Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 29.04.1977, Blaðsíða 19
Föstudagur 29. april 1977 19 Þetta myndarlega lið stóð að sýningunum á Kjarnorku og kvenhylli I Kelduhverfi 1300 manns sáu Kj ar nor kuna í Kelduhverfi Aðal- fundur Samtaka sveitar- félaga á Suðurlandi JB-Rvlk. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi var haldinn i ölfusborgum dagana 26.-27. april s.l. A fundinum bar fjölmörg mál á góma og margar ályktanir voru gerðar, en um sex- tiu til sjötiu fulltrúar ásamt nokkrum gestum sátu fundinn. A meðal gesta var Bjarni Einars- son, frá byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar rfkisins og Guðmundur Sigfússon fulltrúi frá landbúnaðarráðuneytinu, en hann flutti erindi um landbúnað og afkomu hans. Gerðu fundar- menn góðan róm að málflutningi þeirra. Nokkrar lagabreytingar voru geröar, og var þar á meðal ákveðið að breyta nafni samtak- anna. 1 stað þess að heita Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi heita þau nú Samtök sunnlenzkra sveit- arfélaga. Ennfremur var ákveöiö að breyta lögum um stjórn sam- takanna. Fram til þessa hefur hún veriðskipuösjömönnum.en I stað þess var nú kosin ellefu manna fulltrúaráö, sem kýs úr sinum röðum fimm manna fram- kvæmdastjórn og einn af þeim verður formaður samtakanna, en þessi breyting mun vera gerö til þess aö fá meiri breidd I ákvaröanatöku innan samtak- anna. Þeir, sem kosnir voru I full- trúaráðið, eru þeir Ingimar Ingi- marsson Vik, Siggeir Björnsson Holti, ölvir Karlsson Þjórsártúni, Sigurður Haraldsson Kirkjubæ, Ólafur Sigfússon Hjarðartúni, Óskar Magnússon Eyrarbakka, Jón Eiriksson Vestmannaeyjum, Siggeir Kristjánsson Vestmanna- eyjum, og Reynir Guösteinsson Vestmannaeyjum. Eins og fyrr segir var fjöldi ályktana samþykktur, og fjölluðu þær t.a.m. um samgöngumál, orkumál, menntamál og atvinnu- mál. 1 ályktun um samgöngumál er m.a. fagnað þeim áfanga, sem náðist með tilkomu Herjólfs, og var sagt, aö þar með hafi orðiö bylting I samgöngumálum Vest- mannaeyinga, sem geri þeim kleift að komast I beint samband við vegakerfið i landinu. Að auki er lýst yfir ánægju með þá yfir- lýsingu samgönguráðherra, að smiði ölfusárbrúar við Óseyrar- nes veröi hafin strax að lokinni brúargerð yfir Borgarfjörð. Þá gerði fundurinn og ályktun um orkumál þar sem m.a. var lögö á- herzla á að uppbygging 3ja fasa rafmagnsdreifikerfis á Suður- landi verði komið á innan fjög- urra ára. Um menntamál voru allmargar samþykktir gerðar, en þar var efst á baugi, að komið yrði á skipun framhaldsmenntun- ar I héraöinu. Einnig samþykktu fundar- menn miklar ályktanir um at- vinnumál auk annarra mála. Leiðrétting t grein Guðjóns Teitssonar i blaðinu i gær varð þvi miður i kaflanum: „Pendúlferðir”, brú ogferjur.brenglun i prentun. Þar átti að standa: Athyglisvert ósamræmi er i þvi annars vegar að verja langdrægt 100 millj. kr. af almannafé I ferju og hafnamannvirki til að spara akstur og kostnaðaf vegi fyrir Hvalfjörð og hins vegar að verja úr sama sjóði tvisvar til þrisvar sinnum hærri fjárhæð á ári til Vestmannaeyjaferju, þar sem fylgir aukinn akstur, aukinn vegakostnaður og aukinn halli á vöruafgreiðslu aðal-strandferða- miöstöðvar landsins. Danskur málsháttur segir: „Det maa være System i Galskaben.” Grein Guðjóns i blaðinu hinn 20. april var undir fyrirsögninni Strandferðamál. Nýiega lauk I Kelduhverfi, sýningum á Kjarnorku og kven- hylli eftir Agnar Þórðarson. Leik- stjóri var Kristján Jónsson, en leikarar voru m.a. félagar úr ungmennafélaginu á staðnum, svo og fleiri Keldhverfingar. Sýningar voru á Þórshöfn, Raufarhöfn, Skjólbrekku, Ljós- vetningabúð, Breiðumýri og Skúlagaröi. Húsfyllir var á flest- um þessum sýningum og leik og leikurum frábærlega vel tekið. Æfingar á Kjarnorkunni stóöu I fimm vikur. Um þrettán hundruö manns hafa séö þessa sýningu Keldhverfinga, en leikstarfsemi sem þessi er mikil upplyfting fyr- ir fámennt sveitarfélag og styttir veturinn til muna. Aðalleikararnir fjórir I hlutverkum sfnum, talið frá vinstri: Sigvaldi Gunnarsson (Sigmundur) Tryggvi tsaksson (Þorleifur), Gunnar Hall- grfmsson (dr. Alfreðs) og Sveininna Jónsdóttir (Karitas). Sunnlendingar Vormót hestamannafélaganna á Suður- landi verður haldið á Rangárbökkum við Hellu dagana 7. og 8. mai n.k. Sýndir verða og dæmdir áður ósýndir stóðhestar. Tilkynningar um þátttöku þurfa að berast til Magnúsar Finnbogasonar, Lágafelli, fyrir 4. mai n.k. Undirbúningsnefnd. Laus staða Starf forstöðumanns félagsmiðstöðvar- innar Fellahellis er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 12. mai. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknareyðublöð ásamt starfslýsingu og menntunar- kröfum fást á skrifstofu æskulýðsráðs, Frikirkjuvegi 11, simi 15937. ÆSKULÝDSRÁD REYKJAVÍKUR SÍMI 15937 ÆSKULÝÐSRÍIÐl Varadekk í hanskahólfi! ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 PUNCTURE PILOT UNDRAEFNIÐ — sem þeir bíl- stjórar nota, sem vilja vera lausir við að skipta um dekk þótt springi á bílnum. — Fyrirhafnarlaus skyndi- viðgerð. Loftfylling og viðgerð i einum brúsa. Islenzkur leiðarvísir fáanlegur með hverjum brúsa. Hjúkrunarfræðingur Óskum eftir að ráða heilsuverndarhjúkr- unarfræðing til starfa á Seltjarnarnesi. Starfssvið er sem hér segir: Skólahjúkrun 3/4starfs. Ungbarnaeftirlit l/8starfs. Heimahjúkrun l/8starfs. Laun samkvæmtkjarasamningi Hjúkrunarfélags íslands. Ráðið verður i starfið frá 1. júlí n.k. Umsóknir um starfið sendist bæjarstjóra fyrir 1. júni n.k. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi. Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í maf mdnuði 1977 Mánudagur 2. Þriðjudagur 3. Miðvikudagur 4. Fimmtudagur 5. Föstudagur 6. Mánudagur 9. Þriðjudagur 10. Miðvikudagur 11. Fimmtudagur 12. Föstudagur 13. Mánudagur 16. Þriðjudagur 17. Miðvikudagur 18. Föstudagur 20. Mánudagur 23. Þriðjudagur 24. Miðvikudagur 25. Fimmtudagur 26. Föstudagur 27. Þriðjudagur 31. mai R-24001 til R-24300 mai R-24301 til R-24600 mai R-24601 til R-24900 mal R-24901 til R-25200 mai R-25201 til R-25500 mai R-25501 til R-25800 mai R-25801 til R-26100 mai R-26101 til R-26400 mai R-26401 til R-26700 mai R-26701 til R-27000 mai R-27001 til R-27300 mai R-27301 til R-27600 mai R-27601 til R-27900 mai R-27901 til R-28200 mai R-28201 til R-28500 mai R-28501 til R-28800 mai R-28801 til R-29100 mai R-29101 til R-29400 mai R-29401 til R-29700 mai R-29701 til R-30000 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borg- artúni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 08.00 til 16.00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé gild. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 27. april 1977 Sigurjón Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.