Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. april 1977 7 Söngleikurinn , ,Evita’ ’ bannaður í Argentínu Höfundar söngleiksins „EVITA”, þeir Andrew Lloyd Webber og Tim Rice — sem báðir eru brezkir — bjuggust við miklum vin- sældum söngleiksins i Argentinu, þar sem allir þekktu til þeirra mála, sem um var fjallað i leiknum, sem var lif og starf Evitu Peron, fyrri eiginkonu Perons forseta. Hún var afar vinsæl hjá alþýðu manna og var nánast tekin i dýrlingatölu, þegar hún dó á bezta aldri. Það fór þó á annan veg með söng- leikinn, þvi að þótt almenningur hefði áhuga á að sjá hann, þá kom það ekki til greina. Stjórnin i Argentinu harðbannaði að söng- leikurinn yrði tekinn til sýningar, og meira að segja eru plötur með lögum úr honum harðbannaðar, þará meöal litil tveggja laga plata, sem hefur flogið upp á vinsældalistum viða um heim, en á henni er lagið, sem söng- konan Julie Covington (sem við sjáum hér á myndinni) hefur gert frægt og heitir það: Gráttu ekki yfir mér, Argentina (Don’t Cry For Me, Argentina) r ^ Ef okkur tækist að draga bát apans af |( sandeyrinni Siggi og draga • / siðan bátinn til hafnar til_ skipstjórans! Þarmyndum) /^Tvið slá tvær flugur i ■-- einu höggi!_______L tmp: ITvið gætum jafnvel< fengið apann til að hjálpa okkur! Setjum út akkeri,,) Það þýðir og göbbum < að við þurf-1 hann til að toga i )ura að vera það meðan við V snjallari en \___drögum..."^ hann, en 7/ ^■k|hingað til hafa slfkar til- Auk þess er litli báturinn okkar ekki nógu afl- '’mikill til að ,draga stóra bátinn • i r raunirmis tekist! ' jafnve stranda honum .kóralrif ) þar eru við fyrs vandræðu Hvila mig. Ég hef svo mikið að gera á morgun. Tíma- spurningin Hver er afstaða þin til málmblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga? Kristinn Bjarnason, kaupmaður: Ég hef ekki haft tlma til aö hug- leiða þetta mál, en ef þetta gefur eitthvað af sér, þá er þetta í lagi. Nú ef ekki, þá er verksmiöjan óþörf. Bjarni Jónsson, skrifstofumaður: Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu. Ef íslendingar eiga meiri- hlutann i verksmiðjunni og ef grundvöllur er fyrir þvi að við þurfum aö selja orkuna, sem viö höfum komiö okkur upp, þá er þetta 1 lagi. Þorsteinn Magnússon, viðskipta- fræöingur: Hún er ekki önnur en sú, aö ég tel að þaö megi gjarnan auka fjöl- breytnina i atvinnulifinu og álit fremur að þetta sé spor i þá átt. Þess vegna legg ég blessun mina yfir þetta fyrirtæki. Þórir Lárusson, verktaki: Ég mundi halda aö til þess aö viö getum nýtt okkar stóru raforku- ver, þá þurfum viö stóran mark- aö. Gagnvart eignahluta þá álit ég að I lagi sé að við höfum sölu- aðila, en tel þó nauðsynlegt að Is- lendingar eigi meirihlutann sjáif- ir og hafi alla stjórn verksmiöj- unnar með höndum. Grétar Ólafsson, starfsmaður: Ég hef ekki myndað mér neina afstööu til verksmiöjunnar, þar sem ég hef ekki kynnt mér þetta mál nógu mikiö til aö geta myndaö mér skoöun á því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.