Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 29. aprll 1977 Wívsúwí Hér má heyra söng... Nú í aprll héldu tveir helztu karlakórar Reykjavíkur söng- skemmtanir I bænum, fyrst Karlakór Reykjavíkur I Háskólablói, og síöan Karlakór- inn Fóstbræöur I Austurbæjar- biói. Karlakór Reykjavlkur haföi nýlega haldiö hátlölegt 50 ára afmæli sitt meö söng- skemmtunum, pompi og pragt, og nú var hann enn kominn á kreik, ásamt stjórnanda slnum Páli P. Pálssyni og finnskum einsöngvara, Boris Borotinskij. A efnisskránni voru 6 íslenzk lög, eftir Sigurö Þóröarson, Karl O. Runólfsson og Jón Þór- arinsson, kórverkiö Sámesiidat eftir John Persen, samiö sér- staklega fyrir Karlakór Reykjavikur á fimmtugs- afmælinu, og 6 skandinavísk lög önnur, amerlskur negrasálmur, rússneskt þjóölag, og syrpa af þýzkum lögum I útsetningu stjórnandans. Karlakórar og lúörasveitir koma mér alltaf I gott skap. A þessum tónleikum rlkir jafnan mikil stemmning, áheyrendur eru afar velviljaöir og klappa upp I ákafa, þvi þarna syngur þeirra fólk þeirra lög. Efnis- skráin var byggö upp eins og thallenzkur matseöill, þar sem hver réttur I 32-rétta máltlö er með nýju kryddi, sem ræðst á áöur-ódofinn staö á tungunni. Fyrst söng kórinn mjög hressi- lega Island Siguröar Þóröarson- ar viö ljóö Huldu, þá Kvöldljóö sama tónskálds viö texta Siguröar B. Gröndal, síöan magnaö lag Karls O. Runólfs- sonar viö ljóöiö Þjóötrú eftir Þorstein Glslason, o.s.frv. Sér- lega Ismeygilegt lag og texti er Ef þú vilt koma eftir Jón Þór- arinsson og Hannes Hafstein, sem jafnframt var endurtekiö I lok hljómleikanna sem siöasta aukalagiö (af fimm). Síöast fyrir hlé var Sáme- siidat, kórverk sem John Per- sen samdi meö styrk frá Nor- ræna Menningasjóönum I tilefni af 50 ára afmæli kórsins, og frumflutt var aö Kjarvalsstöö- um I júnl 1976. Verkiö, er eins og söngskráin segir, margslungiö og flókiö, krefst mikillar hæfni og leikni söngmanna, er sex-raddaö og yfirleitt óharmonískt, og er seiöiríagnaö og töfrandi. Textinn er „samísk” þjóövlsa frá Noröur-Noregi. og í blíðum blæ Eftir hlé tóku skandinavlsku tónskáldin viö — fyrst hressilegt lag, þá kvöldlag, sem Hreiöar Pálmason, einn af bössum kórs- ins, söng einsöng I, þá Svanur- inn viö ljóö Runebergs, sem Matthlas geröi frægan hér á landi. Finninn Boris llkist viökunnanlegu bjarndýri, meö skemmtilega sviösframkomu, hljómmikla bassarödd, og ágætan textaframborö á sænsku, ensku, Islenzku og rúss- nesku (?) Einkum naut hann sín vel í negrasálminum My Lord, what a morning, og rússneska þjóölaginu Náöuga frú. Hann var klappaöur upp á þessu stigi málsins, og söng þá Bára blá — þar fannst mér vanta ögn á hljóm I röddinni, og votta fyrir isafoldarhl jómi hjá kór- tenórunum, — síðan endur- tók Boris Náöuga frú til aö tón- leikarnir mættu halda áfram. Páll P. Pálsson hefur útsett laglega 5 alkunn þýzk þjóölög (þ.á.m. Lorelei og Góöa tungl) fyrirkarlakór, 2 klarinettur, tvö fagott og hörpu, sem flutt voru I samfelldri syrpu. Þetta tókst ágætlega að ööru leyti en því, aö miöaö viö hina björtu hljóma klarinettanna virtust kór- raddirnar dálltiö strlðar. Þessi syrpa vakti aö sjálfsögöu inikla gleöi, Góöa tungl var endur- tekiö, slöan kom Boris og endur- tók negrasálminn, og loks söng kórinn Ef þú vilt koma (kæra mln/ I kvöld er nokkuö rökkva fer, o.s.frv.) eftir Jón Þórarins- son og Hannes Hafstein. Félagar I Karlakór Reykja- víkur eru 41, hann er 51 árs, og Páll P. Pálsson hefur stjórnaö honum undanfarin ár. Efnis- skrá tónleikanna var heföbund- in, meö Islenzk og skandinavlsk ættjaröarlög aö meginuppi- stööu. Ég hefi oröið þess var, aö gamaireyndir karlakóra-aödá- endur eru orönir þreyttir á ætt- jaröarlögum. Enda hafa fram- sæknir karlakórar I seinni tlö leitaö út fyrir þennan ramma, meö misjöfnum árangri þó, og þá einkum til Rússlands og Bandarikjanna. En þar fyrir ut- an má mikiö vera ef Bretland og fleiri lönd geyma ekki fjársjóöi af lögum, sem vel henta kórum sem þessum. Hins vegar er þaö svo sem ekkert sáluhjálparatr- iöi aö fara aö breyta Islenzkum karlakórum — þaö sýndi sá mikli hugur sem var I áheyr- endum Karlakórs Reykjavlkur á þessum tónleikum. blakta fánar á stöng 1 Fóstbræörum eru 43 söng- menn, Jónas Ingimundarson stýrir kórnum, en Lára Rafns- dóttir leikur meö á píanó þar sem viö á. Þá sungu þrlr ein- söngvarar meö á tónleikunum I Austurbæjarbtói, Svala Nielsen, Kristinn Hallsson og Siguröur Björnsson. Karlakórinn Fóstbræöur er afsprengi Karlakórs KFUM, sem stofnaöur var áriö 1916. Stofnandi þess kórs, og slöan Fóstbræöra var Jón Halldórs- son. Forveri karlakórs KFUM var karlakór Sigfúsar Einars- sonar „17. júni”, en aldaraf- mæli Sigfúsar var 30. janúar á þessu ári. 1 tilefni af öllu þessu hófst efnisskrá tónleikanna nú á tveimur lögum Sigfúsar, Bæn fyrir fööurland (texti Stein- grlms Thorsteinssonar) og Sefur sól hjá ægi (ljóö Siguröar frá Arnarholti). Um þau segir Jón Þórarinsson I söngskránni: „Þau tvö lög Sigfúsar Einars- sonar sem hér eru flutt, eru meöal þeirra viöfangsefna, sem oftast hafa veriö sungin á meira en hálfrar aldar söngferli Fóst- bræðra. Og þau munu, ásamt öörum tónsmlöum hans, jafnan veröa tiltæk kórnum, meöan hann heldur tryggö viö þá köllun slna og hugsjón aö halda til haga og sýna sóma þvl bezta og fegursta, sem samið hefur verið af íslenzkum karlakórslögum”. Ég vil heyra Þriöja Islenzka lagiö á tón- leikunum var Þetta land eftir söngstjórann Jónas Ingimund- arson, sem hann samdi og gaf Fóstbræröum aö lokinni söngför til Sovétrlkjanna. Þarna kennir ýmissa grasa og margra stlla, og lagiö (verkiö) endar meö miklum krafti, þar sem segir I texta Kristjáns frá Djúpalæk: „Þetta land skamma stund bjó mér staö. Ég er strá I þess mold. Ég er þaö”. Nú tóku við ýmis út- lend lög viö Islenzka texta, og slöast fyrir hlé söng Siguröur Björnsson Rósina, rússneskt þjóölag viö ljóö Guömundar Danlelssonar. Þetta er afar undarlegt kvæöi, svo athygli vekur, og rennir stööum undir þaö sem Steinn Steinarr og aörir hafa sagt um þetta sunnlenzka skáld. Þetta er annaö erindiö af f jórum: Ég er hinn krýndi konungur viö kvöldsins nautnaborö. Þar teyga ég hin trylltu vln og tala skáldleg orö. Ogkonuna,sem kysstimig og kom meö þessa rós, ég sveik I dag. Þá drekkti , hún sér I dalafljótsins ós. Lagið er heldur alls ekki nógu gott, og þau áhrif, sem vafa- laust er veriö aö sækjast eftir, nefnilega áhrif ökuljóös meö Stefáni Islandi, nást ekki. glaðan goluþyt Nú kom höfuöréttur tónleik- anna, Óður um Island eftir Þor- kel Sigurbjörnsson og Hannes Pétursson. Verk þetta samdi Þorkell sérstaklega fyrir Fóst- bræöur, og tileinkaöi kórnum og stjórnanda hans, Jónasi Ingi- mundarsyni. Þetta er mjög lofs- vert framtak hjá öllum hlutað- eigandi, — tilraun til aö vikka verkefnaval kórsins út fyrir heföbundinn ramma ættjaröar- laga, auk þess sem verk af þessu tagi gerir meiri kröfur til söngmanna en stutt lög. Hins vegar má sitthvaö aö verkinu finna, — bæöi er þaö nokkuö langdregið á köflum og tilbreyt- ingalltiö, en verst þótti mér þó hve hnökrótt lagið féll oft á tlö- um aö textanum: bæði lenda á- herzlur lagsins iðulega á auka-oröum, en aöaloröin detta niöur, og áherzla kemur á óeöli- lega orö-hluta (vegBoöi, boGa). Mætti llfga upp á flutninginn meö þvl aö slá trumbu meö framsagnar-köflunum, t.d. ...og er hann lét lausan hinn fyrsta....", og „Auga fuglsins alsá þetta land I vorskini”. Ann- ars var margt ánægjulegt aö heyra I verki þessu, og kórinn flutti þaö vel, eins og raunar allt annaö. og fuglaklið En karlakórinn Fóstbræöur lét sér ekki nægja aö flytja óö um tsland, heldur sveiflaði hann sér út í heimsbókmenntir söngs- tónlist ins, með atriöum úr tveimur óperum, Valdi örlaganna og II Trovatore. Svala Nielsen söng einsöng ásamt Kristni Hallssyni I fyrri kaflanum, en meö Siguröi Björnssyni I hinum siöari. Bæöi þessi atriði voru of löng, meö löngu einsöngs-recitativi áöur en kórinn — tilefni tónleikanna — fengi að láta til sín taka. Hér er ennþá tilraun til aö finna nýj- an og ferskan farveg fyrir kór- söng, og spreyta sig á nýjum viöfangsefnum. öllu var þessu vel og innilega fagnaö, og hluti úr Valdi örlaganna var endur- tekinn, slöan söng kórinn auka- lag: Einu sinni svanur fagur/ söng af kæti um loftih blá. Þá var sungiö tvisvar, vegna fjölda áskorana, lag viö texta sem mér heyröistaf stilnum aö gæti veriö eitt af slöustu ljóöum Æra-Tobba. Og enn söng Sig- urður Björnsson Rósin.a viö texta Guðmundar Danlelssonar. og fossanið Síöasta aukalagiö á tónleikun- um var Hæ, tröllum, sem var sungiö af svo miklum þrótti, aö nóturnar fuku af púlti stjórn- andans I miö-hæinu. Hann lét þaö ekki á sig fá og stjórnaöi ó- trauöur blaölaust út lagiö. Aö lokum vil ég leyfa mér aö taka undir orö Anatóll Manú- kofs I Leníngrad, sem prentuö eru I söngskránni: „Ef ég heföi ekki vitaö þaö fyrirfram, aö I Fóstbræörum eru menn sem stunda ýmis störf, heföi ég hald- iö aö þeir væru allir atvinnu- söngmenn. Raddgæöi kórfélaga eru mikil og þeir láta vel aö stjórn Jónasar Ingimundarson- ar kórstjóra. Undirleikur Láru Rafnsdóttur fellur vel og eöli- lega inn I flutninginn”. 27.4. Siguröur Steinþórsson. Jónas Ingimundarson stjórnandi Fóstbræöra. Páll Pampichler Pálsson stjórnandi Karlakórs Reykjavlkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.