Tíminn - 04.05.1977, Side 2

Tíminn - 04.05.1977, Side 2
2 Miðvikudagur 4. mai 1977 Nokkrir aðalleikaranna I Skipinu. Þjóðleikhúsið: Talið frá vinstri: Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri, Steinbjörn B. Jacobsen, Birgir Engilberts, Finnbogi Jóhannessen og ieik- stjórinn, Eyðun Jóhannessen. Timamynd: Róbert Fyrsta færeyska leikritið á íslenzku sviði gébé Reykjavik — Þann 3. mai s.l. var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins, færeyska leik- ritið Skipið eftir Steinbjörn B. Jacobsen. Þetta mun vera i fyrsta skipti, svo ótrúlegt sem það nú virðist, sem færeyskt leikrit er þýtt á islenzku og leikið á Islenzku leiksviði af Is- lenzkum leikurum. Leikritið er nýlegt, var frumsýnt I Sjón- leikahúsinu I Þórshöfn 1975 og hlaut afbragðsviðtökur, en talið er að fjóröi hver Færeyingur hafi séð þaö þá. Var leikritiö sýnt alls fimmtiu sinnum, sem mun einsdæmi i Færeyjum. Leikstjóri sýningarinnar i Færeyjum var Eyöun Jóhannessen, leikhússtjóri Sjónleikarahússins og setur hann leikritiö einnig á svið i Þjóöleikhúsinu nú. Þýðingu verksins gerði Stefán Karlsson, leikmynd er eftir Birgi Engil- berts, tónlist eftir Finnboga Jóhannessen og Kristinn Danielsson annast lýsingu. Að- stoöarleikstjóri er Guöjón Ingi Sigurösson og Carl Billich hefur æft tónlistina í leiknum. Um 20-30 leikarar koma fram I sýningunni, en aðalhlutverkin eru I höndum Rúriks Haralds- sonar, Bessa Bjarnasonar, Erlings Gíslasonar, Hákonar Waage, Sigurðar Sigurjónsson- ar, Baldvins Halldórssonar, Helga Skúlasonar, Gunnars Eyjólfssonar, Randvers Þor- lákssonar, Gisla Alfreðssonar, Eddu Þórarinsdóttur, Margrét- ar Guðmundsdóttur, Guöbjarg- ar Þorbjarnardóttur, Ævars R. Kvaran, Bryndísar Péturs- dóttur, Bjarna Steingrimsson- ar, Siguröar Skúlasonar o.fl. Leikritið Skipiö gerist um borð I skuttogara, en gæti alveg eins gerzt á hvaða vinnustaö sem er að sögn höfundar, Stein- björns B. Jacobsen. — Þetta er manneskjuleg og nærfærin lýs- ing á samskiptum fólks á vinnu- stað. Höf., Steinbjörn B. Jacobsen, sem staddur er hér á landi f boði Þjóöleikhússins, til að vera viö frumsýningu verks- ins, er tæplega fertugur aö aldri og mjög afkastamikill rithöf- undur. Hann hefur gefiö út fjöl- margar bækur, en meðal þeirra fyrstu sem hann sendi frá sér voru myndskreyttar barnabæk- ur og ljóöabækur. Auk Skipsins, hefurhann skrifað mörg leikrit, sem sýnd hafa veriö i Færeyj- um, auk útvarpsleikrita. Hann hefur einnig samiö kvikmynda- handrit fyrir danska sjónvarpiö, og nú mun veriö aö þýöa Skipiö yfir á sænsku, en i Sviþjóö er áætlaö aö flytja verkiö i útvarpi. Steinbjörn er skólastjóri Lýöhá- skólans i Þórshöfn og hefur látið mjög aö sér kveöa i ýmsum þjóöfélagsmálum I Færeyjum, baröist m.a. fyrir útfærslu land- helginnar. Eybun Jóhannessen, hefur verið leikhússtjóri og leikstjóri hjá Havnar Sjónleikarafélagi viö Sjónleikarahúsiö I Þórshöfn frá 1973, en var áöur leikari og leikstjóri þar. Eyðun varö fyrstur Færeyinga til aö afla sér leikaramenntunar. Nam hann leiklist i Kaupmannahöfn, Óöinsvéum, og i Þýzkalandi. Hann hefur svibsett fjölda verka Bessi Bjarnason i hlutverki sinu sem kokkurinn I færeyska leik- ritinu Skipið. i Færeyjum, þar á meðal leikrit Birgis Sigurössonar, Pétur og Rúna, og i vetur sviösetti hann Fjalla-Eyvind með áhuga- leikurum i Húsavik i Færeyjum. Aö lokum má þess geta, aö leikritiö SKIPIÐ vann fyrstu verölaun I leikritasamkeppni, sem færeyska bókmenntafé- lagiö Varðin efndi til 1974. þrátt fyrir gífurlega aðsókn gébé Reykjavik — Þaö hefur varla farið fram hjá neinum, sem leiö átti nálægt Hótel Loft- leiöum þann 1. mai, aö þar var eitthvaö mikiö um að vera. Um- ferðaröngþveiti mikiö skapaöist þar strax upp úr hádeginu og hafði lögreglan I nógu að snúast. Kunnugir telja, aö öngþveiti sem þetta skapist ekki einu sinni þegar stærstu landsleikir I knattspyrnu eru leiknir I Reykjavik. Og hvaö var svo um að vera? Jú, þaö var fyrsta kattasýning á tslandi, sem opn- uð var að Hótel Loftleiöum kl. 14 1. mal, en það var hin kunna söngkona Guðrún A. Simonar, sem fyrir henni stóð. — Ég er afskaplega ánægð með sýning- una og þá gifurlegu aðsókn sem við fengum. Þetta var mjög elskulegt fólk sem þarna kom og virtist hafa mikinn áhuga á köttunum. Ég bjóst að visu við aðsókn, en ekki svona mikilli eins og raun varð á, sagði Guö- rún A. Simonar I samtaU við Timann. — Sýningin fór afskaplega vel fram, þrátt fyrir aö þaö var mikil örtröö allan tlmann sem hún stóö. Nei, ég get ekkert sagt um hve margir komu, þar sem viö vorum ekki meö neina miöa, en þetta var gifurlegur fjöldi. Viö vorum meö skemmtidag- skrá, sem áætlab var aö fara meö einu sinni, en viö fórum fjórum sinnum I gegnum hana á sýningunni. Þaö kom mikiö af börnum, og þau voru mjög kurteis og góö, mér fannst áhorfendurnir vera til fyrir- myndar, sagöi Guörún. Guörún kvaöst ekki búast viö aö hafa aöra kattasýningu meö þessu sniði, en kvaö þetta jafn- vel geta veriö visi aö þvi aö halda sýningu, eins og tiökast erlendis. — Þar standa katta- sýningar I 2-3 daga, og fólk get- ur sótt um aö fá aö sýna ketti slna. Þá myndu veröa fengnir dómarar erlendis frá og verö- laun veitt. Þar myndu einnig framleiöendur kattamatar sýna framleiöslu sina og fleira. Kettir eiga fjölmarga aödá- endur meöal tslendinga, þaö sýndi þessi fyrsta kattasýning á sunnudaginn var, og eru þeir Guörúnu A. Simonar mjög þakklátir fyrir þetta framtak hennar. Sauðfjár- ræktar- félag í Ölfusi PÞ-Sandhóli — Hér i öifusi hefur veriö stofnaö sauöfjárræktarfé- lag, og voru þeir Sigurjón Bláfeld ráöunautur og Birgir Jónsson sjúkraþjálfi aðaihvatamenn þess, en þeir keyptu hér jörð, Ingólfs- hvoi siðastliðið haust, og reka þar félagsbú. Hjalti Gestsson, framkvæmda- stjóri Búnaöarsambands Suöur- lands, hefur einnig átt hlut aö þessu, en hann hefur beitt sér fyrir stofnun margra sauöfjár- ræktarfélaga I vetur. 1 stjórn ölfusfélagsins eru Sigurjón Blá- feld, Hrafnkell Karlsson á Hrauni og Asgeir Eggertsson I Auösholtshjáleigu. Bændum þykir nú grúfa yfir dimmur skuggi, þar sem er yfir- vinnubanniö og yfirvofandi verk- föll og fyrirsjáanlegur fóöur- bætisskortur. Ys og þys út af engu: Aðeins 2 sýningar eftir gébé Reykjavik — Aöeins tvær sýningar verða til viöbótar á ballettnum Ys og þys útaf engu, vegna brottfarar gesta Þjóðleik- hússins, þeirra Maris Liepa, frá Bolshoi-leikhúsinu I Moskvu og Þórarins Baldvinssonar, sem starfar I Bretiandi. Mjög góð að- sókn hefur veriö að sýningunum fram til þessa, en þær tvær siö- ustu verða á miðvikudagskvöldið og á laugardaginn kl. 15. Ballettmeistari Þjóöleikhúss- ins, Natalie Konjus, samdi þennan leikdans, sem byggöur er á samnefndu leikriti Shakes- peares vib tónlist eftir Tikhon Khrennikov. Helga Bernhard hefur dansaö eitt aöalhlutverkið á nokkrum sýningum I staö Auöar Bjarna- dóttur, sem varö aö hætta vegna meiösla. Aörir helztu dansarar, auk áöurnefndra gesta, eru: As- dis Magnúsdóttir Nanna ólafs- dóttir, Bessi Bjarnason, Ólafia Bjarnleifsdóttir, örn Guömunds- son, Guömunda Jóhannesdóttir, Birgitta Heide, Helga Eldon, Ingibjörg Björnsdóttir, Einar Sveinn Þórðarson, Sigmundur Orn Arngrimsson, ólafur Om Thoroddsen og Eirikur Eyvindar- son. Stöðugar yfirheyrslur Gsal-Reykjavik — Stöðugar yfirheyrslur fara nú fram yfir piltinum, sem kvaddur var heim frá Spáni sem vitni i Guömundarmálinu. Að sögn Gunnlaugs Briems sakadóm- ara er hér um að ræða lokað réttarhald i málinu og af þeim sökum kvaðst hann ekki geta greint frá framburði vitnisins né hvort framburöur hans hefði veigamikil áhrif á rannsókn málsins, en svo sem greint hefur verið frá I fréttum er taliö, að piltur þessi hafi verið viðstaddur, er Guðmundur Einarsson var myrtur. Gunnlaugur kvaö liklegt aö yfirheyrslum yfir piltinum færi senn aö ljúka. Líkamsárás í rannsókn á Akranesi: MIÐALDRA MAÐUR VEITT- IST AÐ ÁTTRÆÐRI KONU Atburöur þessi varö meö þeim hætti, aö maöurinn knúöi dyra hjá gömlu konunni undir fölsku yfirskyni umrædda nótt. Kvaöst hann vera annar maöur, og hleypti konan hon- um inn I Ibúöina. Hvað þar geröist siöar er ekki aö fullu ljóst, en maöurinn mun hafa veitzt aö konunni meö þeim afleiöingum, aö hún er meö sýnilega áverka. Kæröi konan árásina og situr maðurinn nú undir lás og slá. Maöurinn mun hafa veriö ölvaöur er þetta geröist. Gsal-Reykjavik — Miöaldra unnar á Akranesi vegna maður er nú I haldi lögregl- Hkamsárásar á rúmlega áttræða konu aöfaranótt siðastliöins fimmtudags. Samkvæmt upplýsingum yfir- lögregluþjónsins á Akranesi hefur maðurinn veriö úr- skurðaöur i allt að 10 daga gæziuvarðhald. Verið er aö rannsaka þetta mál, og voru stöðugar yfirheyrslur i gær undir stjórn Jóns Sveinssonar fulltrúa bæjarfógeta. Svo sem sjá má á þessari Timamynd GE, var þröngt á þingi á fyrstu kattasýningunni, er haldin hefur veriö hér á landi. Hér er Guðrún A. Simonar að kynna Tralla, sem er afbrigði af persnesku kattakyni, hinn myndarlegasti köttur. Stórkostleg kattasýning — sem fór afskaplega vel fram,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.