Tíminn - 13.05.1977, Page 8

Tíminn - 13.05.1977, Page 8
8 Föstudagur 13. mai i»7V Verkföll Einu sinni enn ætlar verkfallsógæfan að hvolfast yfirþetta þjóðfélag með þvi tilgangsleysi og þeirri sóun i huga, bæði launþega og atvinnurekenda og annarra borgara. Það þarf að lýsa þvi uppnámi og raski á eðlilegum lifsháttum, sem vinnustöðvun leiðir af sér fyrir Islendinga. Þjóð, sem hefur verið i fremstu röð með vinnustöðvanir og efnahagsó- vissu, þarf varla að vera i vafa um afleiðingarnar af þvi ástandi. Verkfallsvopnið er hið beitta sverð verkalýðs- hreyfingarinnar en brandur þessi hefur sömu galla og aðrir hans likar, við ofnotkun sljógvast hann og missir áhrifamátt sinn. Sá hængur er einnig á þessu vopni, að sá sem beitir þvi, tapar stundum meir en hann uppsker, þvi það er dýrt fyrir launamenn að fara i verkfall. Þetta er hins vegar eina vopn launþegans i frjálsum samning- um vinnumarkaðarins, en þvi á ekki að beita fyrr en allt þrýtur. Ekki verður annað sagt en að laun- þegasamtökin hafi sýnt langlundargeð i þessum samningsviðræðum sem nú hafa staðið yfir. öllum hlýtur að vera ljóst að lægstu dagvinnulaun hrökkva ekki fyrir nauðþurftum og það að menn séu neyddir til mikillar yfirvinnu til þess að fram- fleyta sér og sinum, er ekki annað en vinnuþrælk- un. Yfirvinnubann hefur nú staðið nokkurn tima. Það var hald manna að við það færu gifurleg verð- mæti i súginn og reyndar berast fréttir af þvi i f jöl- miðlum. Hins vegar berast þær fréttir einnig frá ýmsum stöðum þar sem unnið er að fiski i frysti- húsum, að afköst séu ekki minni i dagvinnu en áð- ur var með mikilli yfirvinnu. Menn hafa þvi spurt sjálfa sig hvort ekki sé hægur vandi að greiða sömu upphæð fyrir dagvinnu og gert hefur verið fyrir langan vinnudag þegar afköst eru hin sömu eða áþekk. Ef þetta dæmi er rétf þá er þaö vissu- lega þess virði að þvi sé veitt full athygli. Frá sjón- arhóli atvinnurekenda hlýtur vinnuafl i eftir- og næturvinnu að vera óheyrilega dýrt þvi ekki er nóg með að kaupið sé töluvert hærra en i dagvinnu heldur er starfsfólkið þreytt og slæpt ogskilar snöggtum minni afköstum heldur en i dagvinn- unni. Þarna er áreiðanlega þörf nýrra vinnu- bragða og betri skipulagningar. * Samningafrelsi aðila vinnumarkaðarins er eitt jaskað slagorð. Það er jaskað vegna þess, að þeg- ar á reynir þá krefst hvor samningsaðili um sig að rikisvaldið gripi inn i kjarasamninga til þess að rétta stöðuna i þeirra hag. Réttasta aðferðin er að Alþingi ákveði hverju sinni með lagasetningu lág- markslaun, og þau væru ekki ofætluð 110 þúsund á þessum degi. Rökin fyrir afskiptum Alþingis þurfa ekki að vera önnur en þau að vernda þurfi hlut hinna lægstlaunuðu, þvi ekki er fyrirsjáanlegt að launþegasamtökin sjálf eða atvinnurekendur geri það. Þá má bæta þvi við, að visitölubinding lægstu launa getur ekki talizt kjarabætur heldur sanngimi. p E Kynning á ungum framsóknarmönnum Farsæl úrlausn með forustu Framsóknar — segir Björk Jónsdóttir, varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna i Rvik Varaformaður félags ungra Framsóknarmanna f Reykjavik er Björk Jónsdóttir. Hún hefur veriö i félaginu siðan 1968 og siðustu þrjú árin hefur hún verið i stjórn þess. Fyrst var hún ritari, en i haust var hún kjörinn varaformaður. En auk þess aö starfa I félagi ungra framsóknarmanna er Björk virk i skátahreyfingunni. Hún gerðist skáti 1957, og fyrir þremur árum gekkst hún fyrir þvi að stofnað var skátafélag i Efra-Breiðholti, og er hún fé- lagsforingi i þvi félagi. Björk er gift Leifi Karlssyni og eiga þau fimm börn. Við tókum Björk tali nýlega, og spurðum hana fyrst hvernig gengi að samræma það að hugsa um svona stórt heimili, vinna fullan vinnudag úti og sinna jafn umfangsmiklum fé- lagsstörfum og hún gerir. Brýn nauðsyn á fleiri dagheimilum — Vissulega er það oft erfitt að láta tímann endast til þess aö komast yfir allt, sem maður þarf að gera. En aðalvanda- málið er þó það vandræða- ástand, sem er i dagheimilis- málum. Þaö er varla nokkur leiðaðkoma börnunum nokkurs staðar fyrir, og af þvi leiðir að þetta verður enn erfiöara en ella. Þvi verður að leggja áherzlu á að setja á fót fleiri dagheimili, þar sem fólk getur haft börn sín meðan það er i sinni vinnu. Allt of margar konur, sem vilja vinna úti geta það ekki vegna þess að engin dagheimili eru fyrir hendi. Það var t.d. fyrir tilviljun að ég gat komið fjögurra ára barni minu á dagheimili, en ekkert pláss hef ég fengið fyrir hin. Dóttir min sem er þrettán ára hefur aðstoðað mig mjög mikiö, og án hennar dugnaðar heföi ég aldrei getað stundað félagsstörf jafn mikið og ég géri. Fæ innsýn i fjölmörg mál Hvers vegna starfar þú svo mikiö að félagsstörfum og raun ber vitni? — Ég hef mjög gaman af fé- lagsstörfum og með þvi að taka þátt i þeim kynnist maður fjöl- mörgu. A stæðan fyrir þvi aö ég hóf þátttöku i pólitisku starfi var sú, að ég fór meö manninum minum á stjórnmálafund, og fannst þá aö allt of fátt af ungu fólki væri þar virkir félagar, svo ég dreif mig i þaö að starfa. Iivað finnst þér þú hafa út úr þvi að starfa i pólitisku félagi? — Maöur skilur mun betur sitthvað af þvi, sem er að gerast og kynnist fjölmörgum vanda- málum. Einnig fær maður innsýn i það, sem þingmenn og aðrir stjórnmálamenn eru að fást viö og kemst i snertingu viö hve mörg vandamál þeir fá til úrlausnar. Skoðanir manns metn- ar meira Hefurðu mikil áhrif meö þátt- töku þinni i Félagi ungra framsóknarmanna? — Með þátttöku i stjórnmála- félagi kemst maður i kunnings- skap við þá, sem á oddinum i stjórnmálunum standa. Með þvi getur maður oft haft allnokkur áhrif og komiö skoöunum sinum á framfæri, og skiljanlegt er að t.d. þingmennirnir taki fremur tillit til skoðana fólks, sem er virkt i starfi þeirra stjórnmála- flokks, heldur en fólks, sem læt- ur sig pólitískt starf engu skipta. Björk Jónsdóttir. Þá er hitt atriðiö ekki siöur mikilvægt, að stjórnmálafélag getur beitt áhrifum sinum á stefnu sins flokks i ákveðnum málum með þvi að samþykkja ályktanir og fylgja þeim eftir innan flokksins og utan. Sá er lika tilgangur pólitiskra félaga, að hafa áhrif og beita sér fyrir breytingum á þjóöfélaginu i þá veru, sem félagar I viökom- andi flokki telja bezta. Mikill munur Er mikill munur á þvi að starfa i stjórnmálafélagi og skátaféiagi? — Á þessu tvennu er mikill munur. 1 skátafélaginu erum við að byggja upp einstakl- inginn i þjóðfélaginu þannig að hann verði sem nýtastur og beztur þjóöfélagsþegn. Ipólitisku félagi er hins vega-r miklu fremur lögö áherzla á að nýta þekkingu og getu einstakl- ingsins til þess að sameinast um að beita sér fyrir þeim breyting- um á þjóðfélaginu sem viðkom- andi stjórnmálaflokkur telur beztar vera. Brýnasta verkefnið i Breiðholti Nú býrð þú í Breiðholtinu. Hvað er mest aðkallandi að gera fyrir fólkið, sem þar býr? — Þaö sem fólki stendur mestur stuggur af er að þar er engin aðstaða fyrir slökkvilið og lögreglu. Ef eitthvað gerist þar efra tekur mjög langan tima aö komast þangað, og við slikt er erfitt að búa. Þvi tel ég brýnast, að I Breiðholti verði komiö upp að- stöðu fyrir slökkviliö og lög- reglu. Eldgildrur eru þar margar, og mikið tjón getur orðið vegna þess að þessa sjálf- sögöu öryggisþjónustu vantar. Auk þessa mætti nefna, aö i Breiðholti eru gangstéttir fáar og gangandi vegfarendum sýndur litill sómi. Iöulega verð- ur maður að ganga þar yfir lóðir ibúanna, eða vaða forina til þess aö komast hjá þvi að ganga út á miðri umferðargötu. Or þessu þyrfti að bæta. Hins vegar er þvi ekki aö leyna, aö undravert er hve mikiö hefur verið gert I Breiðholtinu siðustu árin, og nú síðast batnaði þar ástandið til muna á sviöi heilbrigðisþjðn- ustunnar, þegar opnuð var heilsugæzlustöð i Breiðholtinu. Hiutur Framsóknar- flokksins ætti að vera stærri Hvernig líkar þér að Framsóknarflokkurinn skuli vera i stjórnarsamvinnu við sinn höfuðandstæöing f stjórn- málum, Sjálfstæðisflokkinn? — Eftir siðustu kosningar vonaðist ég mjög eftir þvi, aö framhald yrði á stjórnarsam- vinnu vinstri flokkanna. Hins vegar tókst það ekki og þá var ekki um annað að ræða en að fara I stjórn með höfuðandstæö- ingnum. Mér finnst flokkunum hafa tekizt furðanlega að koma sér saman um úrlausn flestra mála, en hinu er ekki að leyna, að oft finnst mér að meira tillit þyrfti. að taka til skoðana framsóknar- manna, og áhrif flokksins i rikisstjórninni aö vera meiri. Minna má á að þau mál, sem Framsóknarflokkurinn hefur haft forustu i hafa verið leyst á farsælan hátt, eins og t.d. land- helgismálið, en i þvi máli höfðu framsóknarmenn alla forustu og fylgdu sigri okkar eftir í höfn. Þingmenn á að kjósa persónulcgu kjöri Finnst þér samband þing- manna og kjósenda nægilega gott? — Sambandið þyrfti aö vera mun meira og nánara. Ég tel t.d. nauðsynlegt, að þingmenn séu i stöðugu og m jög góöu sam- bandi við trúnaðarmenn i kjör- dæmum sinum, sem láti þá jafnan fylgjast með þvi, sem er að gerast i kjördæminu. Einnig þurfa þingmennirnir að feröast meira um kjördæmin, en þeir gera. Þá tel ég, að breyta þurfi kosningafyrirkomulaginu á þann hátt að tekið verði upp persónukjör þingmanna. Mér lizt mjög vel á þær hugmyndir, sem ungir menn i þremur stjórnmálaflokkum, þ.e. Framsóknarflokknum, Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðu- flokknum hafa lagt fram. Með sliku kosningafyrirkomulagi ykist persónuleg ábyrgð þing- manna og þeir yrðu að vera i persónulegra sambandi við sina umbjóðendur. Skipuleggja þarf verzl- unina betur en nú er Hvað vilt þú svo segja I lok þessa stutta samtals okkar? Sitthvað kemur upp I hugann, sem ástæða væri að minnast á, en ég held ég láti nægja aö segja, að ég tel að skipuleggja verði verzlunarrekstur hér á landi mun betur en nú er. Ég tel, að allt of margir kaup- menn séu i landinu og þeim mætti fækka verulega. Setja þarf á fót fleiri stórmarkaði, og þar á öll aðalverzlunin að fara fram. Með þvi móti væri hægt að fækka verzlunum verulega, og fá mun betri nýtingu út úr hverjum starfsmanni, sem við verzlunarstörf vinnur. Þannig myndi verzlunarálagning lækka og vöruverð i landinu. Siöan væri hægt aö beina starfskröftum þess fólks, sem þannig væri hægt að losa út úr verzlunarrekstri I aröbær fram- leiðslustörf. Með þvi væri hægt að auka framleiösluna i landinu og þar með bæta afkomu ein- staklinganna og þjóöarbúsins. MÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.