Tíminn - 13.05.1977, Qupperneq 2

Tíminn - 13.05.1977, Qupperneq 2
2 Föstudagur 13. mal 1977 Grásleppu- sjómenn á Bakkafirði: Fegnir að hætta KJ-Reykjavik. — Ilér er ævin- lega fremur fréttasnautt en alltaf eitthvaö mannlif, sagði Járnbrá Kinarsdottir, stöðv- arstjóri Pósts og sima á Bakkaíirði i viðtali við blaða- mann Timans. Hérgera allirút á grásleppu en gengur treglega. Það gaf illa á sjó framan af og netin skemmdust mikið, núna er betri veðurtið en aflinn eng- inn. Á Bakkafirði ér eingöngu gert út á trillur, enda ekki haínarskilyrði fyrir stærri báta. Menn mega gera út á grásleppuna fram til 10. júni og taldi Járnbrá að menn yrðu þvi fegnastir að hætta, slik væru aflabrögðin. Um hvitasunnu verður eitt barn úr hreppnum fermt á Skeggjastöðum og annað sem kemur frá Reykjavik. tbúar eru ekki margir eins og kunn- ugt er, þó þokast talan upp á við, sagði Járnbrá. Hreppur- inn byggði tvö hús árið 1975 og býr nú ungt fólk i þeim báðum. Ekki er mikill snjór i byggð, aðeins blettir. Hins vegar er mikiil snjór á heiðunum i kring og tók langan tima að moka Sandvikurheiði svo hún yrði fær bilum. - r Kolmun naver gébé Reykjavik — Verð á kol- munna og spærling var loks ákveöiö í gær, átta krónur hvert kg. t Danmörku er verðið hins vegar kr. 15.74 og I Færeyjum kr. 14.45 fyrir spærling og kr. 13.50 fyrir kolmunna. Verðmun- ur eftir að tekiö hefur verið tillit til Stofnfjárssjóös, verðjöfnunar og útflutningsgjalds, er frá 31-53%. Það var yfirnefnd Verðlags- ráðs sjávarútvegsinssem ákvaö lágmarksverðið á spærlingi og Sýnikennslan á laugardaginn hefst klukkan 14.00 i Fossvogs- stöðinni. Þátttökugjald er ekkert og engan sérstakan útbúnað eða klæðnað þarf, þar sem væntan- legir nemendur þurfa ekki að gera annað en hlusta og horfa. Skógræktarfélag Reykjavíkur efnir til Sýnikennslu í garda- trjárækt HV-Reykjavik. —Það hcfur löng- um verið verulegur þáttur i starfi Skógræktarfélags Reykjavíkur að veita almcnningi upplýsingar af ýmsu tagi. Við höfum líka lagl nokkra áher/.lu á fræðslu- starf að vctrum, en i fyrravor tókum við upp þá nýbreytni að liafa sýnikennslu fyrir þá, sem vilja, hér i Fossvogsstöðinni, og nú ætlum við, næstkomandi laug- ardag, að gera slikt hið sama, sagði Ouðmundur Martcinsson, formaöur Skógræktarfélags Iteykjavikur, á blaðamanna- fundi, setn boðað var til i Foss- vogsstöðinni í gær. Sýnikennslan i fyrravor tókst alveg ágætlega, sagði Guð- mundur ennfremur, enda vorum við heppin meö veður og hingað komu þennan dag um þúsund manns. 1 fyrrahaust efndum við svo aftur til sýnikennslu, sem um þrjú hundruð manns sóttu, en þá var aðallega sýnt, hvernig búa á tré og runna undir veturinn. Að vorinu leiðir af sjálfu sér, að á- herzlan er lögð á gróðursetningu og umhirðu á trjágróðri yfir sum- artimann. Sýnikennslan mun fara þannig fram, að einn maður mun vinna þau verk, sem skýra á, en annar sjá um skýringarnar, sem verður varpað út um hátalara. Ein af orsökum þess, að við nú boðum til blaðamannafundar, núna er einfaldlega sú að kynna fólki, hvernig hægt er að komast hingað að stöðinni, þvi frá þvi nýi Hafnarfjarðarvegurinn kom til, eru samgöngur hingað ekki jafn- greiðar og áður. Um þrjár leiðir er að velja. 1 fyrsta lagi að fara suður i Kópa- vog, þar undir brúna, upp á nýja veginn með stefnu á Reykjavik og koma svo heimreiðina til okkar. önnur leiðin er að fara Grensásr veginn, niður Eyrarland og svo hér að hjá okkur. Hin þriðja er að fara Háaleitisbraut, niður nýja veginn fram hjá Borgarspitala og niður á Fossvogsbrautina. Það er auðvelt að rata þessar leiðir, hverja þeirra sem er, ef fólk bara veit af þeim. Á blaðamannafundinum i gær kom fram, að greiniiegt væri, að þörf fyrir kennslu af þessu tagi væri allmikil, enda væri ekki greiður aðgangur að góðum upp- lýsingum um þessi efni, ööruvisi en að leggja út i kaup á stórum og dýrum bókum. Þekking þeirra, sem eru að reyna að rækta garða á höfuðborgarsvæðinu, væri oft mjög takmörkuð, til dæmis ’um atriði eins og bil milli plantna, áburðargjöf og fleira. Skógræktarfélag Reykjavikur gefur út blað, sem nefnist Skógur- inn, en það er upplýsingarit i litlu broti og er sent félagsmönnum, sem nú eru um eitt þúsund og tvö hundruð. Framkvæmdastjóri Skógrækt- arfélagsins, Vilhjálmur Sig- tryggsson, skýrði fréttamönnum frá þvi i gær, að nú væri plöntu- sala um það bil að hefjast hjá þeim, en nú orðið er svo til ein- göngu um plöntur, sem uppaldar eru hjá þeim sjálfum, að ræða, þvi félagið er nánast hætt að flytja inn. Mikið af trjáplöntum er alið upp i plasthúsum i stöðinni i Foss- vogi, bæði með sáningu á fræi, svo og með græðlingum. Sérstakt hús, svonefnt rætingarhús, er not- að til uppeldis á græðlingum, sem þar eru settir i vikur og hvattir með hormónagjöfum. Að sögn Vilhjálms hefur það marga kosti að fjölga með beinni æxlun á þennan hátt, til dæmis er nú hægt að fjölga hér plöntum, sem ekki var hægt áður, svo og er árangur öruggari, þegar græðlingur er tekinn af plöntu, sem sýnt hefur góða eiginleika, en þegar notað er fræ af óvissu foreldri. Siðastliðið ár mun félagið hafa selt um þrjú hundruð þúsund plöntur. Framsóknarfélag Hveragerðis og nágr: Samþykkja ber kröf- ur um lágmarkslaun FRAMSÓKNARFÉLAG Hvera- gerðis og nágrennis hélt aðal- fund sinn 11. maí sl. og var hann fjöisóttur. Sátu hann meðal ann- arra Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Framsókn- arflokksins og Þórarinn Sigur- jónsson alþingismaður. 1 stjórn félagsins voru kjörn- ir: Formaður Garðar Hannes- son, ritari Páll Þorgeirsson, gjaldkeri Kristján S. Wium. Varastjórn Þorsteinn Bjarna- son, Þorlákur Kolbeinsson og Þórður Snæbjörnsson. A fundinum voru miklar um- ræður um landsmálin, stjórnar- samstarfið og yfirstandandi kjaradeilur. 1 fundarlok var samþykkt eftirfarandi ályktun meö öllum greiddum atkvæð- um: „Aðalfundur Framsóknarfé- lags Hveragerðis og nágrennis haldinn 11. mal 1977 lýsir fullum stuðningi við baráttu láglauna- fólks og treystir þvi að ráðherr- ar Framsóknarflokksins beiti sér fyrir eftirfarandi: 1. Samþykkt verði lágmarks- laun kr. 100 þús. á mánuði, eöa kjarabætur i öðru formi jafngildandi þvi marki. 2. Að alþýða manna geti hér, eins og i nágrannalöndunum, lifað af daglaunatekjum. 3. Að knýja á um samþykkt við þessar láglaunakröfur af hálfu ríkisstjórnarinnar og vinnuveitenda, enda litur fund- urinn svo á, að i sliku máli sem þessu, verði aö rikja full sam- staða innan rikisstjórnarinn- ar”. . Kaupfélag Hérað Heilda 2,6 mi! JK Egilsstöðum — Aðalfundur Kaupfélags Héraðsbúa var haldinn i Valaskjálf sunnudag- inn 8. mai s.l. Formaður félags- ins Steinþór Magnússon setti fundinn ineð ræðu og stjórnaði honum. Þorsteinn Sveinsson kaupféiagsstjóri flutti skýrslu uni starf félagsins og útkomu þess á liðnu ári. Heildarveltan var rúmlega 2,6 milijarðar V or kappr eiðar Fáks eru á sunnudaginn FB-Reykjavik. Arlegar vorkapp- reiðar Fáks vcrða á skeiðvellin- um að Viðivöllum á sunnudaginn, og hefjast þær klukkan 14. Um citt hundrað hcstar munu taka þátt i keppninni að þessu sinni. Þar á meðal verða Stokkhólma- Blesi, Vafa og Fannar sem jafn- aði íslandsmet óðins sfðastliðiö sumar. i 250 metra stökki munu koma fram litt þekktir hestar, sem eiga áreiðanlega eftir að sjást oft á kappreiðum á næstu árum, að þvi er Fáksmcnn scgja. Vænta má spennandi keppni i 350 metra stökki. Þar munu mæta til leiks m.a. Loka, Þórdisar Al- bertsson, en Loka varð íslands- methafi i 350 m stökki siðast liðið sumar. Þá mætir einnig Þjálfi, Sveins K. Sveinssonar og Gustur Björns Baldvinssonar. t 800 metra stökki munu ganga fram til leiks margir efnilegir hestar, og er búizt við að sú keppni geti orðið tvisýn og mjög skemmtileg. Vegna hinnar nýstofnuðu iþróttadeildar Fáks verður nú keppt i nokkrum nýjum iþrótta- greinum. Meðal annars verður gæðingaskeið, fjórgangur, fimm- gangur hindrunarstökk o.fl. Þetta eru sömu keppnisgreinar og ákveðnar hafa verið fyrir Evrópumót islenzkra hesta, sem haldið verður i Danmörku seinni hluta sumars i sumar. Áhugi ungs fólks og unglinga á hestamennsku hefur farið hrað- vaxandi undanfarin ár. Kemur þetta mjög greinilega fram þegar athugaðir eru þátttakendur i keppnisgreinum hinnar nýstofn- uðu iþróttadeildar Fáks. Vorkappreiðarnar hefjast eins og fyrr segir kl. 14 með keppnis- greinum iþróttadeildarinnar. en kappreiðarnar sjálfar hefjast kl. 15 Veðbanki verður starfræktur á kappreiðunum að vanda. Frá kapprciöum Fáks.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.