö veiöitfminn byrji seinna eöa fyrsta nóvember f staö fimmtánda október nú og rök- stutt meö þvt aö bæöi séu rjúpúungar ekki fullvaxnir svo snemma og eins hitt aö á góöum haustum haldi fjölskyldur enn- þá hópinn niöri f byggö um miöj- an október. Ennfremur væri minni hætta á gróöurskemmd- um og vegaspjöllum af völdum jeppaakandi veiöimanna um fjöll og heiöar aö haustum áöur en jörö frýs. Sðmuleiöis yröi þá komizt hjá þvi aö láta fyrst lög- reglu smala rjúpnaskyttum af fjöllum -sunnanlands áður en þorandi séaö smala sauöfé af þeim sömu fjöllum. Þetta er nú gott og blessaö en hitt er öllu lakara aö Jónas oröar aö bæta þessa skeröingu framan af veiöitímanum upp meö svipaöri viöbót f janúar eöa febrúar. Þaö væri aö mínu áliti rjúpnastofn- inum miklu skeinuhættari tfmi, þar eö þá er hann aö mestu kominn af fjöllum og hópast saman i kjarrskógum og dala- hliöum á takmörkuöum svæöum nærri byggö. Væri þá hætt viö aö víöa yröi hægt aö stunda fyrir- hafnalítil fjöldamorö sem ég held aö stofninn hafi engin efni á aö veröa fyrir nú sem stendur. Nær væri aö lengja veiöitfma grágæsar unz eitthvaö hefur slegiö á þann ófögnuö og ekki væri sföur nauösyn aö taka veiöibjölluna og hrafninn til bæna og etja skyttum á þann flugvarg, auk þess sem öörum tiltækum ráöum yröi beitt til aö halda honum i skefjum. Lokaorð Þetta er nú oröiö lengra mál en ég ætlaöi og hef þó farið fljótt yfir sögu. En f stuttu máli er þaö skoðun mfn aö sveiflurnar I rjúpnastofninum séu ekki reglu- bundnar og nái ekki yfir landiö I heild á sama tlma, þannig aö rjúpnamergö geti veriö á Austurl. þegar rjúpnaþurrö er hér vestanlands svo sem nú viröist vera. Þaö er fjarstæöa, aö rjúpan drepist I stórum stíl. hún færir sig til og flakkar milli landshluta I meira mæli en taliö hefur verið. Hreiöurtalning á einum staö á landinu getur þvi aldrei gefiö sanna heildarmynd af fjölda rjúpu, slíkt þyrfti aö gera á 5-6 stööum víöa um land- iö auk þess sem vor- og sumar- hret geta höggviö stór skörö I viökomuna. Sóknin I rjúpuna hefur aukizt gífurlega og hefur mikil og vax- andi áhrif á stofninn, sem senni- lega er miklu minni nú en fyrir 30-40 árum. Eg tel aö rjúpuna eigi aö nytja sem önnur landsins gögn og gæöi en I þvi hófi aö ekki sé of nærri stofninum gengiö en ég er hræddur um aö nú sé fariö aö nálgast þaö mark. Ég vona aö dr. Finnur sem og aðrir fuglafræöingar beiti sér m.a. f þvf starfi aö samræma og skipuleggja eftirlit og athugun trúveröugra manna um land allt állfiogferöum rjúpunnar, eink- um aö vetrinum. Ef þessi grein min gæti stuölaö að umræöu og athöfnum f þá átt, væri betur af staö fariö en heima setiö. f marz 1977.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.