Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 29. april 1977
9
Wímtm
borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgar
THKMSTOFAN GARÐASTRÆTI 17 001272
LANDNOTKUN
i&uoarsvaoi uid&ajarsvædi
’sV/fflí STOFNANIR HBB OFIN SVA.DI
76-11 BHl LÉTTUR IDNADUR B3I FKAMKVA.MDASVA.DI
Hér sést skipting svæöisins miðaö viö landnotkun. t grófum
dráttum er um aö ræöa hrein ibúöarsvæöi, stofnanir, iéttan iön-
aö, miöbæjarsvæði, opin svæöi og framkvæmdasvæði.
gerö og fyrirkomulag húsa
sinna sjálfir.
Of strangir byggingaskilmálar
binda hendur manna nú um of
varðandi byggingarreit, þak-
form o.s.frv. og valda augljós-
um óþarfa erfiðleikum og á-
greiningi.
Strangir skilmálar varöandi
byggingarreit og þakform
valda þvi, aö einstaklingarnir
ráöi næsta litlu um útlit húss
sins, erfitt getur oröiö aö full-
nægja lánareglum Húsnæöis-
málastofnunar rikisins, gjöld
borgarinnar, sem eru rúm-
málsgjöld og miöast viö brúttó-
rúmmál veröa óeölilega mis-
munandi eftir hverfum o.s.frv.,
o.s.frv.
3. Nauösynlegt er, aö skipu-
lagsyfirvöld borgarinnar setji
þeim fyrirtækjum, er ráöin
veröa til deiliskipulagningar,
ákveöinn starfssamning, þar
sem fram komi ákvæöi um inn-
an hvaöa ramma vinna skuli
fara fram og hvaöa markmiö-
um skuli stefnt aö.
Meö þvi má fá fram nokkurt
samræmi i vinnu hinna ýmsu
fyrirtækja, er aö deiliskipu-
lagningu vinna og freista þess
aö nýta reynslu frá þeim hverf-
um, sem nú eru fullbyggö”.
(þessari tillögu var visaö til
borgarráös)
Eignarhald á
landinu
,,Um leiö og borgarstjórn sam-
þykkir aöalskipulag fyrir fram-
tiöarbyggö á Úlfarsfellssvæöi
felur hún borgarstjóra aö ganga
hiö fyrsta frá makaskiptum eöa
kaupum þess lands, sem umrætt
skipulag tekur til og er I annarra
eigu en borgarinnar. Jafnframt
veröiathugaöir möguleikar á þvl,
aö borgin fái ráöstöfunarrétt á
landsvæöi því, sem liggur inn
meö úlfarsfelli aö sunnan, þar
sem þaö land er i eölilegum
tengslum viö hiö nýskipulagöa
svæöi”.
Mikilsvert er, þegar land er
skipulagt, aö umráöaréttur þess,
er skipuleggur, sé ótviræöur. Al-
kunna er, hve verömæti lands-
svæöa aukast gifurlega eftir aö
þau hafa verib skipulögö undir
byggingar. Hefur Reykjavikur-
borg stundum fengiö f járhagsleg-
an skell af þessum sökum. Nær-
tækt dæmi um sllkt er Selhrygg-
urinn i Breiðholti II, en þar kost-
aöi landspilda nær 60 millj. króna
eftir aö búiö var aö skipuleggja á
henni byggö og hefja fram-
kvæmdir.
Um seinni hluta tillögunnar er
þaö aö segja, aö svæöiö inn meö
Úlfarsfelli aö sunnan milli Korpu
og fellsins liggur skipulagslega
afar vel sem framhald þeirrar
byggöar, sem ráögert er aö risi I
Lambhagalandi. Þetta er aö visu
mál framtiðarinnar, en varla
sakar að búa i haginn fyrir næstu
kynslóöir.
(Þessari tillögu var visaö til
borgarráðs)
Svipmót gömlu
Reykjavíkur
Tillögur varöandi endurnýjun
eldri hverfa eru aö mestu i sam-
ræmi við skoðanir Framsóknar-
manna og tillögur fulltrúa þeirra I
skipulagsnefnd.
Rétt er aö leggja áherzlu á
eftirtalin atriöi:
1. Halda ber svipmóti gömlu
Reykjavikur og endurnýjun
eldri hverfa og uppbygging
veröur aö taka miö af þvi.
2. Nýta ber núverandi gatnakerfi
svo sem bezt er kostur á, og
gæta samræmis milli innra og
ytra umferöarkerfis.
3. Fylgjast veröur náiö meö upp-
byggingu svæðisins og endur-
meta forsendur hverju sinni.
Mikiö umhugsunarefni hlýtur I
þvl sambandi aö vera, hvaöa
tölur á aö staðnæmast viö um
fermetrafjölda atvinnuhúsnæö-
is og ibúöarhúsnæöis.
4. Gæta þarf þess, aö þessar til-
lögur veröi ekki bara strik á
blaði. Skipulagsyfirvöld borg-
arinnar veröa á hverjum tlma
aö hafa góða yfirsýn yfir þróun
mála og frumkvæöi um deili-
skipulagningu reita.
Verndunar-
sjónarmið
Umræöa sú, sem fram hefur
fariö um verndun gamalla húsa,
hefur aukiö skilning margra á þvi
aö fara skuli gætilega, þegar um
byggingarframkvæmdir er aö
ræöa I eldri hverfum borgarinn-
ar.
Þaö kann aö eiga sinn þátt i
allri þessari umræöu, hvaö nýju
hverfin hafa byggzt ört og hve
lengi þarf oft aö blöa þess, aö um-
\>
UMRÆÐUTUAGA 2
BSDURNÝJUN BDRI RVERfA
TaCNSTOfAN GARÐASTRÆTI 17
GATNAKERR
ÍBÚCARSVÆOI r- ■ j I SAFhBRALTT
j UMfð£ARÆD l FL -.»4 HÚSAGATA
i UMFERDARÆÐ 2.R.
001271
Veigamiklar breytingar hafa veriö geröar á umferöarkerfi gamla bæjarins. Horfiö er frá aö
leggja Suöurgötu gegnum Grjótaþorp og gera Grettisgötu, Amtmannsstig og Kirkjustræti aö
veigamestu umferðabraut gamla bæjarins. Þá er frestaö ákvörðun um Geirsgötubrú meöfram
höfninni.
hverfiö verði aögengilegt og aö
þjónusta og félagsleg aöstaöa
komist á legg.
Eitt meginsjónarmiö meö þvl aö
viöhalda llfi og varöveita þaö I
eldri hverfunum er þaö aönýta þá
fjölbreyttu aðstöðu, sem þar
hefur þróazt bæöi I þjónustu- og
atvinnulegu tilliti, auk þess sem
umhverfiö er aö jafnaði rótfast og
gróiö. Endurnýjunin og uppbygg-
ingin verður aö vera I samræmi
viö þá möguleika, sem fyrir hendi
eru.
Þvl miöur er þaö svo, aö oft
gætir öfga, þegar þessi mál ber á
góma, og sýnist sitt hverjum.
Menn skipa sér gjarnan I hópa
meö eöa á móti, þannig aö um-
ræöan veröur óraunsæ. Umhverf-
ismál og skipulag þarf alltaf aö
skoöa frá vlöum sjónarhól meö
hliösjón af hinu fjölbreytta lifi,
sem borgina prýöir. Brýna nauö-
syn ber þvl til aö stefna sé mörk-
uö, sem tekur til þeirra þátta,
sem máliö varöar.
Hér er um 'aö ræöa menningar-
legt og umhverfislegt mat auk
skipulagslegra sjónarmiöa.
Skipulag reita og hverfa i gamla
bænum er flóknara og erfiöara
verkefni en skipulag nýrra hverfa
vegna umhverfisverndar og sam-
ræmingar, lagalegra atriöa og
ýmissa stefnumarkandi þátta, er
inn I máliö koma.
Nauðsynlegt er, aö þeir, sem
byggja vilja I gamla bænum eöa
endurnýja hús, geti snúiö sér til
eins aðila á vegum skipulagsyfir-
valda, er hæfur sé til aö veita
nauösynlegar upplýsingar, koma
sjónarmiöum skipulagsyfirvalda
á framfæri, aöstoða viö lausn
málsins og hafa frumkvæöi aö
henni.
1 framhaldi af þvi, sem hér er
sagt, hlýtur aö vekja nokkra
furðu, hve hljóölát umræöan um
nýju hverfin er. Þaö er þó vitaö,
aö þar er viöa pottur brotinn.
Stefna
rikisvaldsins
„Staösetning opinberra stofn-
ana á vegum rikisins hlýtur aö
hafa veruleg áhrif á framkvæmd.
og úrvinnslu aöaiskipulags borg-
arinnar á hverjum tima. Telur
borgarstjórnin, að nauösynlegt
sé, aö rikisvaldið marki sem fyrst
ákveöna heildarstefnu varöandi
staðsetningu rikisstofnana innan
borgarmarkanna I framtiöinni.
Til þess aö koma þessum mál-
um I fastara horf telur borgar-
stjórnin nauösynlegt, aö sett
verði á fót samstarfsnefnd skipuö
fulltrúum rlkisins og borgarinnar
til aö fjalla um byggingarmál
rikisins aö þvi er staösetningu
bygginga varöar. Felur borgar-
stjórnin borgarstjóra aö hrinda
þvl máli I framkvæmd”.
(Þessi tillaga var samþykkt meö
14 samhljóöa atkvæöum)
Engar ákvarðanir um
Fossvogsbraut
Tillögur um aöalgatnakerfi
staöfesta þær efasemdir, sem
borgarfulltrúar Framsóknar-
flokksins hafa um árabil varpaö
fram I borgarstjórn varöandi
samþykktir Aöalskipulags
Reykjavlkur frá 1962, þar sem
gert er ráö fyrir lagningu Suöur-
götu gegnum Grjótaþorp, breikk-
un Grettisgötu og lagningu Geirs-
götubrúar yfir hafnarsvæöið.
Rétt er aö slá ákvöröun um
Fossvogsbraut á frest eins og til-
lögur skipulagsnefndar gera ráö
fyrir.
Kanna þarf fleiri
möguleika
„Samþykkt skipulagsnefndar
gerirráö fyrir sérstakri þjónustu-
braut fyrir höfnina, óháða gatna-
kerfi borgarinnar, og er þaö vafa-
laust til bóta.
Gert er ráö fyrir, aö ný braut
veröi sett milli Mýrargötu og Ný-
lendugötu, meö þvi aö fjarlægja
húsin, sem þar standa.
Þessar þrjár brautir mynda
fyrirferöarmikla rás I gegnum
byggöina og spilla henni sem
heild.
Borgarstjórn samþykkir aö
lcita fleiri möguieika á lausn
þessa máls meö deiiiskipulagn-
ingu fyrir hafnarsvæöiö og Ibúö-
arhverfiö”.
(Tillögunni var vlsaö til skipu-
lagsnefndar &g borgarráösl
Ekkihraðbrautsunnan
öskjuhliðar
„Tillögur skipulagsnefndar
gera ráö fyrir legu Hllöarfóts yfir
ákjósanlegt útivistarsvæöi I borg-
inni, þ.e. meöfram strönd Foss-
vogs.
Borgarstjórn samþykkir aö feia
Þróunarstofnun aö kanna mögu-
leika á aöleggja þessa umferöar-
braut norðan öskjuhliöar”.
(Tillögunni var vlsaö til skipu-
lagsnefndar og borgarráös).
-------------------------—--------VJ ---------- 1 ——
borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgarmál borgar