Tíminn - 13.05.1977, Page 12

Tíminn - 13.05.1977, Page 12
12 Föstudagur 13. mai 1977 ER 20 ÓLÍKAR MANNESKJUR! Dene Colbert er ekki ein, heldur 20 ólíkar konur.Bandarískur blaðamaður segir hér frá henni og ræðir við hana og sálfræðing hennar. Ætlunin er að lækna hana með særingum! I)r. Allisou ræðir við Dene. Það er særingum hans að þakka, að góðar vonir eru uin að hún nái bata. BANDARtSKI sálfræðingurinn dr. Ralph B. Allison, sem rekur einkasjúkrahús fyrir andlega sjúka i bænum Santa Cruz, skammt fyrir sunnan San Fran- cisco, hefur náð undraverðum árangri við meðferð geðklot'a — þ.e.a.s. sjúklinga, sem halda, að þeir séu margar mismunandi manneskjur — meö særingum! Ég heimsötti hann á sjúkra- húsið, þar sem hann sagði mér opinskátt, hvernig hann hefur oftgetað hjálpað manneskjum i kviiium geðklofans og vonleysi og veitt þeim sálarró, eftir að viðkornandi hafa loksins skiliö, að þeir eru aðeins ein mann- eskja t viðtali, sem tók meira en : :nm klukkustundir, segir Dene Colbert, falleg 25 ára gömul stúlka, mér hvernig henni hefur tekizt að losna viðfjóra af alls 20 mismunandi persónuleikum, sem i henni bjuggu! Þökk sé særingunum. Dene Colbert byr i litilli tveggja herbergja ibúð i einu af rölegri hverfum Santa Cruz. llún ólst upp sem einkadóttir i dæmigerðri bandariskri miö- stéttarfjölskyldu. En siðan hún var á niunda ári hefur lif hennar verið „hvert vitið á annað of- an”, eins og hún sjálf orðar það, Hún er nú skilin við eiginmann sinn, og þrátt fyrir sjúkdóm sinn, sér hún um uppeldi sonar þeirra, Tracy. sem er tveggja ára. Dene ræðir við mig i dagstof- unni sinni og er allan timann hæglát og róleg og svarar hverri spurningu án þess að sýna nein merki um æsing eða dapurleika. Hún reynir heldur ekki að dylja neitt eða snúa út úr. Dene er kona, sem berst harðri baráttu ti! að finna sjálfa sig, sinn rétta persónuleika. Hún á þá ósk heitasta að verða hún sjálf, eins og flestir eru. Við gerum ráð fyrir þvi, sem sjálf- sögðum hlut að við séum við sjálf og enginn annar, en um þessar mundir er Dene hvorki meira né minna en 16 mismun- andi manneskjur! Hér segir Dene Colbert sjálf sögu sina: — 1 fyrsta sinn, sem ég komst að raun um, að ég hlyti að vera fleiri en ein manneskja, mun hafa verið þegar ég var á ni- unda árinu. Þetta versnaði ár fra ári og naði hámarki um langan tima, þegár ég kom I menntaskóla. Ég var oft og mörgum sinnum send heim vegna einhvers, sem ég átti ekki sök á. Það fannst mér að minnsta kosti og ég var dauð- hrædd við að segja foreldrum minum frá þvi. Mitt viti varð enn verra en það sem Dante hefur lýst. Hér grip ég fram i og spyr Ðene, hvort það sé raunveru- lega Dene sjálf, sem ég er að laia við núna. Ef til vill er það einhver af hinum, sem i henni hafa aðsetur. Hún svarar: — Nei, sú sem þú ert að tala við er Dene Colbert. Við dr. Alli- son vitum bæði að Dene Colbert er hin rétta feg. Ég er hérna. Ein drekkur — önnur ekki Dene, sem er litt áberandi klædd, sýnir mér klæðaskáp, sem er troöfullur af skrautleg- um blússum og pilsum, sóla- þykkum skóm — og glæsilegum samkvæmiskjólum. — Þetta eru föt, sem hinar manneskjurnar i mér nota, seg- ir hun. — Ég reyki ákveðna teg- und af sigarettum og vil ekki annað, en ótal sinnum þegar ég vakna á morgnana, finn ég pakka með allt öðrum tegund- um hér og þar um stofuna. SStundum jafnvel mentolsiga- rettur, sem mér er meinilla við j og snerti aldrei. Ein af mann- | eskjunum i mér hlvtur að vilja þær. Annars er ein þeirra drykkjumanneskja.... en ég drekk alls ekki, fyrirlit áfengi. Þegar ég er að breytast i aðra manneskju, finn ég sjálf, sem sagt Dene, aldrei hvað er að gerast. Ég er i eins konar leiðslu, þegar ég er einhver önn- ur, og ranka ekki viö mér fyrr en viðkomandi hefur yfirgefið mig, eða hvað það nú er sem gerist. Þess vegna verð ég að trúa þvlsem hinir fáu vinir min- ir segja mér um athaífnir minar. Nýlega var ég til dæmis drykkjukonan, sem ég kalla Danellu, og var farin út i bæ klukkan 8 um kvöldið. Hún kom ekki heim fyrr en um tíuleytið morguninn eftir, og hafði þá fengið sér vel neðan i þvi. Én það var ég, Dene, sem fékk timburmennina, og mér finnst ranglátt að þurfa að vera timbr- uð, þegar ég drekk alls ekki. Við annað tækifæri sögðu vin- ir minir mér, hvernig ég var sett i steininn: Danella sat á bar, þar sem karlmaöur stakk upp á að hún kæmi með sér heim. Hún reiddist þvi svo, að hún fleygði glasi framan i hann. Hann nefbrotnaöi og skarst tals- vert. Ég sat i steininum I 48 klukkustundir. Mér er illa við Danellu og uppátæki hennar á öldurhúsum. Sú ástsjúka Allar manneskjurnar, sem búa i Dene heita eitthvaö. Auk Danellu má nefna Mickey, Didi, Jean, Melissu, Jo Ann, Jo, Margo, Kay, Emily, Sunshine og Charity. — Didi er vitlaus I karlmenn, segir Dene. — Hún er ekki minna vandamál en Danella. Hún leggur lag sitt við blá- ókunnuga menn, unga, gamla, feita mjóa og sköllótta. Nokkr- um sinnum hef ég þurft aö leita til læknis vegna kynsjúkdóma. Það er ákaflega niðurlægjandi. 'Ég gleymi aldrei, þegar 16 ára piltur kom hingaö og heimt- aði að ég kæmi upp i rúm með sér. Ég hafði aldrei séð hann áður og rak hann öfugan út. Það gat hann auðvitað ekki skilið, þvi ég hafði hreinlega forfært hann á gamlárskvöld. Ég var frávita og hljóp út, skjálfandi af hræðslu. Hún er sannarlega leiðinleg, hún Didi. Dene heldur áfram: — Ég gifti mig árið 1970. Nei, það var raunar önnur manneskja. Hún er ákaflega barnaleg, en dugleg að hekla og prjóna og halda heimilinu notalegu. Sjálf get ég ekkert af þessu. Ég gifti mig i júli og um miðjan ágúst vaknaði ég við vekjaraklukku. Ég sá karlmann liggja við hliðina á mér og datt fyrst af öllu i hug að koma mér út i hvelli. En þá sneri hann sér að mér og sagði: — Elskan min, mig langar i flesk og egg i dag! Þá uppgötv- aði ég, að ég var með giftingar- hring, og þá gerði ég mér ljóst að ég, Dene, var löglega gift! Þetta var óttaleg uppgötvun, en eftir langa umhugsun ákvað ég þó að vera um kyrrt hjá manni minum og reyna að gera þaðbezta úr öllu saman. En þaö dugði þó ekki. Alltaf rekin — Lif mitt hefur verið anzi gloppótt og það er ein af ástæð- unum til þess að ég get aldrei haldið vinnu nema skammán tima. Ég hef verið rekin fyrir móðursýkisköst, fyrir að eyði- leggja of mikið á vinnustað og fyrir að vera súr á svipinn. Þér er óhætt að nefna hvaða ástæöu sem er, ég hef áreiðanlega ein- hvern tima verið rekin einmitt þess vegna! — Hvernig kemstu af fjár- hagslega? — Ég fæ peninga frá félags- málastofnuninni og það hrekkur fyrir læknishjálpinni, svolitið er eftir fyrir daglegu brauði. Annars fylgja geðklofa fleiri vandamál en margar mann- eskjur i einum likama. Ég hef til dæmis ekki séð foreldra mina i þrjú ár, þyi þau æsa mig svo upp. Þau geta ekki skilið, að ég er veik manneskja sem reynt er að lækna, En dr. Allison hefur reynzt mér mjög vel. Þegar for- eldrar minir héldu áfram að skipta sér af mér, skrifaði hann þeim og stakk upp á að þau létu ekki á sér kræla fyrr en ég væri orðin frisk. Ég hef verið undir hendi dr. Allisons i tæp tvö ár. Hann er fimmti sálfræðingurinn minn og vonandi sá siðasti. Man ekkert Mesta vandamál Dene er að

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.