Tíminn - 09.06.1977, Síða 3

Tíminn - 09.06.1977, Síða 3
Fimmtudagur 9. júni 1977 3 Aeðismálastofnun feiga, freisi i lána- og lóðamálum, en bann við stofnun 'li. Myndin sýnir byggingarframkvæmdir iReykjavik. Timamynd: Gunnar Tryggingarfélög samvinnumanna: Hagnaður af bifreiða- tryggmgum síðasta ár KEJ-Reykjavik. — Nýlega voru haldnir aðalfundir tryggingar- félaga samvinnumanna, þ.e. Samvinnutrygginga g.t., Lif- tryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga. Fundinn sóttu 19 fulltrúaráðsmenn viða að af landinu, stjórn félaganna o.fl. Fram kom að á sl. ári varð i fyrsta skipti I mörg ár hagnaöur af öllum frumtrygfýjgagrein- um, hjá Brunadeild, Sjódeild og jafnvel hjá Bifreiðadeild og Abyrgöar- og slysadeild. Þrátt fyrir 60 millj. kr. tap á endur- tryggingum urðu lokatölur á rekstrarreikningi hagnaður að upphæð 81,9 miilj. kr. Iðgjaldaaukning félaganna á siöasta ári var að jafnaði um 25% miðað viö áriö áöur. Mest varð aukningin i eignatrygging- um, ökutækjatryggingum og frjálsum ábyrgöartryggingum. A fundum tryggingarfélaga samvinnumála voru ýmis mál rædd og samþykktar tillögur og áskoranir. Skorað var á Alþingi að þaö breytti lögum um bruna- tryggingar fasteigna þannig að húseigendur væru frjálsir af þvi hvar þeir tryggðu. Nú eru hús- eigendur hins vegar skyldugir til að beina þessum trygginga- viðskiptum til þess trygginga- fyrirtækis, sem forráöamenn byggðarlagsins ákveða. Samþykkt var einróma á fundinum tillaga stjórnar, þess efnis, að framvegis skuli fulltrúi starfsmannafélaganna sitja i stjórn og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. I stjórn félaganna sitja Erlendur Einarsson for- stjóri, formaöur, Ingólfur ólafs- son kaupfélagsstjóri, Karvel ögmundsson framkvæmda- stjóri, Ragnar Guðleifsson kennari og Valur Arnþórsson kfstj.., kjörinn i stjórn á fundin- um nú I staö Jakobs Frlmanns- sonar, sem átt hefur sæti I stjórninni allt frá upphafi. N sviði erum mstir í mm í dag” msson, jarðeðlisfræðingur, um Xtæki, sem starfsmenn mar hafa hannað og smíðað sem sendir frá sér púlsa á nokk- uð breiðu tiðnisviði, sögðu þeir Marteinn og Ævar ennfremur I gær, þótt meginorkan liggi á bil- inu 4-6 Megarið (Mhz). Við vit- um hver hraði púlsanna er I jöklinum, og þvi getum við á- kvarðað dýpt, eða þykkt jökuls- ins á hverjum stað, með þvi að mæla timann á endurkasti púls- anna. Siðasta endurkastið er botninn, en á leiðinni fáum við endurkast að hluta til, þar sem um er að ræða lög i jöklinum, liklega öskulög. I þessari reynsluferð aö Grimsvötnunum notuðum viö gervitungl til staðará- kvaröana, en i framtiðinni er ætlunin aö nota einnig til þess Lorantæki, sem til eru hérna. Þá er einnig ætlunin að i fram- tiöinni verði endurvarpiö, þaö er mælingarnar, ekki sett á filmu eins og við geröum nú, heldur segulband og þá verði staöarakvöröunin einnig á sér segulbandi, eða annarri rás á sama bandi. Ennfremur vonumst viö til þess að geta 1 framtiöinni unnið með þessum tækjum úr flugvél, en til þess þarf að koma þeim I annað horf, einkum loftnetinu, sem er fjórum sinnum fimmtán metrar á lengd og þvi of fyrir- ferðarmikiö til þess enn, þótt ef til vill væri mögulegt aö draga þaö á eftir vélinni. Mælingum með þessu nýja tæki stjórnar Helgi Björnsson, jarðeölisfræðingur, hjá Raun- visindastofnun, og blaðamaður Timans átti einnig viðtal við hann I gær. — Ég hygg mér sé óhætt aö segja, að við séum nú fremstir I heiminum á þessu sviöi, sagöi Helgi I gær, — þvi þótt Banda- ríkjamenn hafi verið fyrstir til að leysa þetta vandamál, það er smiöa rafbylgjutæki sem hægt var að mæla þiöjökla meö, þá hefur litið gerzt á þvi sviöi hjá þeim siöan. Þeir létu sér eigin- lega nægja aðleysa vandann, en hafa ekki sinnt þessu siöan að marki. Þó verður að taka þaö fram, aö við vitum ekki hve lengi við verðum fremstir, því hópur Breta, sem við vorum i sam- vinnu meö siðasta ár, er nú uppi á Vatnajökli, meö svipaö tæki, þannig aö búast má við aö þeir standi okkur jafnfætis eftir þá ferð sina. Núna höfum viö reynslu fram yfir þá. f 1 i 1 E?" S : - n 1 1 1 1 1 m 1 A myndinni, sem Róbertljósmyndari Timans, tók eru þeir Ævar Jóhannesson, til vinstri og Mar- teinn Sverrisson tilhægri, með tækin sem þeir smlðuðu I höndunum. Ævar smiðaði sendinn, Mar- teinn móttakarann. Bak við þá má greina loftnet, sem notað er tii staðarákvarðana, með aðstoð gervihnatta. Tæki þau sem þarf með loftnetinu smiðaði Marteinn i samvinnu við prófessor Þor- björn Sigurgeirsson. Tæki af þessu tagi kosta um tuttugu milljónir erlendis, en nærri lætur að Marteinn og Þorbjörn hafismiðað þau fyrir þrjár milljónir. Þessari tækni hefur nokkuð lengi veriö beitt viö gaddjökla, það er jökla sem ekki hafa I sér leysingarvatn, en við þá er not- uð tiðni rétt um sextiu Megariö (Mhz), sem hefur bylgjulengd um fimm metra. Ekki var hægt að beita þvi við þiðjökla, sem hafa i sér leysingarvatn, og það var ekki fyrr en fyrir fáeinum árum sem menn duttu niður á lausnina. Viö þiðjöklana er not- uð lægri tlðni, 4-6 Megarið, sem hefur bylgjulengd um sextiu metra. Um hagnýtt gildi þess að kanna jökla með þessu móti, þaö er gildi utan hreinnar for- vitni, er það að segja aö okkur er það mikilvægt I mörgum til- vikum að þekkja landslag undir jöklum. Jöklar eru vatnsforðabú jökulánna, sem við erum I mörgum tilvikum að virkja, eða brúa, og það hefur mikið gildi að geta gert sér grein fyrir þeim, með tilliti til þess. I þessari ferö, sem viö erum nú nýkomnir úr, mældum viö tvö þversnið yfir farveg Grims- vatnahlaupa, austan við Grlms- vötnin sjálf. Fljótt á litið viröist þar vera gljúfur, en enn er ekki hlaupiö að þvi að skilja og skil- greina þær upplýsingar sem mælingarnar gefa, til þess þurf- um við enn að safna mikilli reynslu. A leiðinni heim mældum við einnig niöur Tungnaárjökul, alla leið frá Grimsvötnum, og á þeirri leið reyndist mesta þykkt Issins um sex hundruö og fimm- tiu metrar. Þar komum viö nið- ur á lög I jöklinum, sem liklega eru öskulög. Við gátum fylgt þeim eftir og ef um öskulög er að ræða opnar það möguleika til að rekja feril jökulsins og myndunarsögu hans. Tilgangur jökulmælinga af þessu tagi er annars svo marg- vislegur, aö erfitt er aö gera þvi skil i fáum oröum. Þó má nefna til dæmis að með þvi að þekkja jökulinn, er hægt aö meta hver áhrif breytingar á honum hafa á rennsli jökulánna, það er hvar þær koma undan jökli. Við þekkjum hér dæmi þess aö eftir að byggöar hafa verið miklar og dýrar brýr yfir jökulár, geta þær tekiö upp á þvi að hverfa úr þeim farvegi. Þá er mikilvægt að kanna hvar virkar eldstöðvar eru und- ir jöklum, hvar vatnslón og ann- aö. Loks getur verið mikilvægt að safna upplýsingum um þá jökla sem hlaupa, til dæmis Brúar- jökul, sem árið 1964-65 hljóp Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.