Tíminn - 28.04.1977, Side 12

Tíminn - 28.04.1977, Side 12
12 Fimmtudagur 28. april 1977 mm STOFNINN í HÆTTU? » 1 t > ■ * M * ■ -Jfc, v/ - Inngangur „Gekk ekki vel á rjúpunni núna?” spuröi kunningi minn er ég hitti um áramótin síöustu. „Nei öðru nær,” svaraöi ég, „þaö sást varla rjúpa”. „Nú á hún ekki aö vera i hámarki?” „Þaö var nú sagt i fyrra lika og brást þá algjörlega”. „Þaö er nú ekkert aö marka kringum þig, þú ert bara búinn aö útrýma henni alveg þar”, sagöi þá kunninginn. Sömu skoðun bryddir á I annáli ársins i léttum dúr, sem fluttúr var á Þorrablót hér nýverið, þar sem talið var aö næstsiöasta rjúpan hér I sveit I heföi veriölögð aö velli skömmu 1 fyrir jól og lagt út af þvi á eftir- I farandi hátt: Rjúpnaskyttur æöa um fjöll sem óöir vargar, enga þó aö fuglinn finni, finnst oss mál aö þessu linni Nú orkar þaö varla tvlmælis aö rjúpan er oröin fyrirferöa- mesti villti fuglinn I þjóölifinu og sá sem mest fjaöraflokiö er kringum. Það viröist margir telja sig til þess kjörna aö hnjóöa I rjúpnaskyttur og finna þeim flest til foráttu, s.s. dráps- girnd og þar fram eftir götunum og gera þeir engan greinarmun á að „svo margt er sinniö sem skinniö” I okkar hópi. Viö höfum litlum vörnum haldiö uppi eöa skýrt okkar sjónarmiö og kann þaö bæöi aö stafa af þvi aö við séum lagnari aö beita byssu en penna og hinu aö viö höfum fram aö þessu haft allgóöa sam- vizku enda skákaö i hróksvaldi þeirrar yfirlýstu skoöunar fuglafræöinga aö veiöi heföi engin áhrif á rjúpnastofninn. Eftir reynslu tveggja undan- genginna ára getur þó varla far- ið hjá þvl aö ýmsar efasemdir skjóti upp kollinum hjá almenn- ingi um sannleiksgildi þeirra kenninga. Sem rjúpnaskytta langar mig aö fara hér nokkrum oröum um rjúpnaveiöar, kenningar um. háttsemi rjúpunnar og sveiflurnar i stofninum og fleira þvi tengt. Fagurt er á fjöllum í grófum dráttum finnst mér aö flokka megi rjúpnaskyttur I þrjá hópa: I fyrsta lagi eru þaö atvinnu- skyttur, sem nota hvern færan dag yfir veiðitlmabiliö. Þetta munu sennilega mest vera bændur og bændasynir ásamt slangri af skyttum úr kaup- stöðum og kauptúnum og frá þeim kemur mestöll rjúpa, sem er á boöstólum i verzlunum og er oröinn svo fastur liöur I hátiöamatnum hjá mörgum aö þeir komast alls ekki i jólaskap án hans. Stöku skyttur ná all- góöum daglaunum enda sjá margir ofsjónum yfir þvi, en gæta þess ekki aö bændum a.m.k. sem sannanlega vantar 25-30% af sinu lögboöna kaupi árlega, getur þetta veriö leiö til öflunar aukatekna. Mér er ekki kunnugt um aö þaö sé taliö Séö af brúninni ofan viö byggö- ina suöur yfir tsafjaröardjúp. ámælis- né umtalsvert að aörar stéttir vinni auka- eöa yfirvinnu til aö drýgja tekjur sinar. Þaö þarf haröfriska menn á bezta aldri til að eltast viö rjúpu myrkranna á milli i misjöfnu veöriog oftófærö, berandi meiri og minni byrðar langar leiðir. Þeir þurfa aö vera þolnir göngu- menn og fótvissir, óragir I fjöll- um og ratvisir, hafa mjög góða sjón og þekkja veiði- svæöið og háttalag rjúp- unnar, ef árangur á að verða i samræmi við erfiöi*- Til viöbót- ar 6-10 tima þanspretti þurfa svo skyttur úr sveitum oft að sinna gegningum og fleiri störf- um sem til falla i ofanálag. Veiði- og útivistareðli þarf þvi aö vera rikt i skyttunni til þess aö hún endist til þess arna. 1 ööru lagi eru þaö svo sport- eöa helgarskytturnar. 1 þeirra hópi eru margir kyrrsetumenn úr þéttbýlinu, sem fá sér holla þrekaukandi hreyfingu meö þessum hætti. Margir eru lika náttúruskoöendur meö næmt auga fyrir margbreytileika landslagsins, gróöri, veöurfari og ööru i umhverfi sinu, enda er þeim veiöin oft aukaatriöi, gott ef þeir fá I matinn fyrir sig og sina, þá eru þeir ánægöir. Þá er þriöji flokkurinn, sem e.t.v. mætti kalla skotsóöa. Fæstir I þeim hóþi eiga þaö er- indi til rjúpna eöa á f jöll aö afla sér tekna eöa njóta útivistar og unaðar óbyggöanna. Skotgleöi og drápgirni ásamt viröingar- leysi fyrir umhverfinu er þar mest áberandi og oft ekkert skeytt um hvort Jiaö er rjúpa, fálki eöa músarrindill, sem fyr- ir skotinu veröur og jafnvel skeyta þessir garpar skapi sinu á vegarskiltum og hverju sem fyrir verður. Til er aö menn séu vopnaðir rifflum sem vel myndu sóma sér viö fila- eöa ljóna- veiöar i Afriku. Lika er til aö notuö séu svo stór högl, aö lftið veröi eftir af rjúpunni. Oft er miklu meira sært en drepiö og t.d. veit ég um skyttu, sem notaöi haglabyssu og kom meö eina rjúpu og ræksni af annarri eftir daginn. Hann haföi þó notaö 23 skot og alltaf skotiö á rjúpu. Onnur rjúpnaskytta, full- oröin, lagöi af staö snemma morguns i nýsnævi og kom á slóö sem hún rakti lengi af varúðog einbeitniunz hún hvarf niöur um holu rúmlega fingur- viöa og skildist manninum þá aö hér haföi hagamús veriö á ferö. Kenningar fuglafræðinga Efalaust hefur snemma á öld- um veriö tekiö eftir þvi, hve mikill áramunur var á rjúpna- fjöldanum og liklegt aö þá hafi þaö veriö sett I samband viö ár- feröi, t.d. mun einn fimbulvetur hafa hlotiö nafnið rjúpnabani i annálum. En þaö er eklci fyrr en eftir 1925, að sögn dr. Finns Guðmundssonar, sem fariö er aö fylgjast meö sveiflum I rjúpnastofninum hér á landi og orsökum þeirra. Hina siöari ára- tugi hefur dr. Finnur veriö sá, sem helzt er vitnaö I þegar rjúp- una hefur boriö á góma.Meö rannsóknum hans og annarra á Hriseyjarrjúpunni, hreiöra- fjölda þar um ákveöiö árabil, svo og aldursgreiningu á skot- inni rjúpu, töldu visindin sig komin langleiöina til botns I leyndardómum rjúpnastofns- ins. Eftir þvl sem mér hefur skilizt eru niöurstööur þessara rannsókna I meginatriöum eftirfarandi. 1. Rjúpnastofninn nær hámarki tiunda hvert ár, siöasta 1966 er ilágmarki 2 árum slöar, en stígur siöan hægt og átti aö ná hámarki 1975 og 1976. 2. Rjúpnastofninn hrynur niður 2 næstu ár eftir hámark

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.