Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 9. júni 1977 Blóðrautt sólarlag SJÓNVARPIÐ Blóðrautt sólarlag eftir Hrafn Gunnlaugsson. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Tónlist: Gunnar Þórðarson. Sólarlag vekur athygli Fyrir skömmu var frumsýnd I sjónvarpinu ný kvikmynd eftir Hrafn Gunnlaugsson, Blóórautt sólariag.en það mun eina leikna myndin, sem sjónvarpið liefur gert eftir að Lénharöur fógeti var filmaöur meö svo ærnum kostnaði að nærri reið fjárhag sjónvarpsins að fullu. Blóðrautt sólarlag hefur verið lengi á döfinni, nokkur ár, og á sinum tima hlaut höfundur eina milljón króna i styrk frá menntamálaráði til þess að gera myndina, en nú mun hún hafa kostað um 12 milljónir króna, sem er ódýrt, þvi að venjulegar kvikmyndir I út- löndum kosta viölika mikið og hafnargerðin í Þorlákshöfn.eða hundruð milljóna. Mjög fjörug umræöa hefur farið fram i dagblööunum um Blóðrautt sólarlag og virðast flestir sammála um þaö að myndin sé heldur léleg, þótt vinnulega hafi hún ýmsa kosti- og er auövelt að vera sammála um þaö. Það er einkum hinn ritaöi texti myndarinnar sem er bágborinn, en myndatakan og mótífin bæta hann mikið upp, og má með nokkrum sanni segja, að sildarverksmiðjan á Ingólfs- firði leiki þar bezt, en hún gefur sögunni óvenju magnað bak- svið, dularfullt og spennandi. Söguefnið Blóörautt sólarlag segir frá tveim mönnum, sem fara til stuttrar dvalar norður á Strandir til þess aö hvilast um stund i einangrun frá streitu borgarlifsins. Þeir aka fyrst lengi, en fá siðan bát til þess að flytja sig sfðasta spölinn, þangaö sem þeir ætla aö dveljast i auöri verksmiöju. Þangað veröur ekki komizt nema á skipi eða með fulginum fljúgandi. Þeir hafa áfengi meö i förinni og brátt fara einkenni- legir atburðir aö gerast. Mikill hluti myndarinnar fer I sjálfa bilferðina noröur. Þetta er langdreginn aðdragandi og heldur ófrumlegur, þótt reynt sé að lifga hann viö meö þvi að láta menn pissa, eins og virðist vera orðin algjör forsenda kvik- myndagerðar i Sviþjóö og i Danmörku. Siðan, þegar þeir félagar koma og hitta ferju- mann sinn, fer heldur aö lifna yfir myndinni, en hápunktur hennar er svo þegar i verk- smiðjuna er komið. Það sem einkum hrjáir myndina er hinn slappi texti, hann er óljós og einria helzt virðist hann gerður fyrir annan stað, en þann sem valinn var til kvikmyndatökunnar. Hann viröist ekki á nokkurn hátt höfða til þessa sérstæöa um- hverfis sem leikurinn gerist i. A hinn bóginn þá hafa kvik- myndageröarmennirnir kunnaö aö notfæra sér sviðsmyndina út i æsar, og þannig tekst að skila heillegri mynd, þrátt fyrir allt. Hlutverk i Blóðrauðu sólar- lagi eru aðeins þrjú, þar af tvö sem eru veigamest, en með þau fóru Róbert Arnfinnsson og Helgi Skúlason. Islenzkum leikurum er að fara fram I kvik- myndaleik. Leika ekki lengur sviðsleik I kvikmyndum. Svipbrigði og annað látbragð hrekkur þeim þó skammt, þvi þá vantar orð til þess að segja þvi persónusköpun er i algjörum molum frá hendi höfundar. Við vitum ekkert um þessa menn 1 raun og veru, en svokölluö per- sónusköpun er ávallt mikilvæg á íslandi I skáldverkum. Dr. Kristján Eldjárn lýsir þvi einhvers staðar i bókum sinum, að ekki sé nóg að grafa upp hauga á Islandi. Ef menn vita ekki hver heygður var, hafa Is- lendingar ekki verulegan áhuga á kumlinu. Þeir vilja nafn og kunna deili á þeim sem þeir grafa upp. Ef til vill kemur þetta ekki að sök i útlöndum, þegar myndin verður sýnd þar, en Jón Þórarinsson hefur sagt, að myndin verði sýnd á Norður- löndunum öllum, þótt hún sé tekin i svart hvitu, en ekki I litum. Slæm landkynning? Nokkuö hefur verið kvartaö undan þvi að myndin sé slæm landkynning. Má það til sanns vegar færa, en þó er ég ekki sammála aðöðru leyti en þvi, að ég reikna með þvi aö fólk á Norðurlöndum eigi von á að Is- lendingar geti skrifað heillegan texta og skiljanlegan, a.m.k. fremur en þeir kunni á mynda- vélar, en þarna snýst þetta ein- mitt við. Farin er sú vafasama leið aö láta höfund handrits leikstýra verkinu lika. Þaö má kannski segja sem svo, að enginn viti betur um tilgang höfundar handrits en höfundurinn sjálfur, en hann þekkir ekki alltaf tak- mörk sin eða þolinmæöi al- mennings, þess vegna er yfir- leitt hyggilegra að láta ekki sama mann semja handrit og leikstýra. Við sáum sams konar ógæfu i kvikmynd um lásasmið i sjónvarpinu um daginn. Hrafn Gunnlaugsson er ágætur leik- stjóri, en hann ætti þó aðeins að leikstýra verkum eftir aðra. Nú það er mat vort, að þessi kvikmynd sé með þvi betra sem sjónvarpið hefur gert um dag- ana. Við erum lika þeirrar skoðunar að þarna vanti vissan herzlumun, að beita hefði þurft skærunum meira á fyrsta hluta myndarinnar og auka þar við orðum. Leikmynd Björns Leikendur. Björnssonar er góö. Að visu smiðaði hann ekki sildarverk- smiðjuna, sem talar holum rómi alla myndina út, heldur lagöi til hafurtaskið og annan búnað mannanna tveggja. Tónlist Gunnars Þórðarsonar hentaði vel, var partur af þeirri skelfingu sem þarna rfkir, en hljóðsetning er dálftið ruglings- leg á köflum, aukahljóð trufluðu hið talaða orð, svo maður mátti hafa sig allan við til aö fylgjast með. Þessi filma sýnir okkur, auk annars, að viða er unnt að gera kvikmyndir á Islandi. Til eru staðir, sem eru veðraðir eða ósnortnir með öllu, en þeim fækkar óðum á ofsetinni jörð, og ef unnt er að gera frambæri- legar kvikmyndir fyrir svo lága upphæð eins og Blóðrautt sólar- lag kostaði, ætti sjónvarpinu ekki að verða skotaskuld úr þvi að gera margar ágætar filmur með islenzkum höfundum. Jónas Guðmundsson - fólk í listum Lék bezt „Látum drengir hljóma hátt Heklusöng á miðju vori” GT-Varmahlið. Um næstu helgi heldur Hekla, samband norð- lenzkra karlakóra sitt tólfta Heklumót. Söngfélagið Hekla var stofnaöárið 1934og hélt sitt fyrsta mót á Akureyri árið 1935. Siðan hafa Heklumót verð haldin viðs vegar um Norðurland. Að þessu sinni verður mótið haldið vestan ö xnadalsheiðar og hefst á Hvammstanga laugardaginn 11. júnf kl. 14. Næsti samsöngur verður að Miðgarði í Skagafirði og hefst kl. 21 sama dag og siðan er endað á Siglufirði sunnudaginn 12. júni kl. 14. Sex karlakórar taka þátti mót- inu að þessu sinni, en þeir eru: Karlakór Akureyrar, Karlakór- inn Geysir, Karlakór Dalvíkur, Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps, Karlakórinn Heimir i Skagafirði og Karlakórinn Visir Siglufirði Samtals verða þetta um 250 söng- menn. Mótið hefstmeð þvi að all- ir kórarnir syngja sameiginlega, einkennislag sambandsins, Heklusönginn, lag eftir Askel Snorrason við texta eftir Jónas Tryggvason. Siðan syngja kór- arnir hver um sig fjögur til fimm lög. Heklumót hafa . ávallt þótt mikill viðburður, i þeim byggðar- lögum, þar sem þau hafa verið haldin hverju sinni, og er ekki að efa, að svo vérður einnig nú, þeg- ar Húnvetningum Skagfirðingum og Siglfirðingum gefst færi á að hlýða á söng Heklumanna á þessu vori. Stjórn Heklu skipa eftirtaldir menn: Guðmundur Tobiasson Varmahlið, formaður, Páll Pétursson Höllustöðum, vara- form, Þorvaldur Óskarsson Sleitustöðum, ritari, Jón Tryggvason Artúnum, gjaldkeri og Sigurjón Sæmundsson Siglu- firði meðstjórnandi. Viöræður viö Laxár- virkjunar- stjórn um rekstur Kröflu á lokastigi SJ. Reykjavik Viðræöur hafa far- ið fram að undanförnu milli iðnaðarráðuneytisins og stjórnar Laxárvirkjunar um að hún taki að sér stjórn gufuaflsstöðvarinn- ar við Kröflu. Að sögn Páls Flyg- enring ráðuneytisstjóra i iðn- aðarráðuneytinu eru viðræður þessar á lokastigi og búizt er við að þeim ljúki i þessari viku. Búast má við að hluti starfsmanna, sem unnið hafa við uppsetningu véla við Kröflu, starfi þar áfram þegar rekstur hefst. Kristján Kristjánsson sýnir sautján verk í Galleri SÚM JB-Reykjavik. Þessa dagana stendur yfir I Galleri SUM viö Vatnsstíg sýning á verkum Kristjáns Kristjánssonar. Kristján er tuttugu og sjö ára. Hann nam við Myndlista- og handiðaskóla lslands 1969-1973. Þetta er sjöunda sýning hans, en áður hefur hann tekið þátt I fimm sam- sýningum, þ.e. á Loftinu 1976, sýningu F.J.M. að Kjarvals- stöðum 1976. SUM 1976, Sólon tslandus 1976 og VAL 76, sýn- ingu listgagnrýnenda. Auk þess hefur hann haldið eina einkasýningu á Neskaupstað. Að þessu sinni sýnir Kristján sautján mýndir, og eru þær flestar frá þvi i ár eöa frá s.l. ári. Sýningin er opin virka daga kl. 4-8 en ld. og sd. kl. 4-10. Henni lýkur n.k. sunnudag. Meöfyigjandi mynd tók Ró- bert af Kristjáni viö tvö verka hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.