Tíminn - 04.05.1977, Síða 17

Tíminn - 04.05.1977, Síða 17
Miðvikudagur 4. mai 1977 17 tryggði Liverpool sigur — gegn Manchester United i gærkvöldi í ensku 1. deildarkeppninni og Jóhann Englandsmeistaratitillinn blasir nú við Liverpool, eftir aö liðiö vann sætan sigur (1:0) yfir Man- chester United á Anfield Road f gærkvöldi i ensku 1. deildar- keppninni. Liverpool hefur nú fjögurra stiga forskot á Man- chester City, sem er eina liöið sem getur ógnað Liverpool. Það var Kevin Keegan, fyrirliði enska landsliðsins, sem tryggði Liverpool sigur — hann skoraði eina mark leiksins, með skalla, eftir að David Johnson hafði sundrað varnarvegg United og sent krossbolta fyrir markið, þar sem Keegan var á réttum staö og „nikkaði” knettinum i netiö við gif urlegan fögnuð áhorfenda, sem Sigurður fylltu Anfield Road-leikvöllinn. Urslit I ensku knattspyrnunni í gærkvöldi uröu þessi: 1. DEILD: Arsenal —Derby.......... 0:0 Liverpool —Man.Utd...... 1:0 2. DEILD: Plymouth —Nott. For..... 1:2 Sheff. Utd. —Milwall ... 1:1 Southampton —Wolves .... 1:0 Derby færöist frá hættusvæðinu á botninum, meö þvi að tryggja sér jafntefli á Highbury. Staðan er nú þessi á toppnum i 1. deildarkeppninni: Liverpool 38 23 8 7 60:30 54 Man.City 38 19 12 7 52:32 50 Ipswich .. 39 21 7 11 64:38 49 KEVIN KEEGAN ... skoraöi mark Liverpool. sigruðu Jóhann Kjartansson vann örugg- an sigur (2:0) yfir Sambiumanni i HM-keppninni i badminton, sem fer nú fram I Sviþjóð. Jóhann vann 15:5 og 15:0 i einliðaleik. Sigurður Haraldsson keppti einn- ig og vann sigur (2:1) yfir Jamaikamanni 10:18, 15:9 og 18:15. Sigurður mætir Mexikana i 2. umferð, en Jóhann glimir viö Hollending. GUNNAR FINNB JÖRNS- SON... sést hér „smarsa” i úr- slitaleiknum i einliöaleik gegn Hjálmtý. Gunnar hafði al- gjöra yfirburði og sigraði örugglega — 3:0. Channon vill yfir- gefa Dýrl- ingana... MICK Channon, hinn marksækni miðherji Dýrlinganna frá South- ampton — og enska landsliðsins, hefur nú enn einu sinni óskað eft- ir þvi að vera seldur frá Southampton — hann vill fara frá félaginu i sumar. Það er nú þegar ljóst, að Dýrlingarnir ná ekki að endurheimta sætið sitt i 1. deildar- keppninni og er það ein aðalástæðan fyrir þvi að Channon vill fara frá The Dell. — Ég er nú 28 ára og ég hef mikinn áhuga á þvi aö leika með einhverju af stóru félögunum þann litla tima, sem ég á eftir i knattspyrnunni, sagöi Channon. Það bendir allt til, aö Dýrling- arnir láti Channon nú fara og er reiknaö með þvi aö þeir fái yfir 300þús. pund fyrir hann. Channon hefur nú eitt hæsta kaup, sem knattspyrnumenn i Englandi geta fengið. Mörg af stóru félögunum hafa áhuga á að kaupa þennan bezta miðherja Englands — Arsenal, Manchester United, Ast- on Villa og Liverpool, hafa öll sýnt áhuga. Jafntefli í Eyjum 1. deildarliö Vestmannaeyja og Þórs frá Akureyri i knatt- spyrnu, iéku vináttuleik f Eyjum um sl. helgi. Þessum upphitunar- leik liöanna fyrir 1. deildarkeppn- ina, sem hefst um næstu helgi, lauk meö jafntefli 1:1. Sigþór Ómarsson, fyrrum leikmaöur Akraness, skoraði fyrir Þór, en Kristján Sveinsson skoraði mark Eyjamanna. JIMMY BLOOMFIELD— fram- kvæmdastjóri Leicester City, er nú byrjaður að leita eftir mið- herja fyrir næsta keppnistimabil. Efstir á lista hjá honum, eru Don Givens.Q.P.R. og Derek Parlane, Glasgow Rangers. ALAN GOWLING — hinn marksæknileikmaður Newcastle, Framhald á bls. 19. MICK CHANNON... landsliös- miðherji Englands Yfirburðir hjá Ástu oer Gunnari Stúlkur: Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB GUNNAR FINNBJÖRNSSON, hinn snjalli borðtennisspilari úr Erninum, hafði mikla yfirburöi á meistaramótinu i borðtennis, sem fór fram f Laugardalshöllinni um sl. helgi. Gunnar er aðeins 18ára. Hann varði meistaratitil sinn f einliðaleik og tvfliöaleik, þar sem hann lék meb Ragnari Ragnars- syni. Gunnar tapaði ekki lotu i einliðaleiknum og segir það mikiö um yfirburöi hans. Þetta er annað árið I röð sem hann tapar ekki lotu á íslandsmeistaramótinu, og er árangur hans nú glæsilegur, þar sem hann hefur lltið getað æft og keppt f borðtennis að undan- förnu, en hann stundar mennta- skólanám — og eru strembin próf framundan. Gunnar lék gegn Hjálmtý Haf- steinssyni i úrslitaleik einliöa- Ingi varö glímukóngnr Tvfburabræöurnir Ingi og Pét- ur Yngvasynir frá Þingeyjasýslu, sýndu það á Húsavfk um helgina að þeir eru okkar fremstu glimu- menn. Ingi lagöi alla keppni- nauta sina f tslands- glfmunni, sem fór þar fram, og hlaut hann þvf Grettisbeltið. Ingi hlaut 5 vinninga, en aðeins 6 glfmumenn mættu til leiks. Pétur hlaut 3,5 vinninga og varð annar, en Armenningurinn Guð- mundur Freyr Halldórsson varð þriðji — hlaut einnig 3,5 vinninga. Aðrir sem kepptu i Islandsglim- unni voru Kristján Yngvason, HSÞ, Eyþór Pétursson HSÞ, og Guömundur ölafsson, Armanni. leiksins og vann yfirburöasigur — 3:0. Leikurinn var allan timann ójafn og yfirburðir Gunnars mikl- ir. Loturnar fóru þannig 21:15, 21:17 og 21:13. Sá keppandi, sem var þó sigur- sælastur á meistaramótinu var Asta Urbancic, sem var fjórfald- ur meistari — sigraði I einliða- leik, tvfliðaleik, tvenndarkeppni og þá varð hún einnig i sigursveit Arnarins i flokkakeppninni. Annars urðu sigurvegarar I hinum ýmsu flokkum, þessir: EINLIÐ ALEIKUR: Meistaraflokkur karla: Gunnar Finnbjörnsson, Erninum 1. flokkur karla: Ómar Ingvarsson UMFK öldungarflokkur: Emil Pálsson, KR Konur: Asta Urbancic, Erninum Unglingar: Hjálmtýr Hafsteinsson, KR Unglingar 13-15 ára: Gylfi Pálsson, UMFK Ungiingar yngri en 13 ára: Olafur Birgisson, UMFK TVILIÐALEIKUR: Karlar: Gunnar Finnbjörnsson og Ragnar Ragnarsson, Erninum Konur: Asta Urbancic og Bergþóra Vals- dóttir, Erninum Unglingar 15-17 ára: Óskar Bragason og Arni Kristjánsson KR Unglingar yngri en 15 ára: Gylfi Pálsson og Bjarni Kristjánsson, UMFK TVENNDARKEPPNI: Asta Urbancic Erninum og Tóm- as Guöjónsson, KR Hermann tek- ur við af Jóni — sem íþróttafréttamaður útvarpsins. Akveðiö hefur verið, að Hennann Gunnarsson.knattspyrnukappi úr Val, verði ráðinn iþróttafréttamaður Rikisútvarpsins i staö Jóns Asgeirssonar. Hermann mun ræöa við Andrés Björnsson, útvarps- stjóra og Guðmund Jónsson, framkvæmdastjóra útvarpsins ál morgun, og verður þá gengiö frá ráðningu hans. — Við vonum aö Hermann geti byrjað að starfa eins fljótt og hægtl er, sagði Guðmundur Jónsson, þegar Timinn haföi samband viðl hann i gær. Þess má geta, að Hermann Gunnarsson hefur ákveöið að leggjal knattspyrnuskóna á hilluna til aö geta helgaö sig hinu nýja starfi.| ------------------— J

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.