Tíminn - 13.05.1977, Page 23
Föstudagur 13. mal 1977
23
flokksstarfið
Framsóknarfélögin i Reykjavik halda almennan fund að Hótel
Sögu, Átthagasal, mánudaginn 16. maf kl. 20.30.
Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið við þínglok.
Ræðumenn Ólafur Jóhannesson, dóms- og viðskiptamálaráð-
herra og Þórarinn Þórarinsson alþingismaður.
Fundurinn er öllum opinn.
Framsóknarfélögin IReykjavik.
Norðiendingar —
Norðurlandaferð
K.F.N.E. efnir til 15 daga hópferðar um Norðurlönd 13. júni nk.
Upplýsingar og ferðaáætlun hjá eftirtöldum mönnum:
Aðalbjörn Gunnlaugsson, Lundi, N-Þing.
Guðmundur Bjarnason, Húsavik
Indriði Ketilsson, Fjalli, S.-Þing.
Guðmundur Magnússon, Akureyri.
Hilmar Danielsson, Dalvik.
Grikkland 15 daga ferð. Brottför 7. júni. Hagstætt verð.
Kjördæmisráð Framsóknarmanna I Norðurlandskjördæmi eystra.
Vínarborg 21. maí
Farseðlar i Vinarferðina 21. mai eru tilbúnir til afhendingar á
skrifstofu Framsóknarfélaganna i Reykjavik Rauðarárstig 18.
Simi 24480.
Keflvíkingar
Stjórnarmeðlimir Félags ungra Framsóknarmanna i Keflavik
verða til viðtals i Framsóknarhúsinu Austurgötu 26 laugardag-
inn 14. mai kl. 15 til 18, og sunnudag 15. mai á sama tlma.Ungt
fólk á aldrinum 16 til 35 ára er hvatt til að lita inn og kynna sér
starfsemi félagsins.
Stjórnin
Þingmálafundir i
Vestfjarðakjördæmi
hafa veriö ákveönir eins og hér segir á vegum þingmanna Fram-
sóknarflokksins:
Flateyri — föstudaginn 13. maí kl. 21.00
Bolungarvik — laugardaginn 14. mai kl. 21.00
Suðureyri — sunnudaginn 15. mai kl. 16.
Súðavik — sunnudaginn 15. mai kl. 21.00
Þingeyri — mánudaginn 16. mai kl. 21.00
Bildudal — þriöjudaginn 17. maí kl. 21.00
Tdlknafiröi — miðvikudaginn 18. mai kl. 21.00
Patreksfirði — fimmtudaginn 19. mai kl. 14.00
Þingmenn Framsóknarflokksins, Steingrimur Hermannsson og
Gunnlaugur Finnsson og 1. váraþingmaður ólafur Þórðarson
munu mæta á fundunum samkvæmt nánari auglýsingu siðar.
Allir velkomnir. Fleiri fundir verða auglýstir síöar. Þingmenn
Framsóknarf lokksins.
Utboð
Bæjarstjórn Siglufjarðar auglýsir eftir til-
boðum i að steypa þekju og gangstéttar á
götur á Eyrinni i Siglufirði, samtals að
lengd ca. 700 m.
Útboðsgögn fást á bæjarskrifstofunni,
Siglufirði, gegn 5000 kr. skilatryggingu.
Skilafrestur er til 27. mai.
Bæj arv erkfræðingurinn Siglufirði.
Kirkjuhátíð í Siglufirði
Dagana 14.-16. maihalda Siglfirð-
ingar kirkjuhátiö. Tilefnið er, að I
ár á kirkjan fjörutiu óg finim ára
afmæli, og lokið er gagngerðum
endurbótum kirkjubyggingar-
innar. Meðal annars hafa vérið
settir nýir steindir gluggar i
kirkjuna, og hún öil endurbætt að
utan sem innan.
Þetta starf hefur eðlilega mætt
mest á sóknarnefnd kirkjunnar,
en einstaklingar, félög og fyrir-
tæki staðarins hafa lagt sitt af
mörkum. Sóknarnefnd Siglu-
fjarðarkirkju skipa> Kristine
Þorsteinsson formaður, Jónas
Björnsson ritari, Hinrik Andrés-
son gjaldkeri, Skúli Jónasson
meðstjórnandi og Július Július-
son safnaðarfulltrúi.
Sóknarnefndin hefur haft sam-
ráð við hin ýmsu félög innan
kirkjunnar, KÓRINN, o.s.frv.
Til hátíðarinar hefur fimm
fyrrverandi prestum staðarins
verið boðið, en þeir eru: Sr. Óskar
J. Þorláksson, Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson, Sr. Kristján Róberts-
® Kaupfélag
Jónsson fyrrverandi kaupfé-
lagsstjóra, 2,3 millj, kr. voru
lagðar i varasjóð og afgangur-
inn yfirfærður til næsta árs.
Úr.stjórn áttu að ganga Stein-
þór Magnússon og Magnús Guð-
mundsson en þeir voru báðir
endurkjörnir.
Eftirfarandi ályktanir voru
samþykktar á fundinum: 1. Um
landbúnaðarmál: Aðalfundur
Kf. Héraðsbúa lýsir óánægju
sinni með þá staðreynd að
bændastéttin hefir ekki i mörg
undanfarin ár, náð meira en 70-
75% af tekjum viðmiðunar
stétta. FurfdRrinn skorar á stjórn
Stéttarsambands bænda og full-
trúa bænda i sex manna nefnd
að beita öllum tiltækum ráðum
til að knýja fram þær leiðrétt-
ingar á verðlagsgrundvelli
landbúnaðarvara sem hafa það
iför með sér að bændum verði
tryggð sömu launakjör og við-
miðunarstéttunum. Bendir
fundurinn á beina samninga við
rikisvaldið sem vænlegasta leið
til árangurs i þessu efni.
2. Um vegamál: Aðalfundur
Kf. Héraðsbúa lýsir megnri óá-
nægju með viðhald og uppbygg-
ingu vegakerfisins á félags-
svæðini og beinir enn á ný þeirri
áskorun til stjórnvalda að stór-
auka fjárveitingar f þessu skyni
þegar á þessu sumri og næstu
árum. Fundurinn telur óviðun-
andi að vegir séu ófærir lang-
timum saman á hverju ári sök-
um aurbleytu og þá bannaðir
umferð nema tómum vörubilum
og jeppum. Fundurinn fordæm-
ir þau vinnubrögð að eyða i
lagningu undirslitlags á vegi ut-
an þéttbýlis á Suðvesturlandi,
stórum hluta af þvi takmarkaða
fjármagni sem veitt er til vega-
gerðar meðan framkvæmdir i
öðrum landshlutum dragast
saman. Fundurinn skorar þvi á
stjórnvöld að endurskoða gerðir
sinar i þessum málum, veiti
stórauknu fjármagni til við-
haldsog nýbygginga vegakerfis
á Austurlandi sem um langt
skeið hafa verið fjarri þvi er tal-
ist geti sæmandi. Breyti ákvæð-
um um greiðslu kostnaðar við
snjómokstur þannig að Vega-
gerð rikisins greiði að fullu
mokstur á þjóðvegum en á
sýsluvegum verði framlag
heimaaðila 30% af kostnaði.
Telur fundurinn hindrunarlitlar
samgöngur lágmarks mann-
réttindi.
3. Um skógrækt rikisins:
Aðalfundur Kf. Héraðsbúa skor-
ar á stjórnvöld að flytja aðal-
stöðvar Skógræktar rikisins að
Hallormsstað. Aðalfundurinn
telur að flutningur stofnunar-
innar til Hallormsstaða sé sjálf-
sagður og allt tal um dreifingu
rikisstofnana se markleysa ein
ef hér á látið sitja við orðin tóm.
Enda hefur stjórnskipuð nefnd
um dreifingu rikisstofnana
mælt með flutningi á aðalstöðv-
um Skógræktar ri'kisins til Aust-
urlands.
Auk þessara ályktana var
samþykkt að lýsa yfir stuðningi
við stefnumótum stjórnar Sam-
bandsins i kjaramálunum, en
frá þessu hefur verið skýrt i
Timanum áður.
son, Sr. Rögnv.aldur Finnbogason
og Sr. Birgir Asgeirsson.
Til dagskrár hefur verið vand-
að. Kirkjukórinn undir stjórn
Páls Helgasonar syngur lög eftir
gébé-Reykjavik — Framhalds-
aðalfundur Náttúruverndarfélags
Suðvesturlands verður haldinn i
Norræna húsinu á fimmtudags-
kvöldið kl. 20.30. Svo sem kunnugt
er, var haldin náttúruverndar-
sýning á vegum Sambands isl.
náttúruverndarfélaga i Norræna
húsinu nýlega. Vakti sýningin
óskipta athygli fjölmargra á
brýnum verkefnum. Sjö aðilar
áttu aðild að þessari sýningu, þar
á meðal Náttúruverndarfélag
Suðvesturlands.
Starfsemi NVSV hefur ekki far-
ið hátt siðan það var stofnað árið
0 Samningar
löndum. Aöildarfélögin aö Nor-
rænu verkalýðssamtökunum eru
mjög sterk fjárhagslega og hafa
þau stutt dyggilega við bak
Alþýðusambands íslands I kjara-
deilum áður. Sem dæmi um hve
öflug félög þessi eru, þá buöu
samtökin 300 millj. kr. styrk til
ASÍ I siðustu verkföllum og þótti
þeim ekki mikið. ASI hafnaði þó
þeim styrk þá.
Verkfallssjóðir Islenzku félag-
anna er mjög misjafnlega sterkir
og misjafnar reglur gilda um út-
hlutun úr þeim. Þó mun rétt að
álíta aö iðnaðarmannafélögin séu
einna sterkust. Dagsbrún er einn-
ig meö sterkan sjóö miðað viö
mörg önnur félög, en þar gengur
20% af árgjaldi félagsmanna
beint og óskert I verkfallssjóö.
Nýr sáttafundur hefur verið
boöaöur kl. 14 I dag.
Sr. Bjarna Þorsteinsson. Gestir
hátíðarinnar munu rifja upp lif og
starf i Siglufirði, en þeir hafa
samanlagt þjónað Siglufjarðar-
sókn um fjörutiu ár.
1971, þótt það hafi unnið að ýms-
um málum. I ráði er að blása
verulegu lifi i félagið enda hefur
það óþrjótandi verkefni á sviði
náttúruverndarmála, ekki sizt
þar sem er ör uppbygging og oft
er ráðizt i framkvæmdir án þess
að huga að náttúruspjöllum og
röskun lifrikis, sem fylgja i kjöl-
farið. Fólk gerir sér miklu betri
grein fyrir gildi náttúruverndar
nú en áður, og ekki er vanþörf á
sterku og f jölmennu félagi til þess
að benda á það sem miður fer og
standa vörð um hreint loft, hreint
vatn og heilbrigt umhverfi.
A framhaldsaðalfundinum i
Norræna húsinu á fimmtudags-
kvöldið er öllum áhugamönnum
boðið að koma og fylgjast með og
gerast félagar.
Vidræður
9.-10. júní
Samkvæmt fréttastofufréttum
frá Englandi i gærkvöldi hefur
verið ákveðið, aö Islenzkir og
brezkir ráðherrar ræðist við
um fiskveiðimál, eftir sem
næst einn mánuð.
1 fréttaskeyti þessu segir, að
viðræðufundurinn verði i
Reykjavik 9. og 10. júni.
•»•—••»•»••••»»»»•••—•»»»•»»»!
Tíminn er
• peningar
j Allglýsltf ;
! i Tímanum S
Takið þátt í mótun
stefnunnar
Gerist félagar í Framsóknarfélögunum i Reykjavík!
Undirritaður óskar að qerast félagi i:
Framsóknarfélagi Reykjavikur
I | Félagi ungra Framsóknarmanna
Félagi Framsóknarkvenna
Reykjavík,'-------------------- 1977
Nafn--------------------------—-----------------—
Heimili----------------------------Simi------------
Fæðingardagur og ár--------------------------------
Staða-----------------------------:----------------
Vinnustaður/sími-----------------------------------
Nafnnúmer------------------------------------------
Eiginhandar undirskrift:
Lífi blásið í Náttúru-
verndarfélag Suðvest
urlands