Tíminn - 13.05.1977, Page 13

Tíminn - 13.05.1977, Page 13
Föstudagur 13. maí 1977 13 Deneer aö sjá eins og hver önnur venjuleg stúlka. En innra meö henni er ringulreið, þar sem 20 ólíkir persónuleikar berjast um yf irráöin. komast aö þvi hvaö gerist meö- an hún er ekki hún sjálf. — Ég grátbiö vini mína aö segja mér þaö, svo ég geti lært aö skilja þetta betur. Þaö hefur verið skelfilegt, en nú er ég farin aö geta lifaö með þaö. Aöur vis- aði ég hinum persónuleikunum á bug, neitaði að vita af þeim, en nú er ég farin aö sætta mig viö þá, þekkja þá og ef til vill losna viö þá. Ég geri mér grein fyrir, að ég er ekki eölileg núna, en ég veit lika, að einhvern tima verö ég heilbrigö, ein manneskja. Tveir af hinum persónuleik- unum minum reyna aö hjálpa mér, Chick og Andi. Þær skilja vandamál mitt og þær voru þær einu, sem vildu tala við dr. Alli- son, þegar hann tók mig til meö- feröar. ónýta málverkið Eitt af þvi versta sem ég hef orðið fyrir vegna annars per- sónuleika mins, var þegar ég fór aö mála mynd af vini minum. t byrjun gekk það dável, en svo fór ég að slá slöku við og lét myndina ósnerta um tima. En morgun einn, þegar ég vaknaöi, sá ég að einhver af hinum i mér hafði skorið málverkiö I tætlur og mölbrotið rammann. Éi veit ekki enn, hver af hinum það var, sem framdi þennan leiöinda- verknað. Særingarnar N Dene skýrir frá, hvernig það er að láta meðhöndla sig meö særingum: — Dr. Allisop lætur mig falla i trans og siðan hef ég ráðgjafa innra með mér, sem heitir Charity. Henni þykir værjt um mig og hún hjálpar mér. Siöan notar dr. Allison særingaþulur, sem eiga aö lokka viökomandi út úr likama minum. Hann tón- ar rétt eins og prestur og segir mér hver þaö er, sem honum hefur tekizt að særa út. Þaö lik- ist helzt endurfæðingu. Fram til þessa hefur dr. Allison náö fjór- um manneskjum úr mér. Hann hefur einnig losaö mig viö Shannon, sem var andi látins barns mins. (Dene fæddi and- vana barn, aour en hún eignaö- ist Tracy). — Ég verð frisk, segir hún og brosir. Hún hefur reykt tvo pakka af sigarettum, meðan hún talar við mig. Skyndilega litur hún á mig og segir: — Ég heyri stöðugt raddir inni i höföinu á mér. Þær eru aö tala um þig og langar að vita hver þú ert. Þær eru mjög for- vitnar. Viltu tala við einhverja af hinum? Ég afþakkaði. Skýring læknisins Dr. Ralph B. Allison, sem tók doktorspróf I sálfræöi við Stan- fordháskóla i San Francisco ár- ið 1966, segir mér, aö fyrsti geö- klofasjúklingurinn hafi leitaö til sin fyrir fjórum árum. — Það var 24 ára gömul gift kona, segir hann. — Viö skulum kalla hana Kay. Ég reyndi ýms- ar heföbundnar aðferðir, en ekkert gekk. Þá haföi ég sam- band við dr. Robert L. Leich- man, (en hann er þekktur bandariskur sálfræöingur), og hann stakk upp á þvi aö ég reyndi særingar, til aö losa sjúkling minn viö aukapersónu- leika sinn, Bonnie. Þetta var að minnsta kosti eitthvaö, sem ég get boðið sjúklingi minum aö reyna. Eftir að ég hafði svæft Kay djúpum dásvefni, fór ég aö tala við hana eins og venjan er viö særingar, I háum tón og söngl- andi, likt og þegar prestur tón- ar. — Það hangir kristalskúla yfir höfði þér, tónaöi ég. — Ég skipa þér, Bonnie) aö yfirgefa likama Kay og setjast að i kristalkúlunni i staðinn. I nafni föðurins, sonarins og hins heil- aga anda skalt þú, Bonnie, yfir- gefa likama Kay. I nafni alls heilags, farðu frá Kay. Ég hélt kristalkúlunni I festi yfir höföi Kay og sagöi: — Bonnie, farðu frá Kay og faröu þangað, sem andarnir fara. Þegar kúlan hættir aö snúast i festinni, er Bonnie farin út af Kay og Kay hefur öölazt friö fyrir henni. Ég leit á kúluna og sá aö þótt hendur minar og festin væru grafkyrrar, snerist kúlan yfir höföi Kay. Ég sagöi viö Kay: — Um leiö og Bonnie hefur yfirgefiö þig, geföu mér þá merki meö fingr- inum. Kúlan hægöi á sér og Kay lyfti fingri. Þá bað ég hana að hvila sig, og þegar hún vaknaði, yröi hún önnur manneskja, frjáls undan þvi sem heföi þjakaö hana svo lengi. Eftir að ég haföi höndlað Kay nokkrum sinnum varð hún alveg frisk. 11 af 30 læknaðir með særingum Dr. Allison segir mér, aö margir séu þeir, sem ekki trúa á hann og aöferðir hans. En staö- reyndin er sú, aö 11 af 30 sjúk- lingum hafa verið læknaöir meö særingum. — Ég held, að það að særa út anda eða djöfla, eins og sumir segja, sé þaö, aö manneskjan, sem heldur sig vera fleiri mann- eskjur en hún er, frelsast frá hinum meö aöstoö afla, sem eru sterkari en allt annaö. Þaö má kalla þau öfl guö, Krist, Búddha, Allah eða lifiö sjálft og þá veröur aö gefa sig þessum öflum á vald og treysta á skyn- semi þeirra og styrk. Tvennt illt kom út Dr. Allison teygir úr sér i stólnum og fer aö tala um Dene Colbert: — Ég vil fyrst taka fram, aö geðklofasjúkíingum má skipta i tvo hópa. Sumir hafa aðeins fáa persónuleika, aðrir allt að 40! Þeirsem verða fyrir þessu eftir sjö ára aldur, verða sjaldan margfaldir. En byrji þetta fyrr, komast fleiri fyrir i sálinni. Dene var geðklofa frá fæðingu. Það sem Dene hefur gert, er aö skapa sér blóra, eitthvað sem getur tekið afleiðingum þess, sem hún sjálf viíl ekki bera ábyrgð á. Eins og aðrir geöklofar hefur Dene aöra innri persónu, sem hjálpar henni. Hún heitir Charity, Ég náöi sambandi viö hana, þegar Dene var I dá- svefni, og þær tvær persónur voru reiöubúnar aö sameinast. Einn hinna persónuleikanna, sem ég náöi út af Dene var Denay, mjög villt og óþægileg persóna. 1 15 hræðilegar minút- ur beitti ég særingum til aö lokka Denay út af Dene og þaö tókst. En sömu nóttina hringdi Dene i örvæntingu til min, og ég þaut til hennar. Hún ógnaöi mér og nágranna sinum meö hnifi. Þá uppgötvaði ég mér til skelfing- ar, að það voru tvær af Denay. Með hjálp nágrannans hélt ég Dene fastri i rúminu og eftir ó- lýsanlega hálfa klukkustund náöi ég Denay númer tvö út af henni. Það var við þaö tækifæri, aö meðhöndlunin hófst af alvöru, þvi nú fann Dene sjálf, aö hægt var aö losna við hina persónu- leikana. Ég tel að hún hafi mjög góöa möguleika til að veröa fyllilega heilbrigö, ekki sizt þar sem hún vinnur sjálf svo ötul- lega að þvi aö losna viö sina mörgu og mismunandi persónu- leika. Áhugi á særingum vaxandi Dr. Allison hefur mjög mikinn áhuga á starfi sínu, sem fariö er að vekja æ meiri athygli i Bandarikjunum. Hann hefur haldið marga fyrirlestra fyrir aðra sálfræðinga, i von um aö þeir muni taka særingaaöferð- ina til athugunar. — Ég veit, að hún kemur að gagni, segir hann. — Og ég er viss um að margir geðklofa- sjúklingar viöa um heim geta fengið bót á sálarástandi sinu, •ef aðferðin verður tekin upp. Umræður um aðferöir dr. Allisons hafa staðið um nokkurt skeið og hinn þekkti prófessor, Stanley R. Dean frá háskólan- um i Miami, er einn þeirra sem hlynntir eru særingaaöferöinni: — Ég lit á særingarnar sem eins konar lyf. Til eru margir sjúkdómar; sem ekki er hægt aö lækna meö heföbundnum aö- feröum. Þá er ekki úr vegi aö athuga aðferöir eins og særing- ar. Ilollenskur myllusérfræðingur hefur vakið athygli á vatnsmyll- unni við Baugsstaðaá i heimalandi sinu og telur það athyglisvert menningarframtak að eitt slikt skuli nú, eftir 70 ára tímabil, vera til, snúast og knýja smjörgerðarvélar á tslandi. Baugsstaðir: Rjómabúið opið til sýninga í sumar Aðalfundur Varðveizlufélags Rjómabús Baugsstaða var haldinn um siðustu helgi á Sel- fossi. A fundinn mættu fulltrúar frá Búnaöarsambandi Suöur- lands, Byggðasafni Arnessýslu og búnaðarfélögum, sem munu sem fyrr standa aö rekstri rjómabúsins. t skýrslu stjórnar, kom fram, aö frá þvi að rjóma- búið var endurbyggt og opnaö semminjasafn þ. 21. júni 1975, hefur það verið opið um helgar yfir sumarið og gestakoma ver- ið meiri en bjartsýnustu menn óraði fyrir I upphafi. Rjómabúiö verður opið siðdegis á laugar- dögum og sunnudögum i sumar. Eins og kunnugt er, stendur Baugstaöarjómabúiö viö þjóö- veginn skammt frá Knarrarós- vita, austan viö Stokkseyri. I fögru umhverfi við Baugstaöaá, stendur þetta gamla minjasafn, sem fólk af öllum stéttum og stigum, hvaðanæva að, jafnvel frá öðrum löndum, kemur til að skoöa. Þjóðminjavörður, Þór Magnússon, mætti á aðalfund- inn. Taldi hann vel hafa tekizt að endurbyggja rjómabúið og mikilsvert að gefa fólki kost á að skoða þær vélar og gömlu tæki sem þar eru á sinum stað og minna á löngu liðna tima, þegar rjómabúin voru einn merkasti þátturinn i framþróun landbúnaðar á Islandi. Fundurinn fól félagsstjórn- inni að hlutast til um það, að rjómabúið verði opið almenn- ingi til skoðunnar i sumar með svipuðu sniði og undanfarin tvö sumur. Skúli Jónsson, sem verið hef- ur gæzlumaður rjómabúsins að undanförnu, mun annast gæzlu- astarfið i sumar. Stjórn Varðveizlufélags rjómabús Baugsstaða var öll endurkosin, en hana skipa: Stefán Jasonarson, Vorsabæ formaður, Páll Lýðsson, Litlu Sandvik, féhirðir, Helgi tvars- son, Hólum, ritari. Yfirfallshjólið sem knýr vélar gamla rjómabúsins við Baugs- staðaá, mun vera eina vatnmylluhjól, sem snýst hér á landi um þessar mundir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.