Tíminn - 17.05.1977, Síða 8

Tíminn - 17.05.1977, Síða 8
8 MM'JÍÍ Þriðjudagur 17. mai 1977 Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri: Svik við hús gagnaiðnaðinn Athugasemd við forystugrein i Tímanum Það er oröin mikil iþrótt fyrir- manna hvers konar hagsmuna- samtaka að messa yfir landsfólk- inu um hversu illa hið opinbera fer með þá og þá starfsgrein. Lýst er hvernig álögur, skattplning og önnur kvöl af opinberri hálfu komi i veg fyrir, að starfsgrein- arnar geti greitt starfsfólki sinu mannsæmandi laun þrátt fyrir fúsan vilja atvinnurekendanna. Gjarna eru dregin fram sýnis- horn af þvi, hversu sams konar atvinnurekstur I nágrannalönd- unum er betur settur en heima- iðnaðurinn og þvi sé brýnna úr- bóta þörf. Viö upplýsingamiðlun sem þessari er i rauninni ekki hægt að amast. Þarna eru hagsmunaaðil- ar að berja sinar bumbur, hags- munum sinum til framdráttar. Undir merkjum tjáningarfrelsis- ins geta þeir aö vild dregið fram þaö, sem þeim sýnist styöja þann málstaö og látiö ósagt eða dregið fjöður yfir hitt, sem oröið gætu gagnrök I málinu. Menn láta ekki angra sig i þessu sambandi, þótt upplýsingarnar, sem hinn al- menni borgari fær, séu einhliöa og villandi. Aðalatriðið er að hljóta almennan stuðning viö málstaðinn og tilgangurinn helg- ar meðaliö. Almennter ekki tiðkaö af hálfu opinberra aðila að elta ólar við málf lutning af þessu tagi, þótt oft væri þess þörf. Margar stofnanir mættu eyða miklum tima I skrift- ir blaöagreina, ef þessari tegund hagsmunaáróöurs ætti að gera skil þannig að sæmilega hlutlaus myndi liggi fyrir hinum almenna borgara. Þetta hefur almennt ekki verið gert og þykir þó mörg- um nóg um seina afgreiðslu er- inda sinna hjá þvi opinbera. Nýveriöhafa húsgagna- og inn- réttingaframleiöendur fariö i vik ing af þvi tagi, sem hér hefur ver- iö lýst. Það heföi ekki verið nægt tilefni til þessara skrifa, ef ekki heföi komið til, að leiðarahöfund- ur Tfmans hinn 10. mai (Þ.Þ.) leggur Ut af þeim upplýsingum, sem félag húsgagna- og innrétt- ingaaöila hefur lagt til og dregur af þeim ákveönar ályktanir. Þær ályktanir benda til aö ritstjórinn hafi tekiö upplýsingarnar inn án þeirrar hæfilegu gagnrýni, sem nauðsynleg er til að niöurstöðurn- ar veröi yfirvegaöar. Með öörum oröum sagt uggði ritstjórinn ekki aö sér og gekk i vatnið fyrir bragöið og er raunar ekki einn um þaö, heldur hefur ritstjóri Al- þýðublaðsins fylgt honum eftir i leiðara þ. 12. mai. Alyktanir leiðarahöfundar Timans eru þessar: „Þegar gengið var i EFTA, variðnaöinum lofað, að honum yröi sköpuö aðstaöa á næstu 10 árum til að búa viö sömu kjör og iönaöur samkeppnisland- anna.ená þessum tima ættu að falla niöur allir tollar á iönað- arvörum frá þátttökulöndum EFTA. Bersýnilegt er að þetta loforð hefur ekki veriö efnt". (Áuðkennt hér.) „Þvi hefur Félag húsgagna- og innréttingaaðila gert kröfu til þess, aö aðlögunartlminn verði lengdur. Annað muni ekki nægja honum til þess að koma i veg fyrir aö aukinn innflutning- ur leggi hann að mestu eöa öllu I rúst. Hér verður rikisvaidiö vissulega aö koma til skjal- anna, ef ekki á illa aö fara”. (Auökennt hér.) Til stuönings þessum ályktun- um tilgreinir leiöarahöfundur fimm atriöi: 1. Aö opinberar álögur á meö- alfyrirtæki i húsgagna- og inn- réttingasmiði sé 12% af veltu hér á landi að tekjuskatti frátöldum, meðan dönsk fyrirtæki greiöa lið- lega 8% af veltunni. Hér er miðað við áriö 1976. Allt er þetta rétt með farið. Hitt er látið ósagt, að drjúgur hluti af þessum álögum eruaðflutningsgjöld af hráefnum, sem skv.gildandi lögum falla niö- ur á timanum fram til 1980. Séu þessi aöflutningsgjöld tekin út úr samanburðinum, sem er sann- gjarnt sbr. næsta tölulið hér á eft- ir, greiðir islenzka fyrirtækið 6,9%, en hið danska rúm 8% af veltu. 2. Að tollar og vörugjald hjá is- lenzka fyrirtækinu séu 18,2% af hráefnisveröi, en ekkert hjá sam- keppnisaöilum i nágrannalöndun- um. Enn er miöað viöáriö 1976 og enn ereflaustréttmeð farið. Þess er hins vegar að gæta i þessu sambandi, að þetta sama ár var tollur á innfluttum húsgögnum 35%. Tollur af 100 þús. kr. cif. verðmæti af erlendum húsgögn- um var þannig 35 þús. kr. Af sama söluverðmæti innlendra húsgagna frá verksmiöju var um 40 þús. kr. hráefni. Af þvi voru 18,2% tollar og vörugjöld eöa um 7300 kr. Tollamismunurinn á þessum húsgögnum var þvi 35.0004-7.300 eða 27.700 kr. Af inn- réttingum var tollur sama árið 24%. Dæmið fyrir þær má reikna með sama hættisem 24.0004-7.300 eða 16.700 kr. Tollverndin, sem hinu fslenzka fyrirtæki er veitt gerir þannig miklu betur en jafna aðstöðuna gagnvart samkeppnislöndunum, en iminnkandi mæli fram til 1980, þegar jöfnuði verður náð. Þaö er þvi mjög villandi að tilgreina þessa tolla af hráefnum sem að- stöðumún islenzkum fyrirtækjum i óhag. 3. Orkuverð til iönaðar af þessu tagi er tilgreint margfalt hærra hérlendis en i nágrannalöndum, Skrifari þessara orða getur ekki fjallað um þetta atriöi og leiðir það hjá sér. Vert er þóað benda á, að fjölmörg atriði eins og tegund nýtingar, nýtingartimi og stærð kaupandans getur ráðiö öllu um orkuverð pr. kwst. Þetta atriöi var hins vegar aldrei til umræðu eftir þvi sem bezt er vitað, þegar loforð voru gefin til iðnaðarins við aöildina að EFTA. 4. og 5. Að vaxtagjöld séu margfalt hlutfall af veltu á við sambærileg fyrirtækii Danmörku og Noregi. Fjárfestingarlán séu með 9,5% vöxtum og fullri geng- istryggingu, sem hafi að meðal- tali leitt til 22% vaxtagjalda! Augljóst er af þessu, að meira en helmingur af þvi, sem hér eru talin vaxtagjöld hjá innlenda at- vinnurekstrinum er ekki eiginleg- ur vaxtakostnaður, sambærilegur við hinn erlenda vaxtakostnað, heldur verðrýrnun islenzku krón- unnar. Aö baki þeim útgjöldum standa eignir, sem hækka i verði og þvi ekki sanngjarnt i saman- burði að leggja veröbæturnar að jöfnu við raunverulega vexti. Eft- ir sem áöur er mismunur milli vaxtagjaldanna hér og i ná- grannalöndum. Hins vegar er á- stæöa til að ætla, aö það sé aðal- lega vegna hærri fjárfestingar og minna eigin fjármagns hérlendis en þar tfðkazt miðað við veltu, Hefur þvi raunar verið haldið fram, aö fáar atvinnugreinar hafi jafnmikið af illa nýttum vélum og húsnæðieins og húsgagna-og inn- réttingasmiöi og má ætla, að þess sjái stað i þessum útgjöldum. A þessum grundvelli ályktar leiöarahöfundurinn, að bersýni- lega hafi loforðin, sem iðnaðinum voru gefin við inngönguna i EFTA, veriö svikin. Þessi yfirlýs- ing er röng að öllu öðru leyti en þvi sem tekur til stofnlána iðnað- arins. Gert var ráö fyrir, að iðn- aðinum yrði tryggður greiður gangur að hagkvæmum stofnlán- um. Aðgangur að slikum lánum hefur verulega aukizt, en þau hafa verið nokkru óhagstæðari en sjávarútvegs-og landbúnaðarlán. Skýrsla Þjóöhagsstofnunar um hag iðnaðar frá febrúarmánuði sl. staðfestir, að við fyrirheit þau, sem iðnaðinum voru gefin við að- ildina að EFTA, var staöið. Ct- tekt þeirrar stofnunar er traust- ari heimild um þetta efni en sú, sem ritstjórinn hefur reitt sig á. önnur ályktun leiðarahöfundar felur i sér undirtekt undir leng- ingu aðlögunartimans að EFTA. Ekkert annaö mundi nægja til að hindra aö aukinn innflutningur leggi þennan iðnað „að mestu eða öllu I rúst”. Ekki mátti þaö minna kosta enda kallað eftir aðgerðum rikisvaldsins til að koma i veg fyrir, að illa fari. Þessi ályktun er ekki I mjög rökréttu samhengi viö það efni leiðarans, sem á undan fer. Hitt er rétt að upplýsa, aö eftir 7 ára EFTA-aöild er hlutdeild inn- lendra aðila i hérlenda markaðn- um fyrir þessar vöruryfir 90% og hefur sáralitið breytzt þessi ár. Þetta er hærri markaðshlutdeild en nokkur önnur grein sam- keppnisiðnaðar hér á landi nýtur, Þvi er engin visbending um að innflutningur þrengi verulega aö þessari grein eins og sakir standa. A.m.k. er ekkert, sem gefur til kynna, að innflutningur séað leggja þessa grein iönaöar i rúst. Hitt er ljóst, aö kaupmáttur i landinu hefur verið minni siðustu tvö árin en árin þar á undan og húsgögn eru vara, sem fólk frest- ar að kaupa þegar þannig stendur á, ef þess er kostur. Þvi hefur af- koma þessarar greinar veriö erfið siöustu tvö ár samanboriö við æðimörg ár þar á undan, þegar afkoma hennar var mjög góð. Hérer þvi um að ræða venju- lega sveiflu I afkomu, sem i raun Raunar er óþarft að svara með- fylgjandi grein ráöuneytisstjór- ans i fjármálaráðuneytinu mörg- um orðum, þar sem hann viöur- kennir að tölur þær, sem ég til- greindi varðandi starfsgrundvöli umræddra iðnfyrirtækja á tslandi annars vegar og i Noregi og Dan mörku hins vegar á árinu 1976, séu i höfuðatriðum réttar, enda eru þær frá Hagvangi, sem á að vera óhlutdræg stofnun i þessum efnum. Þegargengiðvar iEfta á sinum tima, var iðnaðinum hcitið 10 ára aðlögunartima, sem átti að felast i tvennu. Annars vegar átti iðnað- urinn að njóta áfram tollverndar, sem færi þó smátt og smátt minnkandi, unz hún félli alveg niður eftir 10 ár. Hins vegar átti að gera þær breytingar á stöðu iðnaðarins, að hann byggi ekki við iakari aðstöðu en hliðstæður atvinnurekstur i Efta-löndun um. Það var áreiöanlega skiln ingur forustumanna iönaðar ins, þegar þeir féllust á þennan aðlögunartima, að umræddar breytingar á stöðu iðnaðar ættu að koma strax eða sem alira fyrst, en ekki smásaman að sama skapi og tollverndin minnkaði. Iðnaðurinn fengi þannig nokkurn tima tilað byggja sig upp, svo að hann yrði fær um að mæta sam- keppninni, þegar tollverndin félli aiveg niður. Slikur aðlögunartimi eða uppbyggingartimi var álitinn nauðsynlegur, þar sem framund- an væri samkeppni við fyrirtæki, sem stæðu mörg á gömlum merg, styddust þvi við þroskaða iön- menningu og hefðu mikið eigiö fjármagn til umráða, en hvorugu ertilað dreifa varöandi islenzkan iönaö. tslenzki iðnaðurinn þurfti þvi að búa um nokkurt skeið við sérstakiega hagstæð skilyrði og nota þau til að koma máium sln- um sem bezt fyrir áður en aðal- samkeppnin byrjaði við niðurfell- ingu tollverndarinnar. Niðurstaöan hefur þvi miöur orðið sú, að iönaöurinn fékk ekki við inngönguna i Efta þá lagfær- ingu á stöðu sinni, sem forustu- menn hans gerðu sér vonir um að hann fengi þá þegar eða mjög fljótlega. Lagfæringarnar hafa komið seint og verið I smá- skömmtum. Þvi er samanburður- inn á stöðu hans og norskra og danskra iðnfyrirtækja á árinu 1976 mjög óhagstæður, eins og skýrsla Hagvangs sýnir. Vitan- lega má saka okkur þingmenn og þá ráöherra, sem við höfum stutt, um þetta, en þvi má ekki gieyma, kemur EFTA-aðildinni eða skipt- um greinarinnar við rikið ekkert við, en þá er herjaö á rikið um úr- bætur. Tilgangur þessa greinarstúfs er að sýna fram á, aö stuðningur Timans viö þessar óskir hags- munasamtakanna, sem i hlut eiga hefur veriö ráðinn áður en efni málsins var fullkannaö og leggja þannig áherzlu á, að fjöl- miðlar taki málflutningi eins og þessum með hæfilegri varúð. En hafi Timinn sérstakan áhuga á hagsmunum húsgagna- iðnaöar væri fróðlegt efni til að rannsaka og skrifa um, hvernig háttað er skiptum hennar við dreifingaraðila 1 smásölu. Ýmis- legt bendir til, aö hagsmunir i þeim viðskiptum velti á stærri fjárhæðum en margir aðrir liðir i afkomu þessarar iöngreinar, þ.á.m. hlutur rikisins. JS 12.05. 1977 P.S. Ráðherrar Framsóknar- flokksins, ólafur Jóhannesson og Halldór E. Sigurðsson gegndu hinum veigamestu embættum, sem að þessu máli Timaleiðarans snúa, ungann úr þeim tima, sem húsgagna- og innréttingamenn eiga að hafa verið sviknir skv. leiðaranum. Leikmanni i stjórn- málum er það ráðgáta hvers vegna Timinn gagnrýnir ráð- herra sina með þessum hætti. Hér hefur hins vegar verið sýnt fram á, að þessi gagnrýni er ekki á rök- um reist, svo að Tíminn veröur að finna sér eitthvað annaö tilefni til að hirta ráðherra sina. að þcgar ég og fleiri hafa veriö aö reyna að koma fram málum iðnaðarins, hefur þvi miður oft þurft að glima við þröngsýni og skiiningsleysi embættismanna- valdsins, sem ræður ótrúlega miklu i islenzku þjóðfélagi. Þetta skilningsleysi speglast vel i grein ráðuneytisstjórans, þegar hann telur bersýnilega, að lagfær- ingarnar á stöðu iðnaöarins, t.d. i skatta-og tollamálum, hafi ekki átt að koma strax eða fljótlega, heldur smám saman samfara iækkun aðflutningstollanna á erlendum iðnaðarvörum. Annað dæmi um þetta skilningsleysi er það, að iðnaður- inn þurfi ekki að kvarta undan háum vöxtum, þvi að verðmæti eigna hans i krónutölu aukist i sama hlutfalli og veröbólgan. Allir hljóta þó að sjá, að það hlýt- ur að hafa ærið mismunandi áhrif á verð það, sem iðnfyrirtæki þarf að fá fyrir vöru sina, hvort það greiðir t.d. 11% af veltu sinni i vexti eöa aðeins 2-3%. Þá eykur verðbólgan stórlega þröfina fyrir rekstrarfé, jafnhliða þvi sem hún rýrir verðgildi eigins rekstrar- fjár. Þá lýsir það ekkilitlu skilnings- leysi.þegarþvierhaldið fram, að engin hætta stafi af innflutningi húsgagna og innréttinga, þótt hlutdeild innflutningsins verði eitthvað meiri eftir niðurfellingu tollanna en þau 10% sem hann er nú. Hér gera menn sér það ekki nægilega Ijóst, að islenzki mark- aðurinn er litill, og missi t.d. hús- gagna- og innréttingaiðnaðurinn önnur 10% til viðbótar, getur það ráðið úrslitum um, hvort hann ber sig eða ekki. Þaö er hreinn óvitaskapur að gera sér ekki grein fyrir þessu, ef menn viija á annað borð viöhalda þessum iðnaði og vera ekki alveg háðir innflutningi á innréttingum og húsgögnum, með þeim afleiðing- um, sem það myndi hafa á at- vinnuna i landinu og gjaldeyris- stöðuna. Það er sagt, aö Kinverjar hafi þann siö, aö veita háttsettum em- bættismönnum öðru hverju orlof til að starfa við atvinnurekstur á ýmsum sviðum, svo að þeir kynn- isthonum af eigin raun. Mér hef- ur komið i hug, að sumir þeirra háttsettra islenzkra embættis- manna, sem fjalla um efnahags- leg málefni iðnaðarins, myndu lita þau talsvert öðrum augum, ef þeir heföu áður nefnda reynslu og þekkingu hinna kinversku s'téttarbræðra sinna. Þ.Þ. Tamningastöð Tamningastöð verður starfrækt i sumar að Þjótanda við Þjórsárbrú. Byrjað verð- ur 1. júni. Tamningamaður verður Svanur Guðmundsson, Selfossi. Allar nánari upplýsingar i sima (99)6555 á kvöldin. Til sölu Jarðýta T.D 9 B. (PS) árg. ’66 i góðu lagi, auka beltagangur fylgir. M. Benz dráttarbill árg. ’59 og tveggja öxla vélavagn. Upplýsíngar i sima 71143 eftir kl. 7 á kvöldin. R| íbúðalánasjóður "Sr Seltjarnarness Lánað verður úr ibúðalánasjóði Sel- tjarnarness i júni n.k. Umsóknir um lán úr sjóðnum skulu berast bæjarstjóra fyrir 1. júni n.k. Reglugerð sjóðsins og umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunum. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi JS 12.05. 1977. Athugasemd ritstjóra

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.