Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.06.1977, Blaðsíða 7
70 C Fimmtudagur 9. júni 1977 7 Hártiskan i Austur-Afriku Mary Houghton (neöst til vinstri á smá- myndunum) var nýkomin til London frá Kenya og fór út aö verzla meö móöur sinni, en þær lentu i hálfgeröum vand- ræöum, þvf aö hárgreiöslan hennar Mary vakti svo mikla athygli, aö þær komust varla áfram á götunum, og I verzlunum söfnuöust aö þeim bæöi afgreiöslu- stúlkur og kaupendur til þess aö fá aö vita hvar væri hægt aö fá svona greiöslu. -Ja, þaö er bezt aö fara á hárgreiöslustofu, sem heitir Trim Salon Kemoli, og veröiö á greiöslunni? Jú, hún kostar 5 pund, en fargjaldiö þangaö er nokkuö dýrt, þvi aö Trim Salon Kemoli er í Nairobi i Kenya. Myndir birtust I brezku blööunum af Mary Houghton, og vöktu þær svo mikla athygli, aö blaöiö lét fréttaritara sinn og ljós- myndara i Nairobi kynna sér þessar Afriku-greiöslur cg sjáum viö árangurmn hér á myndunum. Vinnan viö þessar greiöslur tekur aö minnsta kosti fjóra tima fyrir duglega hárgreiöslukonu. Stóra myndin er af þeirri greiöslu, sem blaöa- manninum fannst fallegust. Þaö voru fornar hárgreiöslur höföingjadætra I Austur-Afriku, sem voru haföar til fyrir- myndar viö þessa hártízku. Hvitar konur hafa reynt aö láta greiöa hár sitt á þennan hátt, en öllum kemur saman um þaö, aö þaö klæöi ekki nema hörundsdökkar konur, þvi aö bleikur hársvöröurinn kemur svo mikiö I ljós og þykir þaö óklæöilegt. Sagt er aö þessar greiöslur dugi I þrjár til fjórar vikur, jafnvel þótt fariö sé i sund eöa sturtubaö á hverjum degi. Fyrstu dagana finna konurnar þó nokkuö til i hársveröinum, þvi aö svo fast er fléttaö, aö teygist á húöinni, —en hvaö um þaö, þetta er tizkan! — Er búið að hreinsa til viðhúsið, þar sem þú átt heima? Helga Andreason.bankastarfsm: Nei, þaö er ekki búiö aö þvi. Þorsteinn Jónsson, Rafmagns- veitunni: Já, það er búiö aö þvi, fullkomlega. Sigriöur Siguröardóttir, atvinnulaus: Já, ég held þaö. | Sigriöur Kristjánsdóttir, fyrver. hjúkrunark: Já, ég held þaö. Annars eru þaö aörir en ég sem sjá um aö hreinsa garöinn. En þieir i næsta húsi mættu taka til á sinni lóö. Ólöf Pétursdóttir, vinnuskóla Reykjavikur: Já, þaö held ég.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.