Tíminn - 13.05.1977, Blaðsíða 21
Föstudagur 13. mal 1977
21
— utlitið er ekki gott en ég vonast þó til að geta leikið
með Fram heima. Maður verður að bíða og sjá hvað
setur, sagði Elmar Geirsson, sem leikur með v-þýzka
knattspyrnuliðinu Eintracht Trier, þegar Tíminn
spurði hann/ hvort hann væri endanlega búinn að á-
kveða að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Við rák-
umst á það í v-þýzka knattspyrnublaðinu „Kickers"/
að Elmar væri það slæmur af meiðslunri/ að hann hefði
ákveðið að.hætta að leika knattspyrnu.
— Ég er nú hættur að leika og
æfa með Trier-liðinu, þaö þvddi
ekkert annaö, þegar ég sá fram
á það, aö meiöslin skánuðu ekki
— og ég var ekki eins góður og
vonazt var til, sagöi Elmar.
Eins og menn muna, þá meidd-
ist Elmar illa á vinstra hné i leik
i vetur og varð hann frá kcppni
um langan tima.
— Ertu þá hættur að leika
knattsp.vrnu fyrir fullt og allt?
— N'ei, ég vonast til að gcta
leikiö heima i sumar. Ég sá að
það hafði ckkert að segja, aö
vera að æfa á hvcrjum degi hér,
þvi að ég var alls ekki orðinn
nógu góöur i fætinum. Ég haltr-
aði, þegar ég var orðinn þreytt-
ur. Þess vcgna ákvað ég að taka
mér hvild frá knattspyrnunni —
i fuliu samráði við forráðamenn
Tricr. Ég mun verða kvaddur
hér i siðasta leik Trier-liðsins á
V ...................
hcfðbundinn hátt — með blóm-
um — þcgar Trier-liðið ieikur
sinn siðasta leik, gcgn Stuttgart
hér i Tricr.
— Það cr útséð að Trier mun
haida sæti sinu i 2. deildar-
keppninni, þar sem eitt af liðun-
um fyrir ofan okkur — Völkling-
en varö gjaldþrota fyrir stuttu,
og fer það að frjálsum vilja úr
deiidinni, niður i áhugamanna-
deildina. Forráðamenn Trier
eru þvi nú byrjaðir að leita eftir
nýjum leikmönnum fyrir næsta
kcppnistimabil.
Eimar sagðist nú ætia að taka
sér hvild i tvo mánuði, eöa þar
til hann kemur heim. — Ég vona
að ég gcti þá byrjað af fuilum
krafti, það cr auövitaö leiðin-
legt, að geta ekki komið i fullri
æfingu hcim — ég mun þá æfa
mig upp á cigin spýtur hér i
Tricr, sagði Elmar að lokum.
—SOS
ELMAR GEIRSSON.... sést hér á fuliri ferö I landsleik gegn
A-Þjóðverjum á Laugardalsvellinum. Hér fyrir neðan sést
fyrirsögnin á greininni i „Kicker”, sem segir að Elmar sé
hættur knattspyrnu. 1 greininni segir að islenzki landsliðs-
maðurinn sem væri maðurinn á bak við velgengni Trier-liðs-
ins. myndi ekki leika framar fyrir áhangendur Trier-liðsins,
sem héldu mikið upp á hann.
Geirsson ist om Ende
Dieter Múller á skot-
skónum
— skoraði 4 mörk, þegar 1. FC Köln vann
stórsigur yfir Bochum i „Bundeslingunni”|
DIETER Muller, hinn mikli
markaskorari 1. FC Köln og
v-þýzka landsliðsins var heldur
betur á skotskónum, þegar Köln-
arliöið vann stórsigur (6:1) yfir
Bochum I v-þýzku „Bundesiig-
unni”. Muller skoraði 4 mörk, en
félagi hans i v-þýzka landsliðinu,
Flohe, skoraði 1 og Simmet 1.
Dieter Muller er nú langmarka-
hæstur i V-Þýzkalandi — hefur
skoraö 34 mörk.
Gerd Muller, fyrirrennari Diet-
ers Mullers í v-þýzka landsliðinu
er næstur á lista, meB 27 mörk.
Gerd Muller skoraöi mark fyrir
Bayern Munchen, sem vann stór-
sigur (5:0) yfir Karlsruhe. SIBan
G. Muller hóf aB leika aftur meB
Bayern eftir meiöslin hefur
Bayern ekki tapaö leik. Kapell-
mann, 2. Thorstensson og Hoen-
ess skoruBu hin mörk Bayern.
Borussia Mönchengladbach
hefur tveggja stiga forystu I
„Bundesligunni”, þegar tvær
umferöir eru eftir. j.Gladbach”,
eins og liBið er almennt kallaö,
mátti þola jafntefli (2:2) gegn
einu af botnliöinu — Saarbrucken
um helgina, á sama tima fékk
Braunschweig skell á heimavelli
— tapaöi (0:1) fyrir Bremen. Ef
liöiö heföi unniö, þá heföi þaö
skotizt upp aö hliöinni á „Glad-
bach” á toppinum.
Annars uröu úrslit þessi I
„Bundesligunni” sl. laugardag:
Saarb.-,,Gladbach” .........2:2
Bayern-Karlsruhe............5:0
Dusseldorf-Kaisersl......... r2:3
Braunschw.-Bremen.........0:1
T.B. Berlin-Dortmund......2:3
Schalke04-Hertha..........4:0
Essen-Frankfurt...........1:8
Hamborg-Duisburg .........2:0
1. FC Köln-Bochum.........6:1
Wenzel 3, Grabowski 2, Hölzen-
bein, Klaus og Neuberger skor-
uöu mörk Frankfurter. Bernd
Hölzenbein er nú þriöji mark-
hæsti leikmaöur i V-Þýzkalandi,
meö 24 mörk, en i fjóröa sæti
kemur Klaus Fischer meö 22
mörk, en hann skoraöi tvö af
mörkum Schalke 04 um helgina.
STAÐAN
Staðan er nú þessl i v-þýzku I
„Bundesligunni”, þegar tvær I
umferöir eru eftir:
„Gladbach” .32 16 9 7 51-31 41 I
Schalke 04 ... 32 15 9 8 71-49 39 |
Braunsch. ... 32 13 13 6 47-37 39
Frankfurt ...32 15 8 9 82-55 38
l.FCKöln ...32 15 6 11 78-60 36 •
Bayern.....32 14 8 10 71-61 36 ■
Hamburger .32 13 10 9 61-53 36 I
Dortmund ... 32 12 10 10 70-58 34 I
Duisburg .... 32 11 12 9 57-46 34 I
Bremen.....32 13 6 13 51-56 32 I
Dusseldorf ..32 11 9 12 48-47 31 I
Hertha..... 32 12 7 13 52-52 31 I
Kaisersl...32 12 5 15 50-52 29 ■
Bochunt....32 11 7 14 45-55 29
Saarb.......32 8 10 14 39-52 26
Karlsruher . .32 8 10 14 50-69 26 ■
Essen......32 6 8 18 44-94 20 (
TBBerlin ...32 5 9 18 43-83 19 B
DIETER ML'LLER.... hinn nýi markakóngur V-Þjóðverja, sést hér
fagna cina af mörkum sinum.
Aðeins
tvö
lið frá
London
í 1. deild
Gifurlega hörð
barátta um fallið
i Englandi
ÞAÐ hefur ekki veriö Lundúna-
ár I ensku knattspyrnunni á þessu
keppnistimabili — eins og staðan
á botninum er nú, þá gæti þaö far-
iö svo, að þrjú liö frá London falli
niður I 2. deild — Tottenham,
West Ham og QPR. Ef það
skeður, þá verður þaö I fyrsta
skipti siöan 1936, að aðeins tvö
Lundúnalið, Arsenal og Chelsea,
leiki 11. deild næsta keppnistima-
bil.
Tottenham er nú þegar falliö
niöur i 2. deild, en West Ham og
QPR eru i alvarlegri fallhættu,
eins og sést á stööunni á botnin-
um, hér fyrir neðan:
Coventry....40 10 14 16 46:56 34
Stoke........40 10 14 16 27:51 34
Sunderland ..40 11 11 18 44:56 33
West Ham .... 40 10 13 17 42:63 33
QPR..........38 11 10 17 45:50 32
BristolC....39 10 11 18 34:45 31
Tottenham ...41 11 9 21 46:73 31
A morgun veröa öll þessi liö i
sviösljósinu,en þá leika þau eftir-
talda leiki, sem geta ráöiö úrslit-
um: Coventry-Man. City,
Leeds-QPR, Liverpool-West
Ham, Middlesbrough-Bristol
City, Norwich-Sunderland, Tott-
enham-Leicester og WBA-Stoke.