Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 2
Guðmundarmálið:
Mikilvæga
vitnið
komið í
leitirnar
— kemur heim af frjálsum
og fúsum vilja
Gsal-Reykjavik. —
Pilturinn féllst á að koma
heim af frjálsum og fús-
um vilja. Alþjóðalögregl-
an Interpol kom þar ekki
við sögu/ heldur höfðu
ættingjar hans upp á hon-
um og ég veit ekki betur
en að pilturinn sé á leið-
inni til landsins/ sagði
Gunnlaugur Briem saka-
dómari í samtali við Tím-
ann í gær um pilt þann,
sem dvalizt hefur erlend-
is að undanförnu og tal-
inn er búa yfir mikilvæg-
um upplýsingum i sam-
bandi við morðið á Guð-
mundi Einarssyni.
Alitið hefur verið aö pilturinn
héldi til á Spáni og höfðu ætt-
ingjar hans upp á honum þar.
Er pilturinn að sögn Gunnlaugs
kvaddur heim sem vitni i Guð-
mundarmálinu, og staðfesti
Gunnlaugur að pilturinn væri
afar mikilvægt vitni i þvi máli.
A sinum tima var Interpol
beðið um aðstoð við að finna
þennan pilt, en ekki var Gunn-
laugi kunnugt um það hvað al-
þjóðalögreglan hefði gert til
þess að hafa upp á honum.
Timinn spurði Gunnlaug að
þvi i gær, hvort talið væri að
rannsaka þyrfti Guðmundar-
málið að verulegu leyti að nýju
vegna þessa pilts. Gunnlaugur
kvaðst ekki geta sagt til um það,
enda færi það eftir þvi hver frá-
sögn hans væri.
Tveir þeirra þriggja manna,
sem játuðu á sinum tima morðið
á Guðmundi Einarssyni munu
nú hafa dregið játningar sinar
til baka, en það eru Sævar M.
Cicielski og Tryggvi Rúnar
Leifsson.
Bravó í Norðursjó:
Áfram
heldur
olíuf lóðið
— þrjár árángurslausar til-
raunir gerðar í gær til
að stöðva lekann
gébé Reykjavik. — Þrjár árang-
urslausar tilraunir voru geröar I
gær til aö stööva oliulekann á bor-
pallinum Bravó á Ekofisk-svæö-
inu í gær. Aöstæöur allar viö þess-
ar tilraunir, eru hinar erfiöustu,
og uröu hinir bandarisku sérfræö-
ingar frá aö hverfa en þeir munu
taka viö þar sem frá var horfiö i
dag og halda ótrauöir áfram til-
raunum sínum viö aö koma ör-
yggisventlinum fyrir og stööva
lekann.
Bjartmar Gjerde, iðnaðarráö-
herra Noregs, gaf út þá tilkynn-
ingu rikisstjórnarinnar i gær, að
ákveðið hefði verið að stöðva alla
oliuvinnslu á Ekofisk-svæðinu af
öryggisástæöum. Aður en óhapp-
iðáBravokom fyrir sl.föstudag,
voru framleiddar þar um 350 þús-
und tunnur af olíu á dag, þar af
190 þúsund tunnur aðeins frá bor-
turninum Bravo.
Tveir aðrir oliuturnar eru á
Ekofisk-svæðinu, Alpha og
Charlie, en eins og áðúr segir,
hefur oliuvinnsla þar verið stöðv-
uð af öryggisástæðum. Siðan á
föstudag hefur oliuvinnsla á þess-
um tveim turnum, hvað eftir ann-
að verið hætt, þegar vindátthefur
breytzt þannig að gas hefur borizt
i átt til þessara turna frá Bravó.
Súgfirzkir
bræður
fyrri til
ÞEGAR greint var frá báta-
smiði önfirzks hagleiks-
manns i Timanum i fyrradag
var látiö aö þvi liggja, að
trúlega væri þetta fyrsti
piastbáturinn, sem smiöaöur
hefði veriö á Vestfjöröum.
Þetta er ekki rétt, og hafði
Sigurjón Valdimarsson,
fyrrum sveitarstjóri á
Suðureyri, samband við
blaðið og sagði, að i fyrra
hefðu tveir bræöur á Suöur-
eyri smiðað plastbát, sem
hleypt var af stokkunum á
sjómannadaginn i fyrra.
Heitir sá bátur Stakkur.
Bræðurnir, Sveinbjörn og
Albert Jónssynir, smiðuðu
bátinn og reru þeir til fiskjar
á honum i fyrrasumar, og
reyndist báturinn I alla staði
mjög vel.
Híkisstjórnin hugar
að skattalækkun
— til að greiða fyrir samningum
MÓ-Reykjavik. — 1 athugasemd-
um meö stjórnarfrumvarpi um
breytingar á eignaskatti, sem
lagt var fram á alþingi I gær, er
gefiö I skyn, aö rikisstjórnin muni
beita sér fyrir lækkun tekju-
skatts, og jafnvel útsvars til þess
aö greiöa fyrir kjarasamningum,
sem nú standa yfir. 1 athuga-
semdunum segir m.a: Skatta-
breytingar koma þvi aöeins til á-
lita, aö samningar takist innan
þess ramma, sem ætla mætti aö
hagkerfiö þoli miöaö viö hæga
niöurfærslu veröbólgustigsins og
jöfnuö I viöskiptum viö útlönd.
Þess vegna er ekki timabært aö
leggja aö svo stöddu fyrir alþingi
tillögu i þessa átt. Skýrist linur I
kjarasamningamálum meðan
frumvarp þetta liggur fyrir al-
þingi, þ.e. frumvarpið um breyt-
ingu á tekju- og eignaskatti, má
gera ráð fyrir aö rikisstjórnin
leggi fram tillögur um breytingar
á þvi frumvarpi. Dragist þetta
fram yfir þinglok veröur að gera
ráð fyrir að nauösynlegar breyt-
Þetta er hluturinn, sem notaöur er til aö stööva oliulekann mikla
á Bravo-borpallinum. Þessum hlut veröur komiö fyrir efst á
aöalleiösluna, en efst á honum veröur loka komið fyrir, sem hægt
er aö læsa, og þar meö stööva oliuflóðiö.
Aöstæöur til vinnu á borpalli turnsins Bravo eru hinar erfiöustu
og auk þess eru sérfræöingarnir I stööugri hættu, þar sem
sprengjuhættan er gifurleg.
ingar yrðu gerðar með bráöa-
birgðalögum.
Priðji
dagurinn
til einskis
gébé Reykjavfk. — Svo viröist
sem þriöji dagurinn I þessari
viku, hafi fariö aö mestu leyti til
spillis I samningaviöræöum hinna
30 fulltrúa vinnuveitenda og 30
fulltrúa ASl. Undanfarnar vikur
hefur „boltinn” ef svo má aö oröi
komast, rúllaö á milli þessara
tveggja aöila, en hefur þó stööv-
azt öllu lengri tima hjá vinnuveit-
endum. Enda mun haft eftir ein-
um fulltrúa þeirra á göngum
Loftleiðahótelsins, sem eru mjög
vinsæl göngubraut þessa dagana,
aö vinnuveitendur væru mun
seinni aö hugsa en fulltrúár ASi,
hvaö svo sem til er I því.
Eftir fundina á miövikudag,
vöknuöu vonir manna um að
Framhald á bls. 23
■
Suðurga
þjónusti
HV-Reykjavik. — Frá og með
næstu mánaðamótum verður hús-
ið að Suðurgötu 7 i Reykjavik lagt
undir fjölþætta starfsemi á sviði
menningar og lista.
Hús þetta er eitt af elztu húsum
I Reykjavik, upphaflega byggt
árið 1833, en siðar bætt við það
eftir 1859.
Það er hópur ungs fólks, sem
kennir sig við húsið og ber þvi
nafnið Suðurgata 7, sem að starf-
semi þessari stendur, en hópur inn
hefur undanfarið ár lagt mikla
vinnu i sköpun aðstöðu i húsinu.
Hefur vinna þessi öll fariö fram i
sjálfboðavinnu og efni veriö kost-
aö af hópnum sjálfum, þar sem
Reykjavikurborg sá sér ekki fært
að sinna beiöni hans um tvö
hundruð þúsund króna styrk.
Ætlunin er að þarna fari fram
sem fjölþættust starfsemi, meöal
annars á sviði kvikmynda, mynd-
listar og útgáfu, en hópurinn
hyggst gefa út málgagn af ein-
hverju tagi.
í fréttatilkynningu frá hópnum
segir, að öll vinna i húsinu hafi
miöast við að draga fram ein-
kenni i byggingarstil þess, en
jafnframt að gera það nothæft
fyrir starfsemi.