Tíminn - 09.06.1977, Qupperneq 9

Tíminn - 09.06.1977, Qupperneq 9
Fimmtudagur 9. júni 1977 9 GÓÐUR ÁRANGUR AF HITA- VEITUBORUNUM í HELGADAL, f jórar holur gefa á annað hundrað sekúndulítra JB-Reykjavík. Hin siöari ár hafa staöið yfir i Mosfellsdal boranir eftir heitu vatni fyrir Hitaveitu Reykjavikur. Liöur i þessum framkvæmdum eru boranir i Helgadal, en þar hefur Orkustofnun séð um boranir fyrir hitaveituna aö undan- Gufubor Reykjavíkur viö boranir i Helgadal. förnu. Munu þessar boranir hafa gefið mjög góöa raun og sneri Timinn sér til Jóhannesar Zoega hitaveitustjóra til frekari upplýsinga. „Við erum aö ljúka við fjóröu holuna frá áramótum núna og munum við láta þar viö sitja I bili þar sem það fé, sem viö fengum til ráöstöfunar er upp- urið, sagöi Jóhannes. — Holurn- ar eru sextán hundruö til nitján hundruö metrar á dýpt, og hefur árangurinn veriö eftir beztu vonum. Þrjár holurnar gefa á 'bilinu fimmtiu til áttatiu sek- úndulitra en fjórða holan um fjörutiu. Þetta eru þvi á annaö hundrað sekúndulitrar, sem þykir mjög gott. Viö ætlum aö virkja allar fjórar holurnar I sumar en von er á dælum i næsta mánuði. Seinni partinn i sumar munum viö láta niöur i þessar holur, en siðan er gert ráð fyrir aö byrja aftur aö bora næsta vetur og klára svæðiö á næsta ári. Jóhannes sagöi, aö hitaveitan hefði haft nokkurn veginn nægi- legt vatn I vetur, en með þessari viðbót myndu þeir hafa nóg vatn a.m.k. næstu tvö árin. I sam- bandi við umræddar boranir er hafin smiði dælustöövar niöur við Norður-Reyki og aö sögn Jóhannesar verður hún álika stor og viðbótarbyggingin á Syðri-Reykjum. Þessi stöö veröur dælustöð, en mun einnig hafa safngeymi og liggja rör frá henni yfir Skammadal, en þar var lokið viö aö leggja aöalæð sl. haust. Vatniö fer siöan i gegnum stöðina á Syöri-Reykjum og veröur þaöan dælt áfram til Reykjavikur. Blm. spurði Jóhannes aö þvi, hvort þeir hefbu einhverja á- kveðna staöi í huga varöandi frekari boranir eftir að borun- um lýkur i Mosfellsdalnum og sagöi hann, að næst ætti að bora við Laugaveg og einmg viö Elliðaárnar, og ætti þá aö reyna að komast dýpra en áöur heföi verið boraö hér I bænum. I þessum rörum mun vatniö renna yfir Skammadal i dælustööina á Syöri-Reykjum 1370 konur í Sambandi sunnlenzkra kvenna Aöalfundur Sambands sunn- lenzkra kvenna, sá 49.,var fyrir nokkru haldinn i félags- heimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Fundurinn hófst meö guös- þjónustu i Stórólfshvolskirkju. Prestur var séra Stefán Lárusson. 1 sambandinu eru 29 aðildar- félög meö 1370 félagskonur. Starf félaganna er þróttmikið og gott, og vinna þau aö ýmsum menningar- og framfara- málum, hvert i sinni heima- byggð. Sigriður Thorlacius, for- maður Kvenfélagasambands Islands flutti erindi á fundinum og talaði um störf K.l. Steinunn Finnbogadóttir, formaður orlofsnefndar flutti erindi og talaöi um orlofsmál. S.S.K. hefur staöiö fyrir ýmiss konar fræöslu á sambands- svæðinu, aöaiiega i námskeiðs- formi, svo sem i brunavörnum, bilaviðgerðum, fatasaumi og alls konar hannyröum. Einnig eru árlega haldin tvö tveggja daga námskeið i samstarfi við Garðyrkjuskóla rikisins að Reykjum i ölfusi, i matreiðslu grænmetis, blómaskereytingum og fleiru. Eru þessi námskeiö vel sótt og mjög vinsæl. Aætlað er að taka á móti grænlenzkum kvenfélags- konum,sem verða hér á ferð I sumar. Jafnvel er I ráöi að heimsækja þær til Grænlands næsta sumar. Margar tillögur og ályktanir voru samþykktar á fundinum, svo sem: Beiöni til félagsmála- ráðherra að láta endurskoða orlofsmál húsmæðra, og telur fundurinn mikilvægt aö fjár- veiting komi frá einum abila og álitur að rikið sé rétti greiö- andinn. Fundurinn lagði áherzlu á, að þessi fjárveiting verði verðtryggð og fylgi gildandi verðlagi i landinu. Fundurinn harmaöi þá auknu skattbyrði, sem lögð er á kvenfélög og aðra félagsstarfsemi og óttast aö slikt skattaálag verði til þess aö lama frjálst félagslif i landinu og draga úr sjálfboðavinnnu og þvi fórnfúsa starfi sem viöa er unnið i félögunum. Á næsta ári hefur S.S.K. starfað i 50 ár. Af þvi tilefni er nú verið að undirbúa útgáfur á vönduðu afmælisriti, og er áætlað að ritið komi út á af- mælisárinu. Stjórn S.S.K. skipa nú: Sigur- hanna Gunnarsdóttir, for- maöur, Gunnhildur Þór- mundsdóttir, gjaldkeri, Ragn- hildur Sveinbjörnsdóttir, ritari. Frá siðasta námskeiði S.S.K. i garðyrkjuskóianum I Hverageröi. Þetta varákvöldvöku, sem haldin var að laknu erilsömu dags- verki.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.