Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 10
10 ivmvm Föstudagur 29. aprll 1977 borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgar Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Skipulag í mótun Lengi var þaö svo, aö skipu- lagsmál vöföust fyrir stjórnend- um Reykjavikurborgar, enda oft- ast á umliönum áratugum horn- reka málaflokkur, sem litill gaumur var gefinn. Fyrst munu hugmyndir um gerö ákveöins skipulags hafa séö dagsins ljós i borgarstjórninni áriö 1927, en fyrsta borgarhverfiö, sem byggt er samkvæmt fyrirfram geröu skipulagi, er Noröurmýrin milli núverandi Snorrabrautar og Rauöarárstigs. Noröurhluti þessa hverfis er skipulagöur 1934. A þeim árum geröu menn sér ákaílega óljósar hugmyndir um vöxt borgarinnar og þörf fyrir ný byggingarsvæöi. Þannig var Hringbrautin hugs- uö sem ytri borgarmörk og taliö óllklegt aö út fyrir þann ramma þyrfti byggöin aö fara. Uppbygging án skipu- lags Allt fram til 1960 er litiö unniö að skipulagsmálum i Reykjavik. Borgin þróast og vex næstum af sjálfu sér. Þetta skipulagsleysi varö þess valdandi, aö til uröu algjörlega óskipulögö hverfi eins og Blesu- grófin og Múlahverfiö meöfram Suðurlandsbrautinni. Af þessu skipulagsleysi hefur borgin verið aö súpa seyöi alveg til þessa dags. Aðalskipulagið 1962 Aöalskipulagiö frá 1962 mark- aöi algjör timamót I skipulags- málum borgarinnar. Um þetta skipulag var ekki ágreiningur i borgarstjórn og tillaga um sam- þykkt á þvi borin fram i borgar- stjórn af fulltrúum allra flokka. Framkvæmd á aöalskipulaginu hefði hins vegar orðið mjög dýr, ef i hana heföi veriö ráöizt aö nokkru marki. Einkum var gert ráö fyrir miklum umferöarmann- virkjum og niöurrifum húsa til aö koma umferöarbrautum fyrir. Reyndin varö hins vegar sú, að sáralltiö var framkvæmtaf þeim tillögum og hugmyndum, sem settar voru fram i aöalskipulag- inu 1962. Þær framtiöarspár, sem þá voru geröar, um þróun byggö- ar, aukningu umferöar og fleirá af sliku tagi, hafa með öllu brugö- izt. Umferðargöturnar hafa dugaö betur til aö anna auknum bila- fjölda, en áætlað var. Fólksfjölg- un i borginni hefur oröið miklu hægari, en ný hverfi hins vegar byggð upp af meiri hraöa en ráö- gert var, og aö sama skapi oröiö fækkun i gömlu hverfunum. Þaö má þvi segja, aö lán hafi veriö i ó- láni, hve hægfara borgar- stjórnarmeirihlutinn var viö framkvæmdir skv. aöalskipulag- inu. Kristján Benediktsson Nýja skipulagið Undanfarin tvö til þrjú ár hefur þróunarstofnunin unnið að endur- skoöun aöalskipulagsins. Sú vinna hefur nú verið kortlögö og færö i tillögubúning. Liggja tillögur um breytingar hér fyrir. Þar er um aö ræöa miklar breytingar bæöi aö þvi er varöar landnotkun, nýtingarhlut- fall og gatnahverfi. Flestar þessar breytingar virö- ast mér vera til bóta. Auk breyt- inga frá aðalskipulagi i gamla bænum er skipulagt nýtt svæöi noröan Grafarvogs, svonefnt Úlfarsfellssvæöi. Eins og viö gerö aðalskipulags- ins á sinum tima fylgja endur- skoöuninni nú ótal spár um þróunina út skipulagstimann, sem nær til 1995. Þannig er þvi spáö aö I lok skipulagstimans veröi Ibúar i Reykjavik 102.020. Þetta þýðir aö fjölgun er spáö innan við 1000 á ári. Til að mæta ibúöarþörf þeirrar aukningar þarf ekki aö byggja hér nema 350-400 ibúöir árlega næstu árin, sem er um þaö bil helmingi minna en verið hefur að undan- förnu. Tvenn mistök á siðasta ári Aöur en ég vik aö hinu nýja svæöi norðan Grafarvogs, sem ég munfjalla litillegaum,vilég geta tveggja skipulagsákvarðana, sem teknar voru á s.l. ári og nú mun búiö aö staöfesta. Báöar þessar ákvaröanir voru rangar aö minum dómi og okkar fram- sóknarmanna, enda böröumst viö gegn þeim af mikilli hörku á sin- um tima. Hin fyrri var ákvöröun um skipulag á Reykjavikurflugvelli, meö óbreyttri legu flugbrauta og framtiðarbyggingum vestan við öskjuhliöina og sunnan núver- andi austur-vesturbrautar. Viö töldum mun betri lausn felast i svonefndri skekktri a-v braut, þannig aö öskjuhliöin væri ekki i fluglínu. Hin siðari var ákvörðun um færslu Hringbrautarinnar niður undir enda na-sv. brautar flug- vallarins, þ.e. niöur fyrir þær byggingar, sem nú eru I undirbún ingi á vegum Háskólans sunnan núverandi Hringbrautar. Þessi ákvöröun hefur alveg gifurlegan kostnaö i för meö sér, en er gerö til aö Landspitalinn geti fengiö samfellda lóö. Báöar þessar skipulagsákvarö- anir voru rangar aö dómi okkar framsóknarmanna, og eiga eftir aö vera afdrifarikar er timar líöa. Góð vinnubrögð Vinnubrögð við endurskoðun skipulagsins hafa aö minum dómi veriö mjög góö. Skipulagsnefnd hefur sl. tvö ár unnið náiö meö þróunarstofnuninni. Auk hinna föstu fulltrúa i skipulagsnefnd áttu allir flokkar i borgarstjórn þess kost aö hafa sérstakan mann á öllum þeim fundum skipulags- nefndar, þegar fjallað var um aðalskipulagið. Þannig var jafnharðan hægt að koma á framfæri athugasemdum og tillögum. Þetta höfum viö framsóknarmenn notaö okkur vel, enda erum við i meginatriö- um sammála þeim tillögum, sem hér liggja fyrir. Fulltrúi okkar i skipulagsnefnd, Helgi Hjálmars- son, arkitekt, og Guömundur G. Þórarinsson, verkfræöingur, sem sat flesta þá fundi, þegar um skipulagiö var fjallaö, hafa báðir aö minum dómi unniö frábært starfog komiö mörgum gagnleg- um og góöum hugmyndum á framfæriog I tillögubúning. Kann ég þeim báöum miklar þakkir fyrir störf þeirra aö þessum mál- um. Fr a mtiða r by ggð Tillögur þær sem hér liggja fyr- ir skiptast i fjóra meginþætti. Þeir eru: Framtiöarbyggð, endurnýjun eldri hverfa, aðal- gatnakerfi og Fossvogsbraut. Fallið hefur i minn hlut að gera grein fyrir afstööu okkar fram- sóknarmanna til þess kafla, sem fjallar um framtlðarbyggð. Hér er um aö ræða svæöi norðan og austan Grafarvogs ásamt meö Geldinganesi. A svæöinu full- byggðu er gert ráö fyrir 50 þúsund ibúa byggö, sem skiptist i 5 meginsvæöi. Aðalskipulagiö frá 1962 geröi ráö fyrir, aö byggöin mundi þró- ast suður á bóginri og þá i sam- vinnu viö önnur sveitarfélög á þvi svæöi. Frá þeirri hugmynd hefur veriö horfiö. Breyttar forsendur valda þvi, aö ég tel ekki siöra, að byggöin þróist noröur og austur. Kemurþað m.a. til, aö hraöbraut ernú komin allt til Kjalarness og mikil byggö i Mosfellssveit. Eöli- legt virðist aö sá byggöakjarni tengist I framtiöinni meginbyggö- inni. Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi SKIPULAGIÐ ÞABF SÍFELLT AÐ VERA í ENDURSKOÐUN Aö baki þeirrar endurskoöunar Aöalskipulags Reykjavikur sem nú er lögö fram, liggur mikiö og gott starf. Ég tel sérstaka ástæöu til aö þakka forstööumanni Þróunar- stofnunar, Hilmari ólafssyni arkitekt, og öllu hans starfsfólki þessa árangursriku vinnu. Einnig er ástæöa til aö þakka þeim ýmsu hæfu innlendu sérfræöingum, sem fengnir hafa veriö til starfa og siöast en ekki sfzt er ástæöa til aö þakka skipulagsnefnd mikiö og gott starf. Þau vinnubrögð, sem hafa ver- iö viöhöfö viö þessa endurskoöun, eru mikil breyting frá gerö Aöal- skipulags Reykjavikur 1962. Aö þvi skipulagi unnu aö mestu er- lendir sérfræöingar og þekking og reynsla fór úr landi meö þeim. Nú hefur skipulagsvinnan veriö aö mestu unnin af innlendum aö- ilum. Þekking og reynsla hafa aukizt i landinu og geta oröiö grunnur aö áframhaldandi skipu- lagsstarfi öllu höfuöborgarsvæö- inu til hagsbóta. Endurskoðun hefur dregizt Aö visu er þessi endurskoöun aöalskipulagsins nokkuö seint á ferö. Akvæöi i skipulagslögum kveöa á um, aö aöalskipulag skuli endurskoöa á 5 ára fresti. Forséndur Aöalskipulagsins frá 1962 eru nú 15 ára gamlar, þegar endurskoöun liggur fyrir. Mig rekur minni til, aö i desember 1973 var samþykkt tillaga I borgarstjórn þess efnis aö endur- skoöun aöalskipulagsins skyldi lokiö áriö 1974. Þetta tókst þó ekki og nú þrem árum seinna liggur endurskoöunin fyrir. Aö minu mati er þó endapunkt- ur endurskoöunarinnar ekki aöal- atriöi meöan unniö er af fullum krafti aö endurskoöuninni. Aöalatriöiö er stööug endur- skoöun. Viö skipuleggjum ekki Reykjavik I eitt skipti fyrir öll. Meö þessari endurskoöun er eng- um lokaáfanga náö. Sérstaklega er ástæöa til aö leggja áherzlu á áframhaldandi starf viö endurskoöun aöalskipu- lagsins. Þó aö ég hafi á undan- förnum árum lagt mikla áherzlu á endurskoöun aöalskipulagsins hef ég ekki séö neina ástæöu til að flytja tillögu um aö hraöa end- urskoöuninni þar eö ég hef fylgzt meö því aö unnið hefur veriö af fullri samvizkusemi aö þessu starfi. Þaö er erfitt aö spá um framtlö- ina, forsendur breytast og þvi er nauösynlegt aö láta ekki hér staö- ar numiö. Forsendur hafa breytzt Ýmsar forsendur aöalskipu- lagsins frá 1962 hafa reynzt mjög rangar. Má þar nefna t-d. for- sendur gatnakerfisins, svo sem bilafjöldi hefur aukizt meira en gert var ráö fyrir þá. Feröafjöldi pr. bil er minni en gert var ráö fyrir þá. Kröfur Aðalskipulagsins frá 1962 um bilastæöi I miöborginni eru ekki taldar raunhæfar nú. Töluverö frávik hafa orðið bæöi í landnotkun og landnýtingu frá þvi sem Aöalskipulagiö geröi ráö fyrir. Guömundur G. Þórarinsson. Umferöarsköpun og drægni ná- grannasveitarfélaga er sýnu meiri en gert var ráö fyrir þá. Fólksfjöldi á nesinu er mun minni en Aöalskipulagiö geröi ráö fyrir o. s. frv. o. s. frv. Enda hefur endurskoöun Aöal- skipulagsins nú leitt til mjög veigamikilla breytinga sérstak- lega á umferöaræðum og umferö- armannvirkjum. Aætlun um dýrar og viöamiklar umferöargötur eru felldar niöur og sama má segja um umferöar- mannvirki. Engin rök mæla meö þvi aö þær forsendur, sem nú hafa verið not- aöar viö endurskoöun aðalskipu- lagsins muni reynast réttar eftir 5-8 ár, en forsendur Aöalskipu- lagsins frá 1962 reyndust. Enn er því ástæöa til aö Itreka nauösyn þess að þetta endurskoö- unarstarf veröi ekki látið falla niður, heldur áfram unniö aö stööugri endurskoöun. Sérstaklega er ástæöa til þess, áöur en ráöizt er I framkvæmdir mikilla mannvirkja á skipulags- tlmabilinu aö endurmeta forsend- ur og reyna aö rýna inn i framtiö- ina. Þessari endurskoöun fylgir engin framkvæmdaáætlun né timasetning einstakra þátta. Þótt ég telji vel aö þessari endurskoö- un staöiö, er ég ekki sammála öll- um niðurstööum hennar. Borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins hafa i framhaldi af þessari endurskoöun lagt fram nokkrar tillögur ásamt greinar- geröum. Borgarfulltrúi Kristján Bene- diktsson hefur nú fjallað um við- horf okkar til framtiöarbyggöar og deiliskipulagningar hinna ein- stöku svæöa. Endurnýjun eldri hverfa 1 greinargerö borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um endur- nýjun eldri hverfa kemur fram aö við erum sammála niöurstööum um endurnýjun eldri hverfa I öll- um meginatriöum. Viö teljum rétt aö skipta skoöunarsvæöinu I framkvæmdasvæöi, endurnýjun- arsvæöi og verndarsvæöi sam- kvæmt þeim skýrgreiningum sem fram hafa komiö og teljum mörk þessara svæöa eölileg. Viö teljum rétt aö viöhalda sem bezt svipmóti eldri hverfanna og miöa uppbyggingu viö flutnings- getu núverandi gatnakerfis. Viö teljum rétt aö lækka kröfur um bilastæöi fyrir annaö húsnæði en ibúöarhúsnæöi frá kröfu Aöal- skipulagsins um 1 bilastæöi fyrir hverja 50 ferm. húsnæöis i 1 stæöi fyrir hverja 150 ferm. ásamt auknu bilastæði I jöörum svæöis- ins i tengslum viö helztu umferö- aræöar. Viö teljum rétt aö sporna gegn fólksflótta úr miöborginni og þvi rétt aö hækka nýtingarhlutfall á- kveðinna reita undir ákveönum skilyröum ásamt þvi aö æskilegt er aö byggja upp f skörö I húsa- rööum. Auövelda þarf ungu fólki aö kaupa húsnæöi f gamla bænum með þvf aö hækka lán Húsnæðis- málastofnunar rfkisins til kaupa á eldri íbúöum. Þannig má sporna gegn aðskilnaöi kyn- slóöanna, sem nú á sér staö f borginni þar sem unga fólkiö flyzt allt f nýju hverfin, en eldra fólkiö situr eftir í gömlu hverfunum. Slfkt mundi og stuðla aö betri nýt- ingu ýmissa stofnana, svo sem skóla. Taka ber til gaumgæfilegrar athugunar tillögur Teiknistofunn- ar í Garöastræti um fram- kvæmda- og endurnýjuriarsjóö til þess aö stuöla aö endurnýjun f eldri hverfum. Skipulagsyfir- völd veröa aö fylgjast mjög náiö meö ailri þróun mála i eldri hverfum og veigamikiö atriöi til þess aö auövelda uppbyggingu i þessum hverfum er aö einhver einn ákveöinn aöili hjá borginni geti veitt einstaklingum sem þar vilja byggja allar upplýsingar og vfðtæka þjónustu. Annars er veruleg hætta á aö þessar tillögur um endurnýjun eldri hverfa veröi aöeins strik á blaöi. Framhaid á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.